Að skapa öruggara rými og vinna gegn ofbeldi Freyja Haraldsdóttir skrifar 3. desember 2016 07:00 Talið er að meirihluti fatlaðra kvenna verði fyrir ofbeldi á lífsleiðinni. Ofbeldið er margslungið og ekki alltaf í samræmi við hefðbundnar skilgreiningar. Það er oft falið, menningarbundið og hríslast um kerfi sem við þurfum margar að vera í samskiptum við til þess að komast af. Það birtist líka í þögn. Raddir okkar eru þaggaðar í hel, okkur er kennt að vera þakklátar fyrir slæm lífskjör og harka af okkur ofbeldi.Tabú Fyrir tæpum þremur árum stofnuðum við Embla Guðrúnar Ágústsdóttir feminísku fötlunarhreyfinguna Tabú. Við höfðum fengið nóg af því að lesa skýrslur um háa tíðni ofbeldis og horfa upp á valdníðslu kerfisins. Við vorum þreyttar á upplifa kvenfyrirlitningu, gagnkynhneigðarrembu og yfirvald ófatlaðs fólks í baráttuhreyfingum fatlaðs fólks. Við vorum líka fullsaddar af ableisma í feminísku starfi. Við vildum gera eitthvað; rjúfa þögnina, ögra skaðlegum viðhorfum og skapa rými fyrir fatlaðar konur og fatlað transfólk til þess að valdeflast. Í friði og öryggi. Og við gerðum það. Í dag samanstendur Tabú, sem fer sífellt stækkandi, af rúmlega þrjátíu manneskjum sem saman hafa skrifað í kringum hundrað greinar, haldið mótmæli, tekið þátt í Druslugöngum, haldið námskeið og margt fleira.Öruggara rými Við sem hópur sköpum rýmið og það skiptir máli fyrir okkur persónulega og pólitískt. Við sköpum það með því að skilgreina sjálf hvernig rýmið getur verið sem öruggast. Við leggjum áherslu á trúnað, hlustun og virðingu fyrir ólíkum reynsluheimum, sjónarmiðum og tjáskiptaleiðum. Það er engin krafa um að vera hress eða hafa lausnir við vandamálum. Við reynum, umfram allt, að taka öllum tilfinningum opnum örmum, hræðast þær ekki, gefa þeim pláss og þykja vænt um þær. Allar þessar tilfinningar geta verið óbærilegar í einrúmi en í þessu rými berum við þungann af þeim saman og finnum þeim uppbyggjandi farveg. Við njótum þess að vera glöð og leið saman. Það er ekki alltaf áreynslulaust eða án fyrirhafnar en í sameiningu höfum við metnað og áhuga til þess að vernda þetta rými og leyfa því að þróast með okkur sjálfum. Okkar sameiginlega en fjölbreytta reynsla af fötlun er haldreipið sem við notum til þess að styrkja okkur, fræðast og spegla sögur okkar hvor í annarri.Frá persónulegum byltingum til samfélagsumbóta Í hvert sinn sem ég hitti Tabúhópinn fyllist ég krafti. Þar er rými sem mér finnst ég tilheyra án þess að þurfa að afsaka mig eða útskýra, þar sem ég næ að skila skömm sem ég á ekki, afbyggja hugmyndir um að ég sé byrði á samfélaginu, þykja vænt um líkamsverund mína og finnast ég eiga tilvistarrétt í heimi sem er ekki hannaður fyrir mig. Fyrir það er ég þakklát. Hver og ein manneskja í þessu örugga rými skapar það og á þannig þátt í því að gera okkur öllum kleift að hrinda af stað samfélagsumbótum. Þær byrja oftast í litlum og stórum persónulegum byltingum sem fáir sjá en umbreytast í stærri og pólitískari byltingar. Um það snýst Tabú í mínum huga - þannig vinnum við gegn ofbeldi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Skoðun Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Sjá meira
Talið er að meirihluti fatlaðra kvenna verði fyrir ofbeldi á lífsleiðinni. Ofbeldið er margslungið og ekki alltaf í samræmi við hefðbundnar skilgreiningar. Það er oft falið, menningarbundið og hríslast um kerfi sem við þurfum margar að vera í samskiptum við til þess að komast af. Það birtist líka í þögn. Raddir okkar eru þaggaðar í hel, okkur er kennt að vera þakklátar fyrir slæm lífskjör og harka af okkur ofbeldi.Tabú Fyrir tæpum þremur árum stofnuðum við Embla Guðrúnar Ágústsdóttir feminísku fötlunarhreyfinguna Tabú. Við höfðum fengið nóg af því að lesa skýrslur um háa tíðni ofbeldis og horfa upp á valdníðslu kerfisins. Við vorum þreyttar á upplifa kvenfyrirlitningu, gagnkynhneigðarrembu og yfirvald ófatlaðs fólks í baráttuhreyfingum fatlaðs fólks. Við vorum líka fullsaddar af ableisma í feminísku starfi. Við vildum gera eitthvað; rjúfa þögnina, ögra skaðlegum viðhorfum og skapa rými fyrir fatlaðar konur og fatlað transfólk til þess að valdeflast. Í friði og öryggi. Og við gerðum það. Í dag samanstendur Tabú, sem fer sífellt stækkandi, af rúmlega þrjátíu manneskjum sem saman hafa skrifað í kringum hundrað greinar, haldið mótmæli, tekið þátt í Druslugöngum, haldið námskeið og margt fleira.Öruggara rými Við sem hópur sköpum rýmið og það skiptir máli fyrir okkur persónulega og pólitískt. Við sköpum það með því að skilgreina sjálf hvernig rýmið getur verið sem öruggast. Við leggjum áherslu á trúnað, hlustun og virðingu fyrir ólíkum reynsluheimum, sjónarmiðum og tjáskiptaleiðum. Það er engin krafa um að vera hress eða hafa lausnir við vandamálum. Við reynum, umfram allt, að taka öllum tilfinningum opnum örmum, hræðast þær ekki, gefa þeim pláss og þykja vænt um þær. Allar þessar tilfinningar geta verið óbærilegar í einrúmi en í þessu rými berum við þungann af þeim saman og finnum þeim uppbyggjandi farveg. Við njótum þess að vera glöð og leið saman. Það er ekki alltaf áreynslulaust eða án fyrirhafnar en í sameiningu höfum við metnað og áhuga til þess að vernda þetta rými og leyfa því að þróast með okkur sjálfum. Okkar sameiginlega en fjölbreytta reynsla af fötlun er haldreipið sem við notum til þess að styrkja okkur, fræðast og spegla sögur okkar hvor í annarri.Frá persónulegum byltingum til samfélagsumbóta Í hvert sinn sem ég hitti Tabúhópinn fyllist ég krafti. Þar er rými sem mér finnst ég tilheyra án þess að þurfa að afsaka mig eða útskýra, þar sem ég næ að skila skömm sem ég á ekki, afbyggja hugmyndir um að ég sé byrði á samfélaginu, þykja vænt um líkamsverund mína og finnast ég eiga tilvistarrétt í heimi sem er ekki hannaður fyrir mig. Fyrir það er ég þakklát. Hver og ein manneskja í þessu örugga rými skapar það og á þannig þátt í því að gera okkur öllum kleift að hrinda af stað samfélagsumbótum. Þær byrja oftast í litlum og stórum persónulegum byltingum sem fáir sjá en umbreytast í stærri og pólitískari byltingar. Um það snýst Tabú í mínum huga - þannig vinnum við gegn ofbeldi.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun