Innlent

Búist við áframhaldandi verðlækkunum á flugi

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Rúmlega sautján prósenta lækkun hefur orðið á meðalflugverði í sumar borið saman við sumarið 2015.
Rúmlega sautján prósenta lækkun hefur orðið á meðalflugverði í sumar borið saman við sumarið 2015. mynd/dohop
Rúmlega sautján prósenta lækkun hefur orðið á meðalflugverði í sumar borið saman við sumarið 2015. Mestu munar á verði til borga á borð við Amsterdam, Berlín og París, en verð á flugi hefur hækkað til Barcelona og Alicante, að því er fram kemur í nýrri verðkönnun flugleitarsíðunnar Dohop. Miðsumarið er dýrasti tíminn til að kaupa flug, en Dohop gerir ráð fyrir frekari verðlækkunum ef verð þróast eins og í fyrra.

Þegar verð á flugi til þeirra áfangastaða sem samkeppni ríkir á markaði er skoðað fyrir næstu vikur kemur fram að það er frekar stöðugt á milli tímabila, og lækkar heilt yfir um rúmlega eitt prósent.

Helstu breytingarnar eru 41 prósenta hækkun á flugi til Barcelona og 14 prósent hækkun til Alicante, en 25 prósenta lækkun á flugverði til Billund og 12 prósenta lækkun á flugi til Stokkhólms.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×