Ráðherra skýtur sendiboðann – "með eðlilegum hætti“ Ólafur Arnalds skrifar 14. janúar 2016 07:00 Um langa hríð hafa fagfólk, Landgræðsla ríkisins og fleiri bent á að nauðsynlegt sé að friða ákveðin svæði fyrir búfjárbeit, ekki síst auðnir, rofsvæði og hálendissvæði þar sem framleiðslugeta gróðurs er ákaflega takmörkuð. Kjötframleiðsla á slíkum svæðum hefur eitt stærsta vistspor sem um getur og verður ekki talin annað en rányrkja. Slíkir búskaparhættir eru eigi að síður styrktir af skattfé þjóðarinnar og augljóst að því þarf að linna. Okkar ágæti landbúnaðarráðherra var í viðtali á Sprengisandi hjá Sigurjóni Egilssyni um síðustu helgi. Þetta var um margt merkilegt samtal (sjá https://www.visir.is/section/MEDIA98&fileid=CLP42271 18:20 mín). Þar vitnaði Sigurjón í grein í Fréttablaðinu eftir undirritaðan, m.a. er varðar styrki til sauðfjárframleiðslu á þeim svæðum sem henta ekki til slíks (/g/2016160109693). Sigurjón endaði mál sitt þannig: „Það er enginn geislabaugur yfir okkur?“. Ráðherrann svaraði á þá leið að þeir sem „vinna landinu til góða séu sauðfjárbændur. Þeir leggja ótrúlega mikið á sig.“ Sigurjón: „Og það væri enn betra ef Landgræðslan bara væri ekki að ybba gogg?“ Ráðherra: „Nei, ekki það. Auðvitað þarf hún að koma fram með sín sjónarmið, en hún verður bara að passa sig á að setja þau fram með eðlilegum hætti“. Er málum virkilega svo komið að ráðherrar setja niður við ríkistofnanir í útvarpi fyrir að gegna hlutverki sínu? Satt best að segja minna þessi efnistök óþyrmilega á tilraunir íhaldssamra þingmanna og olíuhagsmunaðila í Bandaríkjunum til að þagga niður í Lofslagsstofnun og Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NOVA og NASA) því þessi öfl trúa ekki að loftslag jarðar sé að breytast af mannavöldum. Á ráðherra að vera talsmaður hagsmunasamtaka? Væri ekki nær að ráðherrann stigi fram og viðurkenndi að við vanda væri að etja, svo menn gætu sest saman undir árar og leitað lausna? Árásir hagsmunasamtaka og ráðherra á Landgræðslu ríkisins eru ómaklegar. Í viðtalinu var ýmislegt sem túlka má sem svo að ráðherrann telji ekki að sum svæði landsins þurfi að njóta beitarfriðunar. Og hann telur að landið sé að gróa upp síðan 2004 vegna betra veðurfars, fækkunar sauðfjár og betra beitarskipulags. Vissulega eru sum svæði að verða betur gróin (meiri blaðgræna) en rannsóknir Raynold og starfsmanna Náttúrufræðistofnunar Íslands sýna þó að almennt er það ekki rétt (www.mdpi.com/2072-4292/7/8/9492/pdf). Landið grær þar sem dregið hefur verið úr beitarálagi, land friðað fyrir beit eða grætt upp, en annars staðar hefur uppskera jafnvel minnkað á þessu tímabili. Víða er land í góðu ástandi, en annars staðar á það ekki við og það er nauðsynlegt að skilja þar á milli. Afneitun á vanda er ekki rétt leið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 27.12.2025 Halldór Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Um langa hríð hafa fagfólk, Landgræðsla ríkisins og fleiri bent á að nauðsynlegt sé að friða ákveðin svæði fyrir búfjárbeit, ekki síst auðnir, rofsvæði og hálendissvæði þar sem framleiðslugeta gróðurs er ákaflega takmörkuð. Kjötframleiðsla á slíkum svæðum hefur eitt stærsta vistspor sem um getur og verður ekki talin annað en rányrkja. Slíkir búskaparhættir eru eigi að síður styrktir af skattfé þjóðarinnar og augljóst að því þarf að linna. Okkar ágæti landbúnaðarráðherra var í viðtali á Sprengisandi hjá Sigurjóni Egilssyni um síðustu helgi. Þetta var um margt merkilegt samtal (sjá https://www.visir.is/section/MEDIA98&fileid=CLP42271 18:20 mín). Þar vitnaði Sigurjón í grein í Fréttablaðinu eftir undirritaðan, m.a. er varðar styrki til sauðfjárframleiðslu á þeim svæðum sem henta ekki til slíks (/g/2016160109693). Sigurjón endaði mál sitt þannig: „Það er enginn geislabaugur yfir okkur?“. Ráðherrann svaraði á þá leið að þeir sem „vinna landinu til góða séu sauðfjárbændur. Þeir leggja ótrúlega mikið á sig.“ Sigurjón: „Og það væri enn betra ef Landgræðslan bara væri ekki að ybba gogg?“ Ráðherra: „Nei, ekki það. Auðvitað þarf hún að koma fram með sín sjónarmið, en hún verður bara að passa sig á að setja þau fram með eðlilegum hætti“. Er málum virkilega svo komið að ráðherrar setja niður við ríkistofnanir í útvarpi fyrir að gegna hlutverki sínu? Satt best að segja minna þessi efnistök óþyrmilega á tilraunir íhaldssamra þingmanna og olíuhagsmunaðila í Bandaríkjunum til að þagga niður í Lofslagsstofnun og Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NOVA og NASA) því þessi öfl trúa ekki að loftslag jarðar sé að breytast af mannavöldum. Á ráðherra að vera talsmaður hagsmunasamtaka? Væri ekki nær að ráðherrann stigi fram og viðurkenndi að við vanda væri að etja, svo menn gætu sest saman undir árar og leitað lausna? Árásir hagsmunasamtaka og ráðherra á Landgræðslu ríkisins eru ómaklegar. Í viðtalinu var ýmislegt sem túlka má sem svo að ráðherrann telji ekki að sum svæði landsins þurfi að njóta beitarfriðunar. Og hann telur að landið sé að gróa upp síðan 2004 vegna betra veðurfars, fækkunar sauðfjár og betra beitarskipulags. Vissulega eru sum svæði að verða betur gróin (meiri blaðgræna) en rannsóknir Raynold og starfsmanna Náttúrufræðistofnunar Íslands sýna þó að almennt er það ekki rétt (www.mdpi.com/2072-4292/7/8/9492/pdf). Landið grær þar sem dregið hefur verið úr beitarálagi, land friðað fyrir beit eða grætt upp, en annars staðar hefur uppskera jafnvel minnkað á þessu tímabili. Víða er land í góðu ástandi, en annars staðar á það ekki við og það er nauðsynlegt að skilja þar á milli. Afneitun á vanda er ekki rétt leið.
Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun