Upp úr kössunum! Um gildi hugvísinda fyrir heilbrigt mannlíf Geir Sigurðsson skrifar 7. desember 2016 10:00 Hugvísindi eiga um þessar mundir í vök að verjast. Á Íslandi og víða um heim hafa nýfrjálshyggjukerfin sem innleidd hafa verið í menntakerfum og gera kröfu um fjárhagslega sjálfbærni sérhverrar einstakrar einingar grafið undan þeim. Þetta er öllu alvarlegra í ljósi þess að þörfin fyrir hugvísindi í veröldinni hefur líklega aldrei verið jafn brýn. En aðförin að hugvísindum er kannski skiljanleg í ljósi þess að þau vinna einmitt gegn þeim hugsunarhætti sem nýfrjálshyggjan ber með sér. Nýfrjálshyggjan er birtingarmynd tveggja tilhneiginga sem orðið hafa ráðandi á undangengnum áratugum: annars vegar að fá okkur til að hugsa í einangruðum „kössum“ eða einingum og hins vegar að meta gildi þessara eininga á fjárhagslegum forsendum einum. Einstaklingshyggjan er grundvöllur kassahugsunarinnar og hún hefur gengið í eina sæng með neysluhyggjunni, þannig að nú á dögum er einstaklingunum öðru fremur gert að leita að tilgangi lífs síns í neyslu og leggja þá á sig aukna launavinnu sem gerir neysluaukningu mögulega. Einkum í seinni tíð hafa hugvísindi, félagsvísindi og umhverfisvísindi unnið gegn hugsunarhætti og lífsmáta af þessu tagi. Þau hafa leitt í ljós að nær væri að skilja okkur manneskjurnar sem liði í gagnvirku tengslaneti fremur en afmarkaða einstaklinga. Við erum það sem við erum vegna hlutverka okkar, tengsla og ábyrgðar gagnvart öðrum. Við erum dætur, synir, ömmur, afar, mæður, feður, frænkur, frændur, vinir, samstarfsmenn, þátttakendur í samfélagi mannfólks og ekki síst, hvert og eitt okkar, heimsborgarar sem gegna ákveðnum hlutverkum og með athöfnum okkar og afstöðu berum við óhjákvæmilega ábyrgð á afdrifum annars fólks og lífsins á jörðinni almennt. Með sama hætti hafa hugvísindi ásamt öðrum fræðum sýnt fram á skaðsemi neysluhyggjunnar. Leitin að gildi lífsins í neysluhyggju er leit sem tapar meiru en hún finnur. Hún leiðir til streitu, kvíða, þunglyndis, vanrækslu fjölskyldu og vina og félagslegrar einangrunar, svo ekki sé minnst á þær skelfilegu afleiðingar sem hún hefur á umhverfi okkar. Sérstaklega er unga kynslóðin varnarlaus gagnvert þessum lífsmáta. Börnin venjast við að horfa á hina eldri hvolfast ofan í neysluna og hafa vart burði til annars en að fylgja fordæmi þeirra með allri þeirri tilvistarkreppu og vanlíðan sem það hefur í för með sér. Hugvísindin kenna okkur hins vegar að meta að verðleikum það besta sem mannlífið hefur upp á að bjóða og eyðist ekki heldur vex við aukna „neyslu“: gagnrýna hugsun, sköpun, túlkun, samræðu, tilfinninganæmi og -þroska, hluttekningu og ekki síst þá ánægju og fullnægju sem fylgir því að vera skapandi manneskja í samvistum við aðrar manneskjur. Því það er ekki sjálfgefið. Hið ritaða mál gefur þeim ekkert sem ekki kann að lesa. Listaverk öðlast aukna merkingu fyrir þeim sem getur sett það í viðeigandi samhengi. Læra þarf að meta öll þau fjölbreyttu gildi sem býr í mannlífinu, kunna þarf að meta þau. Fjárhagsleg kassahugsunin verður að víkja fyrir aukinni víðsýni og háleitari manngildishugsjónum. Að halda því fram, eins og stjórnmálamenn í ríkisstjórn gera gjarnan, að peningar séu ekki til fyrir sanngjörnu heilbrigðiskerfi og metnaðarfullu menntakerfi því fyrst þurfi að greiða niður skuldir er að rugla saman markmiðum og leiðum. Peningar eru leið en ekki markmið; málið snýst um framtíðarsýn og forgangsröðun samfélagslegra verðmæta. Markmið okkar getur ekki verið skuldlaust land, heldur gott og helst ávallt betra samfélag þar sem gildi þess að vera skapandi og gefandi manneskja er haft í hávegum. Raunar grunar mig sterklega að samfélag sem byggir á slíkum gildum verði jafnan um leið fjárhagslega blómlegra en önnur, því það stuðlar að nýsköpun, fjölbreytni og umhyggju. Mann- og heimsvænleg framtíð krefst þess að fleiri – og helst allir – geti hugsað upp úr kössunum. Öflug hugvísindi eru nauðsynlegt skilyrði slíkrar framtíðar.Þessi grein er liður í greinaskriftaátaki sviðsráðs Hugvísindasviðs Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Framtíð hugvísindanemans Ég er bókmenntafræðingur og mastersnemi í menningarfræði við Háskóla Íslands. Hvað það þýðir virðist enginn vita og ég viðurkenni að efi samfélagsins um nám mitt hefur oftar en einu sinni borað sig inn að beini hjá mér sjálfri. 5. desember 2016 12:44 Gerðu það sem gleður þig Alma Ágústdóttir, formaður sviðsráðs Hugvísindasviðs SHÍ, settist niður með Elizu Reid og spjallaði við hana um bakgrunn hennar og mikilvægi þess að láta áhugann ráða í námsvali í háskólanum en ekki atvinnumöguleika. 6. desember 2016 15:23 Mest lesið Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Sjá meira
Hugvísindi eiga um þessar mundir í vök að verjast. Á Íslandi og víða um heim hafa nýfrjálshyggjukerfin sem innleidd hafa verið í menntakerfum og gera kröfu um fjárhagslega sjálfbærni sérhverrar einstakrar einingar grafið undan þeim. Þetta er öllu alvarlegra í ljósi þess að þörfin fyrir hugvísindi í veröldinni hefur líklega aldrei verið jafn brýn. En aðförin að hugvísindum er kannski skiljanleg í ljósi þess að þau vinna einmitt gegn þeim hugsunarhætti sem nýfrjálshyggjan ber með sér. Nýfrjálshyggjan er birtingarmynd tveggja tilhneiginga sem orðið hafa ráðandi á undangengnum áratugum: annars vegar að fá okkur til að hugsa í einangruðum „kössum“ eða einingum og hins vegar að meta gildi þessara eininga á fjárhagslegum forsendum einum. Einstaklingshyggjan er grundvöllur kassahugsunarinnar og hún hefur gengið í eina sæng með neysluhyggjunni, þannig að nú á dögum er einstaklingunum öðru fremur gert að leita að tilgangi lífs síns í neyslu og leggja þá á sig aukna launavinnu sem gerir neysluaukningu mögulega. Einkum í seinni tíð hafa hugvísindi, félagsvísindi og umhverfisvísindi unnið gegn hugsunarhætti og lífsmáta af þessu tagi. Þau hafa leitt í ljós að nær væri að skilja okkur manneskjurnar sem liði í gagnvirku tengslaneti fremur en afmarkaða einstaklinga. Við erum það sem við erum vegna hlutverka okkar, tengsla og ábyrgðar gagnvart öðrum. Við erum dætur, synir, ömmur, afar, mæður, feður, frænkur, frændur, vinir, samstarfsmenn, þátttakendur í samfélagi mannfólks og ekki síst, hvert og eitt okkar, heimsborgarar sem gegna ákveðnum hlutverkum og með athöfnum okkar og afstöðu berum við óhjákvæmilega ábyrgð á afdrifum annars fólks og lífsins á jörðinni almennt. Með sama hætti hafa hugvísindi ásamt öðrum fræðum sýnt fram á skaðsemi neysluhyggjunnar. Leitin að gildi lífsins í neysluhyggju er leit sem tapar meiru en hún finnur. Hún leiðir til streitu, kvíða, þunglyndis, vanrækslu fjölskyldu og vina og félagslegrar einangrunar, svo ekki sé minnst á þær skelfilegu afleiðingar sem hún hefur á umhverfi okkar. Sérstaklega er unga kynslóðin varnarlaus gagnvert þessum lífsmáta. Börnin venjast við að horfa á hina eldri hvolfast ofan í neysluna og hafa vart burði til annars en að fylgja fordæmi þeirra með allri þeirri tilvistarkreppu og vanlíðan sem það hefur í för með sér. Hugvísindin kenna okkur hins vegar að meta að verðleikum það besta sem mannlífið hefur upp á að bjóða og eyðist ekki heldur vex við aukna „neyslu“: gagnrýna hugsun, sköpun, túlkun, samræðu, tilfinninganæmi og -þroska, hluttekningu og ekki síst þá ánægju og fullnægju sem fylgir því að vera skapandi manneskja í samvistum við aðrar manneskjur. Því það er ekki sjálfgefið. Hið ritaða mál gefur þeim ekkert sem ekki kann að lesa. Listaverk öðlast aukna merkingu fyrir þeim sem getur sett það í viðeigandi samhengi. Læra þarf að meta öll þau fjölbreyttu gildi sem býr í mannlífinu, kunna þarf að meta þau. Fjárhagsleg kassahugsunin verður að víkja fyrir aukinni víðsýni og háleitari manngildishugsjónum. Að halda því fram, eins og stjórnmálamenn í ríkisstjórn gera gjarnan, að peningar séu ekki til fyrir sanngjörnu heilbrigðiskerfi og metnaðarfullu menntakerfi því fyrst þurfi að greiða niður skuldir er að rugla saman markmiðum og leiðum. Peningar eru leið en ekki markmið; málið snýst um framtíðarsýn og forgangsröðun samfélagslegra verðmæta. Markmið okkar getur ekki verið skuldlaust land, heldur gott og helst ávallt betra samfélag þar sem gildi þess að vera skapandi og gefandi manneskja er haft í hávegum. Raunar grunar mig sterklega að samfélag sem byggir á slíkum gildum verði jafnan um leið fjárhagslega blómlegra en önnur, því það stuðlar að nýsköpun, fjölbreytni og umhyggju. Mann- og heimsvænleg framtíð krefst þess að fleiri – og helst allir – geti hugsað upp úr kössunum. Öflug hugvísindi eru nauðsynlegt skilyrði slíkrar framtíðar.Þessi grein er liður í greinaskriftaátaki sviðsráðs Hugvísindasviðs Háskóla Íslands.
Framtíð hugvísindanemans Ég er bókmenntafræðingur og mastersnemi í menningarfræði við Háskóla Íslands. Hvað það þýðir virðist enginn vita og ég viðurkenni að efi samfélagsins um nám mitt hefur oftar en einu sinni borað sig inn að beini hjá mér sjálfri. 5. desember 2016 12:44
Gerðu það sem gleður þig Alma Ágústdóttir, formaður sviðsráðs Hugvísindasviðs SHÍ, settist niður með Elizu Reid og spjallaði við hana um bakgrunn hennar og mikilvægi þess að láta áhugann ráða í námsvali í háskólanum en ekki atvinnumöguleika. 6. desember 2016 15:23
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun