Fara aftur til ofbeldismannsins vegna húsnæðisskorts Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 16. október 2016 19:00 Algengt er að konur dvelji mánuðum saman í Kvennaathvarfinu vegna skorts á leiguhúsnæði. Framkvæmdastýra athvarfsins segir nær ómögulegt fyrir konurnar að verða sér úti um húsnæði, og að margar þeirra hafi því engan annan kost en að snúa aftur til ofbeldismannsins. Undanfarin misseri hefur mikið hefur verið rætt um húsnæðisskort í Reykjavík og þá sérstaklega erfiða stöðu leigjenda með hækkandi húsnæðisverði og auknum ferðamannastraumi. Ljóst er að húsnæðisvandinn kemur mest niður á þeim sem minna mega sín. Skjólstæðingar Kvennaathvafsins eru margar í þeim hópi, en þær eru flestar veikar fyrir bæði fjárhags- og félagslega. Fá ekki einu sinni að skoða íbúðir „Húsnæðismarkaðurinn er eins og allir vita alltaf að verða harðari og harðari, og það kemur mjög illa niður á okkar konum. Við sjáum að það hefur versnað mjög mikið undanfarna mánuði og ár að markaðurinn er alltaf að verða þeim erfiðari og erfiðari,“ segir Sigþrúður Guðmundsdóttir framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins. Konurnar eru margar af erlendu bergi brotnar og geta því ekki leitað til vina og ættingja hér á landi. „Leiga er að hækka svo mikið þannig að oft er þetta bara ógerlegt fyrir þær. En við sjáum það bara ennþá meira á því hvað þær eiga litla möguleika á íbúðum. Þær sækja um og sækja um en eru ekki einu sinni boðaðar til að fá að skoða.“Meðaldvöl í athvarfinu aldrei verið lengri Sifellt algengara er að konurnar dvelji í athvarfinu svo mánuðum skipti þar sem þær hafa ekki aðra valkosti. „Meðaldvöl hefur verið að lengjast. Það sem af er ári núna hafa að meðaltali sextán íbúar dvalið í húsinu á hverjum einasta degi. Við þurfum að leita 20- 30 ár aftur í tímann til að sjá þess háttar nýtingu á húsinu,“ segir Sigþrúður.Fara aftur til ofbeldismannsins vegna húsnæðisleysis Hún bendir á að fyrir nokkrum árum hafi flestar konurnar í athvarfinu farið beint þaðan í nýtt húsnæði, en á síðasta ári hafi aðeins tólf prósent gert það. Konurnar upplifi því í auknum mæli að það sé þeirra eini valkostur að fara aftur til ofbeldismannsins. „Í sumum tilfellum sjá konurnar í rauninni ekki annan kost en þann að fara aftur heim. Það myndi skipta okkar konur alveg ofboðslega miklu máli að geta farið í öruggt húsnæði á viðráðanlegu verði fyrsta árið eftir að dvöl í neyðarathvarfinu líkur,“ segir Sigþrúður Guðmundsdóttir. Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Sjá meira
Algengt er að konur dvelji mánuðum saman í Kvennaathvarfinu vegna skorts á leiguhúsnæði. Framkvæmdastýra athvarfsins segir nær ómögulegt fyrir konurnar að verða sér úti um húsnæði, og að margar þeirra hafi því engan annan kost en að snúa aftur til ofbeldismannsins. Undanfarin misseri hefur mikið hefur verið rætt um húsnæðisskort í Reykjavík og þá sérstaklega erfiða stöðu leigjenda með hækkandi húsnæðisverði og auknum ferðamannastraumi. Ljóst er að húsnæðisvandinn kemur mest niður á þeim sem minna mega sín. Skjólstæðingar Kvennaathvafsins eru margar í þeim hópi, en þær eru flestar veikar fyrir bæði fjárhags- og félagslega. Fá ekki einu sinni að skoða íbúðir „Húsnæðismarkaðurinn er eins og allir vita alltaf að verða harðari og harðari, og það kemur mjög illa niður á okkar konum. Við sjáum að það hefur versnað mjög mikið undanfarna mánuði og ár að markaðurinn er alltaf að verða þeim erfiðari og erfiðari,“ segir Sigþrúður Guðmundsdóttir framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins. Konurnar eru margar af erlendu bergi brotnar og geta því ekki leitað til vina og ættingja hér á landi. „Leiga er að hækka svo mikið þannig að oft er þetta bara ógerlegt fyrir þær. En við sjáum það bara ennþá meira á því hvað þær eiga litla möguleika á íbúðum. Þær sækja um og sækja um en eru ekki einu sinni boðaðar til að fá að skoða.“Meðaldvöl í athvarfinu aldrei verið lengri Sifellt algengara er að konurnar dvelji í athvarfinu svo mánuðum skipti þar sem þær hafa ekki aðra valkosti. „Meðaldvöl hefur verið að lengjast. Það sem af er ári núna hafa að meðaltali sextán íbúar dvalið í húsinu á hverjum einasta degi. Við þurfum að leita 20- 30 ár aftur í tímann til að sjá þess háttar nýtingu á húsinu,“ segir Sigþrúður.Fara aftur til ofbeldismannsins vegna húsnæðisleysis Hún bendir á að fyrir nokkrum árum hafi flestar konurnar í athvarfinu farið beint þaðan í nýtt húsnæði, en á síðasta ári hafi aðeins tólf prósent gert það. Konurnar upplifi því í auknum mæli að það sé þeirra eini valkostur að fara aftur til ofbeldismannsins. „Í sumum tilfellum sjá konurnar í rauninni ekki annan kost en þann að fara aftur heim. Það myndi skipta okkar konur alveg ofboðslega miklu máli að geta farið í öruggt húsnæði á viðráðanlegu verði fyrsta árið eftir að dvöl í neyðarathvarfinu líkur,“ segir Sigþrúður Guðmundsdóttir.
Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Sjá meira