Innlent

Próflaus ökumaður undir áhrifum fíkniefna

Birgir Olgeirsson skrifar
Ökumaðurinn flúði af vettvangi en lögreglan á Suðurnesjum hafði fljótlega upp á honum.
Ökumaðurinn flúði af vettvangi en lögreglan á Suðurnesjum hafði fljótlega upp á honum. Vísir/Anton
Rúmlega tvítugur ökumaður sem ók inn í hlið bifreiðar í Sandgerði um helgina reyndist aldrei hafa tekið bílpróf og var þar að auki ölvaður og undir áhrifum fíkniefna. Fjórir farþegar voru í bifreiðinni sem tjóninu olli og voru þeir einnig undir áhrifum áfengis.

Ökumaður hennar ók af vettvangi, en lögreglan á Suðurnesjum hafði fljótlega upp á honum og hinum sem í bifreiðinni voru þegar ákeyrslan átti sér stað. Voru allir handteknir og færðir á lögreglustöð. Þar játaði ökumaðurinn sök við yfirheyrslur. Engin slys urðu á fólki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×