Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni

Kjartan Hreinn Njálsson skrifar
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við Hönnu Birnu Kristjánsdóttur sem mun ekki gefa kost á sér í komandi Alþingiskosningum. Hún tilkynnti flokkssystkinumsínum um þessa ákvörðun í dag. Í fréttunum verður einnig rætt við móðir stúlku sem nýlega var dæmd í fimm ára fangelsi í Brasilíu fyrir að reyna að smygla fíkniefnum úr landinu. Hún segir erfitt að vita af barninu sínu í brasilísku fangelsi við erfiðar aðstæður.

Þá verður fjallað um kosningar utan kjörfundar vegna forsetakosninganna sem hefur verið óvenju mikil. Svo virðist sem að þátttaka Íslands á Evrópumótinu í fótbolta hafi sitt að segja um það.

Þetta og meira til í kvöldfréttum Stöðvar 2, klukkan 18:30 á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar og í beinni útsendingu á fréttavefnum Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×