Áfram er dregið úr þjónustu á landsbyggðinni! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar 26. janúar 2016 14:49 Íslandspóstur hf ætlar að fækka dreifingardögum í dreifbýli í annan hvern dag og fækka landpóstum og er sú ákvörðun byggð á heimild í nýrri reglugerð innanríkisráðuneytisins. Ég tók þessi mál upp í fyrirspurnatíma Alþingis þar sem innanríkisráðherra var til svara og lýsti því yfir að mér þætti þetta vera aðför að dreifðum byggðum. Ráðherra taldi að ekki væri ástæða til að hafa áhyggjur af þessum breytingum, þjónustan yrði til staðar áfram, gegn gjaldi „nota bene“, og þjónustukönnun sýndi að ekki væri almenn andstaða við sveigjanleika í dreifingu póstsins og póstsamskipti hefðu færst mikið yfir á netið. Ég vil benda á að aukin þjónusta og verslun á netinu nær ekki til allra dreifðra byggða og enn er langt í land að tryggð sé háhraðanettenging til allra landsmanna.Mótmæli frá fulltrúum landsbyggðarinnar Margar sveitastjórnir í dreifbýli hafa eðlilega mótmælt þessum áformum harðlega og benda á máli sínu til stuðnings að þarna sé um afturför og veikingu á búsetuskilyrðum að ræða. Lítið samráð hefur verið haft við Samband íslenskra sveitarfélaga og landshlutasamtökin í þessu máli og ýmsar athugasemdir hafa komið við það af þeirra hálfu. Íbúar í dreifbýli hafa nú þegar mátt þola fækkun afgreiðslustöðva Póstsins á undanförnum árum þrátt fyrir að þurfa að reiða sig á póstþjónustuna þar sem þeir eru fjarri fjölbreyttri þjónustu og markaðssvæðum. Þessi ákvörðun kemur líka ofan á ýmsa aðra þjónustuskerðingu af hálfu opinberra- og einkaaðila að undanförnu. Góð fimm daga þjónusta Póstsins hefur skipt dreifðar byggðir miklu máli og má þar m.a. nefna lyfjasendingar fyrir fólk og búfé og ýmiss konar birgða og varahlutaþjónustu. Íslandspóstur hf. talar um að póstinum verði að lágmarki dreift annan hvern dag og að í dreifbýli verði boðið upp á heimsendingu gegn greiðslu alla virka daga eftir því sem óskað verður eftir. Sem sagt, enn einn landsbyggðarskatturinn á ferðinni þar sem þjónustan verður verðlögð sérstaklega umfram dreifingu annan hvern dag. Með þessum áformum ætlar Pósturinn að spara um 200 m.kr í boði veikustu byggðanna í landinu. Ég hef sagt að ef sú ákvörðun verður tekin af yfirvöldum að það sé ekki þörf fyrir dreifingu á pósti nema annan hvern dag þá hljóti það að gilda jafnt um alla landsmenn. Mín skoðun er eftir sem áður sú að Íslandspóstur hf. eigi áfram að halda uppi 5 daga góðri alþjónustu fyrir alla landsmenn. Ég bind vonir við að ákvörðun Íslandspósts hf. um skerðingu á þjónustu verði endurskoðuð og reglugerð innanríkisráðherra sem heimilar þessa þjónustuskerðingu verði dregin til baka. Landsbyggðarþingmenn hljóta að standa saman gegn þessum áformum og ég bind í það minnsta vonir við að samstaða náist um að allir landsmenn sitji við sama borð og njóti alþjónustu Íslandspósts hf. áfram fimm daga vikunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Mest lesið Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Sjá meira
Íslandspóstur hf ætlar að fækka dreifingardögum í dreifbýli í annan hvern dag og fækka landpóstum og er sú ákvörðun byggð á heimild í nýrri reglugerð innanríkisráðuneytisins. Ég tók þessi mál upp í fyrirspurnatíma Alþingis þar sem innanríkisráðherra var til svara og lýsti því yfir að mér þætti þetta vera aðför að dreifðum byggðum. Ráðherra taldi að ekki væri ástæða til að hafa áhyggjur af þessum breytingum, þjónustan yrði til staðar áfram, gegn gjaldi „nota bene“, og þjónustukönnun sýndi að ekki væri almenn andstaða við sveigjanleika í dreifingu póstsins og póstsamskipti hefðu færst mikið yfir á netið. Ég vil benda á að aukin þjónusta og verslun á netinu nær ekki til allra dreifðra byggða og enn er langt í land að tryggð sé háhraðanettenging til allra landsmanna.Mótmæli frá fulltrúum landsbyggðarinnar Margar sveitastjórnir í dreifbýli hafa eðlilega mótmælt þessum áformum harðlega og benda á máli sínu til stuðnings að þarna sé um afturför og veikingu á búsetuskilyrðum að ræða. Lítið samráð hefur verið haft við Samband íslenskra sveitarfélaga og landshlutasamtökin í þessu máli og ýmsar athugasemdir hafa komið við það af þeirra hálfu. Íbúar í dreifbýli hafa nú þegar mátt þola fækkun afgreiðslustöðva Póstsins á undanförnum árum þrátt fyrir að þurfa að reiða sig á póstþjónustuna þar sem þeir eru fjarri fjölbreyttri þjónustu og markaðssvæðum. Þessi ákvörðun kemur líka ofan á ýmsa aðra þjónustuskerðingu af hálfu opinberra- og einkaaðila að undanförnu. Góð fimm daga þjónusta Póstsins hefur skipt dreifðar byggðir miklu máli og má þar m.a. nefna lyfjasendingar fyrir fólk og búfé og ýmiss konar birgða og varahlutaþjónustu. Íslandspóstur hf. talar um að póstinum verði að lágmarki dreift annan hvern dag og að í dreifbýli verði boðið upp á heimsendingu gegn greiðslu alla virka daga eftir því sem óskað verður eftir. Sem sagt, enn einn landsbyggðarskatturinn á ferðinni þar sem þjónustan verður verðlögð sérstaklega umfram dreifingu annan hvern dag. Með þessum áformum ætlar Pósturinn að spara um 200 m.kr í boði veikustu byggðanna í landinu. Ég hef sagt að ef sú ákvörðun verður tekin af yfirvöldum að það sé ekki þörf fyrir dreifingu á pósti nema annan hvern dag þá hljóti það að gilda jafnt um alla landsmenn. Mín skoðun er eftir sem áður sú að Íslandspóstur hf. eigi áfram að halda uppi 5 daga góðri alþjónustu fyrir alla landsmenn. Ég bind vonir við að ákvörðun Íslandspósts hf. um skerðingu á þjónustu verði endurskoðuð og reglugerð innanríkisráðherra sem heimilar þessa þjónustuskerðingu verði dregin til baka. Landsbyggðarþingmenn hljóta að standa saman gegn þessum áformum og ég bind í það minnsta vonir við að samstaða náist um að allir landsmenn sitji við sama borð og njóti alþjónustu Íslandspósts hf. áfram fimm daga vikunnar.
Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun