Slysum vegna ölvunar snarfjölgar í góðærinu Svavar Hávarðsson skrifar 7. desember 2016 07:00 Ölvunarakstur er þjóðfélagsmein sem getur haft hörmulegar afleiðingar fyrir marga. Samgöngustofu á umferðarslysum, sem unnin er upp úr skýrslum lögreglu, sýnir að á fyrstu átta mánuðum þessa árs hefur orðið mikil fjölgun umferðarslysa sem rekja má til ölvunaraksturs. Á undanförnum árum, eða allt frá árinu 2008, hefur orðið mikil fækkun umferðarslysa þar sem ölvun kemur við sögu. Nú virðist hins vegar eiga sér stað viðsnúningur og er hann svo mikill að óhætt er að segja að svo ör aukning hafi ekki sést áður á einu ári. Athygli vekur fylgni á milli uppgangs í samfélaginu og ölvunaraksturs. Einar Magnús Magnússon, sérfræðingur í kynningarmálum hjá Samgöngustofu, segir um þessar niðurstöður að margt sé umhugsunarvert. Innan Samgöngustofu hafi verið brugðist sérstaklega við þessu með sérstöku átaki og lagst yfir með hvaða hætti sé hægt að bregðast sem best við – svo alvarlegar séu þær.Einar Magnús Magnússon„Þetta er spurning um uppeldi innan samfélagsins. Eftir hrunið dró mjög úr forvörnum og fræðslu, sem er skiljanlegt en á sama hátt stórhættulegt. Nú þurfum við að breyta þessu viðhorfi okkar til ölvunaraksturs og það getur tekið kynslóðir. Það þarf að uppræta það hættulega sjónarmið að það sé í lagi að aka eftir neyslu áfengis,“ segir Einar Magnús. Hann bætir við að það snúi að opinberri stefnumörkun sem verði þá til langs tíma og í því geti falist efling eftirlits með ölvunarakstri, markviss fræðsla og forvarnir og jafnvel endurskoðun á lögum. Þetta snúi að þeirri dapurlegu staðreynd að ökumenn stofna samborgurum sínum í lífshættu með athæfinu og oft þurfi ekki mikið magn áfengis til. Samantekt Samgöngustofu sýnir að fjöldi slasaðra vegna ölvunaraksturs fór úr 42 árið 2005 í 117 árið 2008 en það samsvarar að jafnaði rúmlega 40 prósenta aukningu á ári á þessum þremur árum. Í kjölfar ársins 2008 og fram til 2015 fækkar slösuðum af völdum ölvunaraksturs umtalsvert – fer á sjö árum úr 117 slysum niður í 26 í fyrra sem er það lægsta sem sést hefur frá árinu 2002. Fyrstu átta mánuði þessa árs slösuðust hins vegar 52 vegna ölvunaraksturs og ef fram heldur sem horfir stefnir í 80 slasaða vegna ölvunaraksturs árið 2016 sem þýðir að aukningin á milli áranna 2015 og 2016 verði rúm 200%. Það þýðir þreföldun í fjölda þeirra sem slasast vegna ölvunar. Tölurnar sýna enn fremur að yngstu ökumennirnir – sautján til 21 árs – eru stærsti áhættuhópurinn, og þá þeir næstir sem eru 32 til 36 ára. Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Fleiri fréttir Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Sjá meira
Samgöngustofu á umferðarslysum, sem unnin er upp úr skýrslum lögreglu, sýnir að á fyrstu átta mánuðum þessa árs hefur orðið mikil fjölgun umferðarslysa sem rekja má til ölvunaraksturs. Á undanförnum árum, eða allt frá árinu 2008, hefur orðið mikil fækkun umferðarslysa þar sem ölvun kemur við sögu. Nú virðist hins vegar eiga sér stað viðsnúningur og er hann svo mikill að óhætt er að segja að svo ör aukning hafi ekki sést áður á einu ári. Athygli vekur fylgni á milli uppgangs í samfélaginu og ölvunaraksturs. Einar Magnús Magnússon, sérfræðingur í kynningarmálum hjá Samgöngustofu, segir um þessar niðurstöður að margt sé umhugsunarvert. Innan Samgöngustofu hafi verið brugðist sérstaklega við þessu með sérstöku átaki og lagst yfir með hvaða hætti sé hægt að bregðast sem best við – svo alvarlegar séu þær.Einar Magnús Magnússon„Þetta er spurning um uppeldi innan samfélagsins. Eftir hrunið dró mjög úr forvörnum og fræðslu, sem er skiljanlegt en á sama hátt stórhættulegt. Nú þurfum við að breyta þessu viðhorfi okkar til ölvunaraksturs og það getur tekið kynslóðir. Það þarf að uppræta það hættulega sjónarmið að það sé í lagi að aka eftir neyslu áfengis,“ segir Einar Magnús. Hann bætir við að það snúi að opinberri stefnumörkun sem verði þá til langs tíma og í því geti falist efling eftirlits með ölvunarakstri, markviss fræðsla og forvarnir og jafnvel endurskoðun á lögum. Þetta snúi að þeirri dapurlegu staðreynd að ökumenn stofna samborgurum sínum í lífshættu með athæfinu og oft þurfi ekki mikið magn áfengis til. Samantekt Samgöngustofu sýnir að fjöldi slasaðra vegna ölvunaraksturs fór úr 42 árið 2005 í 117 árið 2008 en það samsvarar að jafnaði rúmlega 40 prósenta aukningu á ári á þessum þremur árum. Í kjölfar ársins 2008 og fram til 2015 fækkar slösuðum af völdum ölvunaraksturs umtalsvert – fer á sjö árum úr 117 slysum niður í 26 í fyrra sem er það lægsta sem sést hefur frá árinu 2002. Fyrstu átta mánuði þessa árs slösuðust hins vegar 52 vegna ölvunaraksturs og ef fram heldur sem horfir stefnir í 80 slasaða vegna ölvunaraksturs árið 2016 sem þýðir að aukningin á milli áranna 2015 og 2016 verði rúm 200%. Það þýðir þreföldun í fjölda þeirra sem slasast vegna ölvunar. Tölurnar sýna enn fremur að yngstu ökumennirnir – sautján til 21 árs – eru stærsti áhættuhópurinn, og þá þeir næstir sem eru 32 til 36 ára. Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Fleiri fréttir Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Sjá meira