Karlkyns útvarpsmenn í meirihluta í Reykjavík Bjarki Ármannsson skrifar 9. mars 2016 12:49 Karlkyns þáttastjórnendur eru í meirihluta hjá nær öllum þeim útvarpsstöðvum sem könnun mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar um kynjahlutföll í útvarpi tók til. Vísir Karlkyns þáttastjórnendur eru í meirihluta hjá nær öllum þeim útvarpsstöðvum sem könnun mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar um kynjahlutföll í útvarpi tók til. Niðurstöður könnunarinnar voru birtar í bæklingnum Kynlegar tölur sem borgin gaf út í gær.Vísir hefur áður fjallað um könnunina, en í niðurstöðum hennar kemur fram að karlkyns þáttastjórnendur eru í meirihluta hjá helstu útvarpsstöðvum og hlaðvörpum í Reykjavík, 133 gegn 74 konum. Karlmenn eru í meirihluta fastra þáttastjórnenda hjá Rás 2, X-inu, Bylgjunni, FM957, Útvarpi Sögu, hlaðvarpi Kjarnans, Lindarinnar, Alvarpsins og FM XTRA. Konur eru þó í meirihluta hjá Rás 1, 25 gegn sautján. Þetta er í sjötta sinn sem mannréttindaskrifstofa Reykjavíkurborgar gefur út bæklinginn Kynlegar tölur á alþjóðlegum baráttudegi kvenna. Tölfræðilegum upplýsingum í bæklingnum er ætlað að varpa ljósi á ólíka stöðu karla og kvenna eins og hún birtist á ýmsan hátt í borginni og á landinu. Í bæklingnum, sem finna má í viðhengi við fréttina, kemur einnig fram að formenn allra hverfisíþróttafélaga Reykjavíkur eru karlkyns og mikill meirihluti strætisvagnastjóra hjá Strætó, 220 gegn sextán konum, sömuleiðis. Þá er einnig fjallað um morð á Íslandi á árunum 1980 til 2015. 56 morð voru framin á tímabilinu, svo vitað sé, og voru þar af fjörutíu karlar myrtir og sextán konur. Þegar horft er til kvenna sem myrtar voru á tímabilinu, voru ellefu af sextán morðum (69 prósent) heimilisofbeldismál en ellefu af fjörutíu morðum á körlum (28 prósent). Tengdar fréttir Meirihluti morða á Íslandi tengjast heimilisofbeldi Ellefu morð hafa verið framin hér á landi sem rekja má til heimilisofbeldis frá 2003. 8. mars 2015 10:00 Mannréttindaskrifstofa skoðar kynjahlutföll í útvarpi Kynlegar tölur, bæklingur sem Reykjavíkurborg gefur út, kostar vel á fjórða hundrað þúsund krónur. 26. febrúar 2016 14:35 Tíu karlmenn leituðu til Neyðarmótttöku vegna nauðgana Tíu karlmenn leituðu til Neyðarmóttöku vegna nauðgana í fyrra en einn áður. Aftur á móti komu 129 konur á mótttökuna í fyrra en 117 árið áður. 241 kona leitaði til Stígamóta í fyrra og 23 karlmenn. Þessar upplýsingar koma fram í bæklingnum Kynlegar tölur sem mannréttindaskrifstofa og mannréttindaráð Reykjavíkurborgar hafa gefið út í tilefni þess að í dag er alþjóðlegur baráttudagur kvenna fyrir friði og jafnrétti. 8. mars 2013 11:14 Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Fleiri fréttir „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Sjá meira
Karlkyns þáttastjórnendur eru í meirihluta hjá nær öllum þeim útvarpsstöðvum sem könnun mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar um kynjahlutföll í útvarpi tók til. Niðurstöður könnunarinnar voru birtar í bæklingnum Kynlegar tölur sem borgin gaf út í gær.Vísir hefur áður fjallað um könnunina, en í niðurstöðum hennar kemur fram að karlkyns þáttastjórnendur eru í meirihluta hjá helstu útvarpsstöðvum og hlaðvörpum í Reykjavík, 133 gegn 74 konum. Karlmenn eru í meirihluta fastra þáttastjórnenda hjá Rás 2, X-inu, Bylgjunni, FM957, Útvarpi Sögu, hlaðvarpi Kjarnans, Lindarinnar, Alvarpsins og FM XTRA. Konur eru þó í meirihluta hjá Rás 1, 25 gegn sautján. Þetta er í sjötta sinn sem mannréttindaskrifstofa Reykjavíkurborgar gefur út bæklinginn Kynlegar tölur á alþjóðlegum baráttudegi kvenna. Tölfræðilegum upplýsingum í bæklingnum er ætlað að varpa ljósi á ólíka stöðu karla og kvenna eins og hún birtist á ýmsan hátt í borginni og á landinu. Í bæklingnum, sem finna má í viðhengi við fréttina, kemur einnig fram að formenn allra hverfisíþróttafélaga Reykjavíkur eru karlkyns og mikill meirihluti strætisvagnastjóra hjá Strætó, 220 gegn sextán konum, sömuleiðis. Þá er einnig fjallað um morð á Íslandi á árunum 1980 til 2015. 56 morð voru framin á tímabilinu, svo vitað sé, og voru þar af fjörutíu karlar myrtir og sextán konur. Þegar horft er til kvenna sem myrtar voru á tímabilinu, voru ellefu af sextán morðum (69 prósent) heimilisofbeldismál en ellefu af fjörutíu morðum á körlum (28 prósent).
Tengdar fréttir Meirihluti morða á Íslandi tengjast heimilisofbeldi Ellefu morð hafa verið framin hér á landi sem rekja má til heimilisofbeldis frá 2003. 8. mars 2015 10:00 Mannréttindaskrifstofa skoðar kynjahlutföll í útvarpi Kynlegar tölur, bæklingur sem Reykjavíkurborg gefur út, kostar vel á fjórða hundrað þúsund krónur. 26. febrúar 2016 14:35 Tíu karlmenn leituðu til Neyðarmótttöku vegna nauðgana Tíu karlmenn leituðu til Neyðarmóttöku vegna nauðgana í fyrra en einn áður. Aftur á móti komu 129 konur á mótttökuna í fyrra en 117 árið áður. 241 kona leitaði til Stígamóta í fyrra og 23 karlmenn. Þessar upplýsingar koma fram í bæklingnum Kynlegar tölur sem mannréttindaskrifstofa og mannréttindaráð Reykjavíkurborgar hafa gefið út í tilefni þess að í dag er alþjóðlegur baráttudagur kvenna fyrir friði og jafnrétti. 8. mars 2013 11:14 Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Fleiri fréttir „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Sjá meira
Meirihluti morða á Íslandi tengjast heimilisofbeldi Ellefu morð hafa verið framin hér á landi sem rekja má til heimilisofbeldis frá 2003. 8. mars 2015 10:00
Mannréttindaskrifstofa skoðar kynjahlutföll í útvarpi Kynlegar tölur, bæklingur sem Reykjavíkurborg gefur út, kostar vel á fjórða hundrað þúsund krónur. 26. febrúar 2016 14:35
Tíu karlmenn leituðu til Neyðarmótttöku vegna nauðgana Tíu karlmenn leituðu til Neyðarmóttöku vegna nauðgana í fyrra en einn áður. Aftur á móti komu 129 konur á mótttökuna í fyrra en 117 árið áður. 241 kona leitaði til Stígamóta í fyrra og 23 karlmenn. Þessar upplýsingar koma fram í bæklingnum Kynlegar tölur sem mannréttindaskrifstofa og mannréttindaráð Reykjavíkurborgar hafa gefið út í tilefni þess að í dag er alþjóðlegur baráttudagur kvenna fyrir friði og jafnrétti. 8. mars 2013 11:14