Umfjöllun: Þýskaland - Ísland 24-27 | Strákarnir svöruðu fyrir tap gærdagsins Kristinn Páll Teitsson skrifar 10. janúar 2016 16:00 Weinhold reynir hér að brjóta sér leið í gegnum íslensku vörnina. Vísir/Getty Íslenska landsliðið vann öruggan þriggja marka sigur á Þýskalandi 27-24 í dag í seinasta æfingarleik liðsins áður en EM í Póllandi hefst á föstudaginn. Náði íslenska liðið að hefna fyrir naumt tap í leik liðanna í gær. Íslenska liðið var mun einbeittara í leiknum í dag og hélt forskotinu allan leikinn eftir að hafa komist yfir snemma leiks. Náði íslenska liðið þegar mest var sex marka forskoti en Þjóðverjar náðu að klóra í bakkann á lokamínútum leiksins. Var um að ræða seinni æfingarleik liðanna í undirbúning fyrir EM í Póllandi en Þýskaland vann nauman 26-25 sigur á Íslandi í gær eftir sveiflukennda frammistöðu hjá íslenska liðinu. Líkt og í leiknum í gær skoraði Ísland fyrsta mark leiksins en jafnræði var með liðunum fyrstu tíu mínútur leiksins, Ísland komst yfir en Þjóðverjar náðu alltaf að svara um hæl. Þá tók íslenska liðið völdin á vellinum og þrátt fyrir tvö leikhlé þýska landsliðsins náðu lærisveinar Dags Sigurðssonar ekki að halda í við íslenska liðið. Náðu strákarnir um tíma fimm marka forskoti stuttu fyrir lok fyrri hálfleiks en Þjóðverjum tókst að nýta sér liðsmuninn á lokamínútum fyrri hálfleiksins. Tókst þeim að saxa á forskot Íslands eftir umdeilda tveggja mínútna brottvísun sem dæmd var á Guðmund Hólmar Helgason en Ísland leiddi 15-12 í hálfleik.Kári Kristján fagnar hér einu af þremur mörkum sínum í leiknum.Vísir/GettyÍslenska liðið hóf seinni hálfleikinn af sama krafti og náði sex marka forskoti á ný þegar tíu mínútur voru liðnar af seinni hálfleik en Þjóðverjum tókst aldrei að ógna því forskoti. Vörn íslenska liðsins stóð vakt sína með prýði og gerði Björgvini í marki íslenska liðsins mun auðveldara fyrir en í leiknum í gær. Varði hann oft á mikilvægum stundum sem drápu baráttuandann í þýska liðinu. Þýska liðinu tókst að minnka muninn niður í þrjú mörk rétt fyrir leikslok en sigurinn var þá löngu kominn í höfn og var ekki að sjá neitt stress á leikmönnum íslenska liðsins. Björgvin Páll Gústavsson varði 15 skot í leiknum í dag og lauk leik með 39% markvörslu en hann varði eitt af tveimur vítum sem dæmd voru á íslenska liðið. Aron Pálmarsson fór fyrir íslenska liðinu annan leikinn í röð með átta mörk en næstir komu Kári Kristján Kristánsson og Rúnar Kárason með þrjú mörk hvor. Alls komust tíu leikmenn íslenska liðsins á blað í leiknum í dag. Aron Kristjánsson, þjálfari íslenska liðsins, þarf að tilkynna á næstunni hvaða leikmaður fer ekki með til Póllands. Guðmundur Hólmar gerði líklegast nóg í dag til þess að gulltryggja sér sæti í flugvélinni til Póllands en hann hefur leiki mjög vel í vörn íslenska liðsins í síðustu tveimur leikjum. EM 2016 karla í handbolta Mest lesið Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Íslenski boltinn Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enski boltinn Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Sport Fleiri fréttir Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Sjá meira
Íslenska landsliðið vann öruggan þriggja marka sigur á Þýskalandi 27-24 í dag í seinasta æfingarleik liðsins áður en EM í Póllandi hefst á föstudaginn. Náði íslenska liðið að hefna fyrir naumt tap í leik liðanna í gær. Íslenska liðið var mun einbeittara í leiknum í dag og hélt forskotinu allan leikinn eftir að hafa komist yfir snemma leiks. Náði íslenska liðið þegar mest var sex marka forskoti en Þjóðverjar náðu að klóra í bakkann á lokamínútum leiksins. Var um að ræða seinni æfingarleik liðanna í undirbúning fyrir EM í Póllandi en Þýskaland vann nauman 26-25 sigur á Íslandi í gær eftir sveiflukennda frammistöðu hjá íslenska liðinu. Líkt og í leiknum í gær skoraði Ísland fyrsta mark leiksins en jafnræði var með liðunum fyrstu tíu mínútur leiksins, Ísland komst yfir en Þjóðverjar náðu alltaf að svara um hæl. Þá tók íslenska liðið völdin á vellinum og þrátt fyrir tvö leikhlé þýska landsliðsins náðu lærisveinar Dags Sigurðssonar ekki að halda í við íslenska liðið. Náðu strákarnir um tíma fimm marka forskoti stuttu fyrir lok fyrri hálfleiks en Þjóðverjum tókst að nýta sér liðsmuninn á lokamínútum fyrri hálfleiksins. Tókst þeim að saxa á forskot Íslands eftir umdeilda tveggja mínútna brottvísun sem dæmd var á Guðmund Hólmar Helgason en Ísland leiddi 15-12 í hálfleik.Kári Kristján fagnar hér einu af þremur mörkum sínum í leiknum.Vísir/GettyÍslenska liðið hóf seinni hálfleikinn af sama krafti og náði sex marka forskoti á ný þegar tíu mínútur voru liðnar af seinni hálfleik en Þjóðverjum tókst aldrei að ógna því forskoti. Vörn íslenska liðsins stóð vakt sína með prýði og gerði Björgvini í marki íslenska liðsins mun auðveldara fyrir en í leiknum í gær. Varði hann oft á mikilvægum stundum sem drápu baráttuandann í þýska liðinu. Þýska liðinu tókst að minnka muninn niður í þrjú mörk rétt fyrir leikslok en sigurinn var þá löngu kominn í höfn og var ekki að sjá neitt stress á leikmönnum íslenska liðsins. Björgvin Páll Gústavsson varði 15 skot í leiknum í dag og lauk leik með 39% markvörslu en hann varði eitt af tveimur vítum sem dæmd voru á íslenska liðið. Aron Pálmarsson fór fyrir íslenska liðinu annan leikinn í röð með átta mörk en næstir komu Kári Kristján Kristánsson og Rúnar Kárason með þrjú mörk hvor. Alls komust tíu leikmenn íslenska liðsins á blað í leiknum í dag. Aron Kristjánsson, þjálfari íslenska liðsins, þarf að tilkynna á næstunni hvaða leikmaður fer ekki með til Póllands. Guðmundur Hólmar gerði líklegast nóg í dag til þess að gulltryggja sér sæti í flugvélinni til Póllands en hann hefur leiki mjög vel í vörn íslenska liðsins í síðustu tveimur leikjum.
EM 2016 karla í handbolta Mest lesið Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Íslenski boltinn Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enski boltinn Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Sport Fleiri fréttir Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Sjá meira