Gerðu það sem gleður þig Alma Ágústsdóttir og Eliza Reid skrifar 6. desember 2016 15:23 Alma Ágústdóttir, formaður sviðsráðs Hugvísindasviðs SHÍ, settist niður með Elizu Reid og spjallaði við hana um bakgrunn hennar og mikilvægi þess að láta áhugann ráða í námsvali í háskólanum en ekki atvinnumöguleika. Hún ræddi í stuttu máli akademískan feril sinn og hvernig áhugi hennar og bakgrunnur fléttuðust saman í ákvarðanatöku hennar á því sviði: „Ég lagði stund á alþjóðasamskipti og lauk BA gráðu í því fagi. Námið má segja að sé blanda af sagnfræði, stjórnmálafræði og efnahagsfræði og sú gráða gæti því flokkast hvort sem er til hugvísinda eða félagsvísinda. Ég lagði þó alltaf megináherslu á söguna og tók seinna meir meistarapróf í sagnfræði. Það að læra hugvísindi hjálpaði mér að þróa með mér krítíska hugsun. Auk þess kenndu hugvísindin mér ýmislegt um samfélagið sem við búum í, sögu heimsins, og það hvernig þjóðríkjum og mannfólki tekst, eða mistekst, að vinna saman. Ég fór í gegnum samþætt nám í Kanada sem nýtur mikilla vinsælda þar. Það fól í sér að þó ég talaði eingöngu ensku heima við fór formlegt nám mitt fram á frönsku fyrstu tvö árin sem ég gekk í skóla. Eftir það lærðum á ensku í 15 mínútur á dag og frá 14 ára aldri fór námið mitt fram til jafns á frönsku og ensku. Þess vegna minnist ég þess ekki að hafa þurft að leggja neitt á mig til að læra frönsku en það að vera tvítyngd gefur manni óneitanlega innsýn í annan menningarheim og víkkar sjóndeildarhring þinn með tilliti til hnattrænnar menningar. Nú hef ég til þriggja ára staðið að Iceland Writers Retreat hér á landi. Hugmyndin spratt út frá samtali við vinkonu mína, Ericu, sem er bæði rithöfundur og ritstýra. Hún var nýkomin af ráðstefnu rithöfunda í Bandaríkjunum og var full af eldmóði og nýjum hugmyndum. Hún benti mér á að Ísland væri kjörin staðsetning undir athvarf fyrir rithöfunda vegna þeirrar djúpu virðingar og lotningar sem Íslendingar hafa fyrir ritmáli. Þar var ég sammála henni. Við hugsuðum með okkur að fyrst ekkert slíkt væri nú þegar til staðar skyldum við stofna það sjálfar! Það er svo margt sem ég dýrka við Iceland Writers Retreat en það sem ég held mest upp á er að fá að hitta alls kyns fólk hvaðan af úr heiminum og verða vitni að innblæstrinum sem þau fyllast við að heimsækja Ísland. Auðvitað er ég líka stolt af því að hafa unnið verkefni frá grunni sem hefur nú náð þessum vinsældum. Það er svo margt áhugavert við að vinna með fólki hvaðan af úr heiminum, sérstaklega finnst mér gaman að fá að heyra fjölbreytilegar sögur fólks og kynnast margvíslegum sjónarhornum. Það er margt sem aðskilur okkur sem manneskjur en grunngildi okkar eru hin sömu. Þó það sé klisja, þá er það satt að það er alltaf meira sem sameinar okkur en sundrar. Það skemmir svo ekki fyrir að hafa alltaf einhvern til að heimsækja þegar þú ferðast til annarra landa! Ég held að hæfileiki til gagnrýnnar hugsunar sé verulega mikilvægur og hugvísindanám hjálpar þér að þróa með þér gagnrýna hugsun. Það að skilja viðhorf annarra hjálpar okkur líka að skilja stöðu heimsmála á hverjum tíma. Mín sannfæring er sú að fólk eigi að læra það sem færir þeim gleði, ekki það sem þau gera ráð fyrir að veiti þeim besta atvinnumöguleika í framtíðinni. Gerðu það sem gleður þig. Ég er hæstánægð með hugvísindagráðuna mína og myndi á engan hátt breyta því sem ég ákvað að taka mér fyrir hendur í náminu. Ég get aðeins endurtekið fyrri athugasemd: Lærðu það sem þú hefur ánægju af, ekki það sem mun útvega þér atvinnu – þegar þér líkar það sem þú gerir muntu standa þig betur í því fyrir vikið, það er það sem mun veita þér atvinnumöguleika. Þar að auki er gnótt af fjölbreyttum atvinnutækifærum innan hugvísindanna, ég ætlaði á engan hátt að gefa það í skyn að það að stunda nám í hugvísindunum myndi ekki færa þér vinnu!“-Greinin er sett saman af Ölmu Ágústsdóttur og byggð á viðtali við Elizu Reid. Þessi grein er liður í greinaskriftaátaki sviðsráðs Hugvísindasviðs Háskóla Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Framtíð hugvísindanemans Ég er bókmenntafræðingur og mastersnemi í menningarfræði við Háskóla Íslands. Hvað það þýðir virðist enginn vita og ég viðurkenni að efi samfélagsins um nám mitt hefur oftar en einu sinni borað sig inn að beini hjá mér sjálfri. 5. desember 2016 12:44 Mest lesið Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Á hlaupum undan ábyrgðinni Áslaug Friðriksdóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Sjá meira
Alma Ágústdóttir, formaður sviðsráðs Hugvísindasviðs SHÍ, settist niður með Elizu Reid og spjallaði við hana um bakgrunn hennar og mikilvægi þess að láta áhugann ráða í námsvali í háskólanum en ekki atvinnumöguleika. Hún ræddi í stuttu máli akademískan feril sinn og hvernig áhugi hennar og bakgrunnur fléttuðust saman í ákvarðanatöku hennar á því sviði: „Ég lagði stund á alþjóðasamskipti og lauk BA gráðu í því fagi. Námið má segja að sé blanda af sagnfræði, stjórnmálafræði og efnahagsfræði og sú gráða gæti því flokkast hvort sem er til hugvísinda eða félagsvísinda. Ég lagði þó alltaf megináherslu á söguna og tók seinna meir meistarapróf í sagnfræði. Það að læra hugvísindi hjálpaði mér að þróa með mér krítíska hugsun. Auk þess kenndu hugvísindin mér ýmislegt um samfélagið sem við búum í, sögu heimsins, og það hvernig þjóðríkjum og mannfólki tekst, eða mistekst, að vinna saman. Ég fór í gegnum samþætt nám í Kanada sem nýtur mikilla vinsælda þar. Það fól í sér að þó ég talaði eingöngu ensku heima við fór formlegt nám mitt fram á frönsku fyrstu tvö árin sem ég gekk í skóla. Eftir það lærðum á ensku í 15 mínútur á dag og frá 14 ára aldri fór námið mitt fram til jafns á frönsku og ensku. Þess vegna minnist ég þess ekki að hafa þurft að leggja neitt á mig til að læra frönsku en það að vera tvítyngd gefur manni óneitanlega innsýn í annan menningarheim og víkkar sjóndeildarhring þinn með tilliti til hnattrænnar menningar. Nú hef ég til þriggja ára staðið að Iceland Writers Retreat hér á landi. Hugmyndin spratt út frá samtali við vinkonu mína, Ericu, sem er bæði rithöfundur og ritstýra. Hún var nýkomin af ráðstefnu rithöfunda í Bandaríkjunum og var full af eldmóði og nýjum hugmyndum. Hún benti mér á að Ísland væri kjörin staðsetning undir athvarf fyrir rithöfunda vegna þeirrar djúpu virðingar og lotningar sem Íslendingar hafa fyrir ritmáli. Þar var ég sammála henni. Við hugsuðum með okkur að fyrst ekkert slíkt væri nú þegar til staðar skyldum við stofna það sjálfar! Það er svo margt sem ég dýrka við Iceland Writers Retreat en það sem ég held mest upp á er að fá að hitta alls kyns fólk hvaðan af úr heiminum og verða vitni að innblæstrinum sem þau fyllast við að heimsækja Ísland. Auðvitað er ég líka stolt af því að hafa unnið verkefni frá grunni sem hefur nú náð þessum vinsældum. Það er svo margt áhugavert við að vinna með fólki hvaðan af úr heiminum, sérstaklega finnst mér gaman að fá að heyra fjölbreytilegar sögur fólks og kynnast margvíslegum sjónarhornum. Það er margt sem aðskilur okkur sem manneskjur en grunngildi okkar eru hin sömu. Þó það sé klisja, þá er það satt að það er alltaf meira sem sameinar okkur en sundrar. Það skemmir svo ekki fyrir að hafa alltaf einhvern til að heimsækja þegar þú ferðast til annarra landa! Ég held að hæfileiki til gagnrýnnar hugsunar sé verulega mikilvægur og hugvísindanám hjálpar þér að þróa með þér gagnrýna hugsun. Það að skilja viðhorf annarra hjálpar okkur líka að skilja stöðu heimsmála á hverjum tíma. Mín sannfæring er sú að fólk eigi að læra það sem færir þeim gleði, ekki það sem þau gera ráð fyrir að veiti þeim besta atvinnumöguleika í framtíðinni. Gerðu það sem gleður þig. Ég er hæstánægð með hugvísindagráðuna mína og myndi á engan hátt breyta því sem ég ákvað að taka mér fyrir hendur í náminu. Ég get aðeins endurtekið fyrri athugasemd: Lærðu það sem þú hefur ánægju af, ekki það sem mun útvega þér atvinnu – þegar þér líkar það sem þú gerir muntu standa þig betur í því fyrir vikið, það er það sem mun veita þér atvinnumöguleika. Þar að auki er gnótt af fjölbreyttum atvinnutækifærum innan hugvísindanna, ég ætlaði á engan hátt að gefa það í skyn að það að stunda nám í hugvísindunum myndi ekki færa þér vinnu!“-Greinin er sett saman af Ölmu Ágústsdóttur og byggð á viðtali við Elizu Reid. Þessi grein er liður í greinaskriftaátaki sviðsráðs Hugvísindasviðs Háskóla Íslands
Framtíð hugvísindanemans Ég er bókmenntafræðingur og mastersnemi í menningarfræði við Háskóla Íslands. Hvað það þýðir virðist enginn vita og ég viðurkenni að efi samfélagsins um nám mitt hefur oftar en einu sinni borað sig inn að beini hjá mér sjálfri. 5. desember 2016 12:44
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun