Gósenlandið góða Marta Eiríksdóttir skrifar 30. nóvember 2016 09:40 Hérna bý ég í draumalandi allra jafnaðarmanna, þar sem jafnaðarstefnan hefur ríkt í mörg ár og gert vel við alla þegna sína, ríka sem fátæka, veika sem hrausta. Já allt heiðarlegt fólk blómstrar í svona norrænum kringumstæðum. Ég hef reynslu af því að búa í þremur norrænum samfélögum, Íslandi, Danmörku og Noregi. Það síðastnefnda slær þeim öllum við hvað varðar réttlæti og jöfnuð. Já við erum auðvitað að tala um Noreg, landið sem við Íslendingar fluttum frá fyrir mörgum öldum vegna þrengsla og herskárra aðstæðna. Nú er öldin svo sannarlega önnur hér og kannski mál að Íslendingar snúi heim aftur á fornar slóðir og uppfæri sig? Það gerðum við hjónin en það var ekki átakalaust því söknuður eftir ástvinum hefur kostað mörg tár. Þrátt fyrir það ætlum við samt að vera hérna aðeins lengur og læra af Norðmönnum því hér er svo ótrúlega margt að læra. Aðallega finnst okkur stórmerkilegt að upplifa ærlega hvernig það er að búa þar sem almennilegt réttlæti ríkir og þar sem yfirvöld hugsa vel um þegna sína. Núna þegar við erum búin að koma okkur vel fyrir hérna með heimili, tungumáli og vinnu, þá viljum við læra meir af Norðmönnum. Hér þar sem norrænt velferðarríki dafnar. Ef það virkar hjá frændþjóð vorri, hvers vegna ekki heima í landinu okkar góða? Kannski stofnum við hjónin bara nýjan stjórnmálaflokk þegar við komum heim aftur og skírum hann Norðmannaflokkinn eða jafnvel Noregsflokkinn? Æðsta markmið flokksins yrði auðvitað að innleiða ríkidæmi fyrir ALLA að norrænni fyrirmynd. Ég fékk þvílík viðbrögð vegna fyrri greinar minnar Guð blessi Ísland að ég varð að storma fram á ritvöllinn aftur. Sumar athugasemdirnar voru málefnalegar, aðrar alls ekki, heldur var eins og fólk misskildi svo herfilega orð mín eða bara las ekki alla greinina. Svo virtust sumir fá útrás við að gera lítið úr mér. Ég tek ekki þátt í því. Allir mega jú viðra skoðun sína og við þurfum ekki að vera sammála um allt. Jæja en ég læt mér ekki segjast, sérstaklega ekki af neikvæðu fólki. Auðvitað var farið illa með okkur Íslendinga árið 2008 en lífið heldur áfram. Ef við erum eilíft að kvarta og kveina þá stöðnum við á vondum stað. Allar skoðanir hafa rétt á sér. Já og einnig þær sem bullukollurnar vilja ropa út úr sér. Þannig virkar lýðræði. Lengi lifi málfrelsið! Ég stend við allt sem ég sagði. Mér finnst alls ekki gott að vita til þess að vinstri stjórn ríki alein heima. Vinstri menn mega fljóta með en ekki komast í ríkiskassann aleinir því þá koma enn fleiri höft. Það er skoðun mín. Ég er ekki að tala um gjaldeyrishöftin, heldur skatta og tekjutengingar sem letja almenning og þá sérstaklega ungt fólk sem vill vinna mikið til þess að koma yfir sig húsnæði án þess að allt sé étið upp í formi skatta og skerðinga. Já ég er að tala um höft í formi lífsgæða. Skattahækkanir og tekjutengingar eru eins og salt í sár þeirra sem vilja vinna og þéna pening. Það þarf svo sannarlega að afnema flækjustig skattanna heima sem vinstri stjórn Steingríms og félaga komu á. Í þessu tilliti má nefna hátekjuskattinn sem miðaðist við einhvern tvöhundruðþúsund kall sem er auðvitað bara brandari. Síðasta ríkisstjórn hefði nú getað leiðrétt alla þessa vitleysu. Svona skattakerfi eins og er á Íslandi í dag hvetur engan. Skattar eiga ekki að vera hindrun í samfélagi heldur hvatning til þess að vinna meira ef fólk vill. Ég vona svo sannarlega að ný ríkisstjórn, með góðu fólki úr öllum áttum, hægri, vinstri og miðju, fari nú loksins að vinna í þessum skattaþrepum og einfaldi þau. Afnemi tekjutengingar í eitt skipti fyrir öll og hafi aðeins eitt sanngjarnt skattaprósentustig. Einnig þarf að afnema skatt á sparifé því í langflestum tilfellum erum við að tala um eldri borgara. Ríkidæmi mitt í lýðræðisþjóðfélagi felst aðallega í því að mega tala frítt, vera góð við þá sem standa mér næst, hugsa hlýtt til þeirra sem minna mega sín en rassgatast í þeim sem mér finnst beita aðra óréttlæti eins og td. ríkisstjórn sem borgar ekki góð laun öllum heilbrigðisstéttum eða kennurum. Þessar stéttir eru að hlúa að grunnstoðum samfélagsins. Það vita Norðmenn eins og áður sagði en einnig Danir. Veit ekki með Svía og Finna en allavegana þessar norrænu þjóðir sem við Íslendingar miðum lífskjör okkar við. Það vantar mikið upp á að Íslendingar geti talist sanngjarnt norrænt samfélag en ég veit að með einbeittum vilja og ásetningi þá geta yfirvöld forgangsraðað betur heima og híft laun allra hærra upp. Hvernig væri það? Eða eins og Mojfríður vinkona mín myndi segja; „Malbikum bara færri götur!“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Guð blessi Ísland 25. nóvember 2016 09:54 Mest lesið Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Skoðun Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Hérna bý ég í draumalandi allra jafnaðarmanna, þar sem jafnaðarstefnan hefur ríkt í mörg ár og gert vel við alla þegna sína, ríka sem fátæka, veika sem hrausta. Já allt heiðarlegt fólk blómstrar í svona norrænum kringumstæðum. Ég hef reynslu af því að búa í þremur norrænum samfélögum, Íslandi, Danmörku og Noregi. Það síðastnefnda slær þeim öllum við hvað varðar réttlæti og jöfnuð. Já við erum auðvitað að tala um Noreg, landið sem við Íslendingar fluttum frá fyrir mörgum öldum vegna þrengsla og herskárra aðstæðna. Nú er öldin svo sannarlega önnur hér og kannski mál að Íslendingar snúi heim aftur á fornar slóðir og uppfæri sig? Það gerðum við hjónin en það var ekki átakalaust því söknuður eftir ástvinum hefur kostað mörg tár. Þrátt fyrir það ætlum við samt að vera hérna aðeins lengur og læra af Norðmönnum því hér er svo ótrúlega margt að læra. Aðallega finnst okkur stórmerkilegt að upplifa ærlega hvernig það er að búa þar sem almennilegt réttlæti ríkir og þar sem yfirvöld hugsa vel um þegna sína. Núna þegar við erum búin að koma okkur vel fyrir hérna með heimili, tungumáli og vinnu, þá viljum við læra meir af Norðmönnum. Hér þar sem norrænt velferðarríki dafnar. Ef það virkar hjá frændþjóð vorri, hvers vegna ekki heima í landinu okkar góða? Kannski stofnum við hjónin bara nýjan stjórnmálaflokk þegar við komum heim aftur og skírum hann Norðmannaflokkinn eða jafnvel Noregsflokkinn? Æðsta markmið flokksins yrði auðvitað að innleiða ríkidæmi fyrir ALLA að norrænni fyrirmynd. Ég fékk þvílík viðbrögð vegna fyrri greinar minnar Guð blessi Ísland að ég varð að storma fram á ritvöllinn aftur. Sumar athugasemdirnar voru málefnalegar, aðrar alls ekki, heldur var eins og fólk misskildi svo herfilega orð mín eða bara las ekki alla greinina. Svo virtust sumir fá útrás við að gera lítið úr mér. Ég tek ekki þátt í því. Allir mega jú viðra skoðun sína og við þurfum ekki að vera sammála um allt. Jæja en ég læt mér ekki segjast, sérstaklega ekki af neikvæðu fólki. Auðvitað var farið illa með okkur Íslendinga árið 2008 en lífið heldur áfram. Ef við erum eilíft að kvarta og kveina þá stöðnum við á vondum stað. Allar skoðanir hafa rétt á sér. Já og einnig þær sem bullukollurnar vilja ropa út úr sér. Þannig virkar lýðræði. Lengi lifi málfrelsið! Ég stend við allt sem ég sagði. Mér finnst alls ekki gott að vita til þess að vinstri stjórn ríki alein heima. Vinstri menn mega fljóta með en ekki komast í ríkiskassann aleinir því þá koma enn fleiri höft. Það er skoðun mín. Ég er ekki að tala um gjaldeyrishöftin, heldur skatta og tekjutengingar sem letja almenning og þá sérstaklega ungt fólk sem vill vinna mikið til þess að koma yfir sig húsnæði án þess að allt sé étið upp í formi skatta og skerðinga. Já ég er að tala um höft í formi lífsgæða. Skattahækkanir og tekjutengingar eru eins og salt í sár þeirra sem vilja vinna og þéna pening. Það þarf svo sannarlega að afnema flækjustig skattanna heima sem vinstri stjórn Steingríms og félaga komu á. Í þessu tilliti má nefna hátekjuskattinn sem miðaðist við einhvern tvöhundruðþúsund kall sem er auðvitað bara brandari. Síðasta ríkisstjórn hefði nú getað leiðrétt alla þessa vitleysu. Svona skattakerfi eins og er á Íslandi í dag hvetur engan. Skattar eiga ekki að vera hindrun í samfélagi heldur hvatning til þess að vinna meira ef fólk vill. Ég vona svo sannarlega að ný ríkisstjórn, með góðu fólki úr öllum áttum, hægri, vinstri og miðju, fari nú loksins að vinna í þessum skattaþrepum og einfaldi þau. Afnemi tekjutengingar í eitt skipti fyrir öll og hafi aðeins eitt sanngjarnt skattaprósentustig. Einnig þarf að afnema skatt á sparifé því í langflestum tilfellum erum við að tala um eldri borgara. Ríkidæmi mitt í lýðræðisþjóðfélagi felst aðallega í því að mega tala frítt, vera góð við þá sem standa mér næst, hugsa hlýtt til þeirra sem minna mega sín en rassgatast í þeim sem mér finnst beita aðra óréttlæti eins og td. ríkisstjórn sem borgar ekki góð laun öllum heilbrigðisstéttum eða kennurum. Þessar stéttir eru að hlúa að grunnstoðum samfélagsins. Það vita Norðmenn eins og áður sagði en einnig Danir. Veit ekki með Svía og Finna en allavegana þessar norrænu þjóðir sem við Íslendingar miðum lífskjör okkar við. Það vantar mikið upp á að Íslendingar geti talist sanngjarnt norrænt samfélag en ég veit að með einbeittum vilja og ásetningi þá geta yfirvöld forgangsraðað betur heima og híft laun allra hærra upp. Hvernig væri það? Eða eins og Mojfríður vinkona mín myndi segja; „Malbikum bara færri götur!“
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar