HSÍ tilkynnti í morgun að Aron Kristjánsson hafi nýtt sína fyrstu breytingu á íslenska landsliðshópnum á EM í Póllandi.
Ólafur Guðmundsson, sem var ekki tilkynntur í 16 manna leikmannahóp Íslands fyrir leikinn gegn Noregi á föstudaginn, hefur nú verið kallaður inn í hópinn á kostnað línumannsins Kára Kristjáns Kristjánssonar.
Aron verður því með tvo línumenn í hópnum gegn Hvíta-Rússlandi í dag, þá Vigni Svavarsson og Róbert Gunnarsson.
Sjá einnig: Snorri: Tek bekkjarsetunni eins og maður
Aron má enn gera tvær breytingar á liði sínu á meðan mótinu stendur í Póllandi og verður því Kári Kristján áfram úti með liðinu, þar sem hann gæti verið kallaður aftur inn í hópinn síðar.
Kári Kristján nýtti eina skotið sitt í sigrinum á Noregi en þeir Róbert og Vignir skoruðu báðir tvö mörk úr tveimur skotum.
Ólafur inn fyrir Kára Kristján
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið

Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik
Enski boltinn

„Ég hélt að við værum komin lengra“
Enski boltinn

„Betra er seint en aldrei“
Enski boltinn



Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs
Enski boltinn




Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast
Enski boltinn