Aðventukveðja frá Bolungarvík Einar Jónatansson skrifar 16. desember 2016 07:00 Aðventan, undirbúningstími jólanna er gengin í garð. Hún er tími jólaljósanna, kærkomin mitt í mesta skammdeginu. Hún er jafnframt tími hefða, sem tengjast undirbúningi jólanna og því að við erum kristin þjóð. Á margan hátt kallar aðventan fram það góða í manninum. Við verðum gjarnan næmari á aðstæður þeirra sem eiga um sárt að binda, ekki síst þegar um ástvinamissi er að ræða, eða þá þegar alvarleg veikindi knýja dyra. Þá er eins og styttra sé í náungakærleikann og við erum tilbúnari til að sýna stuðning okkar í verki. Í minni samfélögum kristallast þetta í samstöðu íbúanna, og viljanum til að létta undir með þeim sem eru hjálpar þurfi. Fyrir rúmu ári síðan fæddist bolvískri móður og ísfirskum föður drengur, sem í sjálfu sér er ekki fréttnæmt. Litli drengurinn hefur hins vegar barist við erfiðan sjúkdóm. Löng sjúkrahúsdvöl fjarri heimahögum hefur valdið foreldrunum ungu miklum vanda. Á styrktartónleikum, sem haldnir voru á eins árs afmæli drengsins unga, þar sem fjölmargir listamenn komu fram og gáfu vinnu sína, troðfylltu Bolvíkingar og nágrannar Félagsheimilið í Bolungarvík. Framtak þeirra sem fyrir tónleikunum stóðu er afar þakkarvert, enginn fór ósnortinn af þessari samkomu, kærleikurinn var auðfundinn. Góðar fjárhæðir söfnuðust, sem gjörbreyta aðstæðum fjölskyldunnar ungu til að takast á við erfiðleikana. Eins og sóknarpresturinn í Bolungarvík orðaði það, þá sýndu íbúar svæðisins sannarlega samfélagslega og kristilega ábyrgð sína, „að bera hver annars byrðar“.Minnast þeirra sem horfnir eru Um árabil hafa Bolvíkingar átt þess kost líkt og íbúar margra byggðarlaga að heiðra minningu þeirra ástvina sem á undan eru farnir, með því setja ljósakrossa á leiði. Það hefur verið til siðs að setja út rafmagnstengikassa fyrir fyrsta sunnudag í aðventu. Hjá mörgum íbúum hefst því jólaundirbúningurinn á því að minnast þeirra sem horfnir eru á braut, með því að lýsa upp kirkjugarðinn. Ljósakrossunum fjölgar fljótt í garðinum og áður en hátíð ljóssins gengur í garð er kirkjugarðurinn alskrýddur fallegum ljósum. Á annan sunnudag í aðventu, sem er vígsludagur Hólskirkju, eru jafnan haldin aðventukvöld í kirkjunni. Nú í ár var aðventukvöld haldið í 51. skipti. Það var fyrrverandi organisti við kirkjuna, sem tók upp þennan sið, og síðan hefur hann verið í heiðri hafður. Við trúum því að þótt um árabil hafi aðventusamkomur verið haldnar í flestum kirkjum landsins, þá hafi þessi siður jafnvel hvergi verið viðhafður eins lengi og í Hólskirkju. Engin breyting varð þetta árið og var aðventukvöldið haldið 4. desember. Organistinn okkar og kirkjukór Bolungarvíkur sáu um tónlistarflutninginn eins og jafnan áður, en einnig kom fram barnakór. Í lok stundarinnar var einsöngur, jólalagið hátíðlega, Ó helga nótt, var sungið ásamt kórnum. Fermingarbörn komandi vors hafa ávallt sitt hlutverk á aðventukvöldunum og ræðumaður kvöldsins var skólastjóri Grunnskóla Bolungarvíkur. Sóknarpresturinn flutti ávarp og stjórnaði aðventustundinni. Bolvíkingar fjölmenntu og fylltu kirkju sína á Hólnum. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Árásir á ferðaþjónustu skaða allt samfélagið Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Hvar eru konurnar í byggingariðnaði? Aron Leví Beck Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Ert þú með þráhyggju? Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Sjá meira
Aðventan, undirbúningstími jólanna er gengin í garð. Hún er tími jólaljósanna, kærkomin mitt í mesta skammdeginu. Hún er jafnframt tími hefða, sem tengjast undirbúningi jólanna og því að við erum kristin þjóð. Á margan hátt kallar aðventan fram það góða í manninum. Við verðum gjarnan næmari á aðstæður þeirra sem eiga um sárt að binda, ekki síst þegar um ástvinamissi er að ræða, eða þá þegar alvarleg veikindi knýja dyra. Þá er eins og styttra sé í náungakærleikann og við erum tilbúnari til að sýna stuðning okkar í verki. Í minni samfélögum kristallast þetta í samstöðu íbúanna, og viljanum til að létta undir með þeim sem eru hjálpar þurfi. Fyrir rúmu ári síðan fæddist bolvískri móður og ísfirskum föður drengur, sem í sjálfu sér er ekki fréttnæmt. Litli drengurinn hefur hins vegar barist við erfiðan sjúkdóm. Löng sjúkrahúsdvöl fjarri heimahögum hefur valdið foreldrunum ungu miklum vanda. Á styrktartónleikum, sem haldnir voru á eins árs afmæli drengsins unga, þar sem fjölmargir listamenn komu fram og gáfu vinnu sína, troðfylltu Bolvíkingar og nágrannar Félagsheimilið í Bolungarvík. Framtak þeirra sem fyrir tónleikunum stóðu er afar þakkarvert, enginn fór ósnortinn af þessari samkomu, kærleikurinn var auðfundinn. Góðar fjárhæðir söfnuðust, sem gjörbreyta aðstæðum fjölskyldunnar ungu til að takast á við erfiðleikana. Eins og sóknarpresturinn í Bolungarvík orðaði það, þá sýndu íbúar svæðisins sannarlega samfélagslega og kristilega ábyrgð sína, „að bera hver annars byrðar“.Minnast þeirra sem horfnir eru Um árabil hafa Bolvíkingar átt þess kost líkt og íbúar margra byggðarlaga að heiðra minningu þeirra ástvina sem á undan eru farnir, með því setja ljósakrossa á leiði. Það hefur verið til siðs að setja út rafmagnstengikassa fyrir fyrsta sunnudag í aðventu. Hjá mörgum íbúum hefst því jólaundirbúningurinn á því að minnast þeirra sem horfnir eru á braut, með því að lýsa upp kirkjugarðinn. Ljósakrossunum fjölgar fljótt í garðinum og áður en hátíð ljóssins gengur í garð er kirkjugarðurinn alskrýddur fallegum ljósum. Á annan sunnudag í aðventu, sem er vígsludagur Hólskirkju, eru jafnan haldin aðventukvöld í kirkjunni. Nú í ár var aðventukvöld haldið í 51. skipti. Það var fyrrverandi organisti við kirkjuna, sem tók upp þennan sið, og síðan hefur hann verið í heiðri hafður. Við trúum því að þótt um árabil hafi aðventusamkomur verið haldnar í flestum kirkjum landsins, þá hafi þessi siður jafnvel hvergi verið viðhafður eins lengi og í Hólskirkju. Engin breyting varð þetta árið og var aðventukvöldið haldið 4. desember. Organistinn okkar og kirkjukór Bolungarvíkur sáu um tónlistarflutninginn eins og jafnan áður, en einnig kom fram barnakór. Í lok stundarinnar var einsöngur, jólalagið hátíðlega, Ó helga nótt, var sungið ásamt kórnum. Fermingarbörn komandi vors hafa ávallt sitt hlutverk á aðventukvöldunum og ræðumaður kvöldsins var skólastjóri Grunnskóla Bolungarvíkur. Sóknarpresturinn flutti ávarp og stjórnaði aðventustundinni. Bolvíkingar fjölmenntu og fylltu kirkju sína á Hólnum. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar