Gamla eða nýja Ísland Þröstur Ólafsson skrifar 10. nóvember 2016 07:00 Viðræður um myndun næstu ríkisstjórnar eru hafnar. Það mun verða ljóst af málefnasamningnum, hvort komandi ríkisstjórn endurspeglar væntingar um nýtt Ísland eða hvort verður um að ræða áframhald þess gamla. Allt frá hruni og fram að umliðnum kosningum hefur þjóðin verið innbyrðis klofin. Til að sætta þjóðina og brúa gjána milli þjóðarinnar og, að hennar mati, rangsnúins samfélagskerfis, þarf umbætur. Gömlu kerfisflokkarnir náðu ekki meirihluta. Þeir munu því ólíklega geta haldið ótrauðir áfram með gömlu uppskriftina. Misvægi atkvæða er þeim í hag. Sterk kosningastaða þeirra er m.a. misvæginu að þakka. Hver afstaða VG verður í þessum málum, verði þeim kippt um borð, er óljóst. Af ummælum sumra alþingismanna flokksins fyrir kosningar var ljóst að þar fóru einarðir stuðningsmenn búvörusamningsins. Fyrrverandi formaður VG hefur einnig haft lítinn áhuga á jöfnun atkvæðisréttar. Málefnasamningurinn Með nýjum málefnasamningi koma skýr skilaboð. Það eru fáein mikilvæg mál sem tekið verður eftir hvernig ákveðin verða. Allt eru það mál sem við höfum deilt um lengi en verða þjóðinni að fótakefli meðan ekki nást þær málamiðlanir, sem gera þjóðina sátta að kalla. Jöfnun atkvæðavægis: Jafna verður vægi atkvæða milli kjördæma. Misvægi atkvæða eftir búsetu er mikið óréttlæti. Flestar vestrænar lýðræðisþjóðir hafa leyst það fyrir öld eða fjölmörgum áratugum síðan. Við búum við almennan en þó ekki jafnan kosningarrétt. Það er hneisa. Alþingi endurspeglar ekki þjóðina sem heild og lögin sem þaðan koma ekki heldur. Alþingi Íslendinga er því ekki þjóðþing í þess göfugustu merkingu. Þótt ekkert annað yrði gert í stjórnarskrármálinu en þetta, væri það góður áfangi. Auðlindagjald: Finna þarf sátt um greiðslu fyrir einkaafnot af sameiginlegum auðlindum þjóðarinnar. Mest brennur á sanngjörnum greiðslum fyrir afnot af sjávarauðlindinni, sem eru í einhverju eðlilegu samræmi við gjöfulleika hennar. Alþingi samþykkti metnaðarfull lög um verndun og stjórnun fiskveiða, sem gert hefur nýtingu auðlindarinnar mun arðbærari en áður. Það eru einkum þessi lög sem eru grundvöllur hins mikla arðs sem fiskimiðin gefa. Sanngjarnt afgjald er ein af forsendum þess að geta endurreist heilbrigðiskerfi þjóðarinnar. Búvörusamningurinn: Fátt vegur þyngra í buddu almennings en matvöruverð. Verðlagning, framleiðsla og innflutningur matvöru skiptir afkomu almennings mestu máli. Lág laun má gera þolanlegri með lækkun framfærslukostnaðar. Núverandi landbúnaðarkerfi sóar miklum verðmætum, ekki hvað síst í mikilli offramleiðslu á lambakjöti; Kerfið er rándýrt. Það er ekki umhverfisvænt og heldur fjölda bænda við hokur. Finna þarf leið til að endurskoða búvörulögin þannig að við fáum heilbrigðan og sæmilega arðbæran landbúnað. Það yrði mikilvægt skref inn í væntanlegar kjaraviðræður. Heilbrigðismál: Endurreisn heilbrigðiskerfisins og bygging nýs Landspítala verður að vera forgangsverkefni. Búið er að eyða allt of löngum tíma í deilur um staðsetningu hans, deilur sem litlu máli skipta og eru afar ófrjóar. Þær skila ekki niðurstöðum, því þær byggjast á persónulegum skoðunum. Þær þjóna deilugirni okkar meir en efninu sjálfu. Búið er að eyða löngum og dýrmætum tíma í undirbúning sem þyrfti að hefja að nýju verði ný staðsetning ákveðin. Það mun örugglega seinka verkefninu um árabil. Þjóðin vill og þarf nýjan spítala, sem fyrst. Fjármálakerfið: Mig rekur ekki minni til þess að nokkuð bitastætt hafi komið fram í kosningabaráttunni um framtíðarskipan fjármálakerfisins eftir að gjaldeyrishöftin hafa verið afnumin. Hér er þó á ferð feikna mikilvægt mál. Þrír stórir bankar sem, vegna smæðar íslenska hagkerfisins, verða að leita verkefna erlendis, gætu á ný vaxið hagkerfi okkar yfir höfuð eins og gerðist fyrir hrun. Þetta þarf að koma í veg fyrir. Í þessu samhengi er einkavæðing ekki gilt úrræði. Það myndi frekar ausa olíu á eldinn. Parísarsáttmálinn og umhverfismál: Ekki var gamla ríkisstjórnin afkastamikil þegar að umhverfismálum kom. Lítið liggur fyrir um hvernig við ætlum að standa við skuldbindingar okkar í loftslagsmálum. Verndun sjávarins, vatnsfalla, votlendis og gróðurs verður að taka alvarlega og leggja fram sannfærandi aðgerðaáætlun um úrbætur. Þetta gæti orðið upphaf nýs samfélagssáttmála, sem síðan yrði fyllt frekar út í. Hér vantar t.d bæði skóla- og fræðslumál sem og Evrópumál. Aðalatriðið er að hefjast handa. Nú gæti verið tækifærið. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þröstur Ólafsson Mest lesið Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þing í þágu kvenna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta? Þráinn Farestveit skrifar Skoðun Mikilvægi tjáningar erfiðrar reynslu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný sýn á almenningssjónvarp í almannaþágu, eða hvað? Hólmgeir Baldursson skrifar Sjá meira
Viðræður um myndun næstu ríkisstjórnar eru hafnar. Það mun verða ljóst af málefnasamningnum, hvort komandi ríkisstjórn endurspeglar væntingar um nýtt Ísland eða hvort verður um að ræða áframhald þess gamla. Allt frá hruni og fram að umliðnum kosningum hefur þjóðin verið innbyrðis klofin. Til að sætta þjóðina og brúa gjána milli þjóðarinnar og, að hennar mati, rangsnúins samfélagskerfis, þarf umbætur. Gömlu kerfisflokkarnir náðu ekki meirihluta. Þeir munu því ólíklega geta haldið ótrauðir áfram með gömlu uppskriftina. Misvægi atkvæða er þeim í hag. Sterk kosningastaða þeirra er m.a. misvæginu að þakka. Hver afstaða VG verður í þessum málum, verði þeim kippt um borð, er óljóst. Af ummælum sumra alþingismanna flokksins fyrir kosningar var ljóst að þar fóru einarðir stuðningsmenn búvörusamningsins. Fyrrverandi formaður VG hefur einnig haft lítinn áhuga á jöfnun atkvæðisréttar. Málefnasamningurinn Með nýjum málefnasamningi koma skýr skilaboð. Það eru fáein mikilvæg mál sem tekið verður eftir hvernig ákveðin verða. Allt eru það mál sem við höfum deilt um lengi en verða þjóðinni að fótakefli meðan ekki nást þær málamiðlanir, sem gera þjóðina sátta að kalla. Jöfnun atkvæðavægis: Jafna verður vægi atkvæða milli kjördæma. Misvægi atkvæða eftir búsetu er mikið óréttlæti. Flestar vestrænar lýðræðisþjóðir hafa leyst það fyrir öld eða fjölmörgum áratugum síðan. Við búum við almennan en þó ekki jafnan kosningarrétt. Það er hneisa. Alþingi endurspeglar ekki þjóðina sem heild og lögin sem þaðan koma ekki heldur. Alþingi Íslendinga er því ekki þjóðþing í þess göfugustu merkingu. Þótt ekkert annað yrði gert í stjórnarskrármálinu en þetta, væri það góður áfangi. Auðlindagjald: Finna þarf sátt um greiðslu fyrir einkaafnot af sameiginlegum auðlindum þjóðarinnar. Mest brennur á sanngjörnum greiðslum fyrir afnot af sjávarauðlindinni, sem eru í einhverju eðlilegu samræmi við gjöfulleika hennar. Alþingi samþykkti metnaðarfull lög um verndun og stjórnun fiskveiða, sem gert hefur nýtingu auðlindarinnar mun arðbærari en áður. Það eru einkum þessi lög sem eru grundvöllur hins mikla arðs sem fiskimiðin gefa. Sanngjarnt afgjald er ein af forsendum þess að geta endurreist heilbrigðiskerfi þjóðarinnar. Búvörusamningurinn: Fátt vegur þyngra í buddu almennings en matvöruverð. Verðlagning, framleiðsla og innflutningur matvöru skiptir afkomu almennings mestu máli. Lág laun má gera þolanlegri með lækkun framfærslukostnaðar. Núverandi landbúnaðarkerfi sóar miklum verðmætum, ekki hvað síst í mikilli offramleiðslu á lambakjöti; Kerfið er rándýrt. Það er ekki umhverfisvænt og heldur fjölda bænda við hokur. Finna þarf leið til að endurskoða búvörulögin þannig að við fáum heilbrigðan og sæmilega arðbæran landbúnað. Það yrði mikilvægt skref inn í væntanlegar kjaraviðræður. Heilbrigðismál: Endurreisn heilbrigðiskerfisins og bygging nýs Landspítala verður að vera forgangsverkefni. Búið er að eyða allt of löngum tíma í deilur um staðsetningu hans, deilur sem litlu máli skipta og eru afar ófrjóar. Þær skila ekki niðurstöðum, því þær byggjast á persónulegum skoðunum. Þær þjóna deilugirni okkar meir en efninu sjálfu. Búið er að eyða löngum og dýrmætum tíma í undirbúning sem þyrfti að hefja að nýju verði ný staðsetning ákveðin. Það mun örugglega seinka verkefninu um árabil. Þjóðin vill og þarf nýjan spítala, sem fyrst. Fjármálakerfið: Mig rekur ekki minni til þess að nokkuð bitastætt hafi komið fram í kosningabaráttunni um framtíðarskipan fjármálakerfisins eftir að gjaldeyrishöftin hafa verið afnumin. Hér er þó á ferð feikna mikilvægt mál. Þrír stórir bankar sem, vegna smæðar íslenska hagkerfisins, verða að leita verkefna erlendis, gætu á ný vaxið hagkerfi okkar yfir höfuð eins og gerðist fyrir hrun. Þetta þarf að koma í veg fyrir. Í þessu samhengi er einkavæðing ekki gilt úrræði. Það myndi frekar ausa olíu á eldinn. Parísarsáttmálinn og umhverfismál: Ekki var gamla ríkisstjórnin afkastamikil þegar að umhverfismálum kom. Lítið liggur fyrir um hvernig við ætlum að standa við skuldbindingar okkar í loftslagsmálum. Verndun sjávarins, vatnsfalla, votlendis og gróðurs verður að taka alvarlega og leggja fram sannfærandi aðgerðaáætlun um úrbætur. Þetta gæti orðið upphaf nýs samfélagssáttmála, sem síðan yrði fyllt frekar út í. Hér vantar t.d bæði skóla- og fræðslumál sem og Evrópumál. Aðalatriðið er að hefjast handa. Nú gæti verið tækifærið. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar