Fullkominn seðlabankastjóri eyðir mestum tíma sínum í golfi Lars Christensen skrifar 27. janúar 2016 08:00 Hvor er betri seðlabankastjóri – sá sem er mjög upptekinn í starfi sínu eða sá sem eyðir mestum tíma sínum á golfvellinum? Svarið er að seðlabankastjórinn sem spilar golf er betri, því ef hann er önnum kafinn hefur hann sennilega ekki unnið vinnuna sína á réttan hátt. Verkefni seðlabankastjóra ætti að vera að tryggja það sem kalla mætti „nafnvirðisjafnvægi“ og ekki skekkja hlutfallsverð í hagkerfinu. Besta leiðin til að tryggja nafnvirðisjafnvægi er að framfylgja peningamálastefnu sem byggist á mjög skýrum, gegnsæjum og sjálfvirkum reglum. Seðlabankastjórar sem gera það munu ekki hafa mikið að gera þar sem markaðirnir sjá um mestu vinnuna. Þetta er það sem gerðist á hinu svokallaða „mikla stöðugleikatímabili“ frá því snemma á 10. áratugnum til 2007/8 – bæði í Bandaríkjunum og mestum hluta Evrópu. Á stöðugleikatímabilinu mikla báru markaðirnir mikið traust til seðlabankanna í Bandaríkjunum og Evrópu, og almennt var þess vænst að þessir seðlabankar myndu tryggja stöðugleika. Reyndar höguðu markaðirnir sér eins og Seðlabanki Bandaríkjanna og Seðlabanki Evrópu hefðu sett sér markmið um nafnvirði vergrar landsframleiðslu. Þetta þýddi að það sem seðlabankastjórar þurftu í raun að gera var að fara í búning seðlabankastjóra (dökk jakkaföt og ekki of skrautlegt bindi) og segja síðan hluti sem staðfestu væntingar markaðanna um að seðlabankinn myndi tryggja stöðugleika. Ef seðlabankinn er fyllilega trúverðugur og peningamálastefnan fylgir skýrum reglum (til dæmis markmið um stig nafnvirðis vergrar landsframleiðslu) er ólíklegt að seðlabankastjórarnir hafi mikið að gera – að minnsta kosti ekki varðandi peningamálastefnuna. Peningaeftirspurn – í stað peningaframboðs – myndi einfaldlega hreyfast upp og niður og að meira eða minna leyti tryggja að nafnvirðismarkmiðið næðist. Hins vegar, ef seðlabankinn er ekki trúverðugur er enginn tími til að vera á golfvellinum. Segjum að seðlabankinn sé með markmið um nafnvirði vergrar landsframleiðslu og að nafnvirði vergrar landsframleiðslu fari upp fyrir markmiðið. Í tilfelli trúverðugs seðlabanka myndu markaðirnir vænta þess að bankinn gripi til aðgerða til að færa nafnvirði vergrar landsframleiðslu niður að markmiðinu. Þess vegna myndu þátttakendur á mörkuðunum búast við hertri peningamálastefnu. Þetta myndi leiða til styrkingar á gjaldmiðli landsins og verðfalls á hlutabréfum. Og þar sem fjárfestar og neytendur búast við hertari peningamálastefnu myndu þeir vænta þess að verðgildi peninga myndi aukast. Afleiðingin yrði sú að fjárfestar og neytendur myndu auka peningaeftirspurn. Allt þetta myndi sjálfkrafa hægja á hækkun nafnvirðis vergrar landsframleiðslu og færa það aftur niður að markmiðinu. Við þær aðstæður að seðlabanki hafi 100% trúverðugt markmið myndi bankinn ekki gera neitt annað en að vera alvarlegur og seðlabankalegur, og markaðurinn sæi um allt annað. Breytingar á peningaeftirspurn, frekar en peningaframboði, myndu tryggja að markmiðið næðist. Ef, hins vegar, seðlabankinn er ekki trúverðugur myndu þátttakendur á markaði ekki vænta þess að seðlabankinn kæmi nafnvirði vergrar landsframleiðslu aftur á rétta braut. Við þær aðstæður yrði seðlabankinn að breyta peningaframboðinu til að þrýsta nafnvirði vergrar landsframleiðslu aftur að markmiðinu. Verstu hugsanlegu aðstæðurnar eru þegar seðlabankastjórinn tekur upp örstjórnun. Hann vill ekki að gjaldmiðillinn sé of sterkur, en fasteignaverð er of hátt og útlánaaukning of mikil fyrir hans smekk. Og hann hefur miklar áhyggjur af gjaldeyrislánum til heimilanna. Það er út af þessu sem seðlabankastjórar eru svo svekktir þessa dagana. Þeir eru einfaldlega að reyna að ná of mörgum markmiðum og það er þess vegna sem peningamálastefnan er að misheppnast úti um allan heim og seðlabankastjórar hafa engan tíma til að spila golf um þessar mundir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lars Christensen Mest lesið Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Sjá meira
Hvor er betri seðlabankastjóri – sá sem er mjög upptekinn í starfi sínu eða sá sem eyðir mestum tíma sínum á golfvellinum? Svarið er að seðlabankastjórinn sem spilar golf er betri, því ef hann er önnum kafinn hefur hann sennilega ekki unnið vinnuna sína á réttan hátt. Verkefni seðlabankastjóra ætti að vera að tryggja það sem kalla mætti „nafnvirðisjafnvægi“ og ekki skekkja hlutfallsverð í hagkerfinu. Besta leiðin til að tryggja nafnvirðisjafnvægi er að framfylgja peningamálastefnu sem byggist á mjög skýrum, gegnsæjum og sjálfvirkum reglum. Seðlabankastjórar sem gera það munu ekki hafa mikið að gera þar sem markaðirnir sjá um mestu vinnuna. Þetta er það sem gerðist á hinu svokallaða „mikla stöðugleikatímabili“ frá því snemma á 10. áratugnum til 2007/8 – bæði í Bandaríkjunum og mestum hluta Evrópu. Á stöðugleikatímabilinu mikla báru markaðirnir mikið traust til seðlabankanna í Bandaríkjunum og Evrópu, og almennt var þess vænst að þessir seðlabankar myndu tryggja stöðugleika. Reyndar höguðu markaðirnir sér eins og Seðlabanki Bandaríkjanna og Seðlabanki Evrópu hefðu sett sér markmið um nafnvirði vergrar landsframleiðslu. Þetta þýddi að það sem seðlabankastjórar þurftu í raun að gera var að fara í búning seðlabankastjóra (dökk jakkaföt og ekki of skrautlegt bindi) og segja síðan hluti sem staðfestu væntingar markaðanna um að seðlabankinn myndi tryggja stöðugleika. Ef seðlabankinn er fyllilega trúverðugur og peningamálastefnan fylgir skýrum reglum (til dæmis markmið um stig nafnvirðis vergrar landsframleiðslu) er ólíklegt að seðlabankastjórarnir hafi mikið að gera – að minnsta kosti ekki varðandi peningamálastefnuna. Peningaeftirspurn – í stað peningaframboðs – myndi einfaldlega hreyfast upp og niður og að meira eða minna leyti tryggja að nafnvirðismarkmiðið næðist. Hins vegar, ef seðlabankinn er ekki trúverðugur er enginn tími til að vera á golfvellinum. Segjum að seðlabankinn sé með markmið um nafnvirði vergrar landsframleiðslu og að nafnvirði vergrar landsframleiðslu fari upp fyrir markmiðið. Í tilfelli trúverðugs seðlabanka myndu markaðirnir vænta þess að bankinn gripi til aðgerða til að færa nafnvirði vergrar landsframleiðslu niður að markmiðinu. Þess vegna myndu þátttakendur á mörkuðunum búast við hertri peningamálastefnu. Þetta myndi leiða til styrkingar á gjaldmiðli landsins og verðfalls á hlutabréfum. Og þar sem fjárfestar og neytendur búast við hertari peningamálastefnu myndu þeir vænta þess að verðgildi peninga myndi aukast. Afleiðingin yrði sú að fjárfestar og neytendur myndu auka peningaeftirspurn. Allt þetta myndi sjálfkrafa hægja á hækkun nafnvirðis vergrar landsframleiðslu og færa það aftur niður að markmiðinu. Við þær aðstæður að seðlabanki hafi 100% trúverðugt markmið myndi bankinn ekki gera neitt annað en að vera alvarlegur og seðlabankalegur, og markaðurinn sæi um allt annað. Breytingar á peningaeftirspurn, frekar en peningaframboði, myndu tryggja að markmiðið næðist. Ef, hins vegar, seðlabankinn er ekki trúverðugur myndu þátttakendur á markaði ekki vænta þess að seðlabankinn kæmi nafnvirði vergrar landsframleiðslu aftur á rétta braut. Við þær aðstæður yrði seðlabankinn að breyta peningaframboðinu til að þrýsta nafnvirði vergrar landsframleiðslu aftur að markmiðinu. Verstu hugsanlegu aðstæðurnar eru þegar seðlabankastjórinn tekur upp örstjórnun. Hann vill ekki að gjaldmiðillinn sé of sterkur, en fasteignaverð er of hátt og útlánaaukning of mikil fyrir hans smekk. Og hann hefur miklar áhyggjur af gjaldeyrislánum til heimilanna. Það er út af þessu sem seðlabankastjórar eru svo svekktir þessa dagana. Þeir eru einfaldlega að reyna að ná of mörgum markmiðum og það er þess vegna sem peningamálastefnan er að misheppnast úti um allan heim og seðlabankastjórar hafa engan tíma til að spila golf um þessar mundir.
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun