Mikill áhugi á nýsköpun í orkuiðnaði um allt land Björgvin Skúli Sigurðsson skrifar 16. nóvember 2016 07:00 Mikill áhugi er á því að vinna að nýsköpun í orkuiðnaði um allt land. Þetta kom fram á málstofum sem Landsvirkjun stóð fyrir í sumar, undir yfirskriftinni „Virkjum hugaraflið“. Ýmsar áhugaverðar hugmyndir komu fram á málstofunum, sem voru vel sóttar og haldnar í samstarfi við KPMG, Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Íslenska jarðvarmaklasann. Með málstofunum, sem fóru fram á Húsavík, Egilsstöðum, Blönduósi og Selfossi, var leitast við að vekja athygli á þeim tækifærum sem liggja í orkuiðnaði, kynna þann stuðning sem frumkvöðlum stendur til boða og bjóða heimamönnum til samtals um nýsköpunarhugmyndir þeirra.Fjölmargar áhugaverðar hugmyndir Niðurstaðan var sú að mikill áhugi er á því að vinna að nýsköpun í orkuiðnaði um allt land. Hitaveita á köldum svæðum, nýting ónýttra jarðhitastrauma, ferðaþjónusta, varmadælur, öpp, jarðhitabaðströnd og heilsulind voru á meðal áhugaverðra hugmynda sem komu fram. Heimamenn á hverjum stað fyrir sig lýstu yfir miklum áhuga á því að halda áfram á lofti nýsköpun í orkuiðnaði sem áhugavert verður að fylgjast með á næstunni.Orkuiðnaður á tímamótum Fulltrúar Landsvirkjunar á málstofunum kynntu sýn fyrirtækisins á nýsköpun í orkugeiranum, bentu á þau tækifæri sem þar liggja og hvöttu frumkvöðla til dáða. Í máli þeirra kom m.a. fram að íslenskur orkuiðnaður stendur á tímamótum þessi misserin – svipuðum og sjávarútvegurinn fyrir 30 árum. Með þeim takmörkunum sem þá voru lagðar á fiskveiðar varð ljóst að leita þyrfti annarra leiða til að fá meira út úr hverju veiddu kílói. Það ýtti undir þá miklu nýsköpun sem átt hefur sér stað í greininni á liðnum árum, m.a. í bættum vinnsluaðferðum, nýtingu aukaafurða í snyrtivörur, lyf, tískufatnað o.s.frv. Svipuð alda nýsköpunar gæti verið framundan í orkugeiranum með bættri nýtingu og margskonar hliðarafurðum. Þorsteinn Ingi Sigfússon, forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, fór yfir þau ónýttu tækifæri sem liggja í orkuauðlindum Íslands, ekki síst í jarðhita. Hann fór einnig yfir víðtækan stuðning miðstöðvarinnar við frumkvöðla í orkugeiranum og yfirgripsmikla sérþekkingu starfsmanna hennar á því sviði. Þá sagði hann frá fyrirtækinu XRG Power, sem þróar umhverfisvænar einkarafstöðvar sem nýta lágvarma, en fyrirtækið á rætur að rekja til Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands.Víðtækur stuðningur í boði Stefán Þór Helgason, ráðgjafi hjá KPMG, ræddi um það hvernig hugmyndir verða til, hvað þarf til að gera þær að veruleika og hvernig hægt sé að kanna gæði hugmynda. Hann fjallaði einnig um þann víðtæka stuðning sem stendur frumkvöðlum til boða s.s. samkeppnir, viðskiptahraðla, húsnæði og fjármagn. Viðar Helgason, klasastjóri Íslenska jarðvarmaklasans, kynnti loks viðskiptahraðalinn Startup Energy Reykjavík en markmið hans er að styðja við frumkvöðla í orkugeiranum með margvíslegum hætti. Þátttakendum býðst m.a. aðstoð sérfræðinga, fyrirlestrar og námskeið og skrifstofuhúsnæði í tíu vikur og 5 milljónir króna í hlutafé.Aukin þátttaka kvenna Eitt af fagnaðarefnum þessarar fundaraðar var að finna fyrir öflugri þátttöku og áhuga kvenna. Karlar hafa lengi verið í meirihluta þeirra sem hafa látið að sér kveða í orkumálum. Nú sjáum við fleiri konur sýna orkumálum áhuga og þær láta í auknum mæli að sér kveða.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 09.08.2025 Halldór Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ert þú með þráhyggju? Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Mikill áhugi er á því að vinna að nýsköpun í orkuiðnaði um allt land. Þetta kom fram á málstofum sem Landsvirkjun stóð fyrir í sumar, undir yfirskriftinni „Virkjum hugaraflið“. Ýmsar áhugaverðar hugmyndir komu fram á málstofunum, sem voru vel sóttar og haldnar í samstarfi við KPMG, Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Íslenska jarðvarmaklasann. Með málstofunum, sem fóru fram á Húsavík, Egilsstöðum, Blönduósi og Selfossi, var leitast við að vekja athygli á þeim tækifærum sem liggja í orkuiðnaði, kynna þann stuðning sem frumkvöðlum stendur til boða og bjóða heimamönnum til samtals um nýsköpunarhugmyndir þeirra.Fjölmargar áhugaverðar hugmyndir Niðurstaðan var sú að mikill áhugi er á því að vinna að nýsköpun í orkuiðnaði um allt land. Hitaveita á köldum svæðum, nýting ónýttra jarðhitastrauma, ferðaþjónusta, varmadælur, öpp, jarðhitabaðströnd og heilsulind voru á meðal áhugaverðra hugmynda sem komu fram. Heimamenn á hverjum stað fyrir sig lýstu yfir miklum áhuga á því að halda áfram á lofti nýsköpun í orkuiðnaði sem áhugavert verður að fylgjast með á næstunni.Orkuiðnaður á tímamótum Fulltrúar Landsvirkjunar á málstofunum kynntu sýn fyrirtækisins á nýsköpun í orkugeiranum, bentu á þau tækifæri sem þar liggja og hvöttu frumkvöðla til dáða. Í máli þeirra kom m.a. fram að íslenskur orkuiðnaður stendur á tímamótum þessi misserin – svipuðum og sjávarútvegurinn fyrir 30 árum. Með þeim takmörkunum sem þá voru lagðar á fiskveiðar varð ljóst að leita þyrfti annarra leiða til að fá meira út úr hverju veiddu kílói. Það ýtti undir þá miklu nýsköpun sem átt hefur sér stað í greininni á liðnum árum, m.a. í bættum vinnsluaðferðum, nýtingu aukaafurða í snyrtivörur, lyf, tískufatnað o.s.frv. Svipuð alda nýsköpunar gæti verið framundan í orkugeiranum með bættri nýtingu og margskonar hliðarafurðum. Þorsteinn Ingi Sigfússon, forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, fór yfir þau ónýttu tækifæri sem liggja í orkuauðlindum Íslands, ekki síst í jarðhita. Hann fór einnig yfir víðtækan stuðning miðstöðvarinnar við frumkvöðla í orkugeiranum og yfirgripsmikla sérþekkingu starfsmanna hennar á því sviði. Þá sagði hann frá fyrirtækinu XRG Power, sem þróar umhverfisvænar einkarafstöðvar sem nýta lágvarma, en fyrirtækið á rætur að rekja til Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands.Víðtækur stuðningur í boði Stefán Þór Helgason, ráðgjafi hjá KPMG, ræddi um það hvernig hugmyndir verða til, hvað þarf til að gera þær að veruleika og hvernig hægt sé að kanna gæði hugmynda. Hann fjallaði einnig um þann víðtæka stuðning sem stendur frumkvöðlum til boða s.s. samkeppnir, viðskiptahraðla, húsnæði og fjármagn. Viðar Helgason, klasastjóri Íslenska jarðvarmaklasans, kynnti loks viðskiptahraðalinn Startup Energy Reykjavík en markmið hans er að styðja við frumkvöðla í orkugeiranum með margvíslegum hætti. Þátttakendum býðst m.a. aðstoð sérfræðinga, fyrirlestrar og námskeið og skrifstofuhúsnæði í tíu vikur og 5 milljónir króna í hlutafé.Aukin þátttaka kvenna Eitt af fagnaðarefnum þessarar fundaraðar var að finna fyrir öflugri þátttöku og áhuga kvenna. Karlar hafa lengi verið í meirihluta þeirra sem hafa látið að sér kveða í orkumálum. Nú sjáum við fleiri konur sýna orkumálum áhuga og þær láta í auknum mæli að sér kveða.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar