Lögreglan fékk tilkynningu um innbrot í bílasölu í Höfðahverfi í Reykjavík um klukkan tvö í nótt en þjófurinn, eða þjófarnir, voru á bak og burt þegar hún kom á vettvang. Ekki er vitað hverjir voru þarna á ferð og verið er að kanna hvort þeir hafa husanlega stolið bíl eða bílum, en fjöldi bíla er á planinu umhverfis viðkomandi bílasölu.
Annars var yfirleitt rólegt á höfuðborgarsvæðinu nema hvað skemmdarverk voru unnin á mótorhjóli, sem stóð á Ingólfstorgi laust fyrir miðnætti og skömmu síðar datt karlmaður í miðbænum og þurfti aðhlynningu á slysadeild.
Braust inn í bílasölu
Gissur Sigurðsson skrifar
