Í gærkvöldi fór loks fram frumsýning á leikritinu Hleyptu þeim rétta inn í Þjóðleikhúsinu en fresta þurfti frumsýningunni vegna slyss sem átti sér stað á æfingu með þeim afleiðingum að aðalleikkona sýningarinnar, Vigdís Hrefna, slasaðist og gat því miður ekki tekið þátt áfram.
Síðustu tvær vikur hafa farið í það að koma leikkonunni Láru Jóhönnu Jónsdóttur inn í hlutverk Vigdísar.
Sjá einnig: „Ég var kominn með hálfgerða hveitipabbabumbu“
Fjölmargir mættu á frumsýninguna í gær og tókst vel til en Anton Brink, ljósmyndari 365, var á staðnum og fangaði stemninguna. Meðal gesta voru Salka Sól og Arnar Freyr, í Úlf Úlf, Ólafur Stefánsson, Símon Birgisson, Þorgerður Katrín og Friðrik Ómar.
Náðu loks að frumsýna: Hleyptu þeim rétta inn fór vel af stað
Stefán Árni Pálsson skrifar

Mest lesið



Gamli er (ekki) alveg með'etta
Gagnrýni



Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð
Tíska og hönnun

„Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“
Lífið samstarf


