Framtíð fíknimeðferðar Ráð Rótarinnar skrifar 16. nóvember 2016 07:00 Meðferð við fíknivanda á Íslandi er að mestu í höndum einkaaðila og frjálsra félagasamtaka og þjónusta Landspítala er eingöngu ætluð fólki með tvíþættan vanda, alvarleg geðræn vandamál og fíknivanda. Hið opinbera hefur ekki mótað neina stefnu né gefið út klínískar leiðbeiningar um fíknimeðferð og hefur því í rauninni látið einkaaðilum það eftir að móta þjónustuna eftir hverri þeirri stefnu sem rekstraraðilum þóknast.Óbreytt meðferð á nýjum stað SÁÁ er um þessar mundir að stækka meðferðaraðstöðu sína á Vík á Kjalarnesi og mun í framhaldinu hætta að reka meðferðarheimilið á Staðarfelli. Ekki hefur komið fram í fréttum að samhliða þessu sé um stefnubreytingu að ræða í meðferðarframboði. Ef það er rétt skilið vekur það undrun að farið sé í slíka uppbyggingu án þess að jafnframt fari fram endurmat á meðferðinni. Innan heilbrigðiskerfisins hefur á undanförnum árum verið lögð aukin áhersla á framboð dagdeildar- og göngudeildarþjónustu í stað inniliggjandi meðferðar. Ekki virðist vera gert ráð fyrir þessari þróun í uppbyggingu SÁÁ. Nýjar rannsóknir erlendis sýna að ekki er betri árangur af inniliggjandi meðferð en af dag- og göngudeildarmeðferð. Ákveðinn hópur þarf vissulega á innlögn að halda en hér á landi virðast litlar tilraunir hafa verið gerðar til að þarfagreina þann hóp sem fer í fíknimeðferð. Þetta er sérstakt áhyggjuefni fyrir konur þar sem rannsóknir sýna að konur leita frekar í slíka þjónustu Ef hins vegar er ætlunin að auka dag- og göngudeildarþjónustu þá er staðsetning á Kjalarnesi ekki mjög aðgengileg.Nú er lag! Þetta vekur upp spurningar varðandi framtíð meðferðarstarfs á Íslandi. Var ný starfsemi SÁÁ undirbúin í samráði við heilbrigðisyfirvöld? Ef svo er á hvaða stefnumótun byggir hún? Hefur verið gerður samningur við SÁÁ um að kaupa þá þjónustu sem til stendur að bjóða á Kjalarnesi? Ef svo er ekki þá er ljóst að félagasamtök með ríka rekstrarhagsmuni fá mikið vald yfir lífi þeirra sem glíma við fíknivanda. Ef ríkið er ekki búið að gera bindandi samning við SÁÁ um þessa þjónustu er ljóst að nú er lag fyrir annað fagfólk að þróa nútímalegri og aðgengilegri meðferðarúrræði. Við vitum að það eru margir fagaðilar hér á landi sem hafa þá menntun, reynslu og sýn sem til þarf.Eru stjórnvöld stikkfrí? Hvers vegna er svo lítil áhersla á opinber úrræði fyrir fólk sem glímir við áfengis- og vímuvanda? Eru heilbrigðisyfirvöld sammála því að aðferðir sem beitt er í meðferð við fíknivanda séu mótaðar af ákveðinni refsihyggju og smánunartilburðum gagnvart sjúklingunum? Fólki er ekki mætt þar sem það er statt með viðeigandi umgjörð, t.d. kynjaskiptri meðferð, heldur á það að fara að reglum sem illmögulegt er að fylgja. Dæmi um slíkt er t.d. sá háttur að refsa fólki fyrir að sýna einkenni fíknivandans með því að setja það aftast á biðlista eftir meðferð, að vísa fólki úr meðferð vegna kynlífsiðkunar og fleira í þeim dúr. Rétt er að vekja athygli á því að stefna í áfengis- og vímuvörnum til ársins 2020 var samþykkt af heilbrigðisráðherra í janúar 2014 en því miður hefur vinna að framkvæmdaáætlun sem átti að fylgja í kjölfarið ekki hafist. Vonandi verður þess ekki langt að bíða að sú vinna hefjist. Árdís Þórðardóttir Áslaug Árnadóttir Edda Arinbjarnar Guðrún Ebba Ólafsdóttir Heiða Brynja Heiðarsdóttir Katrín G. Alfreðsdóttir Kristín I. Pálsdóttir Þórlaug Sveinsdóttir í ráði Rótarinnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Stéttin sem Sjálfstæðisflokkurinn kaus að yfirgefa Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Er Inga Sæland Þjófur? Birgir Dýrfjörð Skoðun Viljum við það besta fyrir börnin okkar? Hilmar Þór Sigurjónsson Skoðun Kona Anna Kristjana Helgadóttir Skoðun Ósanngjörn byrði á landsbyggðarfólk Ingibjörg Ísaksen Skoðun Hin víðtæku og jákvæðu áhrif þess að spila í lúðrasveit Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson Skoðun Er samfélagslegt stórslys í uppsiglingu? Davíð Bergmann Skoðun Að spila með – Samfélagsmiðla- og tölvuleikjanotkun ungmenna Berglind Sveinbjörnsdóttir,Þórhildur Halldórsdóttir Skoðun Ný krydd í skuldasúpuna Helgi Áss Grétarsson Skoðun Skoðun Skoðun Minna af þér og meira af öðrum Heiða Björk Sturludóttir skrifar Skoðun Að byggja upp öfluga og flotta leikskóla til framtíðar Ísabella Markan skrifar Skoðun Að koma skriðdreka á Snæfellsnes Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Ræstitækni ehf.: Fríríki atvinnurekandans Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Er samfélagslegt stórslys í uppsiglingu? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Skiptir hugarfarið máli? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum ekki að hafa alla með okkur í liði Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Verkfærakistan er alltaf opin Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Píratar til forystu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Beðið fyrir verðbólgu Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Minni pólitík, meiri fagmennska Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ný krydd í skuldasúpuna Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ferðasjóður ÍSÍ hefur rýrnað frá árinu 2019 Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Hin víðtæku og jákvæðu áhrif þess að spila í lúðrasveit skrifar Skoðun Að spila með – Samfélagsmiðla- og tölvuleikjanotkun ungmenna Berglind Sveinbjörnsdóttir,Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Er Inga Sæland Þjófur? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Kona Anna Kristjana Helgadóttir skrifar Skoðun Bókun 35, 38 og tækifæri fyrir ungt fólk í Brussel Gunnar H. Garðarsson skrifar Skoðun Orð skulu standa Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Dúabíllinn og kraftur sköpunar Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Enginn er betri en þú – enginn er snjallari en þú Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Viljum við það besta fyrir börnin okkar? Hilmar Þór Sigurjónsson skrifar Skoðun Stéttin sem Sjálfstæðisflokkurinn kaus að yfirgefa Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Tilfinningar í hrærigraut og engin orð til, né leyfilegt að segja það sem er... Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Samræmd próf gegn stéttaskiptingu Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Vilja Bandaríkin bæta samskipti sín við Rússland og um leið styrkja stöðu sína gagnvart Kína? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Sameinandi afl í skotgröfunum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ósanngjörn byrði á landsbyggðarfólk Ingibjörg Ísaksen skrifar Skoðun VR og eldra fólk Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason skrifar Sjá meira
Meðferð við fíknivanda á Íslandi er að mestu í höndum einkaaðila og frjálsra félagasamtaka og þjónusta Landspítala er eingöngu ætluð fólki með tvíþættan vanda, alvarleg geðræn vandamál og fíknivanda. Hið opinbera hefur ekki mótað neina stefnu né gefið út klínískar leiðbeiningar um fíknimeðferð og hefur því í rauninni látið einkaaðilum það eftir að móta þjónustuna eftir hverri þeirri stefnu sem rekstraraðilum þóknast.Óbreytt meðferð á nýjum stað SÁÁ er um þessar mundir að stækka meðferðaraðstöðu sína á Vík á Kjalarnesi og mun í framhaldinu hætta að reka meðferðarheimilið á Staðarfelli. Ekki hefur komið fram í fréttum að samhliða þessu sé um stefnubreytingu að ræða í meðferðarframboði. Ef það er rétt skilið vekur það undrun að farið sé í slíka uppbyggingu án þess að jafnframt fari fram endurmat á meðferðinni. Innan heilbrigðiskerfisins hefur á undanförnum árum verið lögð aukin áhersla á framboð dagdeildar- og göngudeildarþjónustu í stað inniliggjandi meðferðar. Ekki virðist vera gert ráð fyrir þessari þróun í uppbyggingu SÁÁ. Nýjar rannsóknir erlendis sýna að ekki er betri árangur af inniliggjandi meðferð en af dag- og göngudeildarmeðferð. Ákveðinn hópur þarf vissulega á innlögn að halda en hér á landi virðast litlar tilraunir hafa verið gerðar til að þarfagreina þann hóp sem fer í fíknimeðferð. Þetta er sérstakt áhyggjuefni fyrir konur þar sem rannsóknir sýna að konur leita frekar í slíka þjónustu Ef hins vegar er ætlunin að auka dag- og göngudeildarþjónustu þá er staðsetning á Kjalarnesi ekki mjög aðgengileg.Nú er lag! Þetta vekur upp spurningar varðandi framtíð meðferðarstarfs á Íslandi. Var ný starfsemi SÁÁ undirbúin í samráði við heilbrigðisyfirvöld? Ef svo er á hvaða stefnumótun byggir hún? Hefur verið gerður samningur við SÁÁ um að kaupa þá þjónustu sem til stendur að bjóða á Kjalarnesi? Ef svo er ekki þá er ljóst að félagasamtök með ríka rekstrarhagsmuni fá mikið vald yfir lífi þeirra sem glíma við fíknivanda. Ef ríkið er ekki búið að gera bindandi samning við SÁÁ um þessa þjónustu er ljóst að nú er lag fyrir annað fagfólk að þróa nútímalegri og aðgengilegri meðferðarúrræði. Við vitum að það eru margir fagaðilar hér á landi sem hafa þá menntun, reynslu og sýn sem til þarf.Eru stjórnvöld stikkfrí? Hvers vegna er svo lítil áhersla á opinber úrræði fyrir fólk sem glímir við áfengis- og vímuvanda? Eru heilbrigðisyfirvöld sammála því að aðferðir sem beitt er í meðferð við fíknivanda séu mótaðar af ákveðinni refsihyggju og smánunartilburðum gagnvart sjúklingunum? Fólki er ekki mætt þar sem það er statt með viðeigandi umgjörð, t.d. kynjaskiptri meðferð, heldur á það að fara að reglum sem illmögulegt er að fylgja. Dæmi um slíkt er t.d. sá háttur að refsa fólki fyrir að sýna einkenni fíknivandans með því að setja það aftast á biðlista eftir meðferð, að vísa fólki úr meðferð vegna kynlífsiðkunar og fleira í þeim dúr. Rétt er að vekja athygli á því að stefna í áfengis- og vímuvörnum til ársins 2020 var samþykkt af heilbrigðisráðherra í janúar 2014 en því miður hefur vinna að framkvæmdaáætlun sem átti að fylgja í kjölfarið ekki hafist. Vonandi verður þess ekki langt að bíða að sú vinna hefjist. Árdís Þórðardóttir Áslaug Árnadóttir Edda Arinbjarnar Guðrún Ebba Ólafsdóttir Heiða Brynja Heiðarsdóttir Katrín G. Alfreðsdóttir Kristín I. Pálsdóttir Þórlaug Sveinsdóttir í ráði Rótarinnar
Að spila með – Samfélagsmiðla- og tölvuleikjanotkun ungmenna Berglind Sveinbjörnsdóttir,Þórhildur Halldórsdóttir Skoðun
Skoðun Að spila með – Samfélagsmiðla- og tölvuleikjanotkun ungmenna Berglind Sveinbjörnsdóttir,Þórhildur Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Tilfinningar í hrærigraut og engin orð til, né leyfilegt að segja það sem er... Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Vilja Bandaríkin bæta samskipti sín við Rússland og um leið styrkja stöðu sína gagnvart Kína? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Að spila með – Samfélagsmiðla- og tölvuleikjanotkun ungmenna Berglind Sveinbjörnsdóttir,Þórhildur Halldórsdóttir Skoðun