Fjórtán ára leita aðstoðar við klámfíkn Snærós Sindradóttir skrifar 21. desember 2016 05:00 Mörg börn sjá klám í fyrsta sinn um átta ára aldur. NordicPhotos/Getty Dæmi eru um að fjórtán ára unglingar hafi þurft að leita sálfræðiaðstoðar við klámfíkn þegar notkun þeirra á efninu er farin að hafa veruleg áhrif á daglegt líf þeirra. Börnin mynda þol fyrir því sem þau sjá og sækja í sífellt grófara klámefni. Áður hefur ítrekað komið fram að hér á landi sjái börn fyrst klám í kringum ellefu ára aldurinn. Vísbendingar eru þó um að aldursmörkin séu jafnvel að lækka.Eyjólfur Örn Jónsson, sálfræðingurvísir/pjetur„Fyrir tíu árum vorum við að tala um að ellefu ára væru krakkar fyrst að sjá klámfengið efni á netinu. Við erum farin að tala um svona sjö til átta ára núna,“ segir Eyjólfur Örn Jónsson sálfræðingur, sem hefur sérhæft sig í netfíkn. Eyjólfur segir ekki mikið um að foreldrar leiti til sín með þær áhyggjur einar að börn þeirra sjái klámefni. Oftast sé leitað til hans þegar vandamálin hafa hlaðist upp, og notkun klámsins er orðið að fíkn. Hann hefur meðhöndlað drengi niður í fjórtán ára aldur við klámfíkn. „Við erum sjöundu stærstu notendur í heimi hjá Pornhub. Það er engin spurning að þar er stór hluti krakkar og unglingar að smella og horfa á ókeypis klámmyndbönd.“ Eyjólfur segir að börnin byrji sakleysislega en myndi fljótlega þol gagnvart efninu. „Á internetinu eru engin takmörk á því hversu gróft efnið getur orðið. Ég hef verið með stráka í meðferð sem hafa allt í einu áttað sig þegar þeir eru búnir að hlaða niður grófu barnaklámi eða dýraklámi.“ Klámfíknin getur svo haft alvarleg áhrif á áhuga barna til að kynnast öðrum seinna meir og stofna til sambanda. „Þegar svoleiðis byrjar þá eru þau með mjög brenglaðar og skringilegar væntingar um hvað kynlíf eigi að vera. Við sjáum alls konar pælingar um munnmök eða endaþarmsmök sem standast ekki raunskoðun en er í þeirra huga mjög eðlilegt því það rímar við það sem þau eru búin að skoða í langan tíma. Margir missa jafnvel áhugann eða finna ekki áhuga á eðlilegu kynlífi eða því að kynnast einhverjum. Það verður aldrei jafn spennandi.“ Því geti fylgt skömm að leita til sálfræðings með vandann. „En á meðan þau eru í þessum heimi þá fer lítið fyrir skömminni. Og eftir því sem þetta verður lengra og krakkarnir eru orðnir átján eða nítján ára þá eru þau orðin harðsvíraðri og orðið nokk sama. Þá eru þau komin á þann stað að vera hætt að leita eftir einhverju kynferðislegu eða samskiptum við hitt kynið og eru bara á internetinu. Þá er þetta orðið stórt vandamál, þau farin að einangra sig mikið og orðið mjög erfitt að vinna með þetta,“ segir Eyjólfur. Mun betur gangi að ná tökum á klámfíkninni hjá yngri krökkum. „Þeim má ekki líða eins og það sé verið að dæma þau hart. Ef þú nærð að fá þau til að hlusta á þig þá yfirleitt tekur ekki mikið á að fá þau til að breyta. Þau breyta kannski ekki mjög hratt eða alveg hundrað prósent en þau taka yfirleitt breytingum og það er mjög ánægjulegt.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Erlent Fleiri fréttir Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábygð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Sjá meira
Dæmi eru um að fjórtán ára unglingar hafi þurft að leita sálfræðiaðstoðar við klámfíkn þegar notkun þeirra á efninu er farin að hafa veruleg áhrif á daglegt líf þeirra. Börnin mynda þol fyrir því sem þau sjá og sækja í sífellt grófara klámefni. Áður hefur ítrekað komið fram að hér á landi sjái börn fyrst klám í kringum ellefu ára aldurinn. Vísbendingar eru þó um að aldursmörkin séu jafnvel að lækka.Eyjólfur Örn Jónsson, sálfræðingurvísir/pjetur„Fyrir tíu árum vorum við að tala um að ellefu ára væru krakkar fyrst að sjá klámfengið efni á netinu. Við erum farin að tala um svona sjö til átta ára núna,“ segir Eyjólfur Örn Jónsson sálfræðingur, sem hefur sérhæft sig í netfíkn. Eyjólfur segir ekki mikið um að foreldrar leiti til sín með þær áhyggjur einar að börn þeirra sjái klámefni. Oftast sé leitað til hans þegar vandamálin hafa hlaðist upp, og notkun klámsins er orðið að fíkn. Hann hefur meðhöndlað drengi niður í fjórtán ára aldur við klámfíkn. „Við erum sjöundu stærstu notendur í heimi hjá Pornhub. Það er engin spurning að þar er stór hluti krakkar og unglingar að smella og horfa á ókeypis klámmyndbönd.“ Eyjólfur segir að börnin byrji sakleysislega en myndi fljótlega þol gagnvart efninu. „Á internetinu eru engin takmörk á því hversu gróft efnið getur orðið. Ég hef verið með stráka í meðferð sem hafa allt í einu áttað sig þegar þeir eru búnir að hlaða niður grófu barnaklámi eða dýraklámi.“ Klámfíknin getur svo haft alvarleg áhrif á áhuga barna til að kynnast öðrum seinna meir og stofna til sambanda. „Þegar svoleiðis byrjar þá eru þau með mjög brenglaðar og skringilegar væntingar um hvað kynlíf eigi að vera. Við sjáum alls konar pælingar um munnmök eða endaþarmsmök sem standast ekki raunskoðun en er í þeirra huga mjög eðlilegt því það rímar við það sem þau eru búin að skoða í langan tíma. Margir missa jafnvel áhugann eða finna ekki áhuga á eðlilegu kynlífi eða því að kynnast einhverjum. Það verður aldrei jafn spennandi.“ Því geti fylgt skömm að leita til sálfræðings með vandann. „En á meðan þau eru í þessum heimi þá fer lítið fyrir skömminni. Og eftir því sem þetta verður lengra og krakkarnir eru orðnir átján eða nítján ára þá eru þau orðin harðsvíraðri og orðið nokk sama. Þá eru þau komin á þann stað að vera hætt að leita eftir einhverju kynferðislegu eða samskiptum við hitt kynið og eru bara á internetinu. Þá er þetta orðið stórt vandamál, þau farin að einangra sig mikið og orðið mjög erfitt að vinna með þetta,“ segir Eyjólfur. Mun betur gangi að ná tökum á klámfíkninni hjá yngri krökkum. „Þeim má ekki líða eins og það sé verið að dæma þau hart. Ef þú nærð að fá þau til að hlusta á þig þá yfirleitt tekur ekki mikið á að fá þau til að breyta. Þau breyta kannski ekki mjög hratt eða alveg hundrað prósent en þau taka yfirleitt breytingum og það er mjög ánægjulegt.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Erlent Fleiri fréttir Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábygð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Sjá meira