Lífið

Fyrsti blindi hlauparinn til að hlaupa einn í maraþoni

Stefán Árni Pálsson skrifar
Simon Wheatcroft er búinn að vera blindur frá 17 ára aldri og gerði sér lítið fyrir og hljóp í Reykjavíkurmaraþoninu um daginn.

Það er langt frá því að vera fyrsta hlaupið sem hann tekur þátt í en hann hljóp meðal annars 250 kílómetra í eyðimörk í Namibíu með aðstoð frá appi sem hann þróaði með IBM, en appið heitir eftir hundinum hans Ascot og lætur Simon vita þegar hann fer út af leið og segir honum þá hvort hann á að fara til vinstri eða hægri.

Simon veit fátt betra en að fá útrás í hlaupunum og er lætur drauma sína rætast.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×