Kerfisbreyting Heilsugæslunnar Ingveldur Ingvarsdóttir og Oddur Steinarsson og Óskar Reykdalsson skrifa 25. nóvember 2016 07:00 Undanfarin tvö ár hafa velferðarráðuneytið, Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins, Sjúkratryggingar Íslands og Embætti landlæknis unnið að kerfisbreytingum á heilsugæslunni. Fyrirmynd þessara breytinga er sænsk og í samræmi við það sem Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) boðar. Markmið breytinganna er að auka aðgengi að heilsugæslunni, bæta gæði og skapa fjölbreyttara starfsumhverfi innan heilsugæslunnar sem er ætlað að skili sér síðan í betri mönnun. Greiðslukerfið er sett þannig upp að allir sitja við sama borð og dreifing fjármuna er gegnsæ. Áður hafa verið fjögur ólík greiðslukerfi fyrir heilsugæslu á höfuðborgarsvæðinu. Greiðslurnar eru samsettar úr nokkrum þáttum, en mestir fjármunir eru ætlaðir í að sinna börnum, öldruðum og fjölveikum. Sett eru fram fjölmörg gæðamarkmið sem heilsugæslustöðvum er ætlað að ná og greitt er fyrir. Til að auka aðgengi almennings að heilsugæslu er ráðgert að tvær til þrjár nýjar heilsugæslustöðvar verði opnaðar á næsta ári. Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins er jafnframt að ljúka töluverðum skipulagsbreytingum til þess að mæta þessum nýju áskorunum. Hver heilsugæslustöð mun áfram sinna ákveðnum svæðum, en skjólstæðingum verður heimilt að færa sig á aðrar stöðvar eða halda áfram hjá sama lækni á sömu stöð þó þeir flytji í annað hverfi. Hjá Sjúkratryggingum Íslands (SÍ) verður miðlægur gagnagrunnur sem heldur utan um skráningar einstaklinga á heilsugæslustöðvar. Hver og einn getur breytt skráningu sinni á heilsugæslustöð rafrænt í gegnum Réttindagátt á heimasíðu SÍ www.sjukra.is. Einnig er hægt að breyta skráningu með því að fara á viðkomandi stöð. Fjármagni til stöðvanna er síðan dreift í samræmi við skráningu. Þannig flyst fjármögnunin með skjólstæðingnum, sem byggir meðal annars á aldri, kyni, sjúkdómsgreiningum og gæðaþáttum. Þetta er gert til þess að skapa hvata fyrir bætt aðgengi og betri þjónustu. Þegar eru farnar að sjást breytingar varðandi bætt aðgengi á seinni hluta þessa árs miðað við fyrra ár, hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins vegna þessara kerfisbreytinga. Auknir fjármunir hafa verið settir í heilsugæsluna og er því fé vel varið miðað við þann árangur sem er að byrja að sjást. Það er okkar von að heilsugæslan styrkist áfram og samhliða því verði áfram settir auknir fjármunir í hana enda er það í samræmi við það sem alþjóðastofnanir mæla með. Heilsugæslan getur því farið að standa undir nafni sem fyrsti viðkomustaðurinn í kerfinu og verið sá hornsteinn í heilbrigðisþjónustu sem henni er ætlað að vera. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Undanfarin tvö ár hafa velferðarráðuneytið, Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins, Sjúkratryggingar Íslands og Embætti landlæknis unnið að kerfisbreytingum á heilsugæslunni. Fyrirmynd þessara breytinga er sænsk og í samræmi við það sem Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) boðar. Markmið breytinganna er að auka aðgengi að heilsugæslunni, bæta gæði og skapa fjölbreyttara starfsumhverfi innan heilsugæslunnar sem er ætlað að skili sér síðan í betri mönnun. Greiðslukerfið er sett þannig upp að allir sitja við sama borð og dreifing fjármuna er gegnsæ. Áður hafa verið fjögur ólík greiðslukerfi fyrir heilsugæslu á höfuðborgarsvæðinu. Greiðslurnar eru samsettar úr nokkrum þáttum, en mestir fjármunir eru ætlaðir í að sinna börnum, öldruðum og fjölveikum. Sett eru fram fjölmörg gæðamarkmið sem heilsugæslustöðvum er ætlað að ná og greitt er fyrir. Til að auka aðgengi almennings að heilsugæslu er ráðgert að tvær til þrjár nýjar heilsugæslustöðvar verði opnaðar á næsta ári. Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins er jafnframt að ljúka töluverðum skipulagsbreytingum til þess að mæta þessum nýju áskorunum. Hver heilsugæslustöð mun áfram sinna ákveðnum svæðum, en skjólstæðingum verður heimilt að færa sig á aðrar stöðvar eða halda áfram hjá sama lækni á sömu stöð þó þeir flytji í annað hverfi. Hjá Sjúkratryggingum Íslands (SÍ) verður miðlægur gagnagrunnur sem heldur utan um skráningar einstaklinga á heilsugæslustöðvar. Hver og einn getur breytt skráningu sinni á heilsugæslustöð rafrænt í gegnum Réttindagátt á heimasíðu SÍ www.sjukra.is. Einnig er hægt að breyta skráningu með því að fara á viðkomandi stöð. Fjármagni til stöðvanna er síðan dreift í samræmi við skráningu. Þannig flyst fjármögnunin með skjólstæðingnum, sem byggir meðal annars á aldri, kyni, sjúkdómsgreiningum og gæðaþáttum. Þetta er gert til þess að skapa hvata fyrir bætt aðgengi og betri þjónustu. Þegar eru farnar að sjást breytingar varðandi bætt aðgengi á seinni hluta þessa árs miðað við fyrra ár, hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins vegna þessara kerfisbreytinga. Auknir fjármunir hafa verið settir í heilsugæsluna og er því fé vel varið miðað við þann árangur sem er að byrja að sjást. Það er okkar von að heilsugæslan styrkist áfram og samhliða því verði áfram settir auknir fjármunir í hana enda er það í samræmi við það sem alþjóðastofnanir mæla með. Heilsugæslan getur því farið að standa undir nafni sem fyrsti viðkomustaðurinn í kerfinu og verið sá hornsteinn í heilbrigðisþjónustu sem henni er ætlað að vera. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar