Frítt streymi á tónlist mistókst Björn Berg Gunnarsson skrifar 8. nóvember 2016 07:00 Það hefur verið mikill vöxtur í streymi á stafrænni tónlist síðustu ár og ekkert lát er á þeim vexti. En hver er það sem greiðir fyrir tónlistarstreymi? Það eru áskrifendur, ekki auglýsendur. Hvaðan á tónlistariðnaðurinn að fá tekjur þegar enginn vill kaupa geisladiska lengur og aðgengi að ólöglegu efni hefur sjaldan verið meira? Þrjár tekjulindir eru í boði. Niðurhal á tónlist, frítt streymi með auglýsingum og áskriftir að streymisþjónustu. Bandaríkin eru tæpur helmingur heimsmarkaðar með tónlist. Svo vill til að þar hefur löglegt niðurhal haft sterka markaðshlutdeild en landslagið hefur gjörbreyst á undanförnum 3-4 árum. Nú er svo komið að tekjur af streymi eru nú meiri vestanhafs en af niðurhali. Í spá Statista um stafræna tónlistarmarkaðinn stefnir í að tekjur af niðurhali minnki um þriðjung á næstu fimm árum en streymið ríflega tvöfaldist. Auglýsingar eru ekki nóg Framtíðin er stafræn og það virðist vera ljóst að streymið verður ofan á. Spurning er því hvaðan tekjurnar eiga að koma til tónlistariðnaðarins. Spotify þekkja flestir Íslendingar en þar geta notendur valið á milli áskriftar og þess að nota þjónustuna frítt en þá þarf notandinn að hlusta á auglýsingar af og til. Í dag kjósa langflestir síðari kostinn en þessi stóri meirihluti skilar þó einungis um 10% af tekjunum. Það liggur því í augum uppi að Spotify vill að neytendur gerist áskrifendur. Það má í raun segja að 40 milljónir áskrifenda Spotify séu að borga fyrir alla hina sem streyma frítt. Aukning í fjölda áskrifenda Fjármálhlið tónlistariðnaðarins getur gefið ranga mynd af því sem í raun og veru er að gerast. Alþjóðasamtök plötuútgefenda komu sér nýverið í fréttirnar með upphrópunum um að tekjur af sölu vínils væru orðnar meiri en heildartekjur af öllum auglýsingum í fríu streymi. Þar gleymdist að mun meiri kostnaður er við framleiðslu og dreifingu á vínil en stafrænni tónlist og þegar leiðrétt hefur verið fyrir því eru tekjurnar af streyminu um 75% meiri. Hvernig sem við kjósum þó að líta á þessar tölur hlýtur það að vera umhugsunarvert að hundruðir milljóna hlustenda Spotify, Tidal, Apple Music og YouTube út um allan heim skili tekjum sem eru sambærilegar við örmarkaðinn sem vínilplatan er ennþá, þrátt fyrir að um tíföldun í sölu hafi orðið undanfarin 8 ár. Þetta gæti þó verið að breytast Fyrir tveimur árum var heildarfjöldi áskrifenda að streymiþjónustu um 18 milljónir en frá því að Apple Music var kynnt til sögunnar í júní á síðasta ári hafa 17 milljónir notenda skráð sig í áskrift hjá þjónustunni og Spotify hefur tvöfaldað áskrifendafjölda sinn á sama tíma. Neytendur virðast því vera farnir að sjá ávinninginn við að vera í áskriftarþjónustu. Helsta áskorun tónlistarmarkaðarins í dag virðist því vera að leita allra leiða til að fá auglýsendur til að greiða hærri upphæðir fyrir auglýsingar í fríu streymi en eins og áður segir er ekki raunhæft að byggja framtíð tónlistariðnaðarins á því módeli og því er öll áhersla lögð á að fjölga áskrifendum sem borga fyrir þjónustuna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Berg Gunnarsson Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Við þurfum að tala sama Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala sama Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Sjá meira
Það hefur verið mikill vöxtur í streymi á stafrænni tónlist síðustu ár og ekkert lát er á þeim vexti. En hver er það sem greiðir fyrir tónlistarstreymi? Það eru áskrifendur, ekki auglýsendur. Hvaðan á tónlistariðnaðurinn að fá tekjur þegar enginn vill kaupa geisladiska lengur og aðgengi að ólöglegu efni hefur sjaldan verið meira? Þrjár tekjulindir eru í boði. Niðurhal á tónlist, frítt streymi með auglýsingum og áskriftir að streymisþjónustu. Bandaríkin eru tæpur helmingur heimsmarkaðar með tónlist. Svo vill til að þar hefur löglegt niðurhal haft sterka markaðshlutdeild en landslagið hefur gjörbreyst á undanförnum 3-4 árum. Nú er svo komið að tekjur af streymi eru nú meiri vestanhafs en af niðurhali. Í spá Statista um stafræna tónlistarmarkaðinn stefnir í að tekjur af niðurhali minnki um þriðjung á næstu fimm árum en streymið ríflega tvöfaldist. Auglýsingar eru ekki nóg Framtíðin er stafræn og það virðist vera ljóst að streymið verður ofan á. Spurning er því hvaðan tekjurnar eiga að koma til tónlistariðnaðarins. Spotify þekkja flestir Íslendingar en þar geta notendur valið á milli áskriftar og þess að nota þjónustuna frítt en þá þarf notandinn að hlusta á auglýsingar af og til. Í dag kjósa langflestir síðari kostinn en þessi stóri meirihluti skilar þó einungis um 10% af tekjunum. Það liggur því í augum uppi að Spotify vill að neytendur gerist áskrifendur. Það má í raun segja að 40 milljónir áskrifenda Spotify séu að borga fyrir alla hina sem streyma frítt. Aukning í fjölda áskrifenda Fjármálhlið tónlistariðnaðarins getur gefið ranga mynd af því sem í raun og veru er að gerast. Alþjóðasamtök plötuútgefenda komu sér nýverið í fréttirnar með upphrópunum um að tekjur af sölu vínils væru orðnar meiri en heildartekjur af öllum auglýsingum í fríu streymi. Þar gleymdist að mun meiri kostnaður er við framleiðslu og dreifingu á vínil en stafrænni tónlist og þegar leiðrétt hefur verið fyrir því eru tekjurnar af streyminu um 75% meiri. Hvernig sem við kjósum þó að líta á þessar tölur hlýtur það að vera umhugsunarvert að hundruðir milljóna hlustenda Spotify, Tidal, Apple Music og YouTube út um allan heim skili tekjum sem eru sambærilegar við örmarkaðinn sem vínilplatan er ennþá, þrátt fyrir að um tíföldun í sölu hafi orðið undanfarin 8 ár. Þetta gæti þó verið að breytast Fyrir tveimur árum var heildarfjöldi áskrifenda að streymiþjónustu um 18 milljónir en frá því að Apple Music var kynnt til sögunnar í júní á síðasta ári hafa 17 milljónir notenda skráð sig í áskrift hjá þjónustunni og Spotify hefur tvöfaldað áskrifendafjölda sinn á sama tíma. Neytendur virðast því vera farnir að sjá ávinninginn við að vera í áskriftarþjónustu. Helsta áskorun tónlistarmarkaðarins í dag virðist því vera að leita allra leiða til að fá auglýsendur til að greiða hærri upphæðir fyrir auglýsingar í fríu streymi en eins og áður segir er ekki raunhæft að byggja framtíð tónlistariðnaðarins á því módeli og því er öll áhersla lögð á að fjölga áskrifendum sem borga fyrir þjónustuna.
Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson Skoðun
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar
Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson Skoðun