Forsvarsmenn Secret Solstice biðjast afsökunar sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 22. júní 2016 07:33 vísir/hanna Forsvarsmenn tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice, sem fram fór um síðustu helgi, segja ýmislegt hafa betur mátt fara. Margar athugasemdir hafi borist síðustu daga en á stórri hátíð með þúsundum gesta megi alltaf gera ráð fyrir að upp komi atvik sem ekki sé hægt að sjá fyrir, líkt og hafi gerst um helgina. Í yfirlýsingu sem send var fjölmiðlum í morgunsárið eru þeir gestir sem urðu fyrir óþægindum beðnir afsökunar. Er þar átt við tafir sem urðu við að koma gestum inn í Laugardalshöll á tónleika Radiohead. Jafnframt hafi krafa hljómsveitarinnar um að leyfa engar bjórdósir í höllinni á meðan tónleikunum stóð komið forsvarsmönnum í opna skjöldu. Þá segir í yfirlýsingunni að ófyrirséðar tafir í millilandaflugi við komu hljómsveitarinnar Die Antwoord hafa verið mikil vonbrigði. Staðið hafi verið frammi fyrir tveimur slæmum kostum; að aflýsa tónleikunum eða færa þá inn í hús, þrátt fyrir að vitað hafi verið að færri kæmust að en vildu. Hins vegar sé það þekkt fyrirbæri á tónlistarhátíðum hér heima og erlendis að færri komist að en vilja á einstaka viðburði. „Við því er ekkert að segja.” Forsvarsmenn segjast gríðarlega stoltir af hátíðinni, hún hafi verið stór og glæsileg, og að þeir muni halda ótrauðir áfram við að skipuleggja næstu hátíð að ári. Yfirlýsinguna má lesa í heild hér fyrir neðan.Kærar þakkir til allra þeirra sem tóku þátt í gleðinni með okkur um helgina. Secret Solstice hátíðin var bæði stór og glæsileg, fór vel fram og langflestir sneru heim ánægðir. Hátíðin stóð yfir í fjóra daga og rúmlega 170 listamenn komu fram á sjö sviðum.Á risastórri hátíð með þúsundum gesta má alltaf reikna með að upp komi atvik sem ekki er unnt að sjá fyrir. Það gerðist því miður um helgina. Við biðjum alla gesti okkar sem urðu fyrir óþægindum afsökunar. Það á til dæmis við um tafirnar við að koma gestum inn í Laugardalshöll til að sjá Radiohead. Það tók of langan tíma. Allir gestir voru hins vegar komnir inn 50 mínútum áður en tónleikunum lauk. Einnig kom okkur í opna skjöldu sú krafa Radiohead að leyfa engar bjórdósir í Höllinni en gæslumaður frá hljómsveitinni fylgdi þeirri kröfu fast eftir.Það er kappsmál okkar sem stöndum að Secret Solstice að hljómsveitir komi fram utandyra á þessum bjartasta tíma ársins. Radiohead gerði kröfu um að spila innandyra og þess vegna voru tónleikar hennar í Höllinni.Ófyrirséðar tafir í millilandaflugi við komu tónlistarmanna til landsins á sunnudag voru okkur mikil vonbrigði. Við stóðum frammi fyrir tveimur vondum kostum vegna Die Antwoord, að aflýsa tónleikunum eða færa þá inn í hús (Hel). Við tókum síðari kostinn þótt við gerðum okkur strax fulla grein fyrir að því að færri kæmust að en vildu. En það er líka ástæða til að hrósa starfsfólki okkar og sjálfboðaliðum. Þeir unnu algjört þrekvirki að ná því að setja upp tónleikana með svona stuttum fyrirvara.Það er þekkt fyrirbæri á tónlistarhátíðum bæði hér heima og erlendis að færri komast að en vilja á einstaka viðburði. Við því er ekkert að segja.Við höfum fengið margar athugasemdir síðustu daga. Takk fyrir þær. Það er margt sem fór vel en annað sem betur hefði mátt fara. Við erum samheldinn hópur af einstaklingum með ástríðu fyrir tónlist. Við viljum fá tónlistarmenn hvaðanæva úr heiminum á sólstöðuhátíð í Reykjavík. Markmiðið hefur alltaf verið að skapa eitthvað einstakt í tónlistarsögu Íslendinga sem allir geta notið.Við erum gríðarlega stolt af því sem við höfum gert á aðeins þremur árum. Við munum halda ótrauð áfram og skipuleggja glæsilega Secret Solstice hátíð að ári.Mbkv,Secret Solstice starfsfólk Tengdar fréttir Sjálfboðaliði sótillur vegna skipulagsskorts á Secret Solstice Framkvæmdastjóri hátíðarinnar segir hátíðin gengi ekki án sjálfboðaliða en að alltaf verði einhver sjálfboðaliði ósáttur. 21. júní 2016 15:30 Secret Solstice: Mikil óánægja vegna aðgangstakmarkana á Die Antwoord Fólk hafði stillt sér upp í röð um áttaleytið. 19. júní 2016 22:57 Myndasyrpa frá Solstice: Gleðin ríkjandi á tónlistarhátíðinni Tónlistarhátíðinni lauk í gærkvöldi. 20. júní 2016 07:33 Mest lesið Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira
Forsvarsmenn tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice, sem fram fór um síðustu helgi, segja ýmislegt hafa betur mátt fara. Margar athugasemdir hafi borist síðustu daga en á stórri hátíð með þúsundum gesta megi alltaf gera ráð fyrir að upp komi atvik sem ekki sé hægt að sjá fyrir, líkt og hafi gerst um helgina. Í yfirlýsingu sem send var fjölmiðlum í morgunsárið eru þeir gestir sem urðu fyrir óþægindum beðnir afsökunar. Er þar átt við tafir sem urðu við að koma gestum inn í Laugardalshöll á tónleika Radiohead. Jafnframt hafi krafa hljómsveitarinnar um að leyfa engar bjórdósir í höllinni á meðan tónleikunum stóð komið forsvarsmönnum í opna skjöldu. Þá segir í yfirlýsingunni að ófyrirséðar tafir í millilandaflugi við komu hljómsveitarinnar Die Antwoord hafa verið mikil vonbrigði. Staðið hafi verið frammi fyrir tveimur slæmum kostum; að aflýsa tónleikunum eða færa þá inn í hús, þrátt fyrir að vitað hafi verið að færri kæmust að en vildu. Hins vegar sé það þekkt fyrirbæri á tónlistarhátíðum hér heima og erlendis að færri komist að en vilja á einstaka viðburði. „Við því er ekkert að segja.” Forsvarsmenn segjast gríðarlega stoltir af hátíðinni, hún hafi verið stór og glæsileg, og að þeir muni halda ótrauðir áfram við að skipuleggja næstu hátíð að ári. Yfirlýsinguna má lesa í heild hér fyrir neðan.Kærar þakkir til allra þeirra sem tóku þátt í gleðinni með okkur um helgina. Secret Solstice hátíðin var bæði stór og glæsileg, fór vel fram og langflestir sneru heim ánægðir. Hátíðin stóð yfir í fjóra daga og rúmlega 170 listamenn komu fram á sjö sviðum.Á risastórri hátíð með þúsundum gesta má alltaf reikna með að upp komi atvik sem ekki er unnt að sjá fyrir. Það gerðist því miður um helgina. Við biðjum alla gesti okkar sem urðu fyrir óþægindum afsökunar. Það á til dæmis við um tafirnar við að koma gestum inn í Laugardalshöll til að sjá Radiohead. Það tók of langan tíma. Allir gestir voru hins vegar komnir inn 50 mínútum áður en tónleikunum lauk. Einnig kom okkur í opna skjöldu sú krafa Radiohead að leyfa engar bjórdósir í Höllinni en gæslumaður frá hljómsveitinni fylgdi þeirri kröfu fast eftir.Það er kappsmál okkar sem stöndum að Secret Solstice að hljómsveitir komi fram utandyra á þessum bjartasta tíma ársins. Radiohead gerði kröfu um að spila innandyra og þess vegna voru tónleikar hennar í Höllinni.Ófyrirséðar tafir í millilandaflugi við komu tónlistarmanna til landsins á sunnudag voru okkur mikil vonbrigði. Við stóðum frammi fyrir tveimur vondum kostum vegna Die Antwoord, að aflýsa tónleikunum eða færa þá inn í hús (Hel). Við tókum síðari kostinn þótt við gerðum okkur strax fulla grein fyrir að því að færri kæmust að en vildu. En það er líka ástæða til að hrósa starfsfólki okkar og sjálfboðaliðum. Þeir unnu algjört þrekvirki að ná því að setja upp tónleikana með svona stuttum fyrirvara.Það er þekkt fyrirbæri á tónlistarhátíðum bæði hér heima og erlendis að færri komast að en vilja á einstaka viðburði. Við því er ekkert að segja.Við höfum fengið margar athugasemdir síðustu daga. Takk fyrir þær. Það er margt sem fór vel en annað sem betur hefði mátt fara. Við erum samheldinn hópur af einstaklingum með ástríðu fyrir tónlist. Við viljum fá tónlistarmenn hvaðanæva úr heiminum á sólstöðuhátíð í Reykjavík. Markmiðið hefur alltaf verið að skapa eitthvað einstakt í tónlistarsögu Íslendinga sem allir geta notið.Við erum gríðarlega stolt af því sem við höfum gert á aðeins þremur árum. Við munum halda ótrauð áfram og skipuleggja glæsilega Secret Solstice hátíð að ári.Mbkv,Secret Solstice starfsfólk
Tengdar fréttir Sjálfboðaliði sótillur vegna skipulagsskorts á Secret Solstice Framkvæmdastjóri hátíðarinnar segir hátíðin gengi ekki án sjálfboðaliða en að alltaf verði einhver sjálfboðaliði ósáttur. 21. júní 2016 15:30 Secret Solstice: Mikil óánægja vegna aðgangstakmarkana á Die Antwoord Fólk hafði stillt sér upp í röð um áttaleytið. 19. júní 2016 22:57 Myndasyrpa frá Solstice: Gleðin ríkjandi á tónlistarhátíðinni Tónlistarhátíðinni lauk í gærkvöldi. 20. júní 2016 07:33 Mest lesið Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira
Sjálfboðaliði sótillur vegna skipulagsskorts á Secret Solstice Framkvæmdastjóri hátíðarinnar segir hátíðin gengi ekki án sjálfboðaliða en að alltaf verði einhver sjálfboðaliði ósáttur. 21. júní 2016 15:30
Secret Solstice: Mikil óánægja vegna aðgangstakmarkana á Die Antwoord Fólk hafði stillt sér upp í röð um áttaleytið. 19. júní 2016 22:57
Myndasyrpa frá Solstice: Gleðin ríkjandi á tónlistarhátíðinni Tónlistarhátíðinni lauk í gærkvöldi. 20. júní 2016 07:33