Innlent

Rafmagnslaust á Selfossi, Stokkseyri og Eyrarbakka

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Rafmagnslaust er á Selfossi þessa stundina.
Rafmagnslaust er á Selfossi þessa stundina. vísir/pjetur
Rafmagnslaust varð á Selfossi, Stokkseyri og Eyrarbakka um hálfníuleytið í morgun vegna bilunar í dreifikerfi HS Veitna sem sjá um að veita rafmagn í sveitarfélaginu Árborg.

Samkvæmt upplýsingum frá HS Veitum er búið að finna út hvað veldur biluninni og er unnið að viðgerð. Rafmagn ætti því að vera komið á á næsta hálftímanum eða jafnvel fyrr.

Uppfært klukkan 9:29: Rafmagn er komið aftur á samkvæmt upplýsingum frá HS Veitum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×