Að skapa öruggara rými og vinna gegn ofbeldi Freyja Haraldsdóttir skrifar 3. desember 2016 07:00 Talið er að meirihluti fatlaðra kvenna verði fyrir ofbeldi á lífsleiðinni. Ofbeldið er margslungið og ekki alltaf í samræmi við hefðbundnar skilgreiningar. Það er oft falið, menningarbundið og hríslast um kerfi sem við þurfum margar að vera í samskiptum við til þess að komast af. Það birtist líka í þögn. Raddir okkar eru þaggaðar í hel, okkur er kennt að vera þakklátar fyrir slæm lífskjör og harka af okkur ofbeldi.Tabú Fyrir tæpum þremur árum stofnuðum við Embla Guðrúnar Ágústsdóttir feminísku fötlunarhreyfinguna Tabú. Við höfðum fengið nóg af því að lesa skýrslur um háa tíðni ofbeldis og horfa upp á valdníðslu kerfisins. Við vorum þreyttar á upplifa kvenfyrirlitningu, gagnkynhneigðarrembu og yfirvald ófatlaðs fólks í baráttuhreyfingum fatlaðs fólks. Við vorum líka fullsaddar af ableisma í feminísku starfi. Við vildum gera eitthvað; rjúfa þögnina, ögra skaðlegum viðhorfum og skapa rými fyrir fatlaðar konur og fatlað transfólk til þess að valdeflast. Í friði og öryggi. Og við gerðum það. Í dag samanstendur Tabú, sem fer sífellt stækkandi, af rúmlega þrjátíu manneskjum sem saman hafa skrifað í kringum hundrað greinar, haldið mótmæli, tekið þátt í Druslugöngum, haldið námskeið og margt fleira.Öruggara rými Við sem hópur sköpum rýmið og það skiptir máli fyrir okkur persónulega og pólitískt. Við sköpum það með því að skilgreina sjálf hvernig rýmið getur verið sem öruggast. Við leggjum áherslu á trúnað, hlustun og virðingu fyrir ólíkum reynsluheimum, sjónarmiðum og tjáskiptaleiðum. Það er engin krafa um að vera hress eða hafa lausnir við vandamálum. Við reynum, umfram allt, að taka öllum tilfinningum opnum örmum, hræðast þær ekki, gefa þeim pláss og þykja vænt um þær. Allar þessar tilfinningar geta verið óbærilegar í einrúmi en í þessu rými berum við þungann af þeim saman og finnum þeim uppbyggjandi farveg. Við njótum þess að vera glöð og leið saman. Það er ekki alltaf áreynslulaust eða án fyrirhafnar en í sameiningu höfum við metnað og áhuga til þess að vernda þetta rými og leyfa því að þróast með okkur sjálfum. Okkar sameiginlega en fjölbreytta reynsla af fötlun er haldreipið sem við notum til þess að styrkja okkur, fræðast og spegla sögur okkar hvor í annarri.Frá persónulegum byltingum til samfélagsumbóta Í hvert sinn sem ég hitti Tabúhópinn fyllist ég krafti. Þar er rými sem mér finnst ég tilheyra án þess að þurfa að afsaka mig eða útskýra, þar sem ég næ að skila skömm sem ég á ekki, afbyggja hugmyndir um að ég sé byrði á samfélaginu, þykja vænt um líkamsverund mína og finnast ég eiga tilvistarrétt í heimi sem er ekki hannaður fyrir mig. Fyrir það er ég þakklát. Hver og ein manneskja í þessu örugga rými skapar það og á þannig þátt í því að gera okkur öllum kleift að hrinda af stað samfélagsumbótum. Þær byrja oftast í litlum og stórum persónulegum byltingum sem fáir sjá en umbreytast í stærri og pólitískari byltingar. Um það snýst Tabú í mínum huga - þannig vinnum við gegn ofbeldi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Talið er að meirihluti fatlaðra kvenna verði fyrir ofbeldi á lífsleiðinni. Ofbeldið er margslungið og ekki alltaf í samræmi við hefðbundnar skilgreiningar. Það er oft falið, menningarbundið og hríslast um kerfi sem við þurfum margar að vera í samskiptum við til þess að komast af. Það birtist líka í þögn. Raddir okkar eru þaggaðar í hel, okkur er kennt að vera þakklátar fyrir slæm lífskjör og harka af okkur ofbeldi.Tabú Fyrir tæpum þremur árum stofnuðum við Embla Guðrúnar Ágústsdóttir feminísku fötlunarhreyfinguna Tabú. Við höfðum fengið nóg af því að lesa skýrslur um háa tíðni ofbeldis og horfa upp á valdníðslu kerfisins. Við vorum þreyttar á upplifa kvenfyrirlitningu, gagnkynhneigðarrembu og yfirvald ófatlaðs fólks í baráttuhreyfingum fatlaðs fólks. Við vorum líka fullsaddar af ableisma í feminísku starfi. Við vildum gera eitthvað; rjúfa þögnina, ögra skaðlegum viðhorfum og skapa rými fyrir fatlaðar konur og fatlað transfólk til þess að valdeflast. Í friði og öryggi. Og við gerðum það. Í dag samanstendur Tabú, sem fer sífellt stækkandi, af rúmlega þrjátíu manneskjum sem saman hafa skrifað í kringum hundrað greinar, haldið mótmæli, tekið þátt í Druslugöngum, haldið námskeið og margt fleira.Öruggara rými Við sem hópur sköpum rýmið og það skiptir máli fyrir okkur persónulega og pólitískt. Við sköpum það með því að skilgreina sjálf hvernig rýmið getur verið sem öruggast. Við leggjum áherslu á trúnað, hlustun og virðingu fyrir ólíkum reynsluheimum, sjónarmiðum og tjáskiptaleiðum. Það er engin krafa um að vera hress eða hafa lausnir við vandamálum. Við reynum, umfram allt, að taka öllum tilfinningum opnum örmum, hræðast þær ekki, gefa þeim pláss og þykja vænt um þær. Allar þessar tilfinningar geta verið óbærilegar í einrúmi en í þessu rými berum við þungann af þeim saman og finnum þeim uppbyggjandi farveg. Við njótum þess að vera glöð og leið saman. Það er ekki alltaf áreynslulaust eða án fyrirhafnar en í sameiningu höfum við metnað og áhuga til þess að vernda þetta rými og leyfa því að þróast með okkur sjálfum. Okkar sameiginlega en fjölbreytta reynsla af fötlun er haldreipið sem við notum til þess að styrkja okkur, fræðast og spegla sögur okkar hvor í annarri.Frá persónulegum byltingum til samfélagsumbóta Í hvert sinn sem ég hitti Tabúhópinn fyllist ég krafti. Þar er rými sem mér finnst ég tilheyra án þess að þurfa að afsaka mig eða útskýra, þar sem ég næ að skila skömm sem ég á ekki, afbyggja hugmyndir um að ég sé byrði á samfélaginu, þykja vænt um líkamsverund mína og finnast ég eiga tilvistarrétt í heimi sem er ekki hannaður fyrir mig. Fyrir það er ég þakklát. Hver og ein manneskja í þessu örugga rými skapar það og á þannig þátt í því að gera okkur öllum kleift að hrinda af stað samfélagsumbótum. Þær byrja oftast í litlum og stórum persónulegum byltingum sem fáir sjá en umbreytast í stærri og pólitískari byltingar. Um það snýst Tabú í mínum huga - þannig vinnum við gegn ofbeldi.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun