Lax kominn óvenju snemma í Elliðaárnar Svavar Hávarðsson skrifar 22. júní 2016 07:00 Tveggja ára lax er ógnarsterkur nýgenginn – eins og merkja má af svip veiðimanns. vísir/eyþór Fyrsti lax sumarsins úr Elliðaánum – glæsilegur hængur – reyndist örmerktur. Óvenju margir laxar hafa þegar gengið í árnar miðað við það sem er alla jafna í ánum. Jóhannes Sturlaugsson, sérfræðingur hjá fyrirtækinu Laxfiskum ehf., annast árlegar örmerkingar í Elliðaánum á náttúrulegum gönguseiðum, sem er mikilvægur þáttur í árlegri vöktun sem fyrirtæki hans annast fyrir Stangaveiðifélag Reykjavíkur (SVFR). Þegar vakin var athygli á því að laxinn væri veiðiuggalaus til merkis um að hann bæri örmerki í snoppunni fór Jóhannes á stúfana og fann örmerkið, sem reyndar er aðeins einn millimetri að stærð. Jóhannesi segist svo frá í færslu á Facebook-síðu sinni: „Þegar ég fann loks 1 mm langa örmerkjaflísina þá gat ég lesið merkið í víðsjá svo sem venjan er, og grafið upp hvenær og hve stór fiskurinn var þegar hann lagði upp í sjóferð sína sem gönguseiði. Niðurstaðan var sú að þessi myndarhængur sem Karólína Inga Guðlaugsdóttir, annar Reykvíkingur ársins 2016, veiddi í morgun [mánudagsmorgun] hóf sjóferð sína 6. júní 2014 eða þar um bil, þá 11,8 sentimetrar að lengd. Þann dag örmerkti ég laxinn góða ásamt öðrum gönguseiðum sem þá voru einnig á leið til sjávar,“ skrifar Jóhannes.Laxinn hafði áttfaldað lengd sína á tveimur árum.Hængurinn væni reyndist vera 87 sentimetra langur og bendir Jóhannes á að hann hafði því lengst um 75 sentimetra á þeim tveimur árum sem sjóferð hans stóð, og auðvitað margfaldað þyngd sína. „Því má ljóst vera að honum hefur gengið vel að rífa í sig á ætisslóðum Norður-Atlantshafsins,“ bætir Jóhannes við en fenginn má skoða í því ljósi að frekar fáir stórlaxar veiðast í Elliðaánum ár hvert. Vísar þetta til frábærrar veiði sem hefur verið við opnanir margra af helstu laxveiðiám landsins í sumarbyrjun. Met hafa fallið og víðast hvar er mikið að sjá og lax búinn að dreifa sér langt upp eftir vatnakerfunum. Þetta er í ekkert öðruvísi í Elliðaánum og Jóhannes segir frá því að óvenju margir laxar séu á ferðinni svo snemmsumars. „Þetta sést vel á því að fyrsta eina og hálfa sólarhringinn sem fiskteljarinn við Rafstöðina hefur verið opinn fyrir umferð þá hafa 55 laxar farið upp um hann á leið sinni upp Elliðaárnar,“ skrifar Jóhannes en þeir voru orðnir 63 um hádegi í gær. Þess má geta að alls veiddist 21 lax á fyrsta degi veiða í Elliðaánum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 22. júní 2016 Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira
Fyrsti lax sumarsins úr Elliðaánum – glæsilegur hængur – reyndist örmerktur. Óvenju margir laxar hafa þegar gengið í árnar miðað við það sem er alla jafna í ánum. Jóhannes Sturlaugsson, sérfræðingur hjá fyrirtækinu Laxfiskum ehf., annast árlegar örmerkingar í Elliðaánum á náttúrulegum gönguseiðum, sem er mikilvægur þáttur í árlegri vöktun sem fyrirtæki hans annast fyrir Stangaveiðifélag Reykjavíkur (SVFR). Þegar vakin var athygli á því að laxinn væri veiðiuggalaus til merkis um að hann bæri örmerki í snoppunni fór Jóhannes á stúfana og fann örmerkið, sem reyndar er aðeins einn millimetri að stærð. Jóhannesi segist svo frá í færslu á Facebook-síðu sinni: „Þegar ég fann loks 1 mm langa örmerkjaflísina þá gat ég lesið merkið í víðsjá svo sem venjan er, og grafið upp hvenær og hve stór fiskurinn var þegar hann lagði upp í sjóferð sína sem gönguseiði. Niðurstaðan var sú að þessi myndarhængur sem Karólína Inga Guðlaugsdóttir, annar Reykvíkingur ársins 2016, veiddi í morgun [mánudagsmorgun] hóf sjóferð sína 6. júní 2014 eða þar um bil, þá 11,8 sentimetrar að lengd. Þann dag örmerkti ég laxinn góða ásamt öðrum gönguseiðum sem þá voru einnig á leið til sjávar,“ skrifar Jóhannes.Laxinn hafði áttfaldað lengd sína á tveimur árum.Hængurinn væni reyndist vera 87 sentimetra langur og bendir Jóhannes á að hann hafði því lengst um 75 sentimetra á þeim tveimur árum sem sjóferð hans stóð, og auðvitað margfaldað þyngd sína. „Því má ljóst vera að honum hefur gengið vel að rífa í sig á ætisslóðum Norður-Atlantshafsins,“ bætir Jóhannes við en fenginn má skoða í því ljósi að frekar fáir stórlaxar veiðast í Elliðaánum ár hvert. Vísar þetta til frábærrar veiði sem hefur verið við opnanir margra af helstu laxveiðiám landsins í sumarbyrjun. Met hafa fallið og víðast hvar er mikið að sjá og lax búinn að dreifa sér langt upp eftir vatnakerfunum. Þetta er í ekkert öðruvísi í Elliðaánum og Jóhannes segir frá því að óvenju margir laxar séu á ferðinni svo snemmsumars. „Þetta sést vel á því að fyrsta eina og hálfa sólarhringinn sem fiskteljarinn við Rafstöðina hefur verið opinn fyrir umferð þá hafa 55 laxar farið upp um hann á leið sinni upp Elliðaárnar,“ skrifar Jóhannes en þeir voru orðnir 63 um hádegi í gær. Þess má geta að alls veiddist 21 lax á fyrsta degi veiða í Elliðaánum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 22. júní 2016
Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira