Fá segja frá kynferðisofbeldi í skólum Snærós Sindradóttir skrifar 9. mars 2016 07:00 Tölur Stígamóta um unga þolendur sifjaspells árið 2015 Aðeins sjö af 125 sem leituðu til Stígamóta á síðasta ári vegna sifjaspella sögðu skólastarfsmanni frá ofbeldinu. Þetta kemur fram í nýrri ársskýrslu Stígamóta. Margir leita á hverju ári til Stígamóta vegna misnotkunar í æsku. Í fyrra leituðu 302 til samtakanna í fyrsta sinn. Af þeim skráði 291 þeirra út tölfræðilega marktæka skýrslu um ofbeldið. Ríflega 70 prósent þeirra höfðu orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi sem börn. Þar af 21 fyrir fjögurra ára aldur. Þá höfðu 78 verið beittir ofbeldi þegar þeir voru fimm til tíu ára. Hlutfall þeirra sem leituðu til skólastarfsmanns (7 af 125) til að greina frá sifjaspellum sem þeir höfðu orðið fyrir er sagt mjög lágt miðað við aðra fagaðila. Sem dæmi má nefna að 15 greindu lækni frá ofbeldinu og 11 greindu fagaðila í vímuefnameðferð frá ofbeldinu. Tekið skal fram að þetta fólk er að leita til Stígamóta árum og jafnvel áratugum eftir að ofbeldinu hefur lokið.Guðrún Jónsdóttir talskona Stígamóta Fréttablaðið/StefánGuðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, óttast að skólarnir nái ekki nógu vel til barna sem verða fyrir kynferðislegu ofbeldi heima hjá sér. Skólarnir séu ekki nógu vel búnir að verklagi og áætlunum ef barn verður fyrir ofbeldi. „Við hringdum í nokkra kennara í morgun [í gær] en enginn vissi um nokkrar áætlanir. Ég veit að það eru til aðgerðaáætlanir í Kópavogi en hvort þær eru notaðar efast ég um. Það þarf að spyrja börn hvort þau viti hvert þau eigi að leita ef þau eru beitt ofbeldi.“Helgi Grímsson sviðsstjóri skóla og frístundasviðs ReykjavíkurHelgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, segir að ekkert samræmt kerfi sé til í skólum borgarinnar varðandi kynferðisofbeldi gegn börnum. „En við höfum verkefni eins og Blátt áfram sem er í raun leikþáttur með brúðum fyrir yngri börn. Í þeim skóla þar sem ég var skólastjóri var þetta sýnt ákveðnum árgöngum og skólasálfræðingur, námsráðgjafi og kennarar fylgdust með börnunum á meðan sýningin fór fram.“ „Kynferðisbrotamenn búa til leyndarmál í kringum þetta og læsa börnin af þannig að þau ná ekki að tjá sig. Við höfum uppálagt starfsmönnum að kunna að hlusta eftir merkjunum. Það á við um starfsfólk í frístundastarfi líka,“ segir Helgi. Málin séu flókin og einkenni ofbeldis geti verið misjöfn eftir börnum. „Það eru þessi viðbrögð sem börnin sýna, bæði við sögum en líka hvernig þau bregðast við snertingu og svo varðandi þrifnað og slíkt. Á unglingsárunum reyna börn stundum að gera sig eins ógeðsleg og hægt er svo að enginn vilji koma nálægt þeim. Það er eitt af þessum þekktu viðbrögðum fórnarlamba kynferðisofbeldis.“ Helgi segir að markmiðið sé að auka samræmingu á milli skóla og upplýsingar. „Það er kominn starfsmaður hjá okkur sem er farinn að sinna þessum málum.“ Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Aðeins sjö af 125 sem leituðu til Stígamóta á síðasta ári vegna sifjaspella sögðu skólastarfsmanni frá ofbeldinu. Þetta kemur fram í nýrri ársskýrslu Stígamóta. Margir leita á hverju ári til Stígamóta vegna misnotkunar í æsku. Í fyrra leituðu 302 til samtakanna í fyrsta sinn. Af þeim skráði 291 þeirra út tölfræðilega marktæka skýrslu um ofbeldið. Ríflega 70 prósent þeirra höfðu orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi sem börn. Þar af 21 fyrir fjögurra ára aldur. Þá höfðu 78 verið beittir ofbeldi þegar þeir voru fimm til tíu ára. Hlutfall þeirra sem leituðu til skólastarfsmanns (7 af 125) til að greina frá sifjaspellum sem þeir höfðu orðið fyrir er sagt mjög lágt miðað við aðra fagaðila. Sem dæmi má nefna að 15 greindu lækni frá ofbeldinu og 11 greindu fagaðila í vímuefnameðferð frá ofbeldinu. Tekið skal fram að þetta fólk er að leita til Stígamóta árum og jafnvel áratugum eftir að ofbeldinu hefur lokið.Guðrún Jónsdóttir talskona Stígamóta Fréttablaðið/StefánGuðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, óttast að skólarnir nái ekki nógu vel til barna sem verða fyrir kynferðislegu ofbeldi heima hjá sér. Skólarnir séu ekki nógu vel búnir að verklagi og áætlunum ef barn verður fyrir ofbeldi. „Við hringdum í nokkra kennara í morgun [í gær] en enginn vissi um nokkrar áætlanir. Ég veit að það eru til aðgerðaáætlanir í Kópavogi en hvort þær eru notaðar efast ég um. Það þarf að spyrja börn hvort þau viti hvert þau eigi að leita ef þau eru beitt ofbeldi.“Helgi Grímsson sviðsstjóri skóla og frístundasviðs ReykjavíkurHelgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, segir að ekkert samræmt kerfi sé til í skólum borgarinnar varðandi kynferðisofbeldi gegn börnum. „En við höfum verkefni eins og Blátt áfram sem er í raun leikþáttur með brúðum fyrir yngri börn. Í þeim skóla þar sem ég var skólastjóri var þetta sýnt ákveðnum árgöngum og skólasálfræðingur, námsráðgjafi og kennarar fylgdust með börnunum á meðan sýningin fór fram.“ „Kynferðisbrotamenn búa til leyndarmál í kringum þetta og læsa börnin af þannig að þau ná ekki að tjá sig. Við höfum uppálagt starfsmönnum að kunna að hlusta eftir merkjunum. Það á við um starfsfólk í frístundastarfi líka,“ segir Helgi. Málin séu flókin og einkenni ofbeldis geti verið misjöfn eftir börnum. „Það eru þessi viðbrögð sem börnin sýna, bæði við sögum en líka hvernig þau bregðast við snertingu og svo varðandi þrifnað og slíkt. Á unglingsárunum reyna börn stundum að gera sig eins ógeðsleg og hægt er svo að enginn vilji koma nálægt þeim. Það er eitt af þessum þekktu viðbrögðum fórnarlamba kynferðisofbeldis.“ Helgi segir að markmiðið sé að auka samræmingu á milli skóla og upplýsingar. „Það er kominn starfsmaður hjá okkur sem er farinn að sinna þessum málum.“
Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira