Sérfræðingar þrifu ælu til að létta móralinn Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 21. apríl 2016 07:00 Framkvæmdastjóri Eldingar, Rannveig Grétarsdóttir, biðst afsökunar á auglýsingu. Fréttablaðið/Stefán Hvalaskoðunarfyrirtækið Elding Whale Watching óskaði nýverið eftir tveimur sérfræðingum í ólaunuð sjálfboðastörf við rannsóknir á hegðun hvala. Umrædd auglýsing var nýlega send út á opinn póstlista vísindamanna sem stunda rannsóknir á sjávarspendýrum. Fram kemur að auk vísindastarfa eigi starfsfólkið að annast afgreiðslustörf og þrif um borð í hvalaskoðunarbátum. Það þurfi að vinna allt að 14 klukkustundir á dag og fái aðeins fæði og húsnæði fyrir. Í auglýsingunni er sérstaklega tekið fram að umsækjendur þurfi að vera sterkbyggðir, tilbúnir til að þrífa salerni og jafnvel ælu. Vinna á bar og færa til þunga hluti. BHM gerir alvarlegar athugasemdir við auglýsinguna sem feli í sér skýrt brot á kjarasamningum og lögum. BHM krefst þess að Elding greiði þeim sem ráðnir verða að lágmarki þau laun sem kjarasamningar tilgreina. Framkvæmdastjóri Eldingar, Rannveig Grétarsdóttir, segir um mistök að ræða. Ekki hafi átt að greina frá í verklýsingu kröfu um þrif og vinnu á bar. „Ég vissi ekki af því að þetta hefði verið tiltekið í auglýsingunni. Biðst afsökunar á því. Við erum með samning við Háskóla Íslands um að veita háskólanemendum aðstöðu til að stunda rannsóknir og viðhalda gagnagrunni sem unninn var upphaflega af nema sem var hjá okkur,“ útskýrir Rannveig. „Rannsóknarkrakkar koma með okkur frítt í ferðir og hafa aðstöðu hér. Þessir rannsóknarkrakkar hafa svo hjálpað til og unnið þessi verk, þrifin og fleira til að létta á móralnum. Það var oft þungur mórall meðal áhafnar um að hafa þau með.“ Erna Guðmundsdóttir, lögmaður BHM, segir svör framkvæmdastjórans ekki duga. Störfin verða að vera launuð. Halldór Grönvold, aðstoðarforstjóri Vinnumálastofnunar, ræddi hagnýtingu ferðaþjónustufyrirtækja á sjálfboðaliðum á málþingi Vinnumálastofnunar í gær. „Nýjasta uppfinningin í þessari brotastarfsemi er erlent ungt fólk sem er fengið hingað til sjálfboðaliðastarfa í starfsþjálfun en er bara notað til undirboða á vinnumarkaði,“ sagði hann. Að sögn Halldórs er þetta fólk látið vinna við efnahagslega starfsemi, framleiðslu á vöru og þjónustu á markaði þar sem kjarasamningar gildi en sé ekki boðið annað en fæði og húsnæði sem endurgjald. „Engir ráðningarsamningar eru gerðir, engir launaseðlar og oft er vinnudagurinn mjög langur,“ sagði Halldór og gagnrýndi Samtök fyrirtækja í ferðaþjónustu. „Ég hef orðið fyrir vonbrigðum. Aðgerðaleysi þeirra er áberandi.“Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 21. apríl. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Fleiri fréttir Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Sjá meira
Hvalaskoðunarfyrirtækið Elding Whale Watching óskaði nýverið eftir tveimur sérfræðingum í ólaunuð sjálfboðastörf við rannsóknir á hegðun hvala. Umrædd auglýsing var nýlega send út á opinn póstlista vísindamanna sem stunda rannsóknir á sjávarspendýrum. Fram kemur að auk vísindastarfa eigi starfsfólkið að annast afgreiðslustörf og þrif um borð í hvalaskoðunarbátum. Það þurfi að vinna allt að 14 klukkustundir á dag og fái aðeins fæði og húsnæði fyrir. Í auglýsingunni er sérstaklega tekið fram að umsækjendur þurfi að vera sterkbyggðir, tilbúnir til að þrífa salerni og jafnvel ælu. Vinna á bar og færa til þunga hluti. BHM gerir alvarlegar athugasemdir við auglýsinguna sem feli í sér skýrt brot á kjarasamningum og lögum. BHM krefst þess að Elding greiði þeim sem ráðnir verða að lágmarki þau laun sem kjarasamningar tilgreina. Framkvæmdastjóri Eldingar, Rannveig Grétarsdóttir, segir um mistök að ræða. Ekki hafi átt að greina frá í verklýsingu kröfu um þrif og vinnu á bar. „Ég vissi ekki af því að þetta hefði verið tiltekið í auglýsingunni. Biðst afsökunar á því. Við erum með samning við Háskóla Íslands um að veita háskólanemendum aðstöðu til að stunda rannsóknir og viðhalda gagnagrunni sem unninn var upphaflega af nema sem var hjá okkur,“ útskýrir Rannveig. „Rannsóknarkrakkar koma með okkur frítt í ferðir og hafa aðstöðu hér. Þessir rannsóknarkrakkar hafa svo hjálpað til og unnið þessi verk, þrifin og fleira til að létta á móralnum. Það var oft þungur mórall meðal áhafnar um að hafa þau með.“ Erna Guðmundsdóttir, lögmaður BHM, segir svör framkvæmdastjórans ekki duga. Störfin verða að vera launuð. Halldór Grönvold, aðstoðarforstjóri Vinnumálastofnunar, ræddi hagnýtingu ferðaþjónustufyrirtækja á sjálfboðaliðum á málþingi Vinnumálastofnunar í gær. „Nýjasta uppfinningin í þessari brotastarfsemi er erlent ungt fólk sem er fengið hingað til sjálfboðaliðastarfa í starfsþjálfun en er bara notað til undirboða á vinnumarkaði,“ sagði hann. Að sögn Halldórs er þetta fólk látið vinna við efnahagslega starfsemi, framleiðslu á vöru og þjónustu á markaði þar sem kjarasamningar gildi en sé ekki boðið annað en fæði og húsnæði sem endurgjald. „Engir ráðningarsamningar eru gerðir, engir launaseðlar og oft er vinnudagurinn mjög langur,“ sagði Halldór og gagnrýndi Samtök fyrirtækja í ferðaþjónustu. „Ég hef orðið fyrir vonbrigðum. Aðgerðaleysi þeirra er áberandi.“Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 21. apríl.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Fleiri fréttir Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent