Innlent

Hjón sem eiga yfir tuttugu afkomendur hrepptu vinninginn

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Hjónin segja að vinningurinn muni koma sér vel enda styttist í starfslok hjá þeim.
Hjónin segja að vinningurinn muni koma sér vel enda styttist í starfslok hjá þeim. Vísir
Kona á miðjum aldri er 55 milljón krónum ríkari eftir að hún var annar vinningshafa í Lottó frá því í lok júní. Konan og maðurinn hennar eiga yfir tuttugu afkomendur og ætla að deila vinningnum með þeim.

Vinningshafans hafði verið leitað undanfarna daga. Eftir að sagt var frá því að vinningsmiðinn hefði verið keyptir í 10-11 á Kleppsvegi fór konan og lét renna miða sínum í gegn. Þá kom í ljós að hún hefði unnið.

Þessu næst hringdi hún í vinnu sína og bað um leyfi til að mæta með seinni skipunum þennan daginn. Næst hringdi hún í manninn sinn og sagði honum fréttirnar.

Hjónin eru nægjusöm en það styttist í starfslok hjá þeim. Þú telja að vinningurinn muni gera það að verkum að þau þurfi ekki að hafa áhyggjur þegar þar að kemur.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×