„Rangur misskilningur” Guðný Halldórsdóttir skrifar 7. desember 2016 07:00 Sagði fulli kallinn við Stellu í orlofi, þegar hún var að sinna honum með góðum ásetningi. Í grein í blaðinu um daginn vogaði ég mér að andmæla því að Mosfellsdalurinn og Þjóðgarðurinn væru hjáleið fyrir farskjóta, sem eiga ekki brýnt erindi þangað, umferðin orðin of mikil. Í góðum ásetningi kom ég með hugmynd um að endurbyggja gamla Þingvallaveginn, sem sést hér á korti og var aflagður vegna sérvisku freks karls. Vegagerðin svaraði fyrir freka kallinn með útúrsnúningi varðandi þessa ágætu ævagömlu leið, segir að Blönduós, Vík og Borgarnes þurfi að líða fyrir svipaða umferð. Það eru byggðakjarnar, sem þrífast á ferðamennsku, eru staðsettir við hringveginn og vilja það. Væru ansi daufir, ef ekki væri fyrir gegnumstreymi ferðalanga með sjoppum og bensínsölu enda hugsuð sem áningarstaðir í aðalleið, ekki hjáleið. Ég veit að það er óvinsælt að segja hlutina eins og þeir eru, en einhver verður að gera það. Í þau átta ár sem ég sat í bæjarstjórn, biðum við oft eftir fundi með Vegagerðinni, með óskir íbúa og bæjaryfirvalda um uppbyggilegar breytingar á vegstæðum. Þá sjaldan þeir mættu, völtuðu þeir yfir okkur og allar okkar beiðnir. Þá fattaði maður hve vonlaust það er að reyna hafa einhver áhrif á sérfræðinga Vegagerðarinnar, þeir hlusta ekki á neinn. Þeir fara með þennan málaflokk fyrir land og þjóð og sama hve margir íbúafundir, bæjarstjórnarfundir og skipulagsfundir eru haldnir með óskir, úrlausnir og framtíðarsjónarmið, þeir hafa valdið. Vegagerðin hlustar einungis á verkfræðilega útreikninga, án tillits til fólksins, landsins og náttúrunnar og skilur bara það sem hægt er að reikna.xxxBæjarstjórnin blóraböggull En alltaf láta þeir grey bæjarstjórnina skýla sér fyrir yfirganginum. Segja að allt sé þetta unnið í samvinnu við bæjaryfirvöld og að þeir hafi mætt á íbúafund með glærur, til að sýna okkur hvernig þeir ætla að hafa þetta. Á endanum er eymingjans bæjarstjórnin skömmuð fyrir glærurnar þeirra og líður eins og fólkinu á íbúafundinum: alveg í rusli yfir frekjuganginum, en verður í sveita síns andlits að ganga á milli sérfræðinganna og fólksins, þannig að allt líti þetta þokkalega út, sérstaklega fyrir Vegagerðina. Vitað er að það verður að fara út í vegabætur þar sem túrisminn er mestur. Gullni hringurinn er vinsælastur og sprunginn. Það verða að koma nýjar hugmyndir með framtíðarsýn og víðsýni, í stað þess að reikna út stækkanir á ómögulegum leiðum sem fyrir eru. Að hafa ekki meira hugmyndaflug í veglagningu en að breikka enn meir göturnar í Þjóðgarðinum á Þingvöllum, svo gegnumstreymið verði enn meira sýnir að það er ekki borin mikil virðing fyrir staðnum. Það er dapurlegt að koma til Þingvalla núna og eiginlega óráðlegt að fara þangað fyrir viðkvæmt fólk. Sá ráðherra sem stjórnar Vegagerðinni ætti endilega að hlusta á óskir og tilmæli frá íbúunum, fólkinu sem þekkir landið af eigin raun og reynir að koma með uppbyggilegar hugmyndir. Vegagerðin gerir það ekki, hún vinnur við að reikna fyrir einhver stjórnvöld, en ber enga ábyrgð á því sem síðar verður varðandi eyðileggingu á landi, náttúru og lífsgæðum íbúa.Freki kallinn alltaf stikkfrí Líkt og freki kallinn sem lét leggja nýja Þingvallaveginn út í bláinn, veg sem var lokaður átta mánuði á ári vegna snjóalaga og vondrar staðsetningar. Sá bar enga ábyrgð á neinu og enginn man hver hann var. Hann t.d. bar ekki ábyrgð á því að nú er verið að reyna að halda þessum klikkaða vegi opnum fyrir gegnumstreymi að vetrarlagi fyrir óheyrilegan pening. Svo bíð ég spennt eftir að sérfræðingur hjá Vegagerðinni svari mér, láti mig helst heyra það, noti bæjarstjórnina sem skjöld, að þetta sé allt eiginlega hennar mál, skauti fram hjá Þjóðgarðinum og klikki út með að segja að þeir eigi líka bágt á Blönduósi, og fyrst þeir eiga bágt, þá eigum við Mosfellingar að eiga að minnsta kosti jafn bágt.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 09.08.2025 Halldór Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ert þú með þráhyggju? Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Sagði fulli kallinn við Stellu í orlofi, þegar hún var að sinna honum með góðum ásetningi. Í grein í blaðinu um daginn vogaði ég mér að andmæla því að Mosfellsdalurinn og Þjóðgarðurinn væru hjáleið fyrir farskjóta, sem eiga ekki brýnt erindi þangað, umferðin orðin of mikil. Í góðum ásetningi kom ég með hugmynd um að endurbyggja gamla Þingvallaveginn, sem sést hér á korti og var aflagður vegna sérvisku freks karls. Vegagerðin svaraði fyrir freka kallinn með útúrsnúningi varðandi þessa ágætu ævagömlu leið, segir að Blönduós, Vík og Borgarnes þurfi að líða fyrir svipaða umferð. Það eru byggðakjarnar, sem þrífast á ferðamennsku, eru staðsettir við hringveginn og vilja það. Væru ansi daufir, ef ekki væri fyrir gegnumstreymi ferðalanga með sjoppum og bensínsölu enda hugsuð sem áningarstaðir í aðalleið, ekki hjáleið. Ég veit að það er óvinsælt að segja hlutina eins og þeir eru, en einhver verður að gera það. Í þau átta ár sem ég sat í bæjarstjórn, biðum við oft eftir fundi með Vegagerðinni, með óskir íbúa og bæjaryfirvalda um uppbyggilegar breytingar á vegstæðum. Þá sjaldan þeir mættu, völtuðu þeir yfir okkur og allar okkar beiðnir. Þá fattaði maður hve vonlaust það er að reyna hafa einhver áhrif á sérfræðinga Vegagerðarinnar, þeir hlusta ekki á neinn. Þeir fara með þennan málaflokk fyrir land og þjóð og sama hve margir íbúafundir, bæjarstjórnarfundir og skipulagsfundir eru haldnir með óskir, úrlausnir og framtíðarsjónarmið, þeir hafa valdið. Vegagerðin hlustar einungis á verkfræðilega útreikninga, án tillits til fólksins, landsins og náttúrunnar og skilur bara það sem hægt er að reikna.xxxBæjarstjórnin blóraböggull En alltaf láta þeir grey bæjarstjórnina skýla sér fyrir yfirganginum. Segja að allt sé þetta unnið í samvinnu við bæjaryfirvöld og að þeir hafi mætt á íbúafund með glærur, til að sýna okkur hvernig þeir ætla að hafa þetta. Á endanum er eymingjans bæjarstjórnin skömmuð fyrir glærurnar þeirra og líður eins og fólkinu á íbúafundinum: alveg í rusli yfir frekjuganginum, en verður í sveita síns andlits að ganga á milli sérfræðinganna og fólksins, þannig að allt líti þetta þokkalega út, sérstaklega fyrir Vegagerðina. Vitað er að það verður að fara út í vegabætur þar sem túrisminn er mestur. Gullni hringurinn er vinsælastur og sprunginn. Það verða að koma nýjar hugmyndir með framtíðarsýn og víðsýni, í stað þess að reikna út stækkanir á ómögulegum leiðum sem fyrir eru. Að hafa ekki meira hugmyndaflug í veglagningu en að breikka enn meir göturnar í Þjóðgarðinum á Þingvöllum, svo gegnumstreymið verði enn meira sýnir að það er ekki borin mikil virðing fyrir staðnum. Það er dapurlegt að koma til Þingvalla núna og eiginlega óráðlegt að fara þangað fyrir viðkvæmt fólk. Sá ráðherra sem stjórnar Vegagerðinni ætti endilega að hlusta á óskir og tilmæli frá íbúunum, fólkinu sem þekkir landið af eigin raun og reynir að koma með uppbyggilegar hugmyndir. Vegagerðin gerir það ekki, hún vinnur við að reikna fyrir einhver stjórnvöld, en ber enga ábyrgð á því sem síðar verður varðandi eyðileggingu á landi, náttúru og lífsgæðum íbúa.Freki kallinn alltaf stikkfrí Líkt og freki kallinn sem lét leggja nýja Þingvallaveginn út í bláinn, veg sem var lokaður átta mánuði á ári vegna snjóalaga og vondrar staðsetningar. Sá bar enga ábyrgð á neinu og enginn man hver hann var. Hann t.d. bar ekki ábyrgð á því að nú er verið að reyna að halda þessum klikkaða vegi opnum fyrir gegnumstreymi að vetrarlagi fyrir óheyrilegan pening. Svo bíð ég spennt eftir að sérfræðingur hjá Vegagerðinni svari mér, láti mig helst heyra það, noti bæjarstjórnina sem skjöld, að þetta sé allt eiginlega hennar mál, skauti fram hjá Þjóðgarðinum og klikki út með að segja að þeir eigi líka bágt á Blönduósi, og fyrst þeir eiga bágt, þá eigum við Mosfellingar að eiga að minnsta kosti jafn bágt.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar