
Hjálp í viðlögum
Þessar voru líka kosningaáherslur VG og raunar allra flokka úti í kjördæmunum. Í alllöngum stjórnarmyndunarviðræðum og nú, við umræður um gölluð fjárlög fráfarandi ríkisstjórnar, eru ábyrgar lausnir meginverkefni VG, bæði öndunaraðstoð og hjartahnoð! Lausnirnar felast að sjálfsögðu í öflun fjár umfram tekjuhlið fjárlagafrumvarps sem stendur í um 780 milljörðum króna.
Í kosningavinnu VG voru lagðar fram tillögur um hvar ná ætti í fáeina tugi milljarða króna til umbóta og hvernig þeim skyldi skipt. Mikill hagnaður stórfyrirtækja og banka er staðreynd. Af öðrum dæmum má nefna að af öllum fjármagnstekjum eiga 1-2 prósent eigenda um helming upphæðarinnar. Um 10 prósent landsmanna eiga 60 prósent allra eigna. Launamenn í tveimur efstu tekjuþrepum Hagstofunnar hljóta um helming allra greiddra launa, um 700 milljarða. Ýmsir gjaldstofnar geta hækkað án þess að valda almenningi verulegum vandræðum og veiðigjöld gætu hækkað (með girðingum) sem framlag til samneyslunnar.
Eftir kosningar og þingsetningu hafa málamiðlanir slípað þessar hugmyndir og nú er metið sem svo að fé að upphæð á þriðja tugmilljarð króna þurfi til lágmarksviðgerða á alvarlega skaddaðri samfélagsþjónustunni. Þessu hefur VG haldið á lofti og óskað eftir samstarfi við aðra flokka þar um við myndun stjórnar. Það hefur ekki gengið eftir. Og nokkur mál, hugleikin VG og flokkunum, hafa einnig verið rædd og um margt myndast grunnur að málefnasamstöðu en ekki reynt í alvöru á hana, t.d. í sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum.
Áherslan á ríkisfjármál með virkum hluta, af fyrrgreindri stærðargráðu, til úrbóta í tugum verkefna sem hafa verið skorin eða geymd verður kyndill VG í vinnunni við fjárlögin. Þar verður leitað samstöðu við aðra flokka/þingmenn.
Þarna kristallast kannski einhver meirihlutasamstaða um úrbætur jafnt sem stefnu til lengri tíma litið. Þær kunna að leiða til nýrra viðhorfa í stjórnarmyndunarkaplinum.
Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun

Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum?
Anton Guðmundsson skrifar

Dæmir sig sjálft
Jón Pétur Zimsen skrifar

Mega blaðamenn ljúga?
Páll Steingrímsson skrifar

Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis
Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar

Hvað hefur áunnist á 140 dögum?
Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar

Samstarf er lykill að framtíðinni
Magnús Þór Jónsson skrifar

Kjarnorkuákvæði?
Dagur B. Eggertsson skrifar

Hver erum við? Hvert stefnum við?
Arnar Þór Jónsson skrifar

Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu
Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar

Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan!
Íris Björk Hreinsdóttir skrifar

Hugtakið valdarán gengisfellt
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Ábyrgðin er þeirra
Vilhjálmur Árnason skrifar

Dæmt um form, ekki efni
Hörður Arnarson skrifar

Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk
Sævar Þór Jónsson skrifar

Um fundarstjórn forseta
Bryndís Haraldsdóttir skrifar

Hjálpartæki – fyrir hverja?
Júlíana Magnúsdóttir skrifar

Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar
Matthías Arngrímsson skrifar

Áform um að eyðileggja Ísland!
Jóna Imsland skrifar

Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins
Grímur Atlason skrifar

Tekur ný ríkisstjórn af skarið?
Árni Einarsson skrifar

Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir
Árni Björn Kristbjörnsson skrifar

Rölt að botninum
Smári McCarthy skrifar

Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja
Einar G. Harðarson skrifar

Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi
Jón Frímann Jónsson skrifar

Lýðskrum Skattfylkingarinnar
Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar

Krabbamein – reddast þetta?
Halla Þorvaldsdóttir skrifar

Valdið yfir sjávarútvegsmálunum
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Lummuleg áform heilbrigðisráðherra
Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar

Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst?
Davíð Bergmann. skrifar

Baráttan um kjör eldra fólks
Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar