Að skapa öruggara rými og vinna gegn ofbeldi Freyja Haraldsdóttir skrifar 3. desember 2016 07:00 Talið er að meirihluti fatlaðra kvenna verði fyrir ofbeldi á lífsleiðinni. Ofbeldið er margslungið og ekki alltaf í samræmi við hefðbundnar skilgreiningar. Það er oft falið, menningarbundið og hríslast um kerfi sem við þurfum margar að vera í samskiptum við til þess að komast af. Það birtist líka í þögn. Raddir okkar eru þaggaðar í hel, okkur er kennt að vera þakklátar fyrir slæm lífskjör og harka af okkur ofbeldi.Tabú Fyrir tæpum þremur árum stofnuðum við Embla Guðrúnar Ágústsdóttir feminísku fötlunarhreyfinguna Tabú. Við höfðum fengið nóg af því að lesa skýrslur um háa tíðni ofbeldis og horfa upp á valdníðslu kerfisins. Við vorum þreyttar á upplifa kvenfyrirlitningu, gagnkynhneigðarrembu og yfirvald ófatlaðs fólks í baráttuhreyfingum fatlaðs fólks. Við vorum líka fullsaddar af ableisma í feminísku starfi. Við vildum gera eitthvað; rjúfa þögnina, ögra skaðlegum viðhorfum og skapa rými fyrir fatlaðar konur og fatlað transfólk til þess að valdeflast. Í friði og öryggi. Og við gerðum það. Í dag samanstendur Tabú, sem fer sífellt stækkandi, af rúmlega þrjátíu manneskjum sem saman hafa skrifað í kringum hundrað greinar, haldið mótmæli, tekið þátt í Druslugöngum, haldið námskeið og margt fleira.Öruggara rými Við sem hópur sköpum rýmið og það skiptir máli fyrir okkur persónulega og pólitískt. Við sköpum það með því að skilgreina sjálf hvernig rýmið getur verið sem öruggast. Við leggjum áherslu á trúnað, hlustun og virðingu fyrir ólíkum reynsluheimum, sjónarmiðum og tjáskiptaleiðum. Það er engin krafa um að vera hress eða hafa lausnir við vandamálum. Við reynum, umfram allt, að taka öllum tilfinningum opnum örmum, hræðast þær ekki, gefa þeim pláss og þykja vænt um þær. Allar þessar tilfinningar geta verið óbærilegar í einrúmi en í þessu rými berum við þungann af þeim saman og finnum þeim uppbyggjandi farveg. Við njótum þess að vera glöð og leið saman. Það er ekki alltaf áreynslulaust eða án fyrirhafnar en í sameiningu höfum við metnað og áhuga til þess að vernda þetta rými og leyfa því að þróast með okkur sjálfum. Okkar sameiginlega en fjölbreytta reynsla af fötlun er haldreipið sem við notum til þess að styrkja okkur, fræðast og spegla sögur okkar hvor í annarri.Frá persónulegum byltingum til samfélagsumbóta Í hvert sinn sem ég hitti Tabúhópinn fyllist ég krafti. Þar er rými sem mér finnst ég tilheyra án þess að þurfa að afsaka mig eða útskýra, þar sem ég næ að skila skömm sem ég á ekki, afbyggja hugmyndir um að ég sé byrði á samfélaginu, þykja vænt um líkamsverund mína og finnast ég eiga tilvistarrétt í heimi sem er ekki hannaður fyrir mig. Fyrir það er ég þakklát. Hver og ein manneskja í þessu örugga rými skapar það og á þannig þátt í því að gera okkur öllum kleift að hrinda af stað samfélagsumbótum. Þær byrja oftast í litlum og stórum persónulegum byltingum sem fáir sjá en umbreytast í stærri og pólitískari byltingar. Um það snýst Tabú í mínum huga - þannig vinnum við gegn ofbeldi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Talið er að meirihluti fatlaðra kvenna verði fyrir ofbeldi á lífsleiðinni. Ofbeldið er margslungið og ekki alltaf í samræmi við hefðbundnar skilgreiningar. Það er oft falið, menningarbundið og hríslast um kerfi sem við þurfum margar að vera í samskiptum við til þess að komast af. Það birtist líka í þögn. Raddir okkar eru þaggaðar í hel, okkur er kennt að vera þakklátar fyrir slæm lífskjör og harka af okkur ofbeldi.Tabú Fyrir tæpum þremur árum stofnuðum við Embla Guðrúnar Ágústsdóttir feminísku fötlunarhreyfinguna Tabú. Við höfðum fengið nóg af því að lesa skýrslur um háa tíðni ofbeldis og horfa upp á valdníðslu kerfisins. Við vorum þreyttar á upplifa kvenfyrirlitningu, gagnkynhneigðarrembu og yfirvald ófatlaðs fólks í baráttuhreyfingum fatlaðs fólks. Við vorum líka fullsaddar af ableisma í feminísku starfi. Við vildum gera eitthvað; rjúfa þögnina, ögra skaðlegum viðhorfum og skapa rými fyrir fatlaðar konur og fatlað transfólk til þess að valdeflast. Í friði og öryggi. Og við gerðum það. Í dag samanstendur Tabú, sem fer sífellt stækkandi, af rúmlega þrjátíu manneskjum sem saman hafa skrifað í kringum hundrað greinar, haldið mótmæli, tekið þátt í Druslugöngum, haldið námskeið og margt fleira.Öruggara rými Við sem hópur sköpum rýmið og það skiptir máli fyrir okkur persónulega og pólitískt. Við sköpum það með því að skilgreina sjálf hvernig rýmið getur verið sem öruggast. Við leggjum áherslu á trúnað, hlustun og virðingu fyrir ólíkum reynsluheimum, sjónarmiðum og tjáskiptaleiðum. Það er engin krafa um að vera hress eða hafa lausnir við vandamálum. Við reynum, umfram allt, að taka öllum tilfinningum opnum örmum, hræðast þær ekki, gefa þeim pláss og þykja vænt um þær. Allar þessar tilfinningar geta verið óbærilegar í einrúmi en í þessu rými berum við þungann af þeim saman og finnum þeim uppbyggjandi farveg. Við njótum þess að vera glöð og leið saman. Það er ekki alltaf áreynslulaust eða án fyrirhafnar en í sameiningu höfum við metnað og áhuga til þess að vernda þetta rými og leyfa því að þróast með okkur sjálfum. Okkar sameiginlega en fjölbreytta reynsla af fötlun er haldreipið sem við notum til þess að styrkja okkur, fræðast og spegla sögur okkar hvor í annarri.Frá persónulegum byltingum til samfélagsumbóta Í hvert sinn sem ég hitti Tabúhópinn fyllist ég krafti. Þar er rými sem mér finnst ég tilheyra án þess að þurfa að afsaka mig eða útskýra, þar sem ég næ að skila skömm sem ég á ekki, afbyggja hugmyndir um að ég sé byrði á samfélaginu, þykja vænt um líkamsverund mína og finnast ég eiga tilvistarrétt í heimi sem er ekki hannaður fyrir mig. Fyrir það er ég þakklát. Hver og ein manneskja í þessu örugga rými skapar það og á þannig þátt í því að gera okkur öllum kleift að hrinda af stað samfélagsumbótum. Þær byrja oftast í litlum og stórum persónulegum byltingum sem fáir sjá en umbreytast í stærri og pólitískari byltingar. Um það snýst Tabú í mínum huga - þannig vinnum við gegn ofbeldi.
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar