Landvernd heggur í það sem hún hlífa skyldi Halldór Kvaran skrifar 22. júní 2016 07:00 Óbilgjarn málarekstur Landverndar gagnvart ferðaþjónustu í Kerlingarfjöllum sætir furðu. Þar heggur sá er hlífa skyldi. Sjálfbær rekstur og nýting grænna orkugjafa í hálendismiðstöðinni í Ásgarði vekur sérstaka athygli útlendra gesta sem þangað koma. Öll gisti- og þjónustuhús eru hituð með heitu vatni úr eigin borholu og drykkjarvatn fæst úr eigin borholu. Meira að segja er framleidd raforka árið um kring fyrir starfsemina í eigin vatnsaflsvirkjun í 700 metra hæð yfir sjávarmáli! Skipulagsvaldi og heimildum sveitarfélaga til að veita framkvæmdaleyfi á miðhálendinu eru þröngar skorður settar. Framkvæmdir verða að samræmast landskipulagsstefnu, vera í samræmi við aðalskipulag og standast ákvæði laga og reglna um umhverfismál, hollustuhætti og fleira. Framkvæmdaáform Fannborgar ehf. í Ásgarði fóru í gegnum allt þetta ferli. Nýtt móttökuhús með gistiálmu var líka kynnt almenningi á þann hátt sem skipulagslög mæla fyrir um. Framkvæmdin eykur sjálfbærni ferðaþjónustunnar og ætti því að falla samtökum á borð við Landvernd vel í geð. Nei, Landvernd vill frekar hafa mörg gömul hús sem mjög dýrt er að kynda og halda við. Fannborg ætlar hins vegar að farga flestum smáhýsunum og reisa í staðinn fallega, samfellda byggingu úr timbri á tveimur hæðum þar sem unnt er að veita þá þjónustu sem gestir óska eftir að fá. Formaður Landverndar skýlir sér á bak við álit Ferðamálastofu sem í umsagnarferli vildi að Skipulagsstofnun íhugaði að láta meta umhverfisáhrif fyrsta áfangans. Hinir sex umsagnaraðilarnir töldu ekki þörf á því og Skipulagsstofnun komst að sömu niðurstöðu eftir að hafa haft málið til meðferðar í tíu vikur. Þetta nefnir formaðurinn ekki einu orði. Auðvitað ekki, tilgangurinn helgar meðalið! Ómaksins vert er að nefna að ferðaþjónustan í Ásgarði er ekki á víðerni í skilningi náttúruverndarlaga. Hún er á stað sem er deiliskipulagður fyrir starfsemi eins og þar er rekin, meira en fimm kílómetrum frá hverasvæðunum, helsta aðdráttarafli Kerlingarfjalla. Nýja húsið breytir ekki öðru en því að góð þjónusta verður betri, sjálfbær rekstur sjálfbærari og forsendur skapast fyrir heilsársrekstri. Aðstandendur Fannborgar, sem á og rekur ferðaþjónustu í Kerlingarfjöllum, hafa lagt sig sérstaklega eftir því að umgangast náttúruperluna eins og hún á skilið og verja hana ágangi. Það er gert í umboði almennings og náttúrunnar sjálfrar. Formaður Landverndar lætur gjarnan í það skína að Fannborg vilji ráðskast með þjóðlenduna Kerlingarfjöll eins og hún eigi þau. Þá sér hann sérstaka ástæðu til að nefna í blaðagrein að það sé „alls ekki einkamál eins sveitarfélags hvernig uppbyggingu á miðhálendinu verður háttað“.Staðfestir raunverulega landvernd Að Landvernd veitist þannig að Hrunamannahreppi er býsna sérstakt, einkum og sér í lagi í ljósi þess að umhverfisráðherra staðfestir fljótlega friðlýsingu Kerlingarfjalla ásamt sveitarfélögum sem hafa forræði svæðisins, Hrunamannahreppi og Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Staðfestingin jafngildir yfirlýsingu um raunverulega landvernd. Hrunamannahreppur átti frumkvæðið og nýtur heilshugar stuðnings Fannborgar. Landvernd hefur skapað sér hrokafulla og öfgakennda ímynd í seinni tíð. Samtökin ráða auðvitað vegferð sinni sjálf en það stendur upp á þau að svara því hvernig bregðast skuli við hraðvaxandi ferðamannastraumi á hálendinu og tilheyrandi ágangi á viðkvæmum náttúrusvæðum ef hvorki má gera vegslóða sæmilega ökufæra né byggja upp á helstu áningarstöðum? Illfærir hálendisslóðar stuðla að utanvegaakstri þegar ökumenn krækja fyrir dældir og skvompur. Eigendur nýjustu fólksflutningabíla, sem eyða mun minna eldsneyti en eldri bílar, halda rútum sínum frá hálendisleiðum til að verja þau skemmdum. Eðlilega. Landvernd vill óbreytt ástand og illfæra slóða. Er það í þágu „landverndar“? Það verður að segjast að í því máli, sem ég þekki best, hefur Landvernd hvað eftir annað verið staðin að slælegum og óvönduðum vinnubrögðum. Málflutningur samtakanna getur þannig verið beinlínis skaðlegur í baráttu fyrir verndun og nýtingu hálendisins í sátt við náttúruna.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Óbilgjarn málarekstur Landverndar gagnvart ferðaþjónustu í Kerlingarfjöllum sætir furðu. Þar heggur sá er hlífa skyldi. Sjálfbær rekstur og nýting grænna orkugjafa í hálendismiðstöðinni í Ásgarði vekur sérstaka athygli útlendra gesta sem þangað koma. Öll gisti- og þjónustuhús eru hituð með heitu vatni úr eigin borholu og drykkjarvatn fæst úr eigin borholu. Meira að segja er framleidd raforka árið um kring fyrir starfsemina í eigin vatnsaflsvirkjun í 700 metra hæð yfir sjávarmáli! Skipulagsvaldi og heimildum sveitarfélaga til að veita framkvæmdaleyfi á miðhálendinu eru þröngar skorður settar. Framkvæmdir verða að samræmast landskipulagsstefnu, vera í samræmi við aðalskipulag og standast ákvæði laga og reglna um umhverfismál, hollustuhætti og fleira. Framkvæmdaáform Fannborgar ehf. í Ásgarði fóru í gegnum allt þetta ferli. Nýtt móttökuhús með gistiálmu var líka kynnt almenningi á þann hátt sem skipulagslög mæla fyrir um. Framkvæmdin eykur sjálfbærni ferðaþjónustunnar og ætti því að falla samtökum á borð við Landvernd vel í geð. Nei, Landvernd vill frekar hafa mörg gömul hús sem mjög dýrt er að kynda og halda við. Fannborg ætlar hins vegar að farga flestum smáhýsunum og reisa í staðinn fallega, samfellda byggingu úr timbri á tveimur hæðum þar sem unnt er að veita þá þjónustu sem gestir óska eftir að fá. Formaður Landverndar skýlir sér á bak við álit Ferðamálastofu sem í umsagnarferli vildi að Skipulagsstofnun íhugaði að láta meta umhverfisáhrif fyrsta áfangans. Hinir sex umsagnaraðilarnir töldu ekki þörf á því og Skipulagsstofnun komst að sömu niðurstöðu eftir að hafa haft málið til meðferðar í tíu vikur. Þetta nefnir formaðurinn ekki einu orði. Auðvitað ekki, tilgangurinn helgar meðalið! Ómaksins vert er að nefna að ferðaþjónustan í Ásgarði er ekki á víðerni í skilningi náttúruverndarlaga. Hún er á stað sem er deiliskipulagður fyrir starfsemi eins og þar er rekin, meira en fimm kílómetrum frá hverasvæðunum, helsta aðdráttarafli Kerlingarfjalla. Nýja húsið breytir ekki öðru en því að góð þjónusta verður betri, sjálfbær rekstur sjálfbærari og forsendur skapast fyrir heilsársrekstri. Aðstandendur Fannborgar, sem á og rekur ferðaþjónustu í Kerlingarfjöllum, hafa lagt sig sérstaklega eftir því að umgangast náttúruperluna eins og hún á skilið og verja hana ágangi. Það er gert í umboði almennings og náttúrunnar sjálfrar. Formaður Landverndar lætur gjarnan í það skína að Fannborg vilji ráðskast með þjóðlenduna Kerlingarfjöll eins og hún eigi þau. Þá sér hann sérstaka ástæðu til að nefna í blaðagrein að það sé „alls ekki einkamál eins sveitarfélags hvernig uppbyggingu á miðhálendinu verður háttað“.Staðfestir raunverulega landvernd Að Landvernd veitist þannig að Hrunamannahreppi er býsna sérstakt, einkum og sér í lagi í ljósi þess að umhverfisráðherra staðfestir fljótlega friðlýsingu Kerlingarfjalla ásamt sveitarfélögum sem hafa forræði svæðisins, Hrunamannahreppi og Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Staðfestingin jafngildir yfirlýsingu um raunverulega landvernd. Hrunamannahreppur átti frumkvæðið og nýtur heilshugar stuðnings Fannborgar. Landvernd hefur skapað sér hrokafulla og öfgakennda ímynd í seinni tíð. Samtökin ráða auðvitað vegferð sinni sjálf en það stendur upp á þau að svara því hvernig bregðast skuli við hraðvaxandi ferðamannastraumi á hálendinu og tilheyrandi ágangi á viðkvæmum náttúrusvæðum ef hvorki má gera vegslóða sæmilega ökufæra né byggja upp á helstu áningarstöðum? Illfærir hálendisslóðar stuðla að utanvegaakstri þegar ökumenn krækja fyrir dældir og skvompur. Eigendur nýjustu fólksflutningabíla, sem eyða mun minna eldsneyti en eldri bílar, halda rútum sínum frá hálendisleiðum til að verja þau skemmdum. Eðlilega. Landvernd vill óbreytt ástand og illfæra slóða. Er það í þágu „landverndar“? Það verður að segjast að í því máli, sem ég þekki best, hefur Landvernd hvað eftir annað verið staðin að slælegum og óvönduðum vinnubrögðum. Málflutningur samtakanna getur þannig verið beinlínis skaðlegur í baráttu fyrir verndun og nýtingu hálendisins í sátt við náttúruna.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar