Ekkert barn búi við fátækt á Íslandi árið 2020! Starfsfólk Hjálparstarfs kirkjunnar skrifar 9. desember 2016 07:00 Við undirrituð, starfsfólk Hjálparstarfs kirkjunnar, skorum á nýkjörna fulltrúa þjóðarinnar á Alþingi að móta tafarlaust stefnu í þágu barna sem búa við verulegan skort á Íslandi og tímasetja markmið um að ekkert barn búi við fátækt á Íslandi árið 2020. Samkvæmt skýrslu Hagstofu Íslands um sára fátækt frá 13. september síðastliðnum bjuggu í fyrra um 1,3% landsmanna eða um 4300 manneskjur við verulegan skort á þeim lífsgæðum sem þykja eðlileg í íslensku samfélagi svo sem að geta staðið í skilum á greiðslum fyrir húsnæði og lánum, geta haldið húsnæðinu heitu, geta farið í vikulangt frí með fjölskyldunni árlega, haft efni á kjöti, fiski eða sambærilegri grænmetismáltið annan hvern dag, geta mætt óvæntum útgjöldum, hafa efni á síma, sjónvarpstæki, þvottavél eða bíl. Manneskja sem býr við sára fátækt hefur ekki efni á fjórum af níu ofangreindum lífsgæðum og getur ekki haldið í við almennar neysluvenjur í samfélaginu. Gögn Hagstofunnar sýna fram á að heilsufar, staða fólks á húsnæðismarkaði sem og heimilisgerð hafi töluvert forspárgildi um sára fátækt. Þannig leiðir bág heilsa og örorka til lágra ráðstöfunartekna sem setur fólki þröngar skorður á húsnæðismarkaði. Sama á við um einstæða foreldra og þá sem búa einir. Niðurstaða Hagstofunnar er líka skýr um það að sár fátækt er tíðari á meðal leigjenda en húsnæðiseigenda. Það liggur því í augum uppi að grípa þarf til almennra aðgerða á húsnæðismarkaði og að tryggja þarf aðgengi að góðri heilbrigðisþjónustu óháð efnahag. Við sem samfélag viljum tryggja hag barnanna okkar. Til þess þurfum við skýra stefnu og sértækar aðgerðir í þágu fólksins sem býr við þannig aðstæður að það getur ekki óstutt tryggt börnum sínum þau lífsgæði sem þykja sjálfsögð á Íslandi. Við erum ríkt samfélag af efnislegum gæðum. Sértæku aðgerðirnar krefjast fjármagns og því verðum við að forgangsraða í þágu barnanna okkar allra.Atli Geir HafliðasonÁslaug ArndalBjarni GíslasonKristín ÓlafsdóttirSædís ArnardóttirVilborg Oddsdóttirstarfsfólk Hjálparstarfs kirkjunnar Þessi grein birtst fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Mest lesið Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Hættum að setja saklaust fólk í fangelsi Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja Skoðun Strandlengjan er útivistarsvæði fólksins – ekki hraðbraut Vilborg Halldórsdóttir Skoðun Það hefði mátt hlusta á FÍB Runólfur Ólafsson Skoðun Bók ársins Kjartan Valgarðsson Skoðun Orð ársins Berglind Guðmundsdóttir Skoðun Er verið að svelta millistéttina til hlýðni? Eggert Sigurbergsson Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson Skoðun Til verði evrópskt heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skamm, skamm Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Treystum við ríkisstjórninni fyrir náttúru Íslands? Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hernaðaríhlutun og mannréttindi í Venesúela Volker Türk skrifar Skoðun Er verið að svelta millistéttina til hlýðni? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hættum að setja saklaust fólk í fangelsi Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Orð ársins Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mataræðið – mikilvægur hluti af loftslagslausninni Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Allt skal með varúð vinna Hrafnhildur Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Snjór í Ártúnsbrekku Stefán Pálsson skrifar Skoðun Bók ársins Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Það hefði mátt hlusta á FÍB Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Aðgengi fatlaðs fólks að vinnumarkaði er ekki góðgerð, það er jöfnuður Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Skamm, skamm Davíð Bergmann skrifar Skoðun Utanríkismálaárið 2025 Vilborg Ása Guðjónsdóttir,Erlingur Erlingsson,Guðbjörg Ríkey Th. Hauksdóttir,Guðrún Helga Jóhannsdóttir,Sveinn Helgason skrifar Skoðun Réttarkerfið sem vinnur gegn börnum Theodóra Líf Aradóttir skrifar Skoðun Fíkn er ekki skömm – hún er sjúkdómur Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Til verði evrópskt heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ert þú ekki bara pólitíkus? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Öryggi Íslands á ólgutímum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Æskan er okkar fjársjóður Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Strandlengjan er útivistarsvæði fólksins – ekki hraðbraut Vilborg Halldórsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarstefnan og markaðsbrestur á húsnæðismarkaði, þéttingarstefnan, velferð og fagurfræði Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Af hverju opinbert heilbrigðiskerfi? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Umræðan um bólusetningar barna á algjörum villigötum Júlíus Valsson skrifar Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson skrifar Skoðun RÚV, aðgerðasinnar og íslenskan okkar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvað er karlmennska? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Opið bréf til allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis - Þögn löggjafans Arnar Sigurðsson,Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind í vinnugallann og fleiri spádómar fyrir 2026 Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Krónan er einmitt ekki vandamálið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Við undirrituð, starfsfólk Hjálparstarfs kirkjunnar, skorum á nýkjörna fulltrúa þjóðarinnar á Alþingi að móta tafarlaust stefnu í þágu barna sem búa við verulegan skort á Íslandi og tímasetja markmið um að ekkert barn búi við fátækt á Íslandi árið 2020. Samkvæmt skýrslu Hagstofu Íslands um sára fátækt frá 13. september síðastliðnum bjuggu í fyrra um 1,3% landsmanna eða um 4300 manneskjur við verulegan skort á þeim lífsgæðum sem þykja eðlileg í íslensku samfélagi svo sem að geta staðið í skilum á greiðslum fyrir húsnæði og lánum, geta haldið húsnæðinu heitu, geta farið í vikulangt frí með fjölskyldunni árlega, haft efni á kjöti, fiski eða sambærilegri grænmetismáltið annan hvern dag, geta mætt óvæntum útgjöldum, hafa efni á síma, sjónvarpstæki, þvottavél eða bíl. Manneskja sem býr við sára fátækt hefur ekki efni á fjórum af níu ofangreindum lífsgæðum og getur ekki haldið í við almennar neysluvenjur í samfélaginu. Gögn Hagstofunnar sýna fram á að heilsufar, staða fólks á húsnæðismarkaði sem og heimilisgerð hafi töluvert forspárgildi um sára fátækt. Þannig leiðir bág heilsa og örorka til lágra ráðstöfunartekna sem setur fólki þröngar skorður á húsnæðismarkaði. Sama á við um einstæða foreldra og þá sem búa einir. Niðurstaða Hagstofunnar er líka skýr um það að sár fátækt er tíðari á meðal leigjenda en húsnæðiseigenda. Það liggur því í augum uppi að grípa þarf til almennra aðgerða á húsnæðismarkaði og að tryggja þarf aðgengi að góðri heilbrigðisþjónustu óháð efnahag. Við sem samfélag viljum tryggja hag barnanna okkar. Til þess þurfum við skýra stefnu og sértækar aðgerðir í þágu fólksins sem býr við þannig aðstæður að það getur ekki óstutt tryggt börnum sínum þau lífsgæði sem þykja sjálfsögð á Íslandi. Við erum ríkt samfélag af efnislegum gæðum. Sértæku aðgerðirnar krefjast fjármagns og því verðum við að forgangsraða í þágu barnanna okkar allra.Atli Geir HafliðasonÁslaug ArndalBjarni GíslasonKristín ÓlafsdóttirSædís ArnardóttirVilborg Oddsdóttirstarfsfólk Hjálparstarfs kirkjunnar Þessi grein birtst fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Aðgengi fatlaðs fólks að vinnumarkaði er ekki góðgerð, það er jöfnuður Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Utanríkismálaárið 2025 Vilborg Ása Guðjónsdóttir,Erlingur Erlingsson,Guðbjörg Ríkey Th. Hauksdóttir,Guðrún Helga Jóhannsdóttir,Sveinn Helgason skrifar
Skoðun Jafnaðarstefnan og markaðsbrestur á húsnæðismarkaði, þéttingarstefnan, velferð og fagurfræði Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis - Þögn löggjafans Arnar Sigurðsson,Elías Blöndal Guðjónsson skrifar
Skoðun Gervigreind í vinnugallann og fleiri spádómar fyrir 2026 Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar