Tvístrað fólk sem talar við eigin fingur Magnús Guðmundsson skrifar 2. desember 2016 11:00 Steinar Bragi var nýkominn heim frá Berlín og mætti beint á Kjarvalsstaði til þess að taka við tilnefningunni. Visir/Stefán Tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna voru kynntar í gær á Kjarvalsstöðum. Á meðal bóka í flokki fagurbókmennta er að finna smásagnasafnið Allt fer, eftir Steinar Braga og það var létt í honum yfir upphefðinni og hann tók henni greinilega fagnandi. „Ég tek við öllu góðu sem að mér er rétt, vondu líka, það má læra margt af mörgu. En ætli ég sé ekki orðinn of gamall til að stressa mig á tilnefningu. Þegar ég var níu ára vann ég ritgerðasamkeppni Morgunblaðsins um nammilausan dag, styrkta af Tannlæknafélaginu, það dugði mér lengi, ég er ekki einu sinni að reyna að vera sniðugur, það dugði mér ótrúlega lengi.“Gerist á milli bóka Þrátt fyrir upphefðina að lokinni tannverndarsmásögunni lét Steinar Bragi ekki þar við sitja heldur hefur haldið ótrauður áfram að skrifa. Hann er reyndar á meðal þeirra fjölmörgu Íslendinga sem hafa verið búsettir í Berlín síðustu misserin en segist hins vegar hafa flutt heim að nýju í gær. „Já, ég flutti þaðan í gær og aftur til Reykjavíkur. En ég kláraði Allt fer í Berlín í júní og hafði á þeim tíma engan sans fyrir því að ég væri í Berlín, ég var búinn að steingleyma því eins og gerist of oft þegar ég er einhvers staðar að vinna, að skrifa er að vera hvergi, að minnsta kosti hefur útkoman verið sú fyrir mig. Ég hékk á sömu tveimur bókasöfnunum og indverskum veitingastað fyrir fólk nálægt fátæktarmörkum og leið eins og ég væri ekki almennilega til – það gerist ef maður er á milli bóka og verður enn tómlegra þegar maður leggur upp með að skrifa alltaf síðustu bókina, hella allri veru sinni í þetta eina verk og skella svo á eftir sér og fara.“Smásagan fyndin Steinar Bragi hefur fengist við ýmis form bókmenntanna en að þessu sinni er það smásagnaformið sem verður fyrir valinu. Hvað skyldi hafa orðið til þess? Er smásagan form sem þrengir að eða frelsar við skriftirnar? „Ég hafði gaman af því að geta hoppað hratt úr einum heimi í annan í þessum styttri sögum, ég hef aldrei haft mikið gaman af því að skrifa fyrr en núna, kannski af því ég álpaðist ungur inn í þriðju persónuna og rataði ekki út úr henni, hún er þung og ferköntuð og vill alltaf vera að lýsa umhverfi og húsum, og „sagði hann“ eða „sagði hún“ er ekkert nema þreytandi. Styttri sögur opnuðu fyrir mér fyrstu persónuna og fyrsta persónan getur gert það sem henni sýnist, vaðið um allan alheim í hausnum á sér og gleymt öllu um hreyfingar eða föst leikatriði, hún gerir það sem henni sýnist og svo er hún líka fyndin.“Önnur hugsun Í upphafi bókar Steinars Braga er að finna þessa forvitnilegu áletrun sótta í verk Friedrich Nietzshe, Svo mælti Saraþrústa, í þýðingu Jóns Árna Jónssonar: „Allt fer, allt kemur aftur; hjól tilverunnar veltur um eilífð. Allt deyr, allt blómgast aftur; ár tilverunnar tekur engan enda. Allt brotnar, allt er skeytt saman á ný; um eilífð rís hið sama hús tilverunnar. Allt kveður, allt heilsast á ný; hringur tilverunnar er sjálfum sér trúr um eilífð.“ Það er óhætt að segja að þessi fallega áletrun gefur tóninn inn í sögur Steinars Braga og hann þvertekur vissulega ekki fyrir það. Stóra spurningin er þó kannski öllu fremur um hvað hann er að skrifa að þessu sinni. „Ég skrifa um ástina, pör, sambönd, hvernig fólk dregur sig saman og í sundur, það hefur alltaf vakið mér mesta forvitni af öllu því sem finnst á jörðinni: hvernig fólk elskar, hvernig það þrífst eða rífur sig á hol með öðrum, fer í sundur, slitnar, kemur saman. Og svo er þarna heilmikil gleði yfir því að vera á lífi og að allt endi. Það er ekkert svo ömurlegt að það geti ekki bara hætt því.“ Aðspurður um hver sé hins vegar drifkrafturinn að baki bókinni er svar Steinars Braga óneitanlega forvitnilegt. „Af hverju verður maður ástfanginn af öðrum – maður spyr sig ekki endilega að slíku fyrr en eftir að kólnar. Ég er ekki spenntur fyrir að greina eigin verk eða uppruna þeirra, en meðan á þeim stendur veit ég hvert orðin eiga að fara, hvaða myndir eiga saman og sé útundan mér lögun á einslags innra samhengi sögunnar sem krefst eins en alls ekki annars. Skriftir eru hugsun af allt öðru tagi en pólitík og viðskipti og ég hengi mig þegar ég skil ekki lengur muninn, þegar ég opna munninn til að smella í góm en byrja að hiksta. Á hinn bóginn negldi Kristín Ómarsdóttir þetta ágætlega þegar hún sagði að það væri eitthvað að hjá fólki sem skrifar, það er einföld og góð nálgun, og ætli slíkt fólk kenni ekki ýmist sjálfu sér um og reyni að skrifa sig í sátt við heiminn eða snúa sökinni upp á heiminn og segja honum að fokka sér. Ég held að rithöfundar séu almennt tvístrað fólk sem talar við eigin fingur, ég myndi samt frekar vilja hafa skáld hjá mér á dánarbeðinum heldur en Finn Ingólfsson.“Aumingjalegt Steinar Bragi er um margt þekktur fyrir fremur dökkan tón í sínum verkum. Fyrsta ljóðabókin leit dagsins ljós árið 1998 undir heitinu Svarthol og í sinni síðustu bók, Kata, sem kom út árið 2014 eru einnig dökkar myndir. En aðspurður hvað valdi þessum dökka tóni segist höfundurinn hreinlega ekki ná utan um það sjálfur. „Ég hef bara ekki náð utan um það enn þá hvernig best er að lifa og ég er alltof heiðarlegur til að þykjast vita það og hlunkast á niðurstöðu sem ég hef ekki reynt á sjálfum mér. Ég held annars að þessi dökki tónn klingi oftar en einu sinni eða tvisvar á ævi okkar allra og móti okkur meira en er þægilegt að viðurkenna. Það mætti allt eins spyrja af hverju fleiri höfundar gefi sig ekki að honum, og að þegja yfir honum í nafni fagurra bókmennta er aumingjalegt, eða að láta nægja að lýsa honum bara pínkulítið svo enginn haldi að verkið sé neitt mikið meira en bara í plati. Ég ber kærleika til fólks og vil því yfirleitt vel en eins og vís kona sagði: Ekki treysta horuðum kokki eða hamingjusömum listamanni.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 2. desember. Menning Tengdar fréttir Íslensku bókmenntaverðlaunin: Í fyrsta skipti sem höfundur er tilnefndur fyrir tvær bækur Verðlaunin eru veitt í þremur flokkum; flokki fræðirita og bóka almenns eðlis, flokki barna-og ungmennabóka og flokki fagurbókmennta. 1. desember 2016 17:30 Mest lesið Fiskikóngurinn fékk golfkúlu í hausinn Lífið Svindlið verður að útvarpsleikriti með Sölva Tryggva Lífið Björk byrjar kvöldið og Blawan tekur svo við Lífið Laug til um hakkara en bar sjálfur ábyrgð á unaðsstunum Lífið Umfjöllunin um kynjaveisluna fór fyrir brjóstið á Birgittu Lífið „Mig langaði að eiga vini og verða vinsæll“ Lífið Íbúð við Laugaveg sem áður var bíósalur Lífið Mætti á nærfötunum einum klæða Tíska og hönnun Sendi ítarlegan spurningarlista fyrir fyrsta stefnumótið Lífið Símtal á lágpunkti úti í London breytti öllu Lífið Fleiri fréttir Ævar Þór Benediktsson hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Ráðinn markaðs- og kynningarstjóri Tónlistarmiðstöðvar Verk Arnhildar og félaga valið framlag Íslands á Feneyjatvíæringnum í arkitektúr Lyfjameðferð við meðvirkni: „Æ, ég væri bara til í að taka eina töflu“ „Mann- og listfjandsamleg þvæla“ Salman Rushdie hlýtur verðlaun Halldórs Laxness Þarf ekkert að þvælast fyrir sjálfri sér „Smá eins og maður sé allsber fyrir framan alþjóð“ Forstöðumaðurinn fannst í Salnum Óður til kvenlíkamans í öllu sínu veldi Óli Egils snýr sér að Ladda eftir Bubba Snæbjörn nýr leikhússtjóri í Tjarnarbíói Sjá meira
Tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna voru kynntar í gær á Kjarvalsstöðum. Á meðal bóka í flokki fagurbókmennta er að finna smásagnasafnið Allt fer, eftir Steinar Braga og það var létt í honum yfir upphefðinni og hann tók henni greinilega fagnandi. „Ég tek við öllu góðu sem að mér er rétt, vondu líka, það má læra margt af mörgu. En ætli ég sé ekki orðinn of gamall til að stressa mig á tilnefningu. Þegar ég var níu ára vann ég ritgerðasamkeppni Morgunblaðsins um nammilausan dag, styrkta af Tannlæknafélaginu, það dugði mér lengi, ég er ekki einu sinni að reyna að vera sniðugur, það dugði mér ótrúlega lengi.“Gerist á milli bóka Þrátt fyrir upphefðina að lokinni tannverndarsmásögunni lét Steinar Bragi ekki þar við sitja heldur hefur haldið ótrauður áfram að skrifa. Hann er reyndar á meðal þeirra fjölmörgu Íslendinga sem hafa verið búsettir í Berlín síðustu misserin en segist hins vegar hafa flutt heim að nýju í gær. „Já, ég flutti þaðan í gær og aftur til Reykjavíkur. En ég kláraði Allt fer í Berlín í júní og hafði á þeim tíma engan sans fyrir því að ég væri í Berlín, ég var búinn að steingleyma því eins og gerist of oft þegar ég er einhvers staðar að vinna, að skrifa er að vera hvergi, að minnsta kosti hefur útkoman verið sú fyrir mig. Ég hékk á sömu tveimur bókasöfnunum og indverskum veitingastað fyrir fólk nálægt fátæktarmörkum og leið eins og ég væri ekki almennilega til – það gerist ef maður er á milli bóka og verður enn tómlegra þegar maður leggur upp með að skrifa alltaf síðustu bókina, hella allri veru sinni í þetta eina verk og skella svo á eftir sér og fara.“Smásagan fyndin Steinar Bragi hefur fengist við ýmis form bókmenntanna en að þessu sinni er það smásagnaformið sem verður fyrir valinu. Hvað skyldi hafa orðið til þess? Er smásagan form sem þrengir að eða frelsar við skriftirnar? „Ég hafði gaman af því að geta hoppað hratt úr einum heimi í annan í þessum styttri sögum, ég hef aldrei haft mikið gaman af því að skrifa fyrr en núna, kannski af því ég álpaðist ungur inn í þriðju persónuna og rataði ekki út úr henni, hún er þung og ferköntuð og vill alltaf vera að lýsa umhverfi og húsum, og „sagði hann“ eða „sagði hún“ er ekkert nema þreytandi. Styttri sögur opnuðu fyrir mér fyrstu persónuna og fyrsta persónan getur gert það sem henni sýnist, vaðið um allan alheim í hausnum á sér og gleymt öllu um hreyfingar eða föst leikatriði, hún gerir það sem henni sýnist og svo er hún líka fyndin.“Önnur hugsun Í upphafi bókar Steinars Braga er að finna þessa forvitnilegu áletrun sótta í verk Friedrich Nietzshe, Svo mælti Saraþrústa, í þýðingu Jóns Árna Jónssonar: „Allt fer, allt kemur aftur; hjól tilverunnar veltur um eilífð. Allt deyr, allt blómgast aftur; ár tilverunnar tekur engan enda. Allt brotnar, allt er skeytt saman á ný; um eilífð rís hið sama hús tilverunnar. Allt kveður, allt heilsast á ný; hringur tilverunnar er sjálfum sér trúr um eilífð.“ Það er óhætt að segja að þessi fallega áletrun gefur tóninn inn í sögur Steinars Braga og hann þvertekur vissulega ekki fyrir það. Stóra spurningin er þó kannski öllu fremur um hvað hann er að skrifa að þessu sinni. „Ég skrifa um ástina, pör, sambönd, hvernig fólk dregur sig saman og í sundur, það hefur alltaf vakið mér mesta forvitni af öllu því sem finnst á jörðinni: hvernig fólk elskar, hvernig það þrífst eða rífur sig á hol með öðrum, fer í sundur, slitnar, kemur saman. Og svo er þarna heilmikil gleði yfir því að vera á lífi og að allt endi. Það er ekkert svo ömurlegt að það geti ekki bara hætt því.“ Aðspurður um hver sé hins vegar drifkrafturinn að baki bókinni er svar Steinars Braga óneitanlega forvitnilegt. „Af hverju verður maður ástfanginn af öðrum – maður spyr sig ekki endilega að slíku fyrr en eftir að kólnar. Ég er ekki spenntur fyrir að greina eigin verk eða uppruna þeirra, en meðan á þeim stendur veit ég hvert orðin eiga að fara, hvaða myndir eiga saman og sé útundan mér lögun á einslags innra samhengi sögunnar sem krefst eins en alls ekki annars. Skriftir eru hugsun af allt öðru tagi en pólitík og viðskipti og ég hengi mig þegar ég skil ekki lengur muninn, þegar ég opna munninn til að smella í góm en byrja að hiksta. Á hinn bóginn negldi Kristín Ómarsdóttir þetta ágætlega þegar hún sagði að það væri eitthvað að hjá fólki sem skrifar, það er einföld og góð nálgun, og ætli slíkt fólk kenni ekki ýmist sjálfu sér um og reyni að skrifa sig í sátt við heiminn eða snúa sökinni upp á heiminn og segja honum að fokka sér. Ég held að rithöfundar séu almennt tvístrað fólk sem talar við eigin fingur, ég myndi samt frekar vilja hafa skáld hjá mér á dánarbeðinum heldur en Finn Ingólfsson.“Aumingjalegt Steinar Bragi er um margt þekktur fyrir fremur dökkan tón í sínum verkum. Fyrsta ljóðabókin leit dagsins ljós árið 1998 undir heitinu Svarthol og í sinni síðustu bók, Kata, sem kom út árið 2014 eru einnig dökkar myndir. En aðspurður hvað valdi þessum dökka tóni segist höfundurinn hreinlega ekki ná utan um það sjálfur. „Ég hef bara ekki náð utan um það enn þá hvernig best er að lifa og ég er alltof heiðarlegur til að þykjast vita það og hlunkast á niðurstöðu sem ég hef ekki reynt á sjálfum mér. Ég held annars að þessi dökki tónn klingi oftar en einu sinni eða tvisvar á ævi okkar allra og móti okkur meira en er þægilegt að viðurkenna. Það mætti allt eins spyrja af hverju fleiri höfundar gefi sig ekki að honum, og að þegja yfir honum í nafni fagurra bókmennta er aumingjalegt, eða að láta nægja að lýsa honum bara pínkulítið svo enginn haldi að verkið sé neitt mikið meira en bara í plati. Ég ber kærleika til fólks og vil því yfirleitt vel en eins og vís kona sagði: Ekki treysta horuðum kokki eða hamingjusömum listamanni.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 2. desember.
Menning Tengdar fréttir Íslensku bókmenntaverðlaunin: Í fyrsta skipti sem höfundur er tilnefndur fyrir tvær bækur Verðlaunin eru veitt í þremur flokkum; flokki fræðirita og bóka almenns eðlis, flokki barna-og ungmennabóka og flokki fagurbókmennta. 1. desember 2016 17:30 Mest lesið Fiskikóngurinn fékk golfkúlu í hausinn Lífið Svindlið verður að útvarpsleikriti með Sölva Tryggva Lífið Björk byrjar kvöldið og Blawan tekur svo við Lífið Laug til um hakkara en bar sjálfur ábyrgð á unaðsstunum Lífið Umfjöllunin um kynjaveisluna fór fyrir brjóstið á Birgittu Lífið „Mig langaði að eiga vini og verða vinsæll“ Lífið Íbúð við Laugaveg sem áður var bíósalur Lífið Mætti á nærfötunum einum klæða Tíska og hönnun Sendi ítarlegan spurningarlista fyrir fyrsta stefnumótið Lífið Símtal á lágpunkti úti í London breytti öllu Lífið Fleiri fréttir Ævar Þór Benediktsson hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Ráðinn markaðs- og kynningarstjóri Tónlistarmiðstöðvar Verk Arnhildar og félaga valið framlag Íslands á Feneyjatvíæringnum í arkitektúr Lyfjameðferð við meðvirkni: „Æ, ég væri bara til í að taka eina töflu“ „Mann- og listfjandsamleg þvæla“ Salman Rushdie hlýtur verðlaun Halldórs Laxness Þarf ekkert að þvælast fyrir sjálfri sér „Smá eins og maður sé allsber fyrir framan alþjóð“ Forstöðumaðurinn fannst í Salnum Óður til kvenlíkamans í öllu sínu veldi Óli Egils snýr sér að Ladda eftir Bubba Snæbjörn nýr leikhússtjóri í Tjarnarbíói Sjá meira
Íslensku bókmenntaverðlaunin: Í fyrsta skipti sem höfundur er tilnefndur fyrir tvær bækur Verðlaunin eru veitt í þremur flokkum; flokki fræðirita og bóka almenns eðlis, flokki barna-og ungmennabóka og flokki fagurbókmennta. 1. desember 2016 17:30