Að skapa öruggara rými og vinna gegn ofbeldi Freyja Haraldsdóttir skrifar 3. desember 2016 07:00 Talið er að meirihluti fatlaðra kvenna verði fyrir ofbeldi á lífsleiðinni. Ofbeldið er margslungið og ekki alltaf í samræmi við hefðbundnar skilgreiningar. Það er oft falið, menningarbundið og hríslast um kerfi sem við þurfum margar að vera í samskiptum við til þess að komast af. Það birtist líka í þögn. Raddir okkar eru þaggaðar í hel, okkur er kennt að vera þakklátar fyrir slæm lífskjör og harka af okkur ofbeldi.Tabú Fyrir tæpum þremur árum stofnuðum við Embla Guðrúnar Ágústsdóttir feminísku fötlunarhreyfinguna Tabú. Við höfðum fengið nóg af því að lesa skýrslur um háa tíðni ofbeldis og horfa upp á valdníðslu kerfisins. Við vorum þreyttar á upplifa kvenfyrirlitningu, gagnkynhneigðarrembu og yfirvald ófatlaðs fólks í baráttuhreyfingum fatlaðs fólks. Við vorum líka fullsaddar af ableisma í feminísku starfi. Við vildum gera eitthvað; rjúfa þögnina, ögra skaðlegum viðhorfum og skapa rými fyrir fatlaðar konur og fatlað transfólk til þess að valdeflast. Í friði og öryggi. Og við gerðum það. Í dag samanstendur Tabú, sem fer sífellt stækkandi, af rúmlega þrjátíu manneskjum sem saman hafa skrifað í kringum hundrað greinar, haldið mótmæli, tekið þátt í Druslugöngum, haldið námskeið og margt fleira.Öruggara rými Við sem hópur sköpum rýmið og það skiptir máli fyrir okkur persónulega og pólitískt. Við sköpum það með því að skilgreina sjálf hvernig rýmið getur verið sem öruggast. Við leggjum áherslu á trúnað, hlustun og virðingu fyrir ólíkum reynsluheimum, sjónarmiðum og tjáskiptaleiðum. Það er engin krafa um að vera hress eða hafa lausnir við vandamálum. Við reynum, umfram allt, að taka öllum tilfinningum opnum örmum, hræðast þær ekki, gefa þeim pláss og þykja vænt um þær. Allar þessar tilfinningar geta verið óbærilegar í einrúmi en í þessu rými berum við þungann af þeim saman og finnum þeim uppbyggjandi farveg. Við njótum þess að vera glöð og leið saman. Það er ekki alltaf áreynslulaust eða án fyrirhafnar en í sameiningu höfum við metnað og áhuga til þess að vernda þetta rými og leyfa því að þróast með okkur sjálfum. Okkar sameiginlega en fjölbreytta reynsla af fötlun er haldreipið sem við notum til þess að styrkja okkur, fræðast og spegla sögur okkar hvor í annarri.Frá persónulegum byltingum til samfélagsumbóta Í hvert sinn sem ég hitti Tabúhópinn fyllist ég krafti. Þar er rými sem mér finnst ég tilheyra án þess að þurfa að afsaka mig eða útskýra, þar sem ég næ að skila skömm sem ég á ekki, afbyggja hugmyndir um að ég sé byrði á samfélaginu, þykja vænt um líkamsverund mína og finnast ég eiga tilvistarrétt í heimi sem er ekki hannaður fyrir mig. Fyrir það er ég þakklát. Hver og ein manneskja í þessu örugga rými skapar það og á þannig þátt í því að gera okkur öllum kleift að hrinda af stað samfélagsumbótum. Þær byrja oftast í litlum og stórum persónulegum byltingum sem fáir sjá en umbreytast í stærri og pólitískari byltingar. Um það snýst Tabú í mínum huga - þannig vinnum við gegn ofbeldi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Við getum gert betur Einar Bárðarson Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Skoðun Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Sjá meira
Talið er að meirihluti fatlaðra kvenna verði fyrir ofbeldi á lífsleiðinni. Ofbeldið er margslungið og ekki alltaf í samræmi við hefðbundnar skilgreiningar. Það er oft falið, menningarbundið og hríslast um kerfi sem við þurfum margar að vera í samskiptum við til þess að komast af. Það birtist líka í þögn. Raddir okkar eru þaggaðar í hel, okkur er kennt að vera þakklátar fyrir slæm lífskjör og harka af okkur ofbeldi.Tabú Fyrir tæpum þremur árum stofnuðum við Embla Guðrúnar Ágústsdóttir feminísku fötlunarhreyfinguna Tabú. Við höfðum fengið nóg af því að lesa skýrslur um háa tíðni ofbeldis og horfa upp á valdníðslu kerfisins. Við vorum þreyttar á upplifa kvenfyrirlitningu, gagnkynhneigðarrembu og yfirvald ófatlaðs fólks í baráttuhreyfingum fatlaðs fólks. Við vorum líka fullsaddar af ableisma í feminísku starfi. Við vildum gera eitthvað; rjúfa þögnina, ögra skaðlegum viðhorfum og skapa rými fyrir fatlaðar konur og fatlað transfólk til þess að valdeflast. Í friði og öryggi. Og við gerðum það. Í dag samanstendur Tabú, sem fer sífellt stækkandi, af rúmlega þrjátíu manneskjum sem saman hafa skrifað í kringum hundrað greinar, haldið mótmæli, tekið þátt í Druslugöngum, haldið námskeið og margt fleira.Öruggara rými Við sem hópur sköpum rýmið og það skiptir máli fyrir okkur persónulega og pólitískt. Við sköpum það með því að skilgreina sjálf hvernig rýmið getur verið sem öruggast. Við leggjum áherslu á trúnað, hlustun og virðingu fyrir ólíkum reynsluheimum, sjónarmiðum og tjáskiptaleiðum. Það er engin krafa um að vera hress eða hafa lausnir við vandamálum. Við reynum, umfram allt, að taka öllum tilfinningum opnum örmum, hræðast þær ekki, gefa þeim pláss og þykja vænt um þær. Allar þessar tilfinningar geta verið óbærilegar í einrúmi en í þessu rými berum við þungann af þeim saman og finnum þeim uppbyggjandi farveg. Við njótum þess að vera glöð og leið saman. Það er ekki alltaf áreynslulaust eða án fyrirhafnar en í sameiningu höfum við metnað og áhuga til þess að vernda þetta rými og leyfa því að þróast með okkur sjálfum. Okkar sameiginlega en fjölbreytta reynsla af fötlun er haldreipið sem við notum til þess að styrkja okkur, fræðast og spegla sögur okkar hvor í annarri.Frá persónulegum byltingum til samfélagsumbóta Í hvert sinn sem ég hitti Tabúhópinn fyllist ég krafti. Þar er rými sem mér finnst ég tilheyra án þess að þurfa að afsaka mig eða útskýra, þar sem ég næ að skila skömm sem ég á ekki, afbyggja hugmyndir um að ég sé byrði á samfélaginu, þykja vænt um líkamsverund mína og finnast ég eiga tilvistarrétt í heimi sem er ekki hannaður fyrir mig. Fyrir það er ég þakklát. Hver og ein manneskja í þessu örugga rými skapar það og á þannig þátt í því að gera okkur öllum kleift að hrinda af stað samfélagsumbótum. Þær byrja oftast í litlum og stórum persónulegum byltingum sem fáir sjá en umbreytast í stærri og pólitískari byltingar. Um það snýst Tabú í mínum huga - þannig vinnum við gegn ofbeldi.
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun