Engin fordæmi fyrir aðgerðum Samkeppniseftirlitsins Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 9. júlí 2016 19:12 Aðgerðir Samkeppniseftirlitsins gegn Mjólkursamsölunni eru fordæmalausar við beitingu samkeppnislaga hér á landi. Sérfræðingur í samkeppnisrétti segir eftirlitið ekki treysta fyrirtækinu til að starfa með réttum hætti. Samkeppniseftirlitið lagði í gær 480 milljón króna stjórnvaldssekt á Mjólkursamsöluna vegna alvarlegrar misnotkunar fyrirtækisins á markaðsráðandi stöðu. En það er fleira í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins sem vekur athygli en eftirlitið ákvað, samhliða fyrrgreindri sekt, að grípa til nokkuð róttækra aðgerða gegn fyrirtækinu.Sala á hrámjólk skuli aðskilin Í niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins kemur fram krafa að sala Mjólkursamsölunnar á hrámjólk skuli vera aðskilin frá annarri starfsemi fyrirtækisins. Þá skuli MS fela óháðum aðila að leggja árlega mat á það hvort félagið gæti jafnræðis í viðskiptum með hrámjólk í samræmi við fyrirmæli ákvörðunarinnar. Samkeppniseftirlitið grípur til þessara aðgerða á grundvelli 16. gr. samkeppnislaga en þar kemur meðal annars fram að Samkeppniseftirlitið geti gripið til aðgerða gegn samningum, skilmálum og hvers konar athöfnum sem brjóta í bága við bannákvæði laganna. Aðgerðir eftirlitsins geti falið í sér hverjar þær ráðstafanir sem nauðsynlegar séu til að efla samkeppni, stöðva brot eða bregðast við athöfnum opinberra aðila sem kunna að hafa skaðleg áhrif á samkeppni.Engin fordæmi fyrir slíkum aðgerðumEru fordæmi fyrir beitingu slíkra úrræða í samkeppnismálum hér á landi?„Í fljótu bragði kemur mér ekkert í hug sem að talist gæti alveg sambærilegt nei. Og ég tek eftir því, þó ég hafi ekki haft tök á að rýna ákvörðun Samkeppniseftirlitsins gaumgæfilega, að eftirlitið vísar ekki sjálft til neinna fyrirmynda úr sinni fyrri framkvæmd til stuðnings þessu úrræði,” segir Heimir Örn Herbertsson, lektor við lagadeild Háskólans í Reykjavík og sérfræðingur og samkeppnisrétti. Tveir aðrir sérfræðingar í samkeppnisrétti sem fréttastofa ræddi við í dag taka undir þetta að kröfur Samkeppniseftirlitsins séu án fordæma. Heimir segir þetta mikið inngrip í starfsemi Mjólkursamsölunnar enda um að ræða fyrirmæli stjórnvalds um innra skipulag fyrirtækisins. „Þannig að eftirlitið greinilega treystir því ekki, eða mér sýnist það, að Mjólkursamsalan muni starfa á þann hátt, skulum við segja, sem að Samkeppniseftirlitið telur að það eigi að gera,” segir Heimir.Vonir stóðu til þess að MS myndi láta af háttsemiStjórnarformaður Mjólkursamsölunnar sagði í samtali við fréttastofu að fyrirtækið ætli að óska eftir skýringum frá Samkeppniseftirlitinu við þessum kröfum. Forstjóri Samkeppniseftirlitsins segir ekki algengt að eftirlitið beiti slíkum úrræðum. „Það þótti nauðsynlegt einfaldlega vegna þess að þetta tiltekna fyrirtæki hefur áður gerst brotlegt við samkeppnislög með svipuðum hætti. Og þá auðvitað stóðu vonir til þess að fyrirtækið myndi láta af þeirri háttsemi sinni, en núna er auðvitað komið annað á daginn,” segir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins. Tengdar fréttir Mjólkursamsalan áfrýjar ákvörðun Samkeppniseftirlitsins MS telur að niðurstaða Samkeppniseftirlitsins byggi á rangri túlkun á samspili samkeppnislaga og búvörulaga. 7. júlí 2016 16:53 MS þyrfti að hækka vöruverð um tvö prósent "Öll svona áföll þýða það náttúrulega að höggið lendir fyrr eða síðar á annað hvort bændum eða neytendum. Fyrirtækið er núllstillt þar á milli,” segir Egill. 8. júlí 2016 18:44 Ólafur í KÚ hyggst stefna MS: Krefst mörg hundruð milljóna í bætur Ólafur fagnar niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins og segir ljóst að draga þurfi stjórnendur MS til ábyrgðar. 7. júlí 2016 14:31 Segir brot MS vera efnahagsbrot gegn öllu samfélaginu Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir fyrirtækið þurfi að læra að hegða sér en koma ekki með hótanir þegar þeim er kennd hegðun. 9. júlí 2016 12:10 Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Aðgerðir Samkeppniseftirlitsins gegn Mjólkursamsölunni eru fordæmalausar við beitingu samkeppnislaga hér á landi. Sérfræðingur í samkeppnisrétti segir eftirlitið ekki treysta fyrirtækinu til að starfa með réttum hætti. Samkeppniseftirlitið lagði í gær 480 milljón króna stjórnvaldssekt á Mjólkursamsöluna vegna alvarlegrar misnotkunar fyrirtækisins á markaðsráðandi stöðu. En það er fleira í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins sem vekur athygli en eftirlitið ákvað, samhliða fyrrgreindri sekt, að grípa til nokkuð róttækra aðgerða gegn fyrirtækinu.Sala á hrámjólk skuli aðskilin Í niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins kemur fram krafa að sala Mjólkursamsölunnar á hrámjólk skuli vera aðskilin frá annarri starfsemi fyrirtækisins. Þá skuli MS fela óháðum aðila að leggja árlega mat á það hvort félagið gæti jafnræðis í viðskiptum með hrámjólk í samræmi við fyrirmæli ákvörðunarinnar. Samkeppniseftirlitið grípur til þessara aðgerða á grundvelli 16. gr. samkeppnislaga en þar kemur meðal annars fram að Samkeppniseftirlitið geti gripið til aðgerða gegn samningum, skilmálum og hvers konar athöfnum sem brjóta í bága við bannákvæði laganna. Aðgerðir eftirlitsins geti falið í sér hverjar þær ráðstafanir sem nauðsynlegar séu til að efla samkeppni, stöðva brot eða bregðast við athöfnum opinberra aðila sem kunna að hafa skaðleg áhrif á samkeppni.Engin fordæmi fyrir slíkum aðgerðumEru fordæmi fyrir beitingu slíkra úrræða í samkeppnismálum hér á landi?„Í fljótu bragði kemur mér ekkert í hug sem að talist gæti alveg sambærilegt nei. Og ég tek eftir því, þó ég hafi ekki haft tök á að rýna ákvörðun Samkeppniseftirlitsins gaumgæfilega, að eftirlitið vísar ekki sjálft til neinna fyrirmynda úr sinni fyrri framkvæmd til stuðnings þessu úrræði,” segir Heimir Örn Herbertsson, lektor við lagadeild Háskólans í Reykjavík og sérfræðingur og samkeppnisrétti. Tveir aðrir sérfræðingar í samkeppnisrétti sem fréttastofa ræddi við í dag taka undir þetta að kröfur Samkeppniseftirlitsins séu án fordæma. Heimir segir þetta mikið inngrip í starfsemi Mjólkursamsölunnar enda um að ræða fyrirmæli stjórnvalds um innra skipulag fyrirtækisins. „Þannig að eftirlitið greinilega treystir því ekki, eða mér sýnist það, að Mjólkursamsalan muni starfa á þann hátt, skulum við segja, sem að Samkeppniseftirlitið telur að það eigi að gera,” segir Heimir.Vonir stóðu til þess að MS myndi láta af háttsemiStjórnarformaður Mjólkursamsölunnar sagði í samtali við fréttastofu að fyrirtækið ætli að óska eftir skýringum frá Samkeppniseftirlitinu við þessum kröfum. Forstjóri Samkeppniseftirlitsins segir ekki algengt að eftirlitið beiti slíkum úrræðum. „Það þótti nauðsynlegt einfaldlega vegna þess að þetta tiltekna fyrirtæki hefur áður gerst brotlegt við samkeppnislög með svipuðum hætti. Og þá auðvitað stóðu vonir til þess að fyrirtækið myndi láta af þeirri háttsemi sinni, en núna er auðvitað komið annað á daginn,” segir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins.
Tengdar fréttir Mjólkursamsalan áfrýjar ákvörðun Samkeppniseftirlitsins MS telur að niðurstaða Samkeppniseftirlitsins byggi á rangri túlkun á samspili samkeppnislaga og búvörulaga. 7. júlí 2016 16:53 MS þyrfti að hækka vöruverð um tvö prósent "Öll svona áföll þýða það náttúrulega að höggið lendir fyrr eða síðar á annað hvort bændum eða neytendum. Fyrirtækið er núllstillt þar á milli,” segir Egill. 8. júlí 2016 18:44 Ólafur í KÚ hyggst stefna MS: Krefst mörg hundruð milljóna í bætur Ólafur fagnar niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins og segir ljóst að draga þurfi stjórnendur MS til ábyrgðar. 7. júlí 2016 14:31 Segir brot MS vera efnahagsbrot gegn öllu samfélaginu Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir fyrirtækið þurfi að læra að hegða sér en koma ekki með hótanir þegar þeim er kennd hegðun. 9. júlí 2016 12:10 Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Mjólkursamsalan áfrýjar ákvörðun Samkeppniseftirlitsins MS telur að niðurstaða Samkeppniseftirlitsins byggi á rangri túlkun á samspili samkeppnislaga og búvörulaga. 7. júlí 2016 16:53
MS þyrfti að hækka vöruverð um tvö prósent "Öll svona áföll þýða það náttúrulega að höggið lendir fyrr eða síðar á annað hvort bændum eða neytendum. Fyrirtækið er núllstillt þar á milli,” segir Egill. 8. júlí 2016 18:44
Ólafur í KÚ hyggst stefna MS: Krefst mörg hundruð milljóna í bætur Ólafur fagnar niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins og segir ljóst að draga þurfi stjórnendur MS til ábyrgðar. 7. júlí 2016 14:31
Segir brot MS vera efnahagsbrot gegn öllu samfélaginu Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir fyrirtækið þurfi að læra að hegða sér en koma ekki með hótanir þegar þeim er kennd hegðun. 9. júlí 2016 12:10