Gósenlandið góða Marta Eiríksdóttir skrifar 30. nóvember 2016 09:40 Hérna bý ég í draumalandi allra jafnaðarmanna, þar sem jafnaðarstefnan hefur ríkt í mörg ár og gert vel við alla þegna sína, ríka sem fátæka, veika sem hrausta. Já allt heiðarlegt fólk blómstrar í svona norrænum kringumstæðum. Ég hef reynslu af því að búa í þremur norrænum samfélögum, Íslandi, Danmörku og Noregi. Það síðastnefnda slær þeim öllum við hvað varðar réttlæti og jöfnuð. Já við erum auðvitað að tala um Noreg, landið sem við Íslendingar fluttum frá fyrir mörgum öldum vegna þrengsla og herskárra aðstæðna. Nú er öldin svo sannarlega önnur hér og kannski mál að Íslendingar snúi heim aftur á fornar slóðir og uppfæri sig? Það gerðum við hjónin en það var ekki átakalaust því söknuður eftir ástvinum hefur kostað mörg tár. Þrátt fyrir það ætlum við samt að vera hérna aðeins lengur og læra af Norðmönnum því hér er svo ótrúlega margt að læra. Aðallega finnst okkur stórmerkilegt að upplifa ærlega hvernig það er að búa þar sem almennilegt réttlæti ríkir og þar sem yfirvöld hugsa vel um þegna sína. Núna þegar við erum búin að koma okkur vel fyrir hérna með heimili, tungumáli og vinnu, þá viljum við læra meir af Norðmönnum. Hér þar sem norrænt velferðarríki dafnar. Ef það virkar hjá frændþjóð vorri, hvers vegna ekki heima í landinu okkar góða? Kannski stofnum við hjónin bara nýjan stjórnmálaflokk þegar við komum heim aftur og skírum hann Norðmannaflokkinn eða jafnvel Noregsflokkinn? Æðsta markmið flokksins yrði auðvitað að innleiða ríkidæmi fyrir ALLA að norrænni fyrirmynd. Ég fékk þvílík viðbrögð vegna fyrri greinar minnar Guð blessi Ísland að ég varð að storma fram á ritvöllinn aftur. Sumar athugasemdirnar voru málefnalegar, aðrar alls ekki, heldur var eins og fólk misskildi svo herfilega orð mín eða bara las ekki alla greinina. Svo virtust sumir fá útrás við að gera lítið úr mér. Ég tek ekki þátt í því. Allir mega jú viðra skoðun sína og við þurfum ekki að vera sammála um allt. Jæja en ég læt mér ekki segjast, sérstaklega ekki af neikvæðu fólki. Auðvitað var farið illa með okkur Íslendinga árið 2008 en lífið heldur áfram. Ef við erum eilíft að kvarta og kveina þá stöðnum við á vondum stað. Allar skoðanir hafa rétt á sér. Já og einnig þær sem bullukollurnar vilja ropa út úr sér. Þannig virkar lýðræði. Lengi lifi málfrelsið! Ég stend við allt sem ég sagði. Mér finnst alls ekki gott að vita til þess að vinstri stjórn ríki alein heima. Vinstri menn mega fljóta með en ekki komast í ríkiskassann aleinir því þá koma enn fleiri höft. Það er skoðun mín. Ég er ekki að tala um gjaldeyrishöftin, heldur skatta og tekjutengingar sem letja almenning og þá sérstaklega ungt fólk sem vill vinna mikið til þess að koma yfir sig húsnæði án þess að allt sé étið upp í formi skatta og skerðinga. Já ég er að tala um höft í formi lífsgæða. Skattahækkanir og tekjutengingar eru eins og salt í sár þeirra sem vilja vinna og þéna pening. Það þarf svo sannarlega að afnema flækjustig skattanna heima sem vinstri stjórn Steingríms og félaga komu á. Í þessu tilliti má nefna hátekjuskattinn sem miðaðist við einhvern tvöhundruðþúsund kall sem er auðvitað bara brandari. Síðasta ríkisstjórn hefði nú getað leiðrétt alla þessa vitleysu. Svona skattakerfi eins og er á Íslandi í dag hvetur engan. Skattar eiga ekki að vera hindrun í samfélagi heldur hvatning til þess að vinna meira ef fólk vill. Ég vona svo sannarlega að ný ríkisstjórn, með góðu fólki úr öllum áttum, hægri, vinstri og miðju, fari nú loksins að vinna í þessum skattaþrepum og einfaldi þau. Afnemi tekjutengingar í eitt skipti fyrir öll og hafi aðeins eitt sanngjarnt skattaprósentustig. Einnig þarf að afnema skatt á sparifé því í langflestum tilfellum erum við að tala um eldri borgara. Ríkidæmi mitt í lýðræðisþjóðfélagi felst aðallega í því að mega tala frítt, vera góð við þá sem standa mér næst, hugsa hlýtt til þeirra sem minna mega sín en rassgatast í þeim sem mér finnst beita aðra óréttlæti eins og td. ríkisstjórn sem borgar ekki góð laun öllum heilbrigðisstéttum eða kennurum. Þessar stéttir eru að hlúa að grunnstoðum samfélagsins. Það vita Norðmenn eins og áður sagði en einnig Danir. Veit ekki með Svía og Finna en allavegana þessar norrænu þjóðir sem við Íslendingar miðum lífskjör okkar við. Það vantar mikið upp á að Íslendingar geti talist sanngjarnt norrænt samfélag en ég veit að með einbeittum vilja og ásetningi þá geta yfirvöld forgangsraðað betur heima og híft laun allra hærra upp. Hvernig væri það? Eða eins og Mojfríður vinkona mín myndi segja; „Malbikum bara færri götur!“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Guð blessi Ísland 25. nóvember 2016 09:54 Mest lesið Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Hérna bý ég í draumalandi allra jafnaðarmanna, þar sem jafnaðarstefnan hefur ríkt í mörg ár og gert vel við alla þegna sína, ríka sem fátæka, veika sem hrausta. Já allt heiðarlegt fólk blómstrar í svona norrænum kringumstæðum. Ég hef reynslu af því að búa í þremur norrænum samfélögum, Íslandi, Danmörku og Noregi. Það síðastnefnda slær þeim öllum við hvað varðar réttlæti og jöfnuð. Já við erum auðvitað að tala um Noreg, landið sem við Íslendingar fluttum frá fyrir mörgum öldum vegna þrengsla og herskárra aðstæðna. Nú er öldin svo sannarlega önnur hér og kannski mál að Íslendingar snúi heim aftur á fornar slóðir og uppfæri sig? Það gerðum við hjónin en það var ekki átakalaust því söknuður eftir ástvinum hefur kostað mörg tár. Þrátt fyrir það ætlum við samt að vera hérna aðeins lengur og læra af Norðmönnum því hér er svo ótrúlega margt að læra. Aðallega finnst okkur stórmerkilegt að upplifa ærlega hvernig það er að búa þar sem almennilegt réttlæti ríkir og þar sem yfirvöld hugsa vel um þegna sína. Núna þegar við erum búin að koma okkur vel fyrir hérna með heimili, tungumáli og vinnu, þá viljum við læra meir af Norðmönnum. Hér þar sem norrænt velferðarríki dafnar. Ef það virkar hjá frændþjóð vorri, hvers vegna ekki heima í landinu okkar góða? Kannski stofnum við hjónin bara nýjan stjórnmálaflokk þegar við komum heim aftur og skírum hann Norðmannaflokkinn eða jafnvel Noregsflokkinn? Æðsta markmið flokksins yrði auðvitað að innleiða ríkidæmi fyrir ALLA að norrænni fyrirmynd. Ég fékk þvílík viðbrögð vegna fyrri greinar minnar Guð blessi Ísland að ég varð að storma fram á ritvöllinn aftur. Sumar athugasemdirnar voru málefnalegar, aðrar alls ekki, heldur var eins og fólk misskildi svo herfilega orð mín eða bara las ekki alla greinina. Svo virtust sumir fá útrás við að gera lítið úr mér. Ég tek ekki þátt í því. Allir mega jú viðra skoðun sína og við þurfum ekki að vera sammála um allt. Jæja en ég læt mér ekki segjast, sérstaklega ekki af neikvæðu fólki. Auðvitað var farið illa með okkur Íslendinga árið 2008 en lífið heldur áfram. Ef við erum eilíft að kvarta og kveina þá stöðnum við á vondum stað. Allar skoðanir hafa rétt á sér. Já og einnig þær sem bullukollurnar vilja ropa út úr sér. Þannig virkar lýðræði. Lengi lifi málfrelsið! Ég stend við allt sem ég sagði. Mér finnst alls ekki gott að vita til þess að vinstri stjórn ríki alein heima. Vinstri menn mega fljóta með en ekki komast í ríkiskassann aleinir því þá koma enn fleiri höft. Það er skoðun mín. Ég er ekki að tala um gjaldeyrishöftin, heldur skatta og tekjutengingar sem letja almenning og þá sérstaklega ungt fólk sem vill vinna mikið til þess að koma yfir sig húsnæði án þess að allt sé étið upp í formi skatta og skerðinga. Já ég er að tala um höft í formi lífsgæða. Skattahækkanir og tekjutengingar eru eins og salt í sár þeirra sem vilja vinna og þéna pening. Það þarf svo sannarlega að afnema flækjustig skattanna heima sem vinstri stjórn Steingríms og félaga komu á. Í þessu tilliti má nefna hátekjuskattinn sem miðaðist við einhvern tvöhundruðþúsund kall sem er auðvitað bara brandari. Síðasta ríkisstjórn hefði nú getað leiðrétt alla þessa vitleysu. Svona skattakerfi eins og er á Íslandi í dag hvetur engan. Skattar eiga ekki að vera hindrun í samfélagi heldur hvatning til þess að vinna meira ef fólk vill. Ég vona svo sannarlega að ný ríkisstjórn, með góðu fólki úr öllum áttum, hægri, vinstri og miðju, fari nú loksins að vinna í þessum skattaþrepum og einfaldi þau. Afnemi tekjutengingar í eitt skipti fyrir öll og hafi aðeins eitt sanngjarnt skattaprósentustig. Einnig þarf að afnema skatt á sparifé því í langflestum tilfellum erum við að tala um eldri borgara. Ríkidæmi mitt í lýðræðisþjóðfélagi felst aðallega í því að mega tala frítt, vera góð við þá sem standa mér næst, hugsa hlýtt til þeirra sem minna mega sín en rassgatast í þeim sem mér finnst beita aðra óréttlæti eins og td. ríkisstjórn sem borgar ekki góð laun öllum heilbrigðisstéttum eða kennurum. Þessar stéttir eru að hlúa að grunnstoðum samfélagsins. Það vita Norðmenn eins og áður sagði en einnig Danir. Veit ekki með Svía og Finna en allavegana þessar norrænu þjóðir sem við Íslendingar miðum lífskjör okkar við. Það vantar mikið upp á að Íslendingar geti talist sanngjarnt norrænt samfélag en ég veit að með einbeittum vilja og ásetningi þá geta yfirvöld forgangsraðað betur heima og híft laun allra hærra upp. Hvernig væri það? Eða eins og Mojfríður vinkona mín myndi segja; „Malbikum bara færri götur!“
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar