Síle hefur aflétt banni á innflutningi lifandi laxahrogna frá Íslandi Svavar Hávarðsson skrifar 11. mars 2016 07:00 Stofnfiskur er eina fyrirtæki heims sem má flytja laxahrogn til Síle. mynd/stofnfiskur Yfirvöld í Síle hafa opnað landamæri sín að nýju fyrir innflutningi á laxahrognum frá Íslandi. Þarlend yfirvöld lögðu á innflutningsbann eftir að VHS-veira greindist í fyrsta sinn hér á landi síðastliðið haust, segir í frétt Matvælastofnunar. Veiran, sem valdið getur sjúkdómnum veirublæði í yfir 80 tegundum fiska, greindist í íslenskum hrognkelsum af villtum uppruna sem notuð eru til undaneldis og framleiðslu á seiðum til að éta lús af laxi í sjókvíum í Færeyjum og Skotlandi. Í kjölfar greiningarinnar lokuðu yfirvöld í Síle (stofnunin Sernapesca) samstundis á allan innflutning á lifandi laxahrognum frá Íslandi, en innflutningurinn hófst árið 1996. Næstu vikur á eftir framkvæmdi Sernapesca í samstarfi við Matvælastofnun umfangsmikið áhættumat á smitdreifingu með áherslu á stöðu sjúkdómavarna hjá kynbótastöðvum Stofnfisks sem eitt fyrirtækja á heimsvísu hefur haft tilskilin leyfi til að flytja laxahrogn inn til Síle. Auk VHS-veirunnar tók endurmatið einnig til allra hugsanlegra veirusjúkdóma í fiskeldi sem leiddi til umfangsmikillar rannsóknarvinnu á mögulegri smithættu. Ítarleg skýrsla um málið var gerð opinber í Síle og 4. mars kom formleg tilkynning frá Sernapesca um að íslenskar kynbótastöðvar stæðust öll skilyrði og hafið væri yfir allan vafa að útflutningur á laxahrognum frá Íslandi til klaks og áframeldis bæri með sér hverfandi líkur á smitdreifingu. Útflutningur hrogna frá Stofnfiski til Síle hefst á nýjan leik innan fárra daga. Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Fleiri fréttir „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Sjá meira
Yfirvöld í Síle hafa opnað landamæri sín að nýju fyrir innflutningi á laxahrognum frá Íslandi. Þarlend yfirvöld lögðu á innflutningsbann eftir að VHS-veira greindist í fyrsta sinn hér á landi síðastliðið haust, segir í frétt Matvælastofnunar. Veiran, sem valdið getur sjúkdómnum veirublæði í yfir 80 tegundum fiska, greindist í íslenskum hrognkelsum af villtum uppruna sem notuð eru til undaneldis og framleiðslu á seiðum til að éta lús af laxi í sjókvíum í Færeyjum og Skotlandi. Í kjölfar greiningarinnar lokuðu yfirvöld í Síle (stofnunin Sernapesca) samstundis á allan innflutning á lifandi laxahrognum frá Íslandi, en innflutningurinn hófst árið 1996. Næstu vikur á eftir framkvæmdi Sernapesca í samstarfi við Matvælastofnun umfangsmikið áhættumat á smitdreifingu með áherslu á stöðu sjúkdómavarna hjá kynbótastöðvum Stofnfisks sem eitt fyrirtækja á heimsvísu hefur haft tilskilin leyfi til að flytja laxahrogn inn til Síle. Auk VHS-veirunnar tók endurmatið einnig til allra hugsanlegra veirusjúkdóma í fiskeldi sem leiddi til umfangsmikillar rannsóknarvinnu á mögulegri smithættu. Ítarleg skýrsla um málið var gerð opinber í Síle og 4. mars kom formleg tilkynning frá Sernapesca um að íslenskar kynbótastöðvar stæðust öll skilyrði og hafið væri yfir allan vafa að útflutningur á laxahrognum frá Íslandi til klaks og áframeldis bæri með sér hverfandi líkur á smitdreifingu. Útflutningur hrogna frá Stofnfiski til Síle hefst á nýjan leik innan fárra daga.
Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Fleiri fréttir „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Sjá meira