Fá segja frá kynferðisofbeldi í skólum Snærós Sindradóttir skrifar 9. mars 2016 07:00 Tölur Stígamóta um unga þolendur sifjaspells árið 2015 Aðeins sjö af 125 sem leituðu til Stígamóta á síðasta ári vegna sifjaspella sögðu skólastarfsmanni frá ofbeldinu. Þetta kemur fram í nýrri ársskýrslu Stígamóta. Margir leita á hverju ári til Stígamóta vegna misnotkunar í æsku. Í fyrra leituðu 302 til samtakanna í fyrsta sinn. Af þeim skráði 291 þeirra út tölfræðilega marktæka skýrslu um ofbeldið. Ríflega 70 prósent þeirra höfðu orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi sem börn. Þar af 21 fyrir fjögurra ára aldur. Þá höfðu 78 verið beittir ofbeldi þegar þeir voru fimm til tíu ára. Hlutfall þeirra sem leituðu til skólastarfsmanns (7 af 125) til að greina frá sifjaspellum sem þeir höfðu orðið fyrir er sagt mjög lágt miðað við aðra fagaðila. Sem dæmi má nefna að 15 greindu lækni frá ofbeldinu og 11 greindu fagaðila í vímuefnameðferð frá ofbeldinu. Tekið skal fram að þetta fólk er að leita til Stígamóta árum og jafnvel áratugum eftir að ofbeldinu hefur lokið.Guðrún Jónsdóttir talskona Stígamóta Fréttablaðið/StefánGuðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, óttast að skólarnir nái ekki nógu vel til barna sem verða fyrir kynferðislegu ofbeldi heima hjá sér. Skólarnir séu ekki nógu vel búnir að verklagi og áætlunum ef barn verður fyrir ofbeldi. „Við hringdum í nokkra kennara í morgun [í gær] en enginn vissi um nokkrar áætlanir. Ég veit að það eru til aðgerðaáætlanir í Kópavogi en hvort þær eru notaðar efast ég um. Það þarf að spyrja börn hvort þau viti hvert þau eigi að leita ef þau eru beitt ofbeldi.“Helgi Grímsson sviðsstjóri skóla og frístundasviðs ReykjavíkurHelgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, segir að ekkert samræmt kerfi sé til í skólum borgarinnar varðandi kynferðisofbeldi gegn börnum. „En við höfum verkefni eins og Blátt áfram sem er í raun leikþáttur með brúðum fyrir yngri börn. Í þeim skóla þar sem ég var skólastjóri var þetta sýnt ákveðnum árgöngum og skólasálfræðingur, námsráðgjafi og kennarar fylgdust með börnunum á meðan sýningin fór fram.“ „Kynferðisbrotamenn búa til leyndarmál í kringum þetta og læsa börnin af þannig að þau ná ekki að tjá sig. Við höfum uppálagt starfsmönnum að kunna að hlusta eftir merkjunum. Það á við um starfsfólk í frístundastarfi líka,“ segir Helgi. Málin séu flókin og einkenni ofbeldis geti verið misjöfn eftir börnum. „Það eru þessi viðbrögð sem börnin sýna, bæði við sögum en líka hvernig þau bregðast við snertingu og svo varðandi þrifnað og slíkt. Á unglingsárunum reyna börn stundum að gera sig eins ógeðsleg og hægt er svo að enginn vilji koma nálægt þeim. Það er eitt af þessum þekktu viðbrögðum fórnarlamba kynferðisofbeldis.“ Helgi segir að markmiðið sé að auka samræmingu á milli skóla og upplýsingar. „Það er kominn starfsmaður hjá okkur sem er farinn að sinna þessum málum.“ Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Sjá meira
Aðeins sjö af 125 sem leituðu til Stígamóta á síðasta ári vegna sifjaspella sögðu skólastarfsmanni frá ofbeldinu. Þetta kemur fram í nýrri ársskýrslu Stígamóta. Margir leita á hverju ári til Stígamóta vegna misnotkunar í æsku. Í fyrra leituðu 302 til samtakanna í fyrsta sinn. Af þeim skráði 291 þeirra út tölfræðilega marktæka skýrslu um ofbeldið. Ríflega 70 prósent þeirra höfðu orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi sem börn. Þar af 21 fyrir fjögurra ára aldur. Þá höfðu 78 verið beittir ofbeldi þegar þeir voru fimm til tíu ára. Hlutfall þeirra sem leituðu til skólastarfsmanns (7 af 125) til að greina frá sifjaspellum sem þeir höfðu orðið fyrir er sagt mjög lágt miðað við aðra fagaðila. Sem dæmi má nefna að 15 greindu lækni frá ofbeldinu og 11 greindu fagaðila í vímuefnameðferð frá ofbeldinu. Tekið skal fram að þetta fólk er að leita til Stígamóta árum og jafnvel áratugum eftir að ofbeldinu hefur lokið.Guðrún Jónsdóttir talskona Stígamóta Fréttablaðið/StefánGuðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, óttast að skólarnir nái ekki nógu vel til barna sem verða fyrir kynferðislegu ofbeldi heima hjá sér. Skólarnir séu ekki nógu vel búnir að verklagi og áætlunum ef barn verður fyrir ofbeldi. „Við hringdum í nokkra kennara í morgun [í gær] en enginn vissi um nokkrar áætlanir. Ég veit að það eru til aðgerðaáætlanir í Kópavogi en hvort þær eru notaðar efast ég um. Það þarf að spyrja börn hvort þau viti hvert þau eigi að leita ef þau eru beitt ofbeldi.“Helgi Grímsson sviðsstjóri skóla og frístundasviðs ReykjavíkurHelgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, segir að ekkert samræmt kerfi sé til í skólum borgarinnar varðandi kynferðisofbeldi gegn börnum. „En við höfum verkefni eins og Blátt áfram sem er í raun leikþáttur með brúðum fyrir yngri börn. Í þeim skóla þar sem ég var skólastjóri var þetta sýnt ákveðnum árgöngum og skólasálfræðingur, námsráðgjafi og kennarar fylgdust með börnunum á meðan sýningin fór fram.“ „Kynferðisbrotamenn búa til leyndarmál í kringum þetta og læsa börnin af þannig að þau ná ekki að tjá sig. Við höfum uppálagt starfsmönnum að kunna að hlusta eftir merkjunum. Það á við um starfsfólk í frístundastarfi líka,“ segir Helgi. Málin séu flókin og einkenni ofbeldis geti verið misjöfn eftir börnum. „Það eru þessi viðbrögð sem börnin sýna, bæði við sögum en líka hvernig þau bregðast við snertingu og svo varðandi þrifnað og slíkt. Á unglingsárunum reyna börn stundum að gera sig eins ógeðsleg og hægt er svo að enginn vilji koma nálægt þeim. Það er eitt af þessum þekktu viðbrögðum fórnarlamba kynferðisofbeldis.“ Helgi segir að markmiðið sé að auka samræmingu á milli skóla og upplýsingar. „Það er kominn starfsmaður hjá okkur sem er farinn að sinna þessum málum.“
Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Sjá meira