MS þyrfti að hækka vöruverð um tvö prósent Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 8. júlí 2016 18:44 Stjórnarformaður Mjólkursamsölunnar segir að hækka þurfi vöruverð um tvö prósent til að greiða 480 milljón króna sekt sem Samkeppniseftirlitið lagði á fyrirtækið í gær. Hins vegar mætti alveg færa rök fyrir því að bændur tækju kostnað við greiðslu sektarinnar á sig. Samkeppniseftirlitið lagði í gær 480 milljón króna stjórnvaldssekt á Mjólkursamsöluna vegna misnotkunar á markaðsráðandi stöðu. Hyggst fyrirtækið áfrýja ákvörðun eftirlitsins til áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Stjórnarformaður MS segir ákvörðun Samkeppniseftirlitsins byggða á misskiling og rangtúlkun á samspili búvörulaga og samkeppnislaga. „Mér finnst nú stofnunin, Samkeppnisstofnun, hafa svona verið í atlögu að þessu fyrirkomulagi sem stjórnvöld hafa leyft mjólkuriðnaðinum að starfa í á undangengnum árum. Það er að við megum hafa samstarf og verkaskiptingu til að ná niður kostnaði,” segir Egill Sigurðsson, stjórnarformaður Mjólkursamsölunnar. Fyrirtækið ekki enga varasjóði til að fjármagna þessa sekt en hún verði fjármögnuð með lántöku til að byrja með.Lendir annað hvort á bændum eða neytendum„Þannig að öll svona áföll þýða það náttúrulega að höggið lendir fyrr eða síðar á annað hvort bændum eða neytendum. Fyrirtækið er núllstillt þar á milli,” segir Egill.Fyrst þú segir þetta. Það voru bændur sem brutu af sér, Mjólkursamsalan sem braut af sér. Væri þá ekki réttara að þeir aðilar beri sektina, frekar en neytendur?„Nú ertu að segja að við höfum brotið af okkur.”Nei, Samkeppniseftirlitið segir það.„Jájá það má alveg færa fyrir því rök, alveg færa fyrir því rök. En ég minni bara á það í hvaða vegferð við höfum verið á undangengnum árum um það að hagræða og ná niður kostnaði og fyrirtækið er núllstillt eins og ég segi af opinberum aðilum” segir Egill.Þyrfti að hækka verð um 2% Hann segir erfitt að segja til um hvenær umræddar hækkanir koma til framkvæmda, ef af þeim verður. Þó sé nokkurn veginn ljóst hversu mikið þyrfti að hækka verð. „Mjólkursamsalan er að velta á ári um 25-26 milljörðum. Og ef þú þarft að hækka verð út á markað um 500 milljónir þá er það nú einfalt reikningsdæmi fyrir þá sem eru klókir, það eru tvö prósent,” segir Egill. Tengdar fréttir Mjólkursamsalan sektuð og skaðabótamál er yfirvofandi Mjólkursamsalan var í gær sektuð um 480 milljónir króna vegna alvarlegrar misnotkunar á markaðsráðandi stöðu. MS seldi hrámjólk til samkeppnisaðilanna Mjólku og síðar Kú á mun hærra verði en til MS og tengdir aðilar, þá sérstaklega Kaupfélag Skagfirðinga, greiddu fyrir vöruna samkvæmt niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins. 8. júlí 2016 06:00 Mjólkursamsalan áfrýjar ákvörðun Samkeppniseftirlitsins MS telur að niðurstaða Samkeppniseftirlitsins byggi á rangri túlkun á samspili samkeppnislaga og búvörulaga. 7. júlí 2016 16:53 MS sektað um hálfan milljarð: Misnotaði markaðsráðandi aðstöðu sína með alvarlegum hætti Með þessu móti var geta keppinauta til þess að keppa við MS og tengd félög skert með alvarlegum hætti. 7. júlí 2016 13:40 Ari segir framgöngu Samkeppniseftirlitsins lítilmannlega Forstjóri MS er afar óhress með nýja niðurstöðu samkeppniseftirlitsins. 7. júlí 2016 14:05 Mest lesið Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Samstarf „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Sjá meira
Stjórnarformaður Mjólkursamsölunnar segir að hækka þurfi vöruverð um tvö prósent til að greiða 480 milljón króna sekt sem Samkeppniseftirlitið lagði á fyrirtækið í gær. Hins vegar mætti alveg færa rök fyrir því að bændur tækju kostnað við greiðslu sektarinnar á sig. Samkeppniseftirlitið lagði í gær 480 milljón króna stjórnvaldssekt á Mjólkursamsöluna vegna misnotkunar á markaðsráðandi stöðu. Hyggst fyrirtækið áfrýja ákvörðun eftirlitsins til áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Stjórnarformaður MS segir ákvörðun Samkeppniseftirlitsins byggða á misskiling og rangtúlkun á samspili búvörulaga og samkeppnislaga. „Mér finnst nú stofnunin, Samkeppnisstofnun, hafa svona verið í atlögu að þessu fyrirkomulagi sem stjórnvöld hafa leyft mjólkuriðnaðinum að starfa í á undangengnum árum. Það er að við megum hafa samstarf og verkaskiptingu til að ná niður kostnaði,” segir Egill Sigurðsson, stjórnarformaður Mjólkursamsölunnar. Fyrirtækið ekki enga varasjóði til að fjármagna þessa sekt en hún verði fjármögnuð með lántöku til að byrja með.Lendir annað hvort á bændum eða neytendum„Þannig að öll svona áföll þýða það náttúrulega að höggið lendir fyrr eða síðar á annað hvort bændum eða neytendum. Fyrirtækið er núllstillt þar á milli,” segir Egill.Fyrst þú segir þetta. Það voru bændur sem brutu af sér, Mjólkursamsalan sem braut af sér. Væri þá ekki réttara að þeir aðilar beri sektina, frekar en neytendur?„Nú ertu að segja að við höfum brotið af okkur.”Nei, Samkeppniseftirlitið segir það.„Jájá það má alveg færa fyrir því rök, alveg færa fyrir því rök. En ég minni bara á það í hvaða vegferð við höfum verið á undangengnum árum um það að hagræða og ná niður kostnaði og fyrirtækið er núllstillt eins og ég segi af opinberum aðilum” segir Egill.Þyrfti að hækka verð um 2% Hann segir erfitt að segja til um hvenær umræddar hækkanir koma til framkvæmda, ef af þeim verður. Þó sé nokkurn veginn ljóst hversu mikið þyrfti að hækka verð. „Mjólkursamsalan er að velta á ári um 25-26 milljörðum. Og ef þú þarft að hækka verð út á markað um 500 milljónir þá er það nú einfalt reikningsdæmi fyrir þá sem eru klókir, það eru tvö prósent,” segir Egill.
Tengdar fréttir Mjólkursamsalan sektuð og skaðabótamál er yfirvofandi Mjólkursamsalan var í gær sektuð um 480 milljónir króna vegna alvarlegrar misnotkunar á markaðsráðandi stöðu. MS seldi hrámjólk til samkeppnisaðilanna Mjólku og síðar Kú á mun hærra verði en til MS og tengdir aðilar, þá sérstaklega Kaupfélag Skagfirðinga, greiddu fyrir vöruna samkvæmt niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins. 8. júlí 2016 06:00 Mjólkursamsalan áfrýjar ákvörðun Samkeppniseftirlitsins MS telur að niðurstaða Samkeppniseftirlitsins byggi á rangri túlkun á samspili samkeppnislaga og búvörulaga. 7. júlí 2016 16:53 MS sektað um hálfan milljarð: Misnotaði markaðsráðandi aðstöðu sína með alvarlegum hætti Með þessu móti var geta keppinauta til þess að keppa við MS og tengd félög skert með alvarlegum hætti. 7. júlí 2016 13:40 Ari segir framgöngu Samkeppniseftirlitsins lítilmannlega Forstjóri MS er afar óhress með nýja niðurstöðu samkeppniseftirlitsins. 7. júlí 2016 14:05 Mest lesið Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Samstarf „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Sjá meira
Mjólkursamsalan sektuð og skaðabótamál er yfirvofandi Mjólkursamsalan var í gær sektuð um 480 milljónir króna vegna alvarlegrar misnotkunar á markaðsráðandi stöðu. MS seldi hrámjólk til samkeppnisaðilanna Mjólku og síðar Kú á mun hærra verði en til MS og tengdir aðilar, þá sérstaklega Kaupfélag Skagfirðinga, greiddu fyrir vöruna samkvæmt niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins. 8. júlí 2016 06:00
Mjólkursamsalan áfrýjar ákvörðun Samkeppniseftirlitsins MS telur að niðurstaða Samkeppniseftirlitsins byggi á rangri túlkun á samspili samkeppnislaga og búvörulaga. 7. júlí 2016 16:53
MS sektað um hálfan milljarð: Misnotaði markaðsráðandi aðstöðu sína með alvarlegum hætti Með þessu móti var geta keppinauta til þess að keppa við MS og tengd félög skert með alvarlegum hætti. 7. júlí 2016 13:40
Ari segir framgöngu Samkeppniseftirlitsins lítilmannlega Forstjóri MS er afar óhress með nýja niðurstöðu samkeppniseftirlitsins. 7. júlí 2016 14:05