Kerfisbreyting Heilsugæslunnar Ingveldur Ingvarsdóttir og Oddur Steinarsson og Óskar Reykdalsson skrifa 25. nóvember 2016 07:00 Undanfarin tvö ár hafa velferðarráðuneytið, Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins, Sjúkratryggingar Íslands og Embætti landlæknis unnið að kerfisbreytingum á heilsugæslunni. Fyrirmynd þessara breytinga er sænsk og í samræmi við það sem Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) boðar. Markmið breytinganna er að auka aðgengi að heilsugæslunni, bæta gæði og skapa fjölbreyttara starfsumhverfi innan heilsugæslunnar sem er ætlað að skili sér síðan í betri mönnun. Greiðslukerfið er sett þannig upp að allir sitja við sama borð og dreifing fjármuna er gegnsæ. Áður hafa verið fjögur ólík greiðslukerfi fyrir heilsugæslu á höfuðborgarsvæðinu. Greiðslurnar eru samsettar úr nokkrum þáttum, en mestir fjármunir eru ætlaðir í að sinna börnum, öldruðum og fjölveikum. Sett eru fram fjölmörg gæðamarkmið sem heilsugæslustöðvum er ætlað að ná og greitt er fyrir. Til að auka aðgengi almennings að heilsugæslu er ráðgert að tvær til þrjár nýjar heilsugæslustöðvar verði opnaðar á næsta ári. Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins er jafnframt að ljúka töluverðum skipulagsbreytingum til þess að mæta þessum nýju áskorunum. Hver heilsugæslustöð mun áfram sinna ákveðnum svæðum, en skjólstæðingum verður heimilt að færa sig á aðrar stöðvar eða halda áfram hjá sama lækni á sömu stöð þó þeir flytji í annað hverfi. Hjá Sjúkratryggingum Íslands (SÍ) verður miðlægur gagnagrunnur sem heldur utan um skráningar einstaklinga á heilsugæslustöðvar. Hver og einn getur breytt skráningu sinni á heilsugæslustöð rafrænt í gegnum Réttindagátt á heimasíðu SÍ www.sjukra.is. Einnig er hægt að breyta skráningu með því að fara á viðkomandi stöð. Fjármagni til stöðvanna er síðan dreift í samræmi við skráningu. Þannig flyst fjármögnunin með skjólstæðingnum, sem byggir meðal annars á aldri, kyni, sjúkdómsgreiningum og gæðaþáttum. Þetta er gert til þess að skapa hvata fyrir bætt aðgengi og betri þjónustu. Þegar eru farnar að sjást breytingar varðandi bætt aðgengi á seinni hluta þessa árs miðað við fyrra ár, hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins vegna þessara kerfisbreytinga. Auknir fjármunir hafa verið settir í heilsugæsluna og er því fé vel varið miðað við þann árangur sem er að byrja að sjást. Það er okkar von að heilsugæslan styrkist áfram og samhliða því verði áfram settir auknir fjármunir í hana enda er það í samræmi við það sem alþjóðastofnanir mæla með. Heilsugæslan getur því farið að standa undir nafni sem fyrsti viðkomustaðurinn í kerfinu og verið sá hornsteinn í heilbrigðisþjónustu sem henni er ætlað að vera. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Undanfarin tvö ár hafa velferðarráðuneytið, Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins, Sjúkratryggingar Íslands og Embætti landlæknis unnið að kerfisbreytingum á heilsugæslunni. Fyrirmynd þessara breytinga er sænsk og í samræmi við það sem Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) boðar. Markmið breytinganna er að auka aðgengi að heilsugæslunni, bæta gæði og skapa fjölbreyttara starfsumhverfi innan heilsugæslunnar sem er ætlað að skili sér síðan í betri mönnun. Greiðslukerfið er sett þannig upp að allir sitja við sama borð og dreifing fjármuna er gegnsæ. Áður hafa verið fjögur ólík greiðslukerfi fyrir heilsugæslu á höfuðborgarsvæðinu. Greiðslurnar eru samsettar úr nokkrum þáttum, en mestir fjármunir eru ætlaðir í að sinna börnum, öldruðum og fjölveikum. Sett eru fram fjölmörg gæðamarkmið sem heilsugæslustöðvum er ætlað að ná og greitt er fyrir. Til að auka aðgengi almennings að heilsugæslu er ráðgert að tvær til þrjár nýjar heilsugæslustöðvar verði opnaðar á næsta ári. Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins er jafnframt að ljúka töluverðum skipulagsbreytingum til þess að mæta þessum nýju áskorunum. Hver heilsugæslustöð mun áfram sinna ákveðnum svæðum, en skjólstæðingum verður heimilt að færa sig á aðrar stöðvar eða halda áfram hjá sama lækni á sömu stöð þó þeir flytji í annað hverfi. Hjá Sjúkratryggingum Íslands (SÍ) verður miðlægur gagnagrunnur sem heldur utan um skráningar einstaklinga á heilsugæslustöðvar. Hver og einn getur breytt skráningu sinni á heilsugæslustöð rafrænt í gegnum Réttindagátt á heimasíðu SÍ www.sjukra.is. Einnig er hægt að breyta skráningu með því að fara á viðkomandi stöð. Fjármagni til stöðvanna er síðan dreift í samræmi við skráningu. Þannig flyst fjármögnunin með skjólstæðingnum, sem byggir meðal annars á aldri, kyni, sjúkdómsgreiningum og gæðaþáttum. Þetta er gert til þess að skapa hvata fyrir bætt aðgengi og betri þjónustu. Þegar eru farnar að sjást breytingar varðandi bætt aðgengi á seinni hluta þessa árs miðað við fyrra ár, hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins vegna þessara kerfisbreytinga. Auknir fjármunir hafa verið settir í heilsugæsluna og er því fé vel varið miðað við þann árangur sem er að byrja að sjást. Það er okkar von að heilsugæslan styrkist áfram og samhliða því verði áfram settir auknir fjármunir í hana enda er það í samræmi við það sem alþjóðastofnanir mæla með. Heilsugæslan getur því farið að standa undir nafni sem fyrsti viðkomustaðurinn í kerfinu og verið sá hornsteinn í heilbrigðisþjónustu sem henni er ætlað að vera. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar