Fara aftur til ofbeldismannsins vegna húsnæðisskorts Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 16. október 2016 19:00 Algengt er að konur dvelji mánuðum saman í Kvennaathvarfinu vegna skorts á leiguhúsnæði. Framkvæmdastýra athvarfsins segir nær ómögulegt fyrir konurnar að verða sér úti um húsnæði, og að margar þeirra hafi því engan annan kost en að snúa aftur til ofbeldismannsins. Undanfarin misseri hefur mikið hefur verið rætt um húsnæðisskort í Reykjavík og þá sérstaklega erfiða stöðu leigjenda með hækkandi húsnæðisverði og auknum ferðamannastraumi. Ljóst er að húsnæðisvandinn kemur mest niður á þeim sem minna mega sín. Skjólstæðingar Kvennaathvafsins eru margar í þeim hópi, en þær eru flestar veikar fyrir bæði fjárhags- og félagslega. Fá ekki einu sinni að skoða íbúðir „Húsnæðismarkaðurinn er eins og allir vita alltaf að verða harðari og harðari, og það kemur mjög illa niður á okkar konum. Við sjáum að það hefur versnað mjög mikið undanfarna mánuði og ár að markaðurinn er alltaf að verða þeim erfiðari og erfiðari,“ segir Sigþrúður Guðmundsdóttir framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins. Konurnar eru margar af erlendu bergi brotnar og geta því ekki leitað til vina og ættingja hér á landi. „Leiga er að hækka svo mikið þannig að oft er þetta bara ógerlegt fyrir þær. En við sjáum það bara ennþá meira á því hvað þær eiga litla möguleika á íbúðum. Þær sækja um og sækja um en eru ekki einu sinni boðaðar til að fá að skoða.“Meðaldvöl í athvarfinu aldrei verið lengri Sifellt algengara er að konurnar dvelji í athvarfinu svo mánuðum skipti þar sem þær hafa ekki aðra valkosti. „Meðaldvöl hefur verið að lengjast. Það sem af er ári núna hafa að meðaltali sextán íbúar dvalið í húsinu á hverjum einasta degi. Við þurfum að leita 20- 30 ár aftur í tímann til að sjá þess háttar nýtingu á húsinu,“ segir Sigþrúður.Fara aftur til ofbeldismannsins vegna húsnæðisleysis Hún bendir á að fyrir nokkrum árum hafi flestar konurnar í athvarfinu farið beint þaðan í nýtt húsnæði, en á síðasta ári hafi aðeins tólf prósent gert það. Konurnar upplifi því í auknum mæli að það sé þeirra eini valkostur að fara aftur til ofbeldismannsins. „Í sumum tilfellum sjá konurnar í rauninni ekki annan kost en þann að fara aftur heim. Það myndi skipta okkar konur alveg ofboðslega miklu máli að geta farið í öruggt húsnæði á viðráðanlegu verði fyrsta árið eftir að dvöl í neyðarathvarfinu líkur,“ segir Sigþrúður Guðmundsdóttir. Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Sjá meira
Algengt er að konur dvelji mánuðum saman í Kvennaathvarfinu vegna skorts á leiguhúsnæði. Framkvæmdastýra athvarfsins segir nær ómögulegt fyrir konurnar að verða sér úti um húsnæði, og að margar þeirra hafi því engan annan kost en að snúa aftur til ofbeldismannsins. Undanfarin misseri hefur mikið hefur verið rætt um húsnæðisskort í Reykjavík og þá sérstaklega erfiða stöðu leigjenda með hækkandi húsnæðisverði og auknum ferðamannastraumi. Ljóst er að húsnæðisvandinn kemur mest niður á þeim sem minna mega sín. Skjólstæðingar Kvennaathvafsins eru margar í þeim hópi, en þær eru flestar veikar fyrir bæði fjárhags- og félagslega. Fá ekki einu sinni að skoða íbúðir „Húsnæðismarkaðurinn er eins og allir vita alltaf að verða harðari og harðari, og það kemur mjög illa niður á okkar konum. Við sjáum að það hefur versnað mjög mikið undanfarna mánuði og ár að markaðurinn er alltaf að verða þeim erfiðari og erfiðari,“ segir Sigþrúður Guðmundsdóttir framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins. Konurnar eru margar af erlendu bergi brotnar og geta því ekki leitað til vina og ættingja hér á landi. „Leiga er að hækka svo mikið þannig að oft er þetta bara ógerlegt fyrir þær. En við sjáum það bara ennþá meira á því hvað þær eiga litla möguleika á íbúðum. Þær sækja um og sækja um en eru ekki einu sinni boðaðar til að fá að skoða.“Meðaldvöl í athvarfinu aldrei verið lengri Sifellt algengara er að konurnar dvelji í athvarfinu svo mánuðum skipti þar sem þær hafa ekki aðra valkosti. „Meðaldvöl hefur verið að lengjast. Það sem af er ári núna hafa að meðaltali sextán íbúar dvalið í húsinu á hverjum einasta degi. Við þurfum að leita 20- 30 ár aftur í tímann til að sjá þess háttar nýtingu á húsinu,“ segir Sigþrúður.Fara aftur til ofbeldismannsins vegna húsnæðisleysis Hún bendir á að fyrir nokkrum árum hafi flestar konurnar í athvarfinu farið beint þaðan í nýtt húsnæði, en á síðasta ári hafi aðeins tólf prósent gert það. Konurnar upplifi því í auknum mæli að það sé þeirra eini valkostur að fara aftur til ofbeldismannsins. „Í sumum tilfellum sjá konurnar í rauninni ekki annan kost en þann að fara aftur heim. Það myndi skipta okkar konur alveg ofboðslega miklu máli að geta farið í öruggt húsnæði á viðráðanlegu verði fyrsta árið eftir að dvöl í neyðarathvarfinu líkur,“ segir Sigþrúður Guðmundsdóttir.
Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Sjá meira