48 Íslendingar sameinast í kröfu um umbætur í fíkniefnavörnum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. apríl 2016 12:00 Pétur Þorsteinsson, formaður Snarrótarinnar, stendur fyrir áskoruninni og segir að um þversnið af samfélaginu sé að ræða, þvert á pólitískar línur enda sé á listanum að finna fólk úr öllum flokkum. Vísir Fjörutíu og átta íslenskir áhrifamenn skrifa undir alþjóðlegt ákall til Ban Ki-moon, aðalritara Sameinuðu þjóðanna, um að hann beiti áhrifum sínum á Auka-allsherjarþingi SÞ um vímuefnamál (UNGASS2016) í þágu lýðheilsu og mannréttinda í stað útskúfunar- og refsihyggju. Pétur Þorsteinsson, formaður Snarrótarinnar, stendur fyrir áskoruninni og segir að um þversnið af samfélaginu sé að ræða, þvert á pólitískar línur enda sé á listanum að finna fólk úr öllum flokkum. Pétur segir í samtali við Vísi að þetta sýni að krafan um breytingar sé orðin gríðarlega úrbreidd. Sú krafa sé hávær meðal ungs fólks en eins og listinn sýni þá sé stuðningurinn líka mikill meðal fólks á miðjum aldri og eldra. Þessi hópur leggi málstað umbóta í fíknivörnum í heiminum lið og skrifi undir ákall ríflega eitt þúsund heimsþekktra stjórmálaleiðtoga og áhrifamanna er hafni refsihyggjunni sem tröllriðið hefur veröldinni áratugum saman og bundin er í alþjóðlegum sáttmálum Sameinuðu þjóðanna. Fyrrverandi forsetar Mexíkó, Columbíu, Brasilíu, Síle, Nígeríu, Grænhöfðaeyja, Sviss og Póllands; fyrrverandi forsætisráðherrar Grikklands, Ungverjalands og Hollands; heimskunnir fræðimenn, lögfræðingar, trúarleiðtogar, stjórnmálamenn og stórstjörnur sameinast um ákall um fráhvarf frá bann- og refsihyggju og nýja valkosti og leiðir í fíknivörnum. Pétur áréttar að undirskriftirnar lýsi stuðningi við þá meginhugsun um umbætur í fíknivörnum í heiminum sem fram koma í ákallinu til aðalritarans, en þurfa ekki endilega að endurspegla skoðanir viðkomandi varðandi markmið og leiðir dagsins í dag varðandi fíknivarnir á Íslandi. Þá segi undirskriftirnar ekkert um afstöðu þeirra stofnana eða fyrirtækja sem viðkomandi starfi hjá og endurspegli ekki endilega yfirlýsta stefnu íslenskra stjórnmálaflokka sem viðkomandi tengjast.Þeir 48 sem skrifuðu undir Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi Hæstaréttardómari Árni Páll Árnason þingmaður Vilhjálmur Árnason þingmaður Halldór Árnason hagfræðingur Valgerður Bjarnadóttir þingmaður Ísabella Björnsdóttir skaðaminnkunarsinni Þorsteinn Úlfar Björnsson listamaður Helga Sif Friðjónsdóttir hjúkrunarfræðingur Thor Gislason verkefnastjóri Björn Valur Gíslason fyrrverandi þingmaður Jón Gnarr, fyrrverandi borgarstjóri Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Guðmundur Gunnarsson, fyrrverandi forseti Rafiðnaðarsambandsins Helgi Gunnlaugsson afbrotafræðingur Steinn Thoroddsen Halldórsson skaðaminnkunarsinni Atli Harðarson heimspekingur Helga Vala Helgadóttir lögmaður Kristinn Hrafnsson fréttamaður Eva Indriðadóttir formaður ungra jafnaðarmanna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir þingmaður Katrín Jakobsdóttir þingmaður Svala Jóhannesdóttir skaðaminnkunasinni Birgitta Jónsdóttir þingmaður Arnar Jónsson leikari Gunnlaugur Jónsson frumkvöðull Sigríður Rut Júlíusdóttir lögmaður Bjarki Karlsson skáld Smári McCarthy sérfræðingur í netöryggi Þorlákur Morthens listamaður Bubbi Morthens tónlistarmaður Brynjar Níelsson þingmaður Katrín Oddsdóttir mannréttindalögmaður Rúnar Örn Olsen lögmaður Lárus Ýmir Óskarsson leikstjóri Kristín I. Pálsdóttir, talskona Rótarinnar Óttarr Proppé þingmaður Sveinn Rúnar Hauksson læknir Stefán Karl Stefánsson leikari Guðmundur Steingrímsson þingmaður Halldór Auðar Svansson borgarfulltrúi Hafþór Sævarsson formaður ungra Pírata Margrét Tryggvadóttir rithöfundur Þórhildur Sunna Ævarsdóttir rithöfundur Þórhildur Þorleifsdóttir leikstjóri Willum Þór Þórsson þingmaður Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir leikkona Pétur Þorsteinsson formaður Snarrótarinnar Þorsteinn Þorsteinsson bókmenntagagnrýnandi Mest lesið Strandveiðisjómaður lést Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Tugir missa vinnuna í sumar Innlent Árásarmaðurinn ölvaður Íslendingur Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Innlent Formaður og gjaldkeri Vorstjörnunnar kærð fyrir efnahagsbrot Innlent Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Innlent Ráðist á rútubílstjóra og vegfarendur yfirbuguðu árásarmanninn Innlent Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Innlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Fjörutíu og átta íslenskir áhrifamenn skrifa undir alþjóðlegt ákall til Ban Ki-moon, aðalritara Sameinuðu þjóðanna, um að hann beiti áhrifum sínum á Auka-allsherjarþingi SÞ um vímuefnamál (UNGASS2016) í þágu lýðheilsu og mannréttinda í stað útskúfunar- og refsihyggju. Pétur Þorsteinsson, formaður Snarrótarinnar, stendur fyrir áskoruninni og segir að um þversnið af samfélaginu sé að ræða, þvert á pólitískar línur enda sé á listanum að finna fólk úr öllum flokkum. Pétur segir í samtali við Vísi að þetta sýni að krafan um breytingar sé orðin gríðarlega úrbreidd. Sú krafa sé hávær meðal ungs fólks en eins og listinn sýni þá sé stuðningurinn líka mikill meðal fólks á miðjum aldri og eldra. Þessi hópur leggi málstað umbóta í fíknivörnum í heiminum lið og skrifi undir ákall ríflega eitt þúsund heimsþekktra stjórmálaleiðtoga og áhrifamanna er hafni refsihyggjunni sem tröllriðið hefur veröldinni áratugum saman og bundin er í alþjóðlegum sáttmálum Sameinuðu þjóðanna. Fyrrverandi forsetar Mexíkó, Columbíu, Brasilíu, Síle, Nígeríu, Grænhöfðaeyja, Sviss og Póllands; fyrrverandi forsætisráðherrar Grikklands, Ungverjalands og Hollands; heimskunnir fræðimenn, lögfræðingar, trúarleiðtogar, stjórnmálamenn og stórstjörnur sameinast um ákall um fráhvarf frá bann- og refsihyggju og nýja valkosti og leiðir í fíknivörnum. Pétur áréttar að undirskriftirnar lýsi stuðningi við þá meginhugsun um umbætur í fíknivörnum í heiminum sem fram koma í ákallinu til aðalritarans, en þurfa ekki endilega að endurspegla skoðanir viðkomandi varðandi markmið og leiðir dagsins í dag varðandi fíknivarnir á Íslandi. Þá segi undirskriftirnar ekkert um afstöðu þeirra stofnana eða fyrirtækja sem viðkomandi starfi hjá og endurspegli ekki endilega yfirlýsta stefnu íslenskra stjórnmálaflokka sem viðkomandi tengjast.Þeir 48 sem skrifuðu undir Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi Hæstaréttardómari Árni Páll Árnason þingmaður Vilhjálmur Árnason þingmaður Halldór Árnason hagfræðingur Valgerður Bjarnadóttir þingmaður Ísabella Björnsdóttir skaðaminnkunarsinni Þorsteinn Úlfar Björnsson listamaður Helga Sif Friðjónsdóttir hjúkrunarfræðingur Thor Gislason verkefnastjóri Björn Valur Gíslason fyrrverandi þingmaður Jón Gnarr, fyrrverandi borgarstjóri Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Guðmundur Gunnarsson, fyrrverandi forseti Rafiðnaðarsambandsins Helgi Gunnlaugsson afbrotafræðingur Steinn Thoroddsen Halldórsson skaðaminnkunarsinni Atli Harðarson heimspekingur Helga Vala Helgadóttir lögmaður Kristinn Hrafnsson fréttamaður Eva Indriðadóttir formaður ungra jafnaðarmanna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir þingmaður Katrín Jakobsdóttir þingmaður Svala Jóhannesdóttir skaðaminnkunasinni Birgitta Jónsdóttir þingmaður Arnar Jónsson leikari Gunnlaugur Jónsson frumkvöðull Sigríður Rut Júlíusdóttir lögmaður Bjarki Karlsson skáld Smári McCarthy sérfræðingur í netöryggi Þorlákur Morthens listamaður Bubbi Morthens tónlistarmaður Brynjar Níelsson þingmaður Katrín Oddsdóttir mannréttindalögmaður Rúnar Örn Olsen lögmaður Lárus Ýmir Óskarsson leikstjóri Kristín I. Pálsdóttir, talskona Rótarinnar Óttarr Proppé þingmaður Sveinn Rúnar Hauksson læknir Stefán Karl Stefánsson leikari Guðmundur Steingrímsson þingmaður Halldór Auðar Svansson borgarfulltrúi Hafþór Sævarsson formaður ungra Pírata Margrét Tryggvadóttir rithöfundur Þórhildur Sunna Ævarsdóttir rithöfundur Þórhildur Þorleifsdóttir leikstjóri Willum Þór Þórsson þingmaður Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir leikkona Pétur Þorsteinsson formaður Snarrótarinnar Þorsteinn Þorsteinsson bókmenntagagnrýnandi
Mest lesið Strandveiðisjómaður lést Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Tugir missa vinnuna í sumar Innlent Árásarmaðurinn ölvaður Íslendingur Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Innlent Formaður og gjaldkeri Vorstjörnunnar kærð fyrir efnahagsbrot Innlent Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Innlent Ráðist á rútubílstjóra og vegfarendur yfirbuguðu árásarmanninn Innlent Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Innlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira