Óásættanlegur málflutningur forseta ASÍ Þórður Hjaltested skrifar 25. nóvember 2016 07:00 Kennarar hafa fengið sitt,“ var haft eftir Gylfa Arnbjörnssyni, forseta ASÍ, þegar hann var spurður út í yfirstandandi kjarabaráttu grunnskólakennara. Með öðrum orðum – kröfur kennara eru óraunhæfar og engin ástæða til að leiðrétta laun þeirra á þessari stundu. Þarna stingur Gylfi enn einu sinni höfðinu í sandinn og neitar að horfast í augu við stöðu kennarastéttarinnar og skólastarfs í landinu. Kennarastéttin eldist hratt og allt of fáir kennarar útskrifast úr háskólum landsins til að fylla í skarð þeirra sem hætta. Álagið á starfandi kennara er allt of mikið, sem skilar sér í auknum veikindum og atgervisflótta. Verði ekkert að gert blasir við alvarlegur kennaraskortur innan fárra ára eða jafnvel strax eftir áramót miðað við fjölda þeirra sem þegar hafa sagt upp störfum eða hyggjast gera það á næstu dögum. Við þessu þarf að bregðast strax því það er með öllu ólíðandi að eitt einasta barn fái ekki þá menntun sem það á skilið, hvað þá heilu kynslóðirnar eins og í stefnir. Það er á ábyrgð ráðamanna að tryggja skólastarf til framtíðar. Það verður aðeins gert með því að hækka laun og bæta starfsaðstæður kennara. Það er algjörlega óásættanlegt hversu illa fimm ára háskólamenntun kennara er metin til launa. Það er ekkert eðlilegt við að þurfa að treysta á að ungt fólk velji kennarastarfið af hugsjón og sé tilbúið að sætta sig við að geta ekki lifað af launum sínum. Það sýnir sig líka að unga fólkið segir einfaldlega nei – og hópast þess í stað í nám í lögfræði, viðskiptafræði og hagfræði. Okkur vantar kennara til að mennta komandi kynslóðir og við því þurfa ráðamenn að bregðast við strax. Ég verð að viðurkenna að það er, sannast sagna, afar lýjandi að þurfa aftur og aftur að taka slaginn við forystu systursamtaka okkar á vinnumarkaði þegar kennarar setja fram réttmætar og vel rökstuddar kröfur sem landsmenn taka undir. Menntun barna okkar og barnabarna er í húfi. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Aukum faglegan stuðning í skólum borgarinnar Þorleifur Örn Gunnarsson Skoðun Er nóg að starfsfólkið sé gott? Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Halldór 09.08.2025 Halldór Næturstrætó um helgar í og úr Hafnarfirði Katrín Ósk Ásgeirsdóttir Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Kennarar hafa fengið sitt,“ var haft eftir Gylfa Arnbjörnssyni, forseta ASÍ, þegar hann var spurður út í yfirstandandi kjarabaráttu grunnskólakennara. Með öðrum orðum – kröfur kennara eru óraunhæfar og engin ástæða til að leiðrétta laun þeirra á þessari stundu. Þarna stingur Gylfi enn einu sinni höfðinu í sandinn og neitar að horfast í augu við stöðu kennarastéttarinnar og skólastarfs í landinu. Kennarastéttin eldist hratt og allt of fáir kennarar útskrifast úr háskólum landsins til að fylla í skarð þeirra sem hætta. Álagið á starfandi kennara er allt of mikið, sem skilar sér í auknum veikindum og atgervisflótta. Verði ekkert að gert blasir við alvarlegur kennaraskortur innan fárra ára eða jafnvel strax eftir áramót miðað við fjölda þeirra sem þegar hafa sagt upp störfum eða hyggjast gera það á næstu dögum. Við þessu þarf að bregðast strax því það er með öllu ólíðandi að eitt einasta barn fái ekki þá menntun sem það á skilið, hvað þá heilu kynslóðirnar eins og í stefnir. Það er á ábyrgð ráðamanna að tryggja skólastarf til framtíðar. Það verður aðeins gert með því að hækka laun og bæta starfsaðstæður kennara. Það er algjörlega óásættanlegt hversu illa fimm ára háskólamenntun kennara er metin til launa. Það er ekkert eðlilegt við að þurfa að treysta á að ungt fólk velji kennarastarfið af hugsjón og sé tilbúið að sætta sig við að geta ekki lifað af launum sínum. Það sýnir sig líka að unga fólkið segir einfaldlega nei – og hópast þess í stað í nám í lögfræði, viðskiptafræði og hagfræði. Okkur vantar kennara til að mennta komandi kynslóðir og við því þurfa ráðamenn að bregðast við strax. Ég verð að viðurkenna að það er, sannast sagna, afar lýjandi að þurfa aftur og aftur að taka slaginn við forystu systursamtaka okkar á vinnumarkaði þegar kennarar setja fram réttmætar og vel rökstuddar kröfur sem landsmenn taka undir. Menntun barna okkar og barnabarna er í húfi. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar