Mikill áhugi á nýsköpun í orkuiðnaði um allt land Björgvin Skúli Sigurðsson skrifar 16. nóvember 2016 07:00 Mikill áhugi er á því að vinna að nýsköpun í orkuiðnaði um allt land. Þetta kom fram á málstofum sem Landsvirkjun stóð fyrir í sumar, undir yfirskriftinni „Virkjum hugaraflið“. Ýmsar áhugaverðar hugmyndir komu fram á málstofunum, sem voru vel sóttar og haldnar í samstarfi við KPMG, Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Íslenska jarðvarmaklasann. Með málstofunum, sem fóru fram á Húsavík, Egilsstöðum, Blönduósi og Selfossi, var leitast við að vekja athygli á þeim tækifærum sem liggja í orkuiðnaði, kynna þann stuðning sem frumkvöðlum stendur til boða og bjóða heimamönnum til samtals um nýsköpunarhugmyndir þeirra.Fjölmargar áhugaverðar hugmyndir Niðurstaðan var sú að mikill áhugi er á því að vinna að nýsköpun í orkuiðnaði um allt land. Hitaveita á köldum svæðum, nýting ónýttra jarðhitastrauma, ferðaþjónusta, varmadælur, öpp, jarðhitabaðströnd og heilsulind voru á meðal áhugaverðra hugmynda sem komu fram. Heimamenn á hverjum stað fyrir sig lýstu yfir miklum áhuga á því að halda áfram á lofti nýsköpun í orkuiðnaði sem áhugavert verður að fylgjast með á næstunni.Orkuiðnaður á tímamótum Fulltrúar Landsvirkjunar á málstofunum kynntu sýn fyrirtækisins á nýsköpun í orkugeiranum, bentu á þau tækifæri sem þar liggja og hvöttu frumkvöðla til dáða. Í máli þeirra kom m.a. fram að íslenskur orkuiðnaður stendur á tímamótum þessi misserin – svipuðum og sjávarútvegurinn fyrir 30 árum. Með þeim takmörkunum sem þá voru lagðar á fiskveiðar varð ljóst að leita þyrfti annarra leiða til að fá meira út úr hverju veiddu kílói. Það ýtti undir þá miklu nýsköpun sem átt hefur sér stað í greininni á liðnum árum, m.a. í bættum vinnsluaðferðum, nýtingu aukaafurða í snyrtivörur, lyf, tískufatnað o.s.frv. Svipuð alda nýsköpunar gæti verið framundan í orkugeiranum með bættri nýtingu og margskonar hliðarafurðum. Þorsteinn Ingi Sigfússon, forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, fór yfir þau ónýttu tækifæri sem liggja í orkuauðlindum Íslands, ekki síst í jarðhita. Hann fór einnig yfir víðtækan stuðning miðstöðvarinnar við frumkvöðla í orkugeiranum og yfirgripsmikla sérþekkingu starfsmanna hennar á því sviði. Þá sagði hann frá fyrirtækinu XRG Power, sem þróar umhverfisvænar einkarafstöðvar sem nýta lágvarma, en fyrirtækið á rætur að rekja til Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands.Víðtækur stuðningur í boði Stefán Þór Helgason, ráðgjafi hjá KPMG, ræddi um það hvernig hugmyndir verða til, hvað þarf til að gera þær að veruleika og hvernig hægt sé að kanna gæði hugmynda. Hann fjallaði einnig um þann víðtæka stuðning sem stendur frumkvöðlum til boða s.s. samkeppnir, viðskiptahraðla, húsnæði og fjármagn. Viðar Helgason, klasastjóri Íslenska jarðvarmaklasans, kynnti loks viðskiptahraðalinn Startup Energy Reykjavík en markmið hans er að styðja við frumkvöðla í orkugeiranum með margvíslegum hætti. Þátttakendum býðst m.a. aðstoð sérfræðinga, fyrirlestrar og námskeið og skrifstofuhúsnæði í tíu vikur og 5 milljónir króna í hlutafé.Aukin þátttaka kvenna Eitt af fagnaðarefnum þessarar fundaraðar var að finna fyrir öflugri þátttöku og áhuga kvenna. Karlar hafa lengi verið í meirihluta þeirra sem hafa látið að sér kveða í orkumálum. Nú sjáum við fleiri konur sýna orkumálum áhuga og þær láta í auknum mæli að sér kveða.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Sjá meira
Mikill áhugi er á því að vinna að nýsköpun í orkuiðnaði um allt land. Þetta kom fram á málstofum sem Landsvirkjun stóð fyrir í sumar, undir yfirskriftinni „Virkjum hugaraflið“. Ýmsar áhugaverðar hugmyndir komu fram á málstofunum, sem voru vel sóttar og haldnar í samstarfi við KPMG, Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Íslenska jarðvarmaklasann. Með málstofunum, sem fóru fram á Húsavík, Egilsstöðum, Blönduósi og Selfossi, var leitast við að vekja athygli á þeim tækifærum sem liggja í orkuiðnaði, kynna þann stuðning sem frumkvöðlum stendur til boða og bjóða heimamönnum til samtals um nýsköpunarhugmyndir þeirra.Fjölmargar áhugaverðar hugmyndir Niðurstaðan var sú að mikill áhugi er á því að vinna að nýsköpun í orkuiðnaði um allt land. Hitaveita á köldum svæðum, nýting ónýttra jarðhitastrauma, ferðaþjónusta, varmadælur, öpp, jarðhitabaðströnd og heilsulind voru á meðal áhugaverðra hugmynda sem komu fram. Heimamenn á hverjum stað fyrir sig lýstu yfir miklum áhuga á því að halda áfram á lofti nýsköpun í orkuiðnaði sem áhugavert verður að fylgjast með á næstunni.Orkuiðnaður á tímamótum Fulltrúar Landsvirkjunar á málstofunum kynntu sýn fyrirtækisins á nýsköpun í orkugeiranum, bentu á þau tækifæri sem þar liggja og hvöttu frumkvöðla til dáða. Í máli þeirra kom m.a. fram að íslenskur orkuiðnaður stendur á tímamótum þessi misserin – svipuðum og sjávarútvegurinn fyrir 30 árum. Með þeim takmörkunum sem þá voru lagðar á fiskveiðar varð ljóst að leita þyrfti annarra leiða til að fá meira út úr hverju veiddu kílói. Það ýtti undir þá miklu nýsköpun sem átt hefur sér stað í greininni á liðnum árum, m.a. í bættum vinnsluaðferðum, nýtingu aukaafurða í snyrtivörur, lyf, tískufatnað o.s.frv. Svipuð alda nýsköpunar gæti verið framundan í orkugeiranum með bættri nýtingu og margskonar hliðarafurðum. Þorsteinn Ingi Sigfússon, forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, fór yfir þau ónýttu tækifæri sem liggja í orkuauðlindum Íslands, ekki síst í jarðhita. Hann fór einnig yfir víðtækan stuðning miðstöðvarinnar við frumkvöðla í orkugeiranum og yfirgripsmikla sérþekkingu starfsmanna hennar á því sviði. Þá sagði hann frá fyrirtækinu XRG Power, sem þróar umhverfisvænar einkarafstöðvar sem nýta lágvarma, en fyrirtækið á rætur að rekja til Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands.Víðtækur stuðningur í boði Stefán Þór Helgason, ráðgjafi hjá KPMG, ræddi um það hvernig hugmyndir verða til, hvað þarf til að gera þær að veruleika og hvernig hægt sé að kanna gæði hugmynda. Hann fjallaði einnig um þann víðtæka stuðning sem stendur frumkvöðlum til boða s.s. samkeppnir, viðskiptahraðla, húsnæði og fjármagn. Viðar Helgason, klasastjóri Íslenska jarðvarmaklasans, kynnti loks viðskiptahraðalinn Startup Energy Reykjavík en markmið hans er að styðja við frumkvöðla í orkugeiranum með margvíslegum hætti. Þátttakendum býðst m.a. aðstoð sérfræðinga, fyrirlestrar og námskeið og skrifstofuhúsnæði í tíu vikur og 5 milljónir króna í hlutafé.Aukin þátttaka kvenna Eitt af fagnaðarefnum þessarar fundaraðar var að finna fyrir öflugri þátttöku og áhuga kvenna. Karlar hafa lengi verið í meirihluta þeirra sem hafa látið að sér kveða í orkumálum. Nú sjáum við fleiri konur sýna orkumálum áhuga og þær láta í auknum mæli að sér kveða.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun