MS þyrfti að hækka vöruverð um tvö prósent Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 8. júlí 2016 18:44 Stjórnarformaður Mjólkursamsölunnar segir að hækka þurfi vöruverð um tvö prósent til að greiða 480 milljón króna sekt sem Samkeppniseftirlitið lagði á fyrirtækið í gær. Hins vegar mætti alveg færa rök fyrir því að bændur tækju kostnað við greiðslu sektarinnar á sig. Samkeppniseftirlitið lagði í gær 480 milljón króna stjórnvaldssekt á Mjólkursamsöluna vegna misnotkunar á markaðsráðandi stöðu. Hyggst fyrirtækið áfrýja ákvörðun eftirlitsins til áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Stjórnarformaður MS segir ákvörðun Samkeppniseftirlitsins byggða á misskiling og rangtúlkun á samspili búvörulaga og samkeppnislaga. „Mér finnst nú stofnunin, Samkeppnisstofnun, hafa svona verið í atlögu að þessu fyrirkomulagi sem stjórnvöld hafa leyft mjólkuriðnaðinum að starfa í á undangengnum árum. Það er að við megum hafa samstarf og verkaskiptingu til að ná niður kostnaði,” segir Egill Sigurðsson, stjórnarformaður Mjólkursamsölunnar. Fyrirtækið ekki enga varasjóði til að fjármagna þessa sekt en hún verði fjármögnuð með lántöku til að byrja með.Lendir annað hvort á bændum eða neytendum„Þannig að öll svona áföll þýða það náttúrulega að höggið lendir fyrr eða síðar á annað hvort bændum eða neytendum. Fyrirtækið er núllstillt þar á milli,” segir Egill.Fyrst þú segir þetta. Það voru bændur sem brutu af sér, Mjólkursamsalan sem braut af sér. Væri þá ekki réttara að þeir aðilar beri sektina, frekar en neytendur?„Nú ertu að segja að við höfum brotið af okkur.”Nei, Samkeppniseftirlitið segir það.„Jájá það má alveg færa fyrir því rök, alveg færa fyrir því rök. En ég minni bara á það í hvaða vegferð við höfum verið á undangengnum árum um það að hagræða og ná niður kostnaði og fyrirtækið er núllstillt eins og ég segi af opinberum aðilum” segir Egill.Þyrfti að hækka verð um 2% Hann segir erfitt að segja til um hvenær umræddar hækkanir koma til framkvæmda, ef af þeim verður. Þó sé nokkurn veginn ljóst hversu mikið þyrfti að hækka verð. „Mjólkursamsalan er að velta á ári um 25-26 milljörðum. Og ef þú þarft að hækka verð út á markað um 500 milljónir þá er það nú einfalt reikningsdæmi fyrir þá sem eru klókir, það eru tvö prósent,” segir Egill. Tengdar fréttir Mjólkursamsalan sektuð og skaðabótamál er yfirvofandi Mjólkursamsalan var í gær sektuð um 480 milljónir króna vegna alvarlegrar misnotkunar á markaðsráðandi stöðu. MS seldi hrámjólk til samkeppnisaðilanna Mjólku og síðar Kú á mun hærra verði en til MS og tengdir aðilar, þá sérstaklega Kaupfélag Skagfirðinga, greiddu fyrir vöruna samkvæmt niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins. 8. júlí 2016 06:00 Mjólkursamsalan áfrýjar ákvörðun Samkeppniseftirlitsins MS telur að niðurstaða Samkeppniseftirlitsins byggi á rangri túlkun á samspili samkeppnislaga og búvörulaga. 7. júlí 2016 16:53 MS sektað um hálfan milljarð: Misnotaði markaðsráðandi aðstöðu sína með alvarlegum hætti Með þessu móti var geta keppinauta til þess að keppa við MS og tengd félög skert með alvarlegum hætti. 7. júlí 2016 13:40 Ari segir framgöngu Samkeppniseftirlitsins lítilmannlega Forstjóri MS er afar óhress með nýja niðurstöðu samkeppniseftirlitsins. 7. júlí 2016 14:05 Mest lesið Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Fleiri fréttir Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Sjá meira
Stjórnarformaður Mjólkursamsölunnar segir að hækka þurfi vöruverð um tvö prósent til að greiða 480 milljón króna sekt sem Samkeppniseftirlitið lagði á fyrirtækið í gær. Hins vegar mætti alveg færa rök fyrir því að bændur tækju kostnað við greiðslu sektarinnar á sig. Samkeppniseftirlitið lagði í gær 480 milljón króna stjórnvaldssekt á Mjólkursamsöluna vegna misnotkunar á markaðsráðandi stöðu. Hyggst fyrirtækið áfrýja ákvörðun eftirlitsins til áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Stjórnarformaður MS segir ákvörðun Samkeppniseftirlitsins byggða á misskiling og rangtúlkun á samspili búvörulaga og samkeppnislaga. „Mér finnst nú stofnunin, Samkeppnisstofnun, hafa svona verið í atlögu að þessu fyrirkomulagi sem stjórnvöld hafa leyft mjólkuriðnaðinum að starfa í á undangengnum árum. Það er að við megum hafa samstarf og verkaskiptingu til að ná niður kostnaði,” segir Egill Sigurðsson, stjórnarformaður Mjólkursamsölunnar. Fyrirtækið ekki enga varasjóði til að fjármagna þessa sekt en hún verði fjármögnuð með lántöku til að byrja með.Lendir annað hvort á bændum eða neytendum„Þannig að öll svona áföll þýða það náttúrulega að höggið lendir fyrr eða síðar á annað hvort bændum eða neytendum. Fyrirtækið er núllstillt þar á milli,” segir Egill.Fyrst þú segir þetta. Það voru bændur sem brutu af sér, Mjólkursamsalan sem braut af sér. Væri þá ekki réttara að þeir aðilar beri sektina, frekar en neytendur?„Nú ertu að segja að við höfum brotið af okkur.”Nei, Samkeppniseftirlitið segir það.„Jájá það má alveg færa fyrir því rök, alveg færa fyrir því rök. En ég minni bara á það í hvaða vegferð við höfum verið á undangengnum árum um það að hagræða og ná niður kostnaði og fyrirtækið er núllstillt eins og ég segi af opinberum aðilum” segir Egill.Þyrfti að hækka verð um 2% Hann segir erfitt að segja til um hvenær umræddar hækkanir koma til framkvæmda, ef af þeim verður. Þó sé nokkurn veginn ljóst hversu mikið þyrfti að hækka verð. „Mjólkursamsalan er að velta á ári um 25-26 milljörðum. Og ef þú þarft að hækka verð út á markað um 500 milljónir þá er það nú einfalt reikningsdæmi fyrir þá sem eru klókir, það eru tvö prósent,” segir Egill.
Tengdar fréttir Mjólkursamsalan sektuð og skaðabótamál er yfirvofandi Mjólkursamsalan var í gær sektuð um 480 milljónir króna vegna alvarlegrar misnotkunar á markaðsráðandi stöðu. MS seldi hrámjólk til samkeppnisaðilanna Mjólku og síðar Kú á mun hærra verði en til MS og tengdir aðilar, þá sérstaklega Kaupfélag Skagfirðinga, greiddu fyrir vöruna samkvæmt niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins. 8. júlí 2016 06:00 Mjólkursamsalan áfrýjar ákvörðun Samkeppniseftirlitsins MS telur að niðurstaða Samkeppniseftirlitsins byggi á rangri túlkun á samspili samkeppnislaga og búvörulaga. 7. júlí 2016 16:53 MS sektað um hálfan milljarð: Misnotaði markaðsráðandi aðstöðu sína með alvarlegum hætti Með þessu móti var geta keppinauta til þess að keppa við MS og tengd félög skert með alvarlegum hætti. 7. júlí 2016 13:40 Ari segir framgöngu Samkeppniseftirlitsins lítilmannlega Forstjóri MS er afar óhress með nýja niðurstöðu samkeppniseftirlitsins. 7. júlí 2016 14:05 Mest lesið Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Fleiri fréttir Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Sjá meira
Mjólkursamsalan sektuð og skaðabótamál er yfirvofandi Mjólkursamsalan var í gær sektuð um 480 milljónir króna vegna alvarlegrar misnotkunar á markaðsráðandi stöðu. MS seldi hrámjólk til samkeppnisaðilanna Mjólku og síðar Kú á mun hærra verði en til MS og tengdir aðilar, þá sérstaklega Kaupfélag Skagfirðinga, greiddu fyrir vöruna samkvæmt niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins. 8. júlí 2016 06:00
Mjólkursamsalan áfrýjar ákvörðun Samkeppniseftirlitsins MS telur að niðurstaða Samkeppniseftirlitsins byggi á rangri túlkun á samspili samkeppnislaga og búvörulaga. 7. júlí 2016 16:53
MS sektað um hálfan milljarð: Misnotaði markaðsráðandi aðstöðu sína með alvarlegum hætti Með þessu móti var geta keppinauta til þess að keppa við MS og tengd félög skert með alvarlegum hætti. 7. júlí 2016 13:40
Ari segir framgöngu Samkeppniseftirlitsins lítilmannlega Forstjóri MS er afar óhress með nýja niðurstöðu samkeppniseftirlitsins. 7. júlí 2016 14:05