Hafa safnað 30 milljónum fyrir UNICEF Sæunn Gísladóttir skrifar 12. september 2016 08:00 Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF, Eliza Reid forsetafrú og Guðmundur Halldórsson, framkvæmdastjóri hjá Te & Kaffi, þegar átaksverkefnið Klárum málið fór af stað. Mynd/UNICEF Te & Kaffi hefur unnið það afrek að safna um þrjátíu milljónum króna fyrir UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, frá því að fyrirtækið gerðist styrktaraðili UNICEF árið 2008. Fénu hefur verið safnað með sölu á kaffi til fyrirtækja til styrktar UNICEF á Íslandi og með átaksverkefnum. Eitt slíkt, Klárum málið sem er átaksverkefni gegn mænusótt (lömunarveiki), fór í gang föstudaginn 2. september og stendur út þessa viku. Mænusótt er einungis landlæg í tveimur ríkjum í dag en þau voru 125 árið 1988. „Við hjá UNICEF á Íslandi erum stolt af samstarfinu við Te & Kaffi og það er yndislegt að finna hvað þau láta sig hjálparstarfið og baráttuna fyrir réttindum barna miklu máli skipta,“ segir Sigríður Víðis Jónsdóttir, kynningarstjóri og upplýsingafulltrúi UNICEF á Íslandi, um söfnunina. „Framlögin sem hafa safnast hjá Te & Kaffi frá 2008 hafa farið í réttindabaráttu fyrir börn um allan heim, baráttuna gegn mænusótt, baráttu gegn ebólu og í menntaverkefni fyrir börn í Kólumbíu upp á síðkastið. Það er mjög fallegt verkefni. Kaffið sem við höfum selt fyrirtækjum er ræktað í Cauca-héraðinu í Kólumbíu og það eru konur sem eiga og reka búgarðinn og handtína baunirnar. Framlögin sem safnast með kaffisölunni hér á landi fara síðan í að styðja börn frá frumbyggjasamfélögum á þessu sama svæði til náms, í gegnum menntaverkefni UNICEF,“ segir Sigríður. „Við hjá Te & Kaffi erum stolt af samstarfinu við UNICEF á Íslandi og þykir afskaplega vænt um það. Við erum búin að vera stoltur styrktaraðili frá árinu 2008 og höfum á þeim tíma safnað um þrjátíu milljónum króna og erum hvergi nærri hætt. Samstarfið við UNICEF er hryggjarstykkið í okkar stefnu um samfélagslega ábyrgð og nýtur hún mikils stuðnings starfsmanna alls staðar í fyrirtækinu,“ segir Guðmundur Halldórsson, framkvæmdastjóri hjá Te & Kaffi. Fram til sunnudags mun Te & Kaffi gefa andvirði einnar bólusetningar gegn mænusótt fyrir hvern seldan drykk og er viðskiptavinum boðið að gera það sama. Skammtur af bóluefninu kostar einungis 25 krónur. „Ég held að við séum búin að safna fyrir tíu þúsund bólusetningum núna, við keyrum bara eins mikið á þetta og við getum þessa viku og vonumst til að safna sem mestu,“ segir Guðmundur.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Sjá meira
Te & Kaffi hefur unnið það afrek að safna um þrjátíu milljónum króna fyrir UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, frá því að fyrirtækið gerðist styrktaraðili UNICEF árið 2008. Fénu hefur verið safnað með sölu á kaffi til fyrirtækja til styrktar UNICEF á Íslandi og með átaksverkefnum. Eitt slíkt, Klárum málið sem er átaksverkefni gegn mænusótt (lömunarveiki), fór í gang föstudaginn 2. september og stendur út þessa viku. Mænusótt er einungis landlæg í tveimur ríkjum í dag en þau voru 125 árið 1988. „Við hjá UNICEF á Íslandi erum stolt af samstarfinu við Te & Kaffi og það er yndislegt að finna hvað þau láta sig hjálparstarfið og baráttuna fyrir réttindum barna miklu máli skipta,“ segir Sigríður Víðis Jónsdóttir, kynningarstjóri og upplýsingafulltrúi UNICEF á Íslandi, um söfnunina. „Framlögin sem hafa safnast hjá Te & Kaffi frá 2008 hafa farið í réttindabaráttu fyrir börn um allan heim, baráttuna gegn mænusótt, baráttu gegn ebólu og í menntaverkefni fyrir börn í Kólumbíu upp á síðkastið. Það er mjög fallegt verkefni. Kaffið sem við höfum selt fyrirtækjum er ræktað í Cauca-héraðinu í Kólumbíu og það eru konur sem eiga og reka búgarðinn og handtína baunirnar. Framlögin sem safnast með kaffisölunni hér á landi fara síðan í að styðja börn frá frumbyggjasamfélögum á þessu sama svæði til náms, í gegnum menntaverkefni UNICEF,“ segir Sigríður. „Við hjá Te & Kaffi erum stolt af samstarfinu við UNICEF á Íslandi og þykir afskaplega vænt um það. Við erum búin að vera stoltur styrktaraðili frá árinu 2008 og höfum á þeim tíma safnað um þrjátíu milljónum króna og erum hvergi nærri hætt. Samstarfið við UNICEF er hryggjarstykkið í okkar stefnu um samfélagslega ábyrgð og nýtur hún mikils stuðnings starfsmanna alls staðar í fyrirtækinu,“ segir Guðmundur Halldórsson, framkvæmdastjóri hjá Te & Kaffi. Fram til sunnudags mun Te & Kaffi gefa andvirði einnar bólusetningar gegn mænusótt fyrir hvern seldan drykk og er viðskiptavinum boðið að gera það sama. Skammtur af bóluefninu kostar einungis 25 krónur. „Ég held að við séum búin að safna fyrir tíu þúsund bólusetningum núna, við keyrum bara eins mikið á þetta og við getum þessa viku og vonumst til að safna sem mestu,“ segir Guðmundur.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Sjá meira