Þórir getur jafnað gullmetið hennar Marit Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. desember 2016 06:30 Þórir er að gera flotta hluti með lið Noregs. vísir/afp Marit Breivik er sigursælasti þjálfari norska kvennalandsliðsins í handbolta en kannski ekki mikið lengur. Selfyssingurinn Þórir Hergeirsson gerir sig líklegan til að setjast við hlið hennar á toppnum eftir Evrópumótið sem stendur nú yfir í Svíþjóð. Norska kvennalandsliðið hefur unnið fimm fyrstu leiki sína á EM 2016 og mætir Frökkum í undanúrslitum keppninnar í kvöld. Norðmenn þurfa ekki lengur að hafa áhyggjur af Rússum, Serbum eða Svartfellingum sem eru einu þjóðirnar sem hafa slegið út norska liðið á undanförnum tíu stórmótum. Best var líklega að losna við Ólympíumeistara Rússa sem eru eina handboltaþjóðin sem hefur unnið norsku stelpurnar í undanúrslitaleik á stórmóti á þessari öld. Fimm sinnum hefur Þórir stýrt norsku skútunni alla leið og unnið gullið. Takist honum það í sjötta sinn mun hann jafna met Marit Breivik. Marit Breivik naut reyndar góðrar hjálpar frá Þóri við að vinna fern af sínum sex gullverðlaunum.Marit Breivik.vísir/afpMarit Breivik tók við norska liðinu árið 1994 þegar liðið hafði aldrei unnið gull á stórmóti. Tvenn silfurverðlaun á Ólympíuleikum og tvenn bronsverðlaun á HM höfðu komið í hús en undir stjórn Marit braut norska liðið ísinn þegar liðið vann gull á EM 1998. Liðið varð heimsmeistari á HM árið eftir og vann brons á Ólympíuleikunum í Sydney 2000. Þórir hafði þjálfað norska unglingalandsliðið frá 1994 til 2001 en sumarið 2001 var hann ráðinn sem aðstoðarþjálfari Marit Breivik. Þau áttu síðan eftir að vinna saman í sjö ár og á tíu stórmótum. Uppskeran var sjö verðlaun, þar af fjögur gull. Þórir getur því ekki aðeins jafnað gullmet Marit Breivik heldur einnig tekið þátt í að vinna sitt tíunda gull á stórmóti sem þjálfari eða aðstoðarþjálfari norska landsliðsins. Noregur mætir Frakklandi í seinni undanúrslitaleik kvöldsins en á undan mætast Holland og Danmörk. Franska landsliðið er ekkert lamb að leika við. Liðið hefur aðeins tapað einum leik á mótinu og það var á móti Hollendingum í lokaleik riðilsins þar sem þær frönsku voru fimm mörkum yfir í hálfleik, 12-7. Franska liðið fór í úrslitaleikinn á Ólympíuleikunum í Ríó þar sem liðið varð að sætta sig við silfur eftir tap á móti Rússum.Noregur hefur ekki mætt Frökkum á stórmóti síðan á EM í Serbíu 2012 en þá unnu þær norsku með ellefu marka mun í leik liðanna í milliriðli. Nokkrum mánuðum fyrr hafði norska liðið aftur á móti byrjað Ólympíuleikana í London á því að tapa með einu marki fyrir Frökkum. Franska landsliðið hefur ekki unnið verðlaun á tveimur stórmótum í röð frá 2003 og aldrei tekið tvenn verðlaun á sama ári. Norska liðið á aftur á móti möguleika á því að taka tvenn stórmótaverðlaun á þriðja Ólympíuárinu í röð. Þórir og norsku stelpurnar mættu hungruð til leiks á EM í ár eftir „vonbrigðin“ á Ólympíuleikunum. Brons er sigur á flestum bæjum nema hjá norska landsliðinu þar sem enginn er sáttur nema með gull um hálsinn.Þórir Hergeirsson.Vísir/AFPFlest verðlaun þjálfara norska landsliðsins á stórmótumMarit Breivik 13 verðlaun á 19 stórmótum á 15 árum Þjálfaði frá 1994 til 2008 6 gull 5 silfur 2 bronsÞórir Hergeirsson 8 verðlaun á 9 stórmótum á 7 árum Hefur þjálfað liði frá 2009 5 gull 1 silfur 2 bronsGullverðlaun þjálfara á 9 stórmótum í tíð Þóris 2009-2016 5 - Þórir Hergeirsson (Noregur) 2 - Yevgeni Trefilov (Rússland, HM 2009 og ÓL 2016) 1 - Morten Soubak (Brasilía, HM 2013) 1 - Dragan Adzic (Svartfjallaland, Em 2012)Undanúrslitaleikir norsku stelpnanna undir stjórn ÞórisSem aðstoðarþjálfari Marit Breivik Sigur á Júgóslavíu á HM 2001* Sigur á Frakklandi á EM 2002 Sigur á Ungverjalandi á EM 2004 Sigur á Frakklandi á EM 2006 Sigur á Þýskaland á HM 2007 Sigur á Suður-Kóreu á ÓL 2008 Sigur á Rússlandi á EM 2008Sem aðalþjálfari Tap á móti Rússlandi á HM 2009 Sigur á Danmörku á EM 2010 Sigur á Spáni á HM 2011 Sigur á Suður-Kóreu á ÓL 2012 Sigur á Ungverjalandi á EM 2012 Sigur á Svíþjóð á EM 2014 Sigur á Rúmeníu á HM 2015* Tap á móti Rússlandi á ÓL 2016* * Framlengdir leikirSamanlagt 13 sigrar í 15 undanúrslitaleikjumMarit Breivik.Vísir/AFP Handbolti Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Fleiri fréttir Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Sjá meira
Marit Breivik er sigursælasti þjálfari norska kvennalandsliðsins í handbolta en kannski ekki mikið lengur. Selfyssingurinn Þórir Hergeirsson gerir sig líklegan til að setjast við hlið hennar á toppnum eftir Evrópumótið sem stendur nú yfir í Svíþjóð. Norska kvennalandsliðið hefur unnið fimm fyrstu leiki sína á EM 2016 og mætir Frökkum í undanúrslitum keppninnar í kvöld. Norðmenn þurfa ekki lengur að hafa áhyggjur af Rússum, Serbum eða Svartfellingum sem eru einu þjóðirnar sem hafa slegið út norska liðið á undanförnum tíu stórmótum. Best var líklega að losna við Ólympíumeistara Rússa sem eru eina handboltaþjóðin sem hefur unnið norsku stelpurnar í undanúrslitaleik á stórmóti á þessari öld. Fimm sinnum hefur Þórir stýrt norsku skútunni alla leið og unnið gullið. Takist honum það í sjötta sinn mun hann jafna met Marit Breivik. Marit Breivik naut reyndar góðrar hjálpar frá Þóri við að vinna fern af sínum sex gullverðlaunum.Marit Breivik.vísir/afpMarit Breivik tók við norska liðinu árið 1994 þegar liðið hafði aldrei unnið gull á stórmóti. Tvenn silfurverðlaun á Ólympíuleikum og tvenn bronsverðlaun á HM höfðu komið í hús en undir stjórn Marit braut norska liðið ísinn þegar liðið vann gull á EM 1998. Liðið varð heimsmeistari á HM árið eftir og vann brons á Ólympíuleikunum í Sydney 2000. Þórir hafði þjálfað norska unglingalandsliðið frá 1994 til 2001 en sumarið 2001 var hann ráðinn sem aðstoðarþjálfari Marit Breivik. Þau áttu síðan eftir að vinna saman í sjö ár og á tíu stórmótum. Uppskeran var sjö verðlaun, þar af fjögur gull. Þórir getur því ekki aðeins jafnað gullmet Marit Breivik heldur einnig tekið þátt í að vinna sitt tíunda gull á stórmóti sem þjálfari eða aðstoðarþjálfari norska landsliðsins. Noregur mætir Frakklandi í seinni undanúrslitaleik kvöldsins en á undan mætast Holland og Danmörk. Franska landsliðið er ekkert lamb að leika við. Liðið hefur aðeins tapað einum leik á mótinu og það var á móti Hollendingum í lokaleik riðilsins þar sem þær frönsku voru fimm mörkum yfir í hálfleik, 12-7. Franska liðið fór í úrslitaleikinn á Ólympíuleikunum í Ríó þar sem liðið varð að sætta sig við silfur eftir tap á móti Rússum.Noregur hefur ekki mætt Frökkum á stórmóti síðan á EM í Serbíu 2012 en þá unnu þær norsku með ellefu marka mun í leik liðanna í milliriðli. Nokkrum mánuðum fyrr hafði norska liðið aftur á móti byrjað Ólympíuleikana í London á því að tapa með einu marki fyrir Frökkum. Franska landsliðið hefur ekki unnið verðlaun á tveimur stórmótum í röð frá 2003 og aldrei tekið tvenn verðlaun á sama ári. Norska liðið á aftur á móti möguleika á því að taka tvenn stórmótaverðlaun á þriðja Ólympíuárinu í röð. Þórir og norsku stelpurnar mættu hungruð til leiks á EM í ár eftir „vonbrigðin“ á Ólympíuleikunum. Brons er sigur á flestum bæjum nema hjá norska landsliðinu þar sem enginn er sáttur nema með gull um hálsinn.Þórir Hergeirsson.Vísir/AFPFlest verðlaun þjálfara norska landsliðsins á stórmótumMarit Breivik 13 verðlaun á 19 stórmótum á 15 árum Þjálfaði frá 1994 til 2008 6 gull 5 silfur 2 bronsÞórir Hergeirsson 8 verðlaun á 9 stórmótum á 7 árum Hefur þjálfað liði frá 2009 5 gull 1 silfur 2 bronsGullverðlaun þjálfara á 9 stórmótum í tíð Þóris 2009-2016 5 - Þórir Hergeirsson (Noregur) 2 - Yevgeni Trefilov (Rússland, HM 2009 og ÓL 2016) 1 - Morten Soubak (Brasilía, HM 2013) 1 - Dragan Adzic (Svartfjallaland, Em 2012)Undanúrslitaleikir norsku stelpnanna undir stjórn ÞórisSem aðstoðarþjálfari Marit Breivik Sigur á Júgóslavíu á HM 2001* Sigur á Frakklandi á EM 2002 Sigur á Ungverjalandi á EM 2004 Sigur á Frakklandi á EM 2006 Sigur á Þýskaland á HM 2007 Sigur á Suður-Kóreu á ÓL 2008 Sigur á Rússlandi á EM 2008Sem aðalþjálfari Tap á móti Rússlandi á HM 2009 Sigur á Danmörku á EM 2010 Sigur á Spáni á HM 2011 Sigur á Suður-Kóreu á ÓL 2012 Sigur á Ungverjalandi á EM 2012 Sigur á Svíþjóð á EM 2014 Sigur á Rúmeníu á HM 2015* Tap á móti Rússlandi á ÓL 2016* * Framlengdir leikirSamanlagt 13 sigrar í 15 undanúrslitaleikjumMarit Breivik.Vísir/AFP
Handbolti Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Fleiri fréttir Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita