Frá öðru landi Veronika Ómarsdóttir skrifar 22. desember 2016 07:00 Núna er ég búin að búa næstum fjögur ár í öðru landi. Viðmótið sem ég fæ frá fólki þegar ég nefni það er virkilega jákvætt. Oftast er haft á orði, bæði hér úti sem og heima á Íslandi, hversu hugrökk ég sé og hvað það hljóti að vera æðislegt að fá að búa annars staðar, fá að upplifa nýja menningu og læra nýtt tungumál. Sem það jú er. Þetta er mikil upplifun og rosalega þroskandi. Ég get ekki annað en verið þakklát landinu sem ég bý í og fólkinu fyrir að hafa tekið svona vel á móti mér. Ég hef aldrei fundið fyrir fordómum, fólkinu hérna úti finnst það yfirhöfuð bara vera frekar magnað, að ég hafi bara flutt til annars lands til að læra og að ég hafi náð tungumálinu svona vel á svona stuttum tíma. En ég er auðvitað hvít ung kona frá Íslandi. Ég er ekki að flýja stríð. Ég fór ekki til landsins nauðug og allslaus. Ég er ekki flóttamaður. Þar sem ég bý á meginlandi Evrópu, nánar tiltekið í Austurríki, hefur flóttamannastraumurinn ekki farið fram hjá mér. Ég ferðast á hverjum einasta degi með lest í skólann og hef oftar en ekki deilt þeirri lest með fólki sem er að flýja stríðsátök og brjálæði. Mæður með lítil börn og bugaðir feður að passa upp á fjölskylduna sína, langflestir búnir að missa ástvini og eru að leita að betra lífi. Þreytt, svöng og skítug á leið í óvissuna, oft í marga mánuði. Ég hef oft setið við hliðina á „þessu fólki“ í hálftíma í senn á leiðinni í skólann og það er meira en nóg til þess að finna fyrir döpru andrúmsloftinu sem ríkir í kringum þau. Það er ekki vottur af spennu né eftirvæntingu, að sjá nýja staði, upplifa nýja borg og nýja menningu, svona eins og mér leið þegar ég flutti út. Það ríkir hræðsla og óvissa, þau vita ekki hvort þau fái hæli eða hvar og hvernig það verður tekið á móti þeim. Depurðin í augum þeirra er ólýsanleg. Þriggja ára strákurinn sem sat á móti mér fyrir nákvæmlega ári síðan, þegar ferðamannastraumurinn var sem mestur á meginlandi Evrópu, horfði með tárin í augunum út um gluggann, fimm ára bróðir hans hélt í höndina á honum til að hughreysta hann og áhyggjufull 12 ára systir þeirra passaði upp á þá.Döpur og áhyggjufull börn Ég hef aldrei séð jafn döpur og áhyggjufull börn og núna ári síðar man ég enn svo greinilega tilfinninguna sem ég fékk þegar ég horfði í augun á börnunum. Mig gjörsamlega sveið um allan líkamann og langaði mest til að taka utan um þau og segja þeim að það yrði allt í lagi. Ég hefði samt ekki getað sagt þeim það, því það er ekkert víst að það verði allt í lagi, ekki ef þú ert innflytjandi. Þessi litlu saklausu börn sem hafa gengið í gegn um erfiðleika sem ekki nein einasta mannvera ætti að þurfa að upplifa. Ég hugsa oft til þeirra. Hvar ætli þau séu niðurkomin? Ætli það sé í lagi með þau? Ætli öll fjölskylda þeirra hafi komist lífs af? Ég vona auðvitað það besta, ég vona að þau hafi fengið hæli í landi þar sem vel var tekið á móti þeim og að þau séu í faðmi fjölskyldu sinnar, byrjuð í skóla og búin að eignast marga vini. Það dapurlega er að hugsa til þess hversu mörg „svona“ börn og manneskjur hafa farist á leið sinni í leit að „betra lífi“, lífi sem er svo að mörgu leyti ekki betra því þeim líður aldrei eins og þau séu velkomin, þeim líður aldrei eins og þau séu heima. Ég get ekki með nokkru móti skilið af hverju ég fæ annað viðmót en þær manneskjur sem eru að berjast fyrir lífi sínu og eiga engra annarra kosta völ en að flýja til annars lands. Erum við ekki öll eins, erum við ekki öll manneskjur? Ég er heppin. Ég fæddist á Íslandi. Ekki þau. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Múslimar Evrópu einangraðir Fastir pennar Álitsgjafinn Jón Kaldal Fastir pennar Lærum af reynslunni Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Aðhaldsleysi Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Tilfinningar og eiginhagsmunir Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Ísland á jaðrinum Auðunn Arnórsson Fastir pennar Tímamót Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Ekki hjálpa Stasí Snærós Sindradóttir Bakþankar Prófsteinn í orkunýtingarmálum Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Lending í sátt Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir Fastir pennar Skoðun Skoðun Eru mannréttindi martröð? Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Deilan sem afhjúpar tómarúm í vísindum Hafró Svanur Guðmundsson,Altair Agmata skrifar Skoðun Læsisátök Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Eru opinberir starfsmenn ekki íbúar? Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Lesskilningur, lesblinda og lýðræðið Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar Skoðun Lausnin er bland í poka Hlédís M. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar: Umhyggja og framfarir Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að mæla? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynsla og léttleiki – Aðalsteinn fyrir Reykjavík Dóra Sif Tynes skrifar Skoðun Skálum fyrir íslensku þversögninni Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvað er húsfélag? Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar Skoðun Það er hægt að snúa við verri stöðu en er í Reykjavík í dag Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson skrifar Skoðun Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Heilnæmt umhverfi – má brjóta verkefnið upp? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Fyrir heimabæinn minn Hilmar Gunnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Þegar kristin trú er sögð án krossins — Hvar sagan byrjar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hver er sinnar gæfu smiður, hver er næstur sjálfum sér Jón Þór Júlíusson skrifar Skoðun Samráðsleysi um atvinnuleysistryggingar er feigðarflan Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Gefum íslensku séns Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun á foreldrasamstarf Valgeir Þór Jakobsson skrifar Skoðun Hvenær er það besta nógu gott? Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð íslenskrar líftækni Jens Bjarnason skrifar Skoðun Sjókvíaeldi og framtíð villta laxins Brynjar Arnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Núna er ég búin að búa næstum fjögur ár í öðru landi. Viðmótið sem ég fæ frá fólki þegar ég nefni það er virkilega jákvætt. Oftast er haft á orði, bæði hér úti sem og heima á Íslandi, hversu hugrökk ég sé og hvað það hljóti að vera æðislegt að fá að búa annars staðar, fá að upplifa nýja menningu og læra nýtt tungumál. Sem það jú er. Þetta er mikil upplifun og rosalega þroskandi. Ég get ekki annað en verið þakklát landinu sem ég bý í og fólkinu fyrir að hafa tekið svona vel á móti mér. Ég hef aldrei fundið fyrir fordómum, fólkinu hérna úti finnst það yfirhöfuð bara vera frekar magnað, að ég hafi bara flutt til annars lands til að læra og að ég hafi náð tungumálinu svona vel á svona stuttum tíma. En ég er auðvitað hvít ung kona frá Íslandi. Ég er ekki að flýja stríð. Ég fór ekki til landsins nauðug og allslaus. Ég er ekki flóttamaður. Þar sem ég bý á meginlandi Evrópu, nánar tiltekið í Austurríki, hefur flóttamannastraumurinn ekki farið fram hjá mér. Ég ferðast á hverjum einasta degi með lest í skólann og hef oftar en ekki deilt þeirri lest með fólki sem er að flýja stríðsátök og brjálæði. Mæður með lítil börn og bugaðir feður að passa upp á fjölskylduna sína, langflestir búnir að missa ástvini og eru að leita að betra lífi. Þreytt, svöng og skítug á leið í óvissuna, oft í marga mánuði. Ég hef oft setið við hliðina á „þessu fólki“ í hálftíma í senn á leiðinni í skólann og það er meira en nóg til þess að finna fyrir döpru andrúmsloftinu sem ríkir í kringum þau. Það er ekki vottur af spennu né eftirvæntingu, að sjá nýja staði, upplifa nýja borg og nýja menningu, svona eins og mér leið þegar ég flutti út. Það ríkir hræðsla og óvissa, þau vita ekki hvort þau fái hæli eða hvar og hvernig það verður tekið á móti þeim. Depurðin í augum þeirra er ólýsanleg. Þriggja ára strákurinn sem sat á móti mér fyrir nákvæmlega ári síðan, þegar ferðamannastraumurinn var sem mestur á meginlandi Evrópu, horfði með tárin í augunum út um gluggann, fimm ára bróðir hans hélt í höndina á honum til að hughreysta hann og áhyggjufull 12 ára systir þeirra passaði upp á þá.Döpur og áhyggjufull börn Ég hef aldrei séð jafn döpur og áhyggjufull börn og núna ári síðar man ég enn svo greinilega tilfinninguna sem ég fékk þegar ég horfði í augun á börnunum. Mig gjörsamlega sveið um allan líkamann og langaði mest til að taka utan um þau og segja þeim að það yrði allt í lagi. Ég hefði samt ekki getað sagt þeim það, því það er ekkert víst að það verði allt í lagi, ekki ef þú ert innflytjandi. Þessi litlu saklausu börn sem hafa gengið í gegn um erfiðleika sem ekki nein einasta mannvera ætti að þurfa að upplifa. Ég hugsa oft til þeirra. Hvar ætli þau séu niðurkomin? Ætli það sé í lagi með þau? Ætli öll fjölskylda þeirra hafi komist lífs af? Ég vona auðvitað það besta, ég vona að þau hafi fengið hæli í landi þar sem vel var tekið á móti þeim og að þau séu í faðmi fjölskyldu sinnar, byrjuð í skóla og búin að eignast marga vini. Það dapurlega er að hugsa til þess hversu mörg „svona“ börn og manneskjur hafa farist á leið sinni í leit að „betra lífi“, lífi sem er svo að mörgu leyti ekki betra því þeim líður aldrei eins og þau séu velkomin, þeim líður aldrei eins og þau séu heima. Ég get ekki með nokkru móti skilið af hverju ég fæ annað viðmót en þær manneskjur sem eru að berjast fyrir lífi sínu og eiga engra annarra kosta völ en að flýja til annars lands. Erum við ekki öll eins, erum við ekki öll manneskjur? Ég er heppin. Ég fæddist á Íslandi. Ekki þau. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar
Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar
Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar
Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar