Þegar stórt er spurt Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 16. janúar 2016 07:00 Rúm og tími urðu til í Miklahvelli fyrir 13,8 milljörðum ára ásamt öllu efni sem finna má í alheiminum í dag. MYND/GETTY Fjórðungur Íslendinga er sannfærður um að alheimurinn hafi ekki orðið til í Miklahvelli. Við höfum aldrei haft betri mynd af uppruna alls, en á sama tíma geta vísindamenn ekki svarað því hvernig og af hverju upphafið átti sér stað. Nýleg könnun Siðmenntar, félags siðrænna húmanista á Íslandi, um lífsskoðanir Íslendinga og trú veitir áhugaverða innsýn í skoðanir landsmanna á uppruna alheimsins. Ljóst er að skiptar skoðanir eru um þessa gömlu spurningu. Tæp 18 prósent segjast sannfærð um að guð hafi skapað heiminn og rúmlega átta prósent hafa ekki myndað sér skoðun. Önnur tólf prósent landsmanna telja alheiminn hafa orðið til með öðrum hætti. Þannig eru rúmlega 38 prósent Íslendinga ekki sannfærð um að kenningin um Miklahvell sé heppileg útskýring á uppruna heimsins.Spurningin um uppruna alls hefur fylgt manninum frá örófi alda og er að mörgu leyti hinn mikli hvati sem drifið hefur áfram þekkingar- og vísindasögu mannkyns. Þrátt fyrir ótrúlegar framfarir í skilningi okkar á upphafi alheimsins erum við engu nær um hið mikla augnablik sköpunar. Spurningin er, og verður líklega líklega alltaf, tilvistarleg frekar en vísindaleg. Þannig er athyglisvert að rýna í útskýringar þeirra sem tóku þátt í könnun Siðmenntar. Þeir sem hvorki gengust við því að uppruna heimsins megi rekja til Miklahvells né að guð hafi verið þar að verki fengu tækifæri til að koma með eigin útskýringu eða athugasemd. Það sem vekur sérstaka athygli er að margir virðast vera meðvitaðir um að svar við stóru spurningunni mun seint fást. „Það er spurningin eilífa,“ sagði einn þátttakandi á meðan annar sagði: „Það er bara eitt af því sem við líklega ekki komumst að. Aldrei.“ Þegar rýnt er í könnun Siðmenntar er augljóst að marktækur munur er á milli aldurshópa. Tæplega 94 prósent þátttakenda yngri en 25 ára segja að heimurinn hafi orðið til í Miklahvelli. Enginn af þeim 102 sem tóku afstöðu í þessum aldursflokki sagði að guð hefði skapað heiminn. Þeim sem aðhyllast kenninguna um Miklahvell fer fækkandi þegar aldurinn hækkar. Tæpur helmingur landsmanna 55 ára og eldri er sammála unga fólkinu, samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar. Kenningin mikla Vert er að hafa í huga hvað felst í þeirri afstöðu að fullyrða að heimurinn hafi orðið til í Miklahvelli. Samkvæmt henni má upphaf alheimsins rekja til augnabliks sem átti sér stað utan tíma og rúms fyrir um fjórtán milljörðum ára. Án aðdraganda eða orsaka átti flökt sér stað í þessu (skammtafræðilega) tómarúmi og alheimurinn spratt fram. Hann tútnaði út á ógnarhraða, svo hratt að á sekúndubroti stækkaði hann úr því sem var minna en atóm yfir í gímald mikið. Allt efni alheimsins var til staðar í þessu agnarsmáa fyrirbæri sem blés svo hressilega út.Þetta er nákvæmasta myndin sem við eigum af örbylgjukliðnum. Á myndinni sést 13,7 milljarða ára hitastigsflökt (sést sem litamunur). Bláu svæðin eru köld og þar byrjuðu fyrstu vetrarbrautirnar að myndast en rauðu svæðin eru heit og eru í dag eyðurnar milli vetrarbrautaþyrpinganna.MYND/VÍSIR/STJÖRNUFRÆÐIVEFURINNÞað sem meira er þá munum við að öllum líkindum aldrei fullkomlega skilja hvað nákvæmlega átti sér stað í upphafinu. Á þessum tímapunkti – þegar tíminn varð til – voru fjórir kraftar náttúrunnar (þyngdar- og rafsegulkrafturinn ásamt sterka kjarnakraftinum og veika kjarnakraftinum) samtvinnaðir og lögmál eðlisfræðinnar eins og við þekkjum þau ekki til staðar. Það er kannski ekki skrítið að sumir eigi erfitt með að samþykkja kenninguna um Miklahvell, og það kemur sannarlega ekki á óvart að margir tengja flöktið í upphafi alheimsins við æðri máttarvöld, að þar hafi fingur drottins hrært í agnasúpunni. Traustar vísbendingar Ástæðan fyrir því að kenningin um Miklahvell heldur velli er sú að hún fellur afar vel að frumreglum og ályktunum okkar um alheiminn. Það er, að maðurinn og sjónarhóll hans er ekki miðja alls, að náttúrulögmálin eru algild og að alheimurinn er nokkurn veginn einsleitur. Almenna afstæðiskenning Einsteins segir okkur, út frá þessum ályktunum, að alheimurinn hafi sprottið fram úr gríðarlega þéttu ástandi fyrir milljörðum ára. Jafnframt gefur kenning Einsteins til kynna að alheimurinn ætti að vera yfirfullur af geislun sem myndaðist stuttu eftir Miklahvell (380.000 árum) þegar alheimurinn var gríðarlega heitur. Þetta er örbylgjukliðurinn sem vísindamenn greindu fyrst árið 1965. Kliðurinn og útþensla alheimsins eru grunnforsendur Miklahvellskenningarinnar. Allir geta upplifað örbylgjukliðinn með því stilla útvarps- eða sjónvarpstæki á óvirka rás. Snjósuð má að hluta rekja til rafsegulgeislunar frá upphafi alheimsins.Gæti verið að alheimurinn okkar sé aðeins einn af mörgum?MYND/GETTYFjölheimur og skipulag alheimsins Aðrar kenningar um upphaf heimsins hafa verið viðraðar en fæstar byggja á traustum vísindalegum grundvelli. Síðstöðukenningin var helsti keppinautur kenningarinnar um Miklahvell. Samkvæmt henni á alheimurinn hvorki upphaf né endi. Það sem útskýrir útþenslu alheimsins samkvæmt henni er sífelld sköpun efnis. Uppgötvun örbylgjukliðsins gerði út af við sístöðukenninguna. Kenningin um eilífa útþenslu byggir síðan á hugmyndinni um Miklahvell en gerir ráð fyrir því að óðaþensla alheimsins hafi í raun aldrei hætt og hafi verið í gangi óendanlega langan tíma. Óumflýjanleg afleiðingar þessarar kenningar er að mismunandi alheimar, með mismunandi náttúrulögmál, eru sífellt að verða til (e. multiverse). Önnur kenning fjallar um sveiflukenndan alheim sem er í grunninn endalaus röð af alheimum sem falla saman og verða til aftur í Miklahvelli. Nýjasta útfærsla kenningarinnar segir að alheimar verði til þegar tvær „himnur“ skella saman í æðri vídd. Að endingu ber að nefna að þyngdarskammtafræði og strengjakenningin bjóða upp á urmul tilgáta um uppruna heimsins. Mögulega er alheimurinn stafræn tilraun, forrit í stórkostlegri tölvu. Miðað við könnun Siðmenntar er augljóst að margir velta vöngum yfir því hvað átti sér stað fyrir Miklahvell og hvað orsakaði hann. Vísindin munu ekki svara þessum spurningum í bráð, ef nokkurn tíma. Þangað til er hollt að hafa í huga að vísindalegar útskýringar og aðferðir eru háðar takmörkum. Auðmýkt frammi fyrir hinu óþekkta er holl, enda hefur maðurinn ágæta reynslu af því sem virðist í fyrstu óútskýranlegt. Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Sjá meira
Fjórðungur Íslendinga er sannfærður um að alheimurinn hafi ekki orðið til í Miklahvelli. Við höfum aldrei haft betri mynd af uppruna alls, en á sama tíma geta vísindamenn ekki svarað því hvernig og af hverju upphafið átti sér stað. Nýleg könnun Siðmenntar, félags siðrænna húmanista á Íslandi, um lífsskoðanir Íslendinga og trú veitir áhugaverða innsýn í skoðanir landsmanna á uppruna alheimsins. Ljóst er að skiptar skoðanir eru um þessa gömlu spurningu. Tæp 18 prósent segjast sannfærð um að guð hafi skapað heiminn og rúmlega átta prósent hafa ekki myndað sér skoðun. Önnur tólf prósent landsmanna telja alheiminn hafa orðið til með öðrum hætti. Þannig eru rúmlega 38 prósent Íslendinga ekki sannfærð um að kenningin um Miklahvell sé heppileg útskýring á uppruna heimsins.Spurningin um uppruna alls hefur fylgt manninum frá örófi alda og er að mörgu leyti hinn mikli hvati sem drifið hefur áfram þekkingar- og vísindasögu mannkyns. Þrátt fyrir ótrúlegar framfarir í skilningi okkar á upphafi alheimsins erum við engu nær um hið mikla augnablik sköpunar. Spurningin er, og verður líklega líklega alltaf, tilvistarleg frekar en vísindaleg. Þannig er athyglisvert að rýna í útskýringar þeirra sem tóku þátt í könnun Siðmenntar. Þeir sem hvorki gengust við því að uppruna heimsins megi rekja til Miklahvells né að guð hafi verið þar að verki fengu tækifæri til að koma með eigin útskýringu eða athugasemd. Það sem vekur sérstaka athygli er að margir virðast vera meðvitaðir um að svar við stóru spurningunni mun seint fást. „Það er spurningin eilífa,“ sagði einn þátttakandi á meðan annar sagði: „Það er bara eitt af því sem við líklega ekki komumst að. Aldrei.“ Þegar rýnt er í könnun Siðmenntar er augljóst að marktækur munur er á milli aldurshópa. Tæplega 94 prósent þátttakenda yngri en 25 ára segja að heimurinn hafi orðið til í Miklahvelli. Enginn af þeim 102 sem tóku afstöðu í þessum aldursflokki sagði að guð hefði skapað heiminn. Þeim sem aðhyllast kenninguna um Miklahvell fer fækkandi þegar aldurinn hækkar. Tæpur helmingur landsmanna 55 ára og eldri er sammála unga fólkinu, samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar. Kenningin mikla Vert er að hafa í huga hvað felst í þeirri afstöðu að fullyrða að heimurinn hafi orðið til í Miklahvelli. Samkvæmt henni má upphaf alheimsins rekja til augnabliks sem átti sér stað utan tíma og rúms fyrir um fjórtán milljörðum ára. Án aðdraganda eða orsaka átti flökt sér stað í þessu (skammtafræðilega) tómarúmi og alheimurinn spratt fram. Hann tútnaði út á ógnarhraða, svo hratt að á sekúndubroti stækkaði hann úr því sem var minna en atóm yfir í gímald mikið. Allt efni alheimsins var til staðar í þessu agnarsmáa fyrirbæri sem blés svo hressilega út.Þetta er nákvæmasta myndin sem við eigum af örbylgjukliðnum. Á myndinni sést 13,7 milljarða ára hitastigsflökt (sést sem litamunur). Bláu svæðin eru köld og þar byrjuðu fyrstu vetrarbrautirnar að myndast en rauðu svæðin eru heit og eru í dag eyðurnar milli vetrarbrautaþyrpinganna.MYND/VÍSIR/STJÖRNUFRÆÐIVEFURINNÞað sem meira er þá munum við að öllum líkindum aldrei fullkomlega skilja hvað nákvæmlega átti sér stað í upphafinu. Á þessum tímapunkti – þegar tíminn varð til – voru fjórir kraftar náttúrunnar (þyngdar- og rafsegulkrafturinn ásamt sterka kjarnakraftinum og veika kjarnakraftinum) samtvinnaðir og lögmál eðlisfræðinnar eins og við þekkjum þau ekki til staðar. Það er kannski ekki skrítið að sumir eigi erfitt með að samþykkja kenninguna um Miklahvell, og það kemur sannarlega ekki á óvart að margir tengja flöktið í upphafi alheimsins við æðri máttarvöld, að þar hafi fingur drottins hrært í agnasúpunni. Traustar vísbendingar Ástæðan fyrir því að kenningin um Miklahvell heldur velli er sú að hún fellur afar vel að frumreglum og ályktunum okkar um alheiminn. Það er, að maðurinn og sjónarhóll hans er ekki miðja alls, að náttúrulögmálin eru algild og að alheimurinn er nokkurn veginn einsleitur. Almenna afstæðiskenning Einsteins segir okkur, út frá þessum ályktunum, að alheimurinn hafi sprottið fram úr gríðarlega þéttu ástandi fyrir milljörðum ára. Jafnframt gefur kenning Einsteins til kynna að alheimurinn ætti að vera yfirfullur af geislun sem myndaðist stuttu eftir Miklahvell (380.000 árum) þegar alheimurinn var gríðarlega heitur. Þetta er örbylgjukliðurinn sem vísindamenn greindu fyrst árið 1965. Kliðurinn og útþensla alheimsins eru grunnforsendur Miklahvellskenningarinnar. Allir geta upplifað örbylgjukliðinn með því stilla útvarps- eða sjónvarpstæki á óvirka rás. Snjósuð má að hluta rekja til rafsegulgeislunar frá upphafi alheimsins.Gæti verið að alheimurinn okkar sé aðeins einn af mörgum?MYND/GETTYFjölheimur og skipulag alheimsins Aðrar kenningar um upphaf heimsins hafa verið viðraðar en fæstar byggja á traustum vísindalegum grundvelli. Síðstöðukenningin var helsti keppinautur kenningarinnar um Miklahvell. Samkvæmt henni á alheimurinn hvorki upphaf né endi. Það sem útskýrir útþenslu alheimsins samkvæmt henni er sífelld sköpun efnis. Uppgötvun örbylgjukliðsins gerði út af við sístöðukenninguna. Kenningin um eilífa útþenslu byggir síðan á hugmyndinni um Miklahvell en gerir ráð fyrir því að óðaþensla alheimsins hafi í raun aldrei hætt og hafi verið í gangi óendanlega langan tíma. Óumflýjanleg afleiðingar þessarar kenningar er að mismunandi alheimar, með mismunandi náttúrulögmál, eru sífellt að verða til (e. multiverse). Önnur kenning fjallar um sveiflukenndan alheim sem er í grunninn endalaus röð af alheimum sem falla saman og verða til aftur í Miklahvelli. Nýjasta útfærsla kenningarinnar segir að alheimar verði til þegar tvær „himnur“ skella saman í æðri vídd. Að endingu ber að nefna að þyngdarskammtafræði og strengjakenningin bjóða upp á urmul tilgáta um uppruna heimsins. Mögulega er alheimurinn stafræn tilraun, forrit í stórkostlegri tölvu. Miðað við könnun Siðmenntar er augljóst að margir velta vöngum yfir því hvað átti sér stað fyrir Miklahvell og hvað orsakaði hann. Vísindin munu ekki svara þessum spurningum í bráð, ef nokkurn tíma. Þangað til er hollt að hafa í huga að vísindalegar útskýringar og aðferðir eru háðar takmörkum. Auðmýkt frammi fyrir hinu óþekkta er holl, enda hefur maðurinn ágæta reynslu af því sem virðist í fyrstu óútskýranlegt.
Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Sjá meira