Karlkyns útvarpsmenn í meirihluta í Reykjavík Bjarki Ármannsson skrifar 9. mars 2016 12:49 Karlkyns þáttastjórnendur eru í meirihluta hjá nær öllum þeim útvarpsstöðvum sem könnun mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar um kynjahlutföll í útvarpi tók til. Vísir Karlkyns þáttastjórnendur eru í meirihluta hjá nær öllum þeim útvarpsstöðvum sem könnun mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar um kynjahlutföll í útvarpi tók til. Niðurstöður könnunarinnar voru birtar í bæklingnum Kynlegar tölur sem borgin gaf út í gær.Vísir hefur áður fjallað um könnunina, en í niðurstöðum hennar kemur fram að karlkyns þáttastjórnendur eru í meirihluta hjá helstu útvarpsstöðvum og hlaðvörpum í Reykjavík, 133 gegn 74 konum. Karlmenn eru í meirihluta fastra þáttastjórnenda hjá Rás 2, X-inu, Bylgjunni, FM957, Útvarpi Sögu, hlaðvarpi Kjarnans, Lindarinnar, Alvarpsins og FM XTRA. Konur eru þó í meirihluta hjá Rás 1, 25 gegn sautján. Þetta er í sjötta sinn sem mannréttindaskrifstofa Reykjavíkurborgar gefur út bæklinginn Kynlegar tölur á alþjóðlegum baráttudegi kvenna. Tölfræðilegum upplýsingum í bæklingnum er ætlað að varpa ljósi á ólíka stöðu karla og kvenna eins og hún birtist á ýmsan hátt í borginni og á landinu. Í bæklingnum, sem finna má í viðhengi við fréttina, kemur einnig fram að formenn allra hverfisíþróttafélaga Reykjavíkur eru karlkyns og mikill meirihluti strætisvagnastjóra hjá Strætó, 220 gegn sextán konum, sömuleiðis. Þá er einnig fjallað um morð á Íslandi á árunum 1980 til 2015. 56 morð voru framin á tímabilinu, svo vitað sé, og voru þar af fjörutíu karlar myrtir og sextán konur. Þegar horft er til kvenna sem myrtar voru á tímabilinu, voru ellefu af sextán morðum (69 prósent) heimilisofbeldismál en ellefu af fjörutíu morðum á körlum (28 prósent). Tengdar fréttir Meirihluti morða á Íslandi tengjast heimilisofbeldi Ellefu morð hafa verið framin hér á landi sem rekja má til heimilisofbeldis frá 2003. 8. mars 2015 10:00 Mannréttindaskrifstofa skoðar kynjahlutföll í útvarpi Kynlegar tölur, bæklingur sem Reykjavíkurborg gefur út, kostar vel á fjórða hundrað þúsund krónur. 26. febrúar 2016 14:35 Tíu karlmenn leituðu til Neyðarmótttöku vegna nauðgana Tíu karlmenn leituðu til Neyðarmóttöku vegna nauðgana í fyrra en einn áður. Aftur á móti komu 129 konur á mótttökuna í fyrra en 117 árið áður. 241 kona leitaði til Stígamóta í fyrra og 23 karlmenn. Þessar upplýsingar koma fram í bæklingnum Kynlegar tölur sem mannréttindaskrifstofa og mannréttindaráð Reykjavíkurborgar hafa gefið út í tilefni þess að í dag er alþjóðlegur baráttudagur kvenna fyrir friði og jafnrétti. 8. mars 2013 11:14 Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira
Karlkyns þáttastjórnendur eru í meirihluta hjá nær öllum þeim útvarpsstöðvum sem könnun mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar um kynjahlutföll í útvarpi tók til. Niðurstöður könnunarinnar voru birtar í bæklingnum Kynlegar tölur sem borgin gaf út í gær.Vísir hefur áður fjallað um könnunina, en í niðurstöðum hennar kemur fram að karlkyns þáttastjórnendur eru í meirihluta hjá helstu útvarpsstöðvum og hlaðvörpum í Reykjavík, 133 gegn 74 konum. Karlmenn eru í meirihluta fastra þáttastjórnenda hjá Rás 2, X-inu, Bylgjunni, FM957, Útvarpi Sögu, hlaðvarpi Kjarnans, Lindarinnar, Alvarpsins og FM XTRA. Konur eru þó í meirihluta hjá Rás 1, 25 gegn sautján. Þetta er í sjötta sinn sem mannréttindaskrifstofa Reykjavíkurborgar gefur út bæklinginn Kynlegar tölur á alþjóðlegum baráttudegi kvenna. Tölfræðilegum upplýsingum í bæklingnum er ætlað að varpa ljósi á ólíka stöðu karla og kvenna eins og hún birtist á ýmsan hátt í borginni og á landinu. Í bæklingnum, sem finna má í viðhengi við fréttina, kemur einnig fram að formenn allra hverfisíþróttafélaga Reykjavíkur eru karlkyns og mikill meirihluti strætisvagnastjóra hjá Strætó, 220 gegn sextán konum, sömuleiðis. Þá er einnig fjallað um morð á Íslandi á árunum 1980 til 2015. 56 morð voru framin á tímabilinu, svo vitað sé, og voru þar af fjörutíu karlar myrtir og sextán konur. Þegar horft er til kvenna sem myrtar voru á tímabilinu, voru ellefu af sextán morðum (69 prósent) heimilisofbeldismál en ellefu af fjörutíu morðum á körlum (28 prósent).
Tengdar fréttir Meirihluti morða á Íslandi tengjast heimilisofbeldi Ellefu morð hafa verið framin hér á landi sem rekja má til heimilisofbeldis frá 2003. 8. mars 2015 10:00 Mannréttindaskrifstofa skoðar kynjahlutföll í útvarpi Kynlegar tölur, bæklingur sem Reykjavíkurborg gefur út, kostar vel á fjórða hundrað þúsund krónur. 26. febrúar 2016 14:35 Tíu karlmenn leituðu til Neyðarmótttöku vegna nauðgana Tíu karlmenn leituðu til Neyðarmóttöku vegna nauðgana í fyrra en einn áður. Aftur á móti komu 129 konur á mótttökuna í fyrra en 117 árið áður. 241 kona leitaði til Stígamóta í fyrra og 23 karlmenn. Þessar upplýsingar koma fram í bæklingnum Kynlegar tölur sem mannréttindaskrifstofa og mannréttindaráð Reykjavíkurborgar hafa gefið út í tilefni þess að í dag er alþjóðlegur baráttudagur kvenna fyrir friði og jafnrétti. 8. mars 2013 11:14 Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira
Meirihluti morða á Íslandi tengjast heimilisofbeldi Ellefu morð hafa verið framin hér á landi sem rekja má til heimilisofbeldis frá 2003. 8. mars 2015 10:00
Mannréttindaskrifstofa skoðar kynjahlutföll í útvarpi Kynlegar tölur, bæklingur sem Reykjavíkurborg gefur út, kostar vel á fjórða hundrað þúsund krónur. 26. febrúar 2016 14:35
Tíu karlmenn leituðu til Neyðarmótttöku vegna nauðgana Tíu karlmenn leituðu til Neyðarmóttöku vegna nauðgana í fyrra en einn áður. Aftur á móti komu 129 konur á mótttökuna í fyrra en 117 árið áður. 241 kona leitaði til Stígamóta í fyrra og 23 karlmenn. Þessar upplýsingar koma fram í bæklingnum Kynlegar tölur sem mannréttindaskrifstofa og mannréttindaráð Reykjavíkurborgar hafa gefið út í tilefni þess að í dag er alþjóðlegur baráttudagur kvenna fyrir friði og jafnrétti. 8. mars 2013 11:14