Fara aftur til ofbeldismannsins vegna húsnæðisskorts Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 16. október 2016 19:00 Algengt er að konur dvelji mánuðum saman í Kvennaathvarfinu vegna skorts á leiguhúsnæði. Framkvæmdastýra athvarfsins segir nær ómögulegt fyrir konurnar að verða sér úti um húsnæði, og að margar þeirra hafi því engan annan kost en að snúa aftur til ofbeldismannsins. Undanfarin misseri hefur mikið hefur verið rætt um húsnæðisskort í Reykjavík og þá sérstaklega erfiða stöðu leigjenda með hækkandi húsnæðisverði og auknum ferðamannastraumi. Ljóst er að húsnæðisvandinn kemur mest niður á þeim sem minna mega sín. Skjólstæðingar Kvennaathvafsins eru margar í þeim hópi, en þær eru flestar veikar fyrir bæði fjárhags- og félagslega. Fá ekki einu sinni að skoða íbúðir „Húsnæðismarkaðurinn er eins og allir vita alltaf að verða harðari og harðari, og það kemur mjög illa niður á okkar konum. Við sjáum að það hefur versnað mjög mikið undanfarna mánuði og ár að markaðurinn er alltaf að verða þeim erfiðari og erfiðari,“ segir Sigþrúður Guðmundsdóttir framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins. Konurnar eru margar af erlendu bergi brotnar og geta því ekki leitað til vina og ættingja hér á landi. „Leiga er að hækka svo mikið þannig að oft er þetta bara ógerlegt fyrir þær. En við sjáum það bara ennþá meira á því hvað þær eiga litla möguleika á íbúðum. Þær sækja um og sækja um en eru ekki einu sinni boðaðar til að fá að skoða.“Meðaldvöl í athvarfinu aldrei verið lengri Sifellt algengara er að konurnar dvelji í athvarfinu svo mánuðum skipti þar sem þær hafa ekki aðra valkosti. „Meðaldvöl hefur verið að lengjast. Það sem af er ári núna hafa að meðaltali sextán íbúar dvalið í húsinu á hverjum einasta degi. Við þurfum að leita 20- 30 ár aftur í tímann til að sjá þess háttar nýtingu á húsinu,“ segir Sigþrúður.Fara aftur til ofbeldismannsins vegna húsnæðisleysis Hún bendir á að fyrir nokkrum árum hafi flestar konurnar í athvarfinu farið beint þaðan í nýtt húsnæði, en á síðasta ári hafi aðeins tólf prósent gert það. Konurnar upplifi því í auknum mæli að það sé þeirra eini valkostur að fara aftur til ofbeldismannsins. „Í sumum tilfellum sjá konurnar í rauninni ekki annan kost en þann að fara aftur heim. Það myndi skipta okkar konur alveg ofboðslega miklu máli að geta farið í öruggt húsnæði á viðráðanlegu verði fyrsta árið eftir að dvöl í neyðarathvarfinu líkur,“ segir Sigþrúður Guðmundsdóttir. Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fleiri fréttir Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Sjá meira
Algengt er að konur dvelji mánuðum saman í Kvennaathvarfinu vegna skorts á leiguhúsnæði. Framkvæmdastýra athvarfsins segir nær ómögulegt fyrir konurnar að verða sér úti um húsnæði, og að margar þeirra hafi því engan annan kost en að snúa aftur til ofbeldismannsins. Undanfarin misseri hefur mikið hefur verið rætt um húsnæðisskort í Reykjavík og þá sérstaklega erfiða stöðu leigjenda með hækkandi húsnæðisverði og auknum ferðamannastraumi. Ljóst er að húsnæðisvandinn kemur mest niður á þeim sem minna mega sín. Skjólstæðingar Kvennaathvafsins eru margar í þeim hópi, en þær eru flestar veikar fyrir bæði fjárhags- og félagslega. Fá ekki einu sinni að skoða íbúðir „Húsnæðismarkaðurinn er eins og allir vita alltaf að verða harðari og harðari, og það kemur mjög illa niður á okkar konum. Við sjáum að það hefur versnað mjög mikið undanfarna mánuði og ár að markaðurinn er alltaf að verða þeim erfiðari og erfiðari,“ segir Sigþrúður Guðmundsdóttir framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins. Konurnar eru margar af erlendu bergi brotnar og geta því ekki leitað til vina og ættingja hér á landi. „Leiga er að hækka svo mikið þannig að oft er þetta bara ógerlegt fyrir þær. En við sjáum það bara ennþá meira á því hvað þær eiga litla möguleika á íbúðum. Þær sækja um og sækja um en eru ekki einu sinni boðaðar til að fá að skoða.“Meðaldvöl í athvarfinu aldrei verið lengri Sifellt algengara er að konurnar dvelji í athvarfinu svo mánuðum skipti þar sem þær hafa ekki aðra valkosti. „Meðaldvöl hefur verið að lengjast. Það sem af er ári núna hafa að meðaltali sextán íbúar dvalið í húsinu á hverjum einasta degi. Við þurfum að leita 20- 30 ár aftur í tímann til að sjá þess háttar nýtingu á húsinu,“ segir Sigþrúður.Fara aftur til ofbeldismannsins vegna húsnæðisleysis Hún bendir á að fyrir nokkrum árum hafi flestar konurnar í athvarfinu farið beint þaðan í nýtt húsnæði, en á síðasta ári hafi aðeins tólf prósent gert það. Konurnar upplifi því í auknum mæli að það sé þeirra eini valkostur að fara aftur til ofbeldismannsins. „Í sumum tilfellum sjá konurnar í rauninni ekki annan kost en þann að fara aftur heim. Það myndi skipta okkar konur alveg ofboðslega miklu máli að geta farið í öruggt húsnæði á viðráðanlegu verði fyrsta árið eftir að dvöl í neyðarathvarfinu líkur,“ segir Sigþrúður Guðmundsdóttir.
Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fleiri fréttir Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Sjá meira