Ráðherra skýtur sendiboðann – "með eðlilegum hætti“ Ólafur Arnalds skrifar 14. janúar 2016 07:00 Um langa hríð hafa fagfólk, Landgræðsla ríkisins og fleiri bent á að nauðsynlegt sé að friða ákveðin svæði fyrir búfjárbeit, ekki síst auðnir, rofsvæði og hálendissvæði þar sem framleiðslugeta gróðurs er ákaflega takmörkuð. Kjötframleiðsla á slíkum svæðum hefur eitt stærsta vistspor sem um getur og verður ekki talin annað en rányrkja. Slíkir búskaparhættir eru eigi að síður styrktir af skattfé þjóðarinnar og augljóst að því þarf að linna. Okkar ágæti landbúnaðarráðherra var í viðtali á Sprengisandi hjá Sigurjóni Egilssyni um síðustu helgi. Þetta var um margt merkilegt samtal (sjá https://www.visir.is/section/MEDIA98&fileid=CLP42271 18:20 mín). Þar vitnaði Sigurjón í grein í Fréttablaðinu eftir undirritaðan, m.a. er varðar styrki til sauðfjárframleiðslu á þeim svæðum sem henta ekki til slíks (/g/2016160109693). Sigurjón endaði mál sitt þannig: „Það er enginn geislabaugur yfir okkur?“. Ráðherrann svaraði á þá leið að þeir sem „vinna landinu til góða séu sauðfjárbændur. Þeir leggja ótrúlega mikið á sig.“ Sigurjón: „Og það væri enn betra ef Landgræðslan bara væri ekki að ybba gogg?“ Ráðherra: „Nei, ekki það. Auðvitað þarf hún að koma fram með sín sjónarmið, en hún verður bara að passa sig á að setja þau fram með eðlilegum hætti“. Er málum virkilega svo komið að ráðherrar setja niður við ríkistofnanir í útvarpi fyrir að gegna hlutverki sínu? Satt best að segja minna þessi efnistök óþyrmilega á tilraunir íhaldssamra þingmanna og olíuhagsmunaðila í Bandaríkjunum til að þagga niður í Lofslagsstofnun og Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NOVA og NASA) því þessi öfl trúa ekki að loftslag jarðar sé að breytast af mannavöldum. Á ráðherra að vera talsmaður hagsmunasamtaka? Væri ekki nær að ráðherrann stigi fram og viðurkenndi að við vanda væri að etja, svo menn gætu sest saman undir árar og leitað lausna? Árásir hagsmunasamtaka og ráðherra á Landgræðslu ríkisins eru ómaklegar. Í viðtalinu var ýmislegt sem túlka má sem svo að ráðherrann telji ekki að sum svæði landsins þurfi að njóta beitarfriðunar. Og hann telur að landið sé að gróa upp síðan 2004 vegna betra veðurfars, fækkunar sauðfjár og betra beitarskipulags. Vissulega eru sum svæði að verða betur gróin (meiri blaðgræna) en rannsóknir Raynold og starfsmanna Náttúrufræðistofnunar Íslands sýna þó að almennt er það ekki rétt (www.mdpi.com/2072-4292/7/8/9492/pdf). Landið grær þar sem dregið hefur verið úr beitarálagi, land friðað fyrir beit eða grætt upp, en annars staðar hefur uppskera jafnvel minnkað á þessu tímabili. Víða er land í góðu ástandi, en annars staðar á það ekki við og það er nauðsynlegt að skilja þar á milli. Afneitun á vanda er ekki rétt leið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Sjá meira
Um langa hríð hafa fagfólk, Landgræðsla ríkisins og fleiri bent á að nauðsynlegt sé að friða ákveðin svæði fyrir búfjárbeit, ekki síst auðnir, rofsvæði og hálendissvæði þar sem framleiðslugeta gróðurs er ákaflega takmörkuð. Kjötframleiðsla á slíkum svæðum hefur eitt stærsta vistspor sem um getur og verður ekki talin annað en rányrkja. Slíkir búskaparhættir eru eigi að síður styrktir af skattfé þjóðarinnar og augljóst að því þarf að linna. Okkar ágæti landbúnaðarráðherra var í viðtali á Sprengisandi hjá Sigurjóni Egilssyni um síðustu helgi. Þetta var um margt merkilegt samtal (sjá https://www.visir.is/section/MEDIA98&fileid=CLP42271 18:20 mín). Þar vitnaði Sigurjón í grein í Fréttablaðinu eftir undirritaðan, m.a. er varðar styrki til sauðfjárframleiðslu á þeim svæðum sem henta ekki til slíks (/g/2016160109693). Sigurjón endaði mál sitt þannig: „Það er enginn geislabaugur yfir okkur?“. Ráðherrann svaraði á þá leið að þeir sem „vinna landinu til góða séu sauðfjárbændur. Þeir leggja ótrúlega mikið á sig.“ Sigurjón: „Og það væri enn betra ef Landgræðslan bara væri ekki að ybba gogg?“ Ráðherra: „Nei, ekki það. Auðvitað þarf hún að koma fram með sín sjónarmið, en hún verður bara að passa sig á að setja þau fram með eðlilegum hætti“. Er málum virkilega svo komið að ráðherrar setja niður við ríkistofnanir í útvarpi fyrir að gegna hlutverki sínu? Satt best að segja minna þessi efnistök óþyrmilega á tilraunir íhaldssamra þingmanna og olíuhagsmunaðila í Bandaríkjunum til að þagga niður í Lofslagsstofnun og Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NOVA og NASA) því þessi öfl trúa ekki að loftslag jarðar sé að breytast af mannavöldum. Á ráðherra að vera talsmaður hagsmunasamtaka? Væri ekki nær að ráðherrann stigi fram og viðurkenndi að við vanda væri að etja, svo menn gætu sest saman undir árar og leitað lausna? Árásir hagsmunasamtaka og ráðherra á Landgræðslu ríkisins eru ómaklegar. Í viðtalinu var ýmislegt sem túlka má sem svo að ráðherrann telji ekki að sum svæði landsins þurfi að njóta beitarfriðunar. Og hann telur að landið sé að gróa upp síðan 2004 vegna betra veðurfars, fækkunar sauðfjár og betra beitarskipulags. Vissulega eru sum svæði að verða betur gróin (meiri blaðgræna) en rannsóknir Raynold og starfsmanna Náttúrufræðistofnunar Íslands sýna þó að almennt er það ekki rétt (www.mdpi.com/2072-4292/7/8/9492/pdf). Landið grær þar sem dregið hefur verið úr beitarálagi, land friðað fyrir beit eða grætt upp, en annars staðar hefur uppskera jafnvel minnkað á þessu tímabili. Víða er land í góðu ástandi, en annars staðar á það ekki við og það er nauðsynlegt að skilja þar á milli. Afneitun á vanda er ekki rétt leið.
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun