Austfirðingar argir: „Ég vil örvhentan veðurfræðing“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 19. desember 2016 13:18 Hvernig viðrar fyrir austan? Skjáskot Örvhentur veðurfræðingur er efstur á óskalista Austfirðinga fyrir þessi jól ef marka má viðbrögðin við færslu Eiðs Ragnarssonar frá Djúpavogi. „Gengur á með jakkafötum og hvítri skyrtu austanlands næstu daga,“ skrifar Eiður við mynd af veðurfræðingnum Sigurði Jónssyni sem sjá má standa fyrir Austurlandi er hann greinir frá veðurhorfunum á Norðvesturhorninu. Fjörugar umræður hafa skapast við færsluna og hafa fjölmargir stigið fram og sagst hafa kvartað yfir staðsetningum veðurfræðinga í gegnum tíðina. Rúmlega 100 manns hafa deilt færslunni og því ljóst að Eiður er ekki einn á þessari skoðun. Þá hafa þeir allra róttækustu sameinast í Facebookhópnum „Hættið að standa fyrir Austurlandi kæru veðurfræðingar“ og telja meðlimir nú um 80 manns. Eiður segir í samtali við Austurfrétt að þessi tilhneiging veðurfréttamanna á RÚV hafi verið slæm síðustu misseri en hafi líklega náð hámarki í gærkvöldi.„Maðurinn stóð alveg fyrir landshlutanum í gær, gamla austfjarðakjördæmið sást aldrei allan veðurfréttatímann“ og bætir við lausnin sé eflaust fólgin í örvhentum veðurfræðingi - sem væri þá líklegri til að standa fyrir Vesturlandi þegar hann greinir frá veðurhorfunum. „Nú eða bara taka upp prikið eins og í gamla daga, þá geta þeir staðið austanmegin en áhorfendur þó séð hvað um er að vera,“ segir Eiður við Austurfrétt. Að sögn Elínar Bjarkar Jónsdóttur hjá Veðurstofunni kannast þau við pirring Austfirðingi og að verið sé að reyna að leysa málið. „Vandamálið er að grunnurinn á bak við kortið (grænn skjár) er í vitlausum hlutföllum miðað við útsendingu. Það er verið að vinna í því að fá nýjan skjá sem ætti að laga þetta vandamál.“ Færslu Eiðs má sjá hér að ofan. Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Sjá meira
Örvhentur veðurfræðingur er efstur á óskalista Austfirðinga fyrir þessi jól ef marka má viðbrögðin við færslu Eiðs Ragnarssonar frá Djúpavogi. „Gengur á með jakkafötum og hvítri skyrtu austanlands næstu daga,“ skrifar Eiður við mynd af veðurfræðingnum Sigurði Jónssyni sem sjá má standa fyrir Austurlandi er hann greinir frá veðurhorfunum á Norðvesturhorninu. Fjörugar umræður hafa skapast við færsluna og hafa fjölmargir stigið fram og sagst hafa kvartað yfir staðsetningum veðurfræðinga í gegnum tíðina. Rúmlega 100 manns hafa deilt færslunni og því ljóst að Eiður er ekki einn á þessari skoðun. Þá hafa þeir allra róttækustu sameinast í Facebookhópnum „Hættið að standa fyrir Austurlandi kæru veðurfræðingar“ og telja meðlimir nú um 80 manns. Eiður segir í samtali við Austurfrétt að þessi tilhneiging veðurfréttamanna á RÚV hafi verið slæm síðustu misseri en hafi líklega náð hámarki í gærkvöldi.„Maðurinn stóð alveg fyrir landshlutanum í gær, gamla austfjarðakjördæmið sást aldrei allan veðurfréttatímann“ og bætir við lausnin sé eflaust fólgin í örvhentum veðurfræðingi - sem væri þá líklegri til að standa fyrir Vesturlandi þegar hann greinir frá veðurhorfunum. „Nú eða bara taka upp prikið eins og í gamla daga, þá geta þeir staðið austanmegin en áhorfendur þó séð hvað um er að vera,“ segir Eiður við Austurfrétt. Að sögn Elínar Bjarkar Jónsdóttur hjá Veðurstofunni kannast þau við pirring Austfirðingi og að verið sé að reyna að leysa málið. „Vandamálið er að grunnurinn á bak við kortið (grænn skjár) er í vitlausum hlutföllum miðað við útsendingu. Það er verið að vinna í því að fá nýjan skjá sem ætti að laga þetta vandamál.“ Færslu Eiðs má sjá hér að ofan.
Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Sjá meira